Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ B ANDARÍKIN lögðu af stað í keppnina með ein- stakt vinningshlutfall og hafði lið skipað NBA- leikmönnum ekki tapað leik frá því að þeir léku fyrst saman á Ólympíu- leikunum í Barcelona árið 1992. NBA-leikmenn voru ekki í liði Banda- ríkjamanna árið 1998 er Júgóslavar unnu titilinn í fjórða sinn, þar sem NBA-leikmenn voru í verkfalli. Í riðlakeppnini á HM í Indianapolis benti margt til þess að eitthvað væri að í bandaríska liðinu og í milliriðl- inum gerðist það sem fáir áttu von á; Argentína lagði Bandaríkin að velli og tryggði sér efsta sætið. Síðan rak hvert áfallið annað. Gestgjafarnir töpuðu fyrir Júgóslövum í undanúr- slitum og liðið sýndi lítinn styrk er það tapaði gegn Spánverjum í leik um 5. sætið en Bandaríkin þurfa að leika í undankeppni um laust sæti á ÓL sem fram fer í Aþenu árið 2004. Bandaríkjamenn illa undirbúnir fyrir stórmót Það hefur því margt breyst en það þóttu tíðindi á HM í Toronto árið 1994 er Don Nelson þjálfari Bandaríkja- manna tók leikhlé í leik gegn Rússum. En það var fyrsta leikhléið sem bandarískur þjálfari hafði tekið til þess að stöðva sóknarhrinur and- stæðinga bandaríska liðsins. Á ÓL í Barcelona voru leikhlé aðeins tekin til þess að hvíla leikmenn og til þess að skipta leikmönnum inná. Stolt Bandaríkjamanna er að sjálf- sögðu mikið og eftir útreiðina í Ind- ianapolis hefur flest verið dregið upp til varnar bandaríska liðinu. Margir bentu á bandaríska liðinu til varnar að leikmenn á borð við Shaquille O’Neal, Tim Duncan, Kobe Bryant, Tracy McGrady og Jason Kidd hefðu ekki leikið með af ýmsum ástæðum en þrír þeirra gáfu ekki kost á sér, en O’Neal og Kidd voru ekki leikfærir vegna meiðsla. Margir sérfræðingar um íþróttina hafa hinsvegar bent á að bandaríska liðið hafi komið illa undirbúið til leiks og bilið á milli atvinnumanna frá Bandaríkjunum og annarra leik- manna hafi minnkað frá því sem var er Michael Jordan og félagar „gengu“ í gegnum ÓL í Barcelona fyrir ára- tug. Tapið gegn Argentínu vakti marga af værum blundi og það skyldi þó ekki vera að þjóðirnar væru að hafa sæta- skipti í „þjóðaríþrótt“ sinni, en Bandaríkin komust lengra en Argent- ínumenn á HM í knattspyrnu í sumar þar sem „stjörnur“ argentínska liðs- ins sýndu lítinn vilja inná vellinum en lítt þekktir leikmenn bandaríska liðs- ins höfðu engu að tapa og voru álitnir auðveld bráð í flestum leikjum liðsins. Skortur á liðsheild og aga Liðsheild og agi var einkenni Arg- entínumanna á HM í körfuknattleik og Bandaríkjamenn áttu engin svör við einföldum en árangursríkum sóknarleik þeirra. Gegn Júgóslövum í undanúrslitunum máttu Bandaríkja- menn kyngja stolti sínu endanlega því þar mættu þeir einfaldlega sterkara og betra liði en þeir höfðu á að skipa sjálfir. Bandarískir leikmenn hafa nú mátt þola gagnrýni fyrir eigingirni og jafn- vel leti en margir af bestu leikmönn- um Júgóslava leika í NBA-deildinni og eru þar lykilmenn. Þeir sáu sér vel fært að leika níu leiki á tíu dögum þrátt fyrir ýmis meiðsli og þreytu eft- ir erfitt keppnistímabil. Þjóðverjinn Dirk Nowitski bar þýska liðið á herð- um sér og var valinn besti leikmaður mótsins, en hann lék álíka margar mínútur með Dallas Mavericks sl. vetur í NBA-deildinni og Kobe Bryant gerði. Hafa margir hnýtt í stjörnu meistaraliðs Lakers frá Los Angeles sem sá sér ekki fært að leika á HM vegna anna við ýmis störf tengd samningum hans við stórfyrir- tæki þar í landi. „Peninga- og einstaklingshyggja sveif yfir vötnum“ George Karl þjálfari bandaríska liðsins benti á ýmsa hluti sem hefðu mátt fara betur í undirbúningi liðsins en hann viðurkenndi að áhugi sumra leikmanna liðsins hefði ekki verið sem skyldi. „Ef ég yrði spurður um hvort gríðarleg laun NBA-leikmanna hefðu áhrif á vilja þeirra til þess að leggja sitt af mörkum fyrir þjóð sína þá verð ég að svara því játandi. Peninga- og einstaklingshyggja sveif yfir vötnum í okkar herbúðum á meðan leikmaður á borð við hinn 34 ára gamla Vlade Divac kastaði sér í gólfið á eftir öllum boltum án þess að velta fyrir sér af- leiðingunum,“ sagði Karl. Peja Stojakovic félagi Divac hjá NBA-liðinu Sacramento Kings vakti ekki mikla lukku hjá eigendum liðsins er hann mætti til leiks á HM en Stoj- akovic átti við meiðsli að stríða á ökkla í úrslitakeppninni sl. vor og var ekki enn búinn að ná sér er hann hóf að leika með Júgóslövum á HM. „Það var aldrei spurning í mínum huga hvort ég ætlaði að leika á HM, í dag er ég hluti af hamingjusamri þjóð og á gullpening og heiður sem ég hefði ekki viljað missa af. Ökklinn á eftir að lagast á næstu mánuðum og er auka- atriði í þessu samhengi,“ sagði Stoj- akovic en hann er ein besta skytta NBA-deildarinnar og af mörgum tal- inn einn af bestu leikmönnum deild- arinnar. Raef LaFrentz, leikmaður banda- ríska liðsins, var ekki hrifinn af afsök- unum félaga sinna sem töldu álagið mikið á HM. „Ég væri hvort sem er að leita að einhverjum spennandi og krefjandi leikjum yfir sumartímann og ég held að flestir okkar væru í þeim sporum að vilja spila meira á sumrin til þess að undirbúa sig fyrir komandi átök. Það finnst varla betri vettvangur en að fá tækifæri með landsliði á HM en það virtist tak- markaður áhugi á þessum leikjum í okkar liði,“ sagði LaFrentz sem leik- ur með Dallas Mavericks í NBA- deildinni. Breytinga krafist Nú þegar ljóst er að Bandaríkin þurfa í gegnum undankeppni fyrir næstu Ólympíuleika er þess krafist að gerðar verði breytingar á ýmsu hvað varðar landsliðsmálin þar í landi. Fyrir það fyrsta er farið fram á að ráðinn verði landsliðsþjálfari til langs tíma en Karl fékk að hitta bandaríska liðið aðeins tveimur vikum fyrir fyrsta leik liðsins og liðið virkaði „ryðgað“ í leik sínum á meðan önnur lið höfðu eytt mun meiri tíma saman fyrir keppnina. Í öðru lagi vilja Bandaríkjamenn að landsliðsþjálfarinn fái að velja lið sitt sjálfur en undanfarin ár hefur sérstök nefnd staðið í því að velja bandaríska landsliðið. Í þriðja lagi er farið fram á það að bandaríska liðið fái tíma til þess að æfa saman á hverju ári en nokkur munur er á þeim reglum sem notaðar eru á alþjóðavettvangi og þeim reglum sem tíðkast í NBA-deildinni. Bandarískir sérfræðingar um körfuknattleik hafa bent á að leik- menn bandaríska liðsins voru ekki kunnugir hver öðrum, þeir höfðu ekki þann vilja sem þurfti til að fara alla leið, stöðugleikann vantaði í allar að- gerðir liðsins og liðsandinn var langt frá því að vera „vinsamlegur“ og væn- legur til árangurs. Þess er nú krafist að lögð verði meiri áhersla á lands- liðsmálin þannig að það verði eftir- sóknarvert fyrir yngri leikmenn að komast í landslið Bandaríkjanna. Margir af þjálfurum og eigendum NBA-liða hafa varað við þeirri þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum þar sem glæsileiki, „troðslurn- ar“ og þriggja stiga skotin hafa vakið áhuga flestra en grunnatriði leiksins hafa gleymst í „glæsileikanum“ og „skemmtiiðnaðinum“. „Ef litið er á önnur lið í keppninni eru ávallt fimm leikmenn inni á vell- inum sem geta skotið úr öllum fær- um, stuttum sem löngum, þeir geta allir gert aðra betri með góðum send- ingum og það sem skilur þessi lið frá okkur er að þeir hafa viljann til þess að senda á aðra og gera liðsheildina sterkari,“ sagði George Karl þjálfari bandaríska liðsins. Bandaríkjamenn teknir í bólinu í grunnatriðum leiksins Bandaríska liðið var tekið í bólinu í þessum grunnatriðum og hafa marg- ar spurningar vaknað í kjölfarið. Kenningar þess efnis að leikmenn séu settir í ákveðin hlutverk of snemma á sínum ferli hafa verið viðraðar og leitt er líkum að því að of margir leikmenn geti ekki framkvæmt einfalda hluti á borð við vítaskot og stutt stökkskot, þar sem þeim er „bannað“ að gera slíka hluti á yngri árum sínum. Bandaríska liðið hitti aðeins úr 63% af vítaskotum sínum í keppninni en meðaltal annarra liða á HM var 73%. Baron Davis hitti aðeins úr 40% af vítaskotum sínum, Jermaine O’Neal var með 42% nýtingu og Ben Wallace hitti úr rétt rúmlega helmingi víta- skota sinna. Þremenningarnir voru mjög oft á vítalínunni í keppninni og höfðu mikil áhrif á heildarstigaskor bandaríska liðsins. Kastljósinu hefur því verið beint að hinum þýska Dirk Nowitski en þessi 2,12 metra hái framherji kom til Bandaríkjanna með margt í fartesk- inu, eiginleika sem hann hefði ekki fengið að nota hefði hann alist upp hjá bandarískum þjálfurum. Á HM var ekki óalgengt að sjá Nowitski hirða varnarfrákast, hefja hraðaupphlaupið sjálfur og skjóta síð- an þriggja stiga skoti. Slíka hluti fengi hávaxinn bandarískur leikmað- ur ekki að gera í keppni og hafa marg- ir bent á að meira „frjálsræði“ þyrfti að vera í þjálfun ungra leikmanna í Bandaríkjunum, þar sem grundavall- aratriðin séu kennd í takt við annað sem skiptir máli í nútímaþjálfun. Ungir evrópskir leikmenn standa betur að vígi Flestir áttu von á því að bandarísk- ir leikmenn myndu skipa efstu sæti stigahæstu leikmanna HM, en aðeins Paul Pierce náði að komast inná lista 15 efstu í þessum flokki og skýrir þessi staðreynd afleitt gengi Banda- ríkjamanna á HM. George Karl segir að hann trúi því að betri þjálfun yngri leikmanna eigi sér stað í Evrópu og öðrum heims- álfum. „Það er engin spurning um að 16-18 ára gamlir leikmenn fá meiri tíma til þess að æfa sig í íþróttahús- unum. Þeir fá betri þjálfun en okkar drengir,“ sagði Karl en margir hafa gagnrýnt strangar reglur háskólalið- anna en þar er þjálfurum bannað að leiðbeina leikmönnum utan keppnis- tímabilsins og það hafi sín áhrif á þroska þeirra. Auk þess séu of margir leikmenn sem fari beint úr miðskóla í atvinnumennsku. Þeir leikmenn missi af miklum þroska sem þeir öðlist í keppni háskólaliðanna enda hafi þeir aðeins unnið einu sinni í síðustu fjór- um heimsmeistaramótum yngri landsliða, bætti Karl við. Javier Imbroda þjálfari Spánverja segir að nú sé rétti tíminn fyrir Bandaríkjamenn að skoða sín mál gaumgæfilega því að mynstrið í al- þjóðlegum körfuknattleik hafi breyst mikið, bilið hafi minnkað verulega. David Stern framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar tók í sama streng og Imbroda er hann afhenti Júgóslöv- um gullverðlaunin. „Ef við ætlum okkur að ná fyrri styrk þá þarf banda- ríska liðið að fá mun meiri tíma til undirbúnings. Ellefu æfingar fyrir slíkt stórmót er ekki við hæfi og NBA-deildin mun ekki standa í vegi fyrir því í framtíðinni að liðið geti komið saman og æft meira,“ sagði Stern. Breyttur heimur eftir HM Það er því ljóst að körfuknattleiks- heimurinn hefur breyst á HM og liðin er sú tíð að leikmenn argentínska landsliðsins í körfuknattleik kalli til félaga sinna á bekknum um að nú sé rétta tækifærið til þess að taka ljós- myndir í rimmu þeirra við þekkt nöfn úr NBA-liðunum. Á Ameríkuleikun- um árið 1992 kallaði Marcello Milan- esio á félaga sína að nú ætti að taka mynd er hann var að sækja að „goð- inu“ Magic Johnson en í dag spyrja leikmenn Argentínu Bandaríkja- menn ekki að nafni en leggja þá þess í stað að velli. Serbinn Borislav Stankovic, forseti Alþjóðakörfuknattleikssambandsins, FIBA, var afar ánægður með minnk- andi yfirburði Bandaríkjamanna en hann hefur alla tíð sagt að bilið ætti eftir að minnka. Stankovic vann hörð- um höndum að því að atvinnumönn- um yrði leyft að vera með í keppni á alþjóðlegum vettvangi og þá sérstak- lega á ÓL. Hann var gagnrýndur fyrir skoð- anir sínar að loknum ÓL í Barcelona þar sem Bandaríkjamenn sögðu flest- ir að þeirra landslið ætti eftir að ein- oka keppni á alþjóðavettvangi um ókomna framtíð. Stankovic hafði hinsvegar tröllatrú á því starfi sem unnið var í Evrópu og víðar. Nú er af- raksturinn að koma í ljós. Það fór varla framhjá unnendum körfuknattleiksíþróttarinnar að Júgóslavar fögnuðu óvænt sigri í Heimsmeistarakeppninni sem fram fór í Bandaríkjunum á dögunum og vörðu þar með titilinn sem þeir unnu fjórum árum áður. Aðalfrétt mótsins var engu að síður afleitt gengi liðs heimamanna sem var skipað atvinnumönnum úr NBA-deildinni. Sigurður Elvar Þórólfsson veltir fyrir sér atburðarásinni í Indianapolis; atburðarás sem breytti ímynd körfuknattleiksíþróttarinnar um ókomna framtíð. „Draumaliðið“ vakið af værum blundi Reuters Júgóslavinn Vlade Divac fagnaði fimmta heimsmeistaratitli landsins með bros á vör en Divac leikur lykilhlutverk með NBA-liðinu Sacramento Kings. Elton Brand og Paul Pierce þurfa að bera þungan kross á næstu leiktíð þar sem þeir voru í „Draumaliðinu“ sem missti æruna á HM í Indianapolis. seth@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.