Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 48
FÓLK Í FRÉTTUM 48 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FYRIR hálfum öðrum áratugeða svo var vakning í þjóð-legri tónlist víða um heim.Afrísk tónlist var aðallega í sviðsljósinu og margar framúrskar- andi plötur litu dagsins ljós. Frammámenn hjá breska ríkis- útvarpinu voru iðnir við að kynna tónlistina og einn þeirra, Andy Kers- haw, stóð að safnplötunni Great Moments in Vinyl History þar sem aðallagið að flestra mati var „Utru Horas“ með Orchestra Baobab. Nánast ekkert var vitað um sveitina á Vesturlöndum á þeim tíma, en síð- ar komu út með henni plötur með gömlum upptökum. Orchestra Bao- bab sneri svo aftur í sviðljósið fyrir skemmstu með nýrri plötu. Kúbversk tónlist vinsæl Frá Afríku barst grunnurinn að þeirri dægurtónlist sem við þekkjum í dag en hugmyndastraumurinn lá líka í hina áttina. Þannig var kúb- versk tónlist gríðarlega vinsæl í Afr- íku á sjöunda og áttunda áratugnum, sérstaklega í Vestur-Afríku. Hljóm- sveitir þar tóku kúbversk lög upp á sína arma, spiluðu eftir eigin nefi og sungu oft spænska textana án þess að kunna bofs í málinu, menn létu sér nægja að syngja eftir hljóðunum. Eftir að Afríkulönd tóku að losna undan nýlenduhelsinu varð víða mik- il vakning í þeirri gríðarlegu bjart- sýni sem ríkti um að framundan væri gósentíð frelsis og framfara. Þá leit- uðu margir í ræturnar, reyndu að hafa tónlistina afrískari, ef svo má segja, fléttuðu saman við suður- amerísku áhrifin þjóðlegum hljóð- færaslætti og söngstíl. Stjórnvöld beittu sér einnig fyrir ýmsu því sem þótti til menningarauka, og í Dakar var opnaður mikill næturklúbbur 1970 fyrir tilstilli þriggja ráðherra í ríkisstjórn Senegal. Klúbburinn fékk heitið Club Baobab og ekki nema eðlilegt að hljómsveitin sem ráðin var til að spila í klúbbnum fengi sama nafn, Orchestra Baobab. Nútímalegir, þjóðlegir og alþóðlegir Menn voru uppteknir af því að vera nútímalegir, þjóðlegir og um leið alþjóðlegir og Orchestra Baobab lék ekki bara son, heldur líka pac- hanga og cha cha cha í bland við afr- íska hljóma og takta og bandarísk fönkáhrif og sungu líka á mörgum tungum, wolof, mandinka, kríóla, sem er portúgölsk-afrísk mállýska, meðal annars móðurmál Cesariu Evoru, frönsku, einskonar heima- gerðri spænsku, pulaar og jola. Baobab-sveitin varð vinsælasta hljómsveit Senegal um miðjan átt- unda áratuginn en síðan tóku vin- sældirnar að dala, nýir straumar í tónlist, þar sem Youssou N’Dour fór fyrir sveit ungra tónlistarmanna og fann upp mbalax, bentu til að dagar suður-amerískrar sveiflu væru taldir í Vestur-Afríku. Hljómsveitin kom því saman í einskonar kveðjuhóf þar sem menn voru með tveggja rása ferðasegulband og tóku upp nokkur lög að skilnaði. Þeir félagar spiluðu fram eftir nóttu og tóku alls upp tólf lög. Lögin voru fjölbreytt eins og hljómsveitarinnar var siður og þann- ig voru þrjú þeirra, „Ray Mbele“, „Utru Horas“ og „Soldadi“, kúb- verskættuð sungin á bjagaðri spænsku og Wolof, en annað lag, „Coumba“, af frönsku kyni. Dolfallnir yfir tónlistinni Tónlistin var gefin út á snældum sem bárust með tíð og tíma til Frakklands. Þar voru menn dolfallnir yfir þessari tónlist, blús- uðum saxófónleik og geimgítarsólóum og framtakssamur útgef- andi afritaði tónlistina og gaf út á vínyl í tak- mörkuðu upplagi, plötu sem kallaðist „Werente“. Það varð enn til að auka áhuga manna á sveitinni sem virtist æ dularfyllri. Bootleg-útgáfan var síðan gefin út aftur, enn sem bootleg, og hljómurinn varð æ verri með hverri útgáfunni. Plötusnúðar við BBC, John Peel og Andy Kersh- aw, tóku „Utru Horas“, upp á sína arma og spiluðu í útvarpi sem gerði hljómsveitina goðsagnakennda í Bretlandi, en Kershaw beitti sér síð- an fyrir því að lagið var gefið út á safnplötunni sem getið er í upphafi. Eigandi World Circuit útgáfunn- ar, sem ætti að vera Íslendingum að góðu kunn fyrir kúbversku öldung- ana frá útsýnishæð, Buena Vista Social Club, heyrði „Utru Horas“ og hreifst af eins og aðrir. Hann langaði að komast yfir meira með sveitinni og tókst á endanum að komast í sam- band við liðsmenn og fá þá til að senda sér upptökur sem síðar voru gefnar út á plötunni Pirates’ Choice 1989. Sú plata var endurútgefin á síðasta ári með fleiri lögum frá upp- tökuveislunni um nóttina forðum og í síðustu viku barst síðan hingað ný plata með Orchestra Baobab, Speci- alist in All Styles, þar sem sveitin fer á kostum í nýjum lögum. Lykilmenn- irnir eru á sínum stað, en einnig koma við sögu á plötunni kúbverski söngvarinn frábæri Ibrahim Ferrer og Youssou N’Dour, en N’Dour stýr- ir upptökum auk þess sem hann syngur í einu lagi með Ferrer end- urgerð „Utru Horas“ sem kom öllu saman af stað fyrir langa löngu. Tónlist á sunnudegi Árni Matthíasson Orchestra Baobab anno 2002. Orchestra Bao- bab snýr aftur Senegalska hljómsveitin Orchestra Baobab var goð- sagnakennd fyrir blöndu af afrískum rythmum og suð- ur-amerískri sveiflu. Hún snýr nú aftur í sviðsljósið eftir marga ára þögn. Kauptu eina flík, hún endist á við þrjár Jón & Gunna - Ísafirði Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Restaurant Pizzeria Gallerí - Café Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is ÁSKRIFTARKORT VERTU MEÐ Í VETUR 7 sýningar á 10.500 og ýmis fríðindi innifalin. 10 miða kort á 16.400. Frjáls notkun Nýja sviðið - Komið á kortið! 4 miðar á 6.000 Stóra svið HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Í dag kl 14 Í dag kl 18 Su 6/10 kl 14 Fö 11/10 kl 20 - ath kvöldsýning KRYDDLEGIN HJÖRTU e. Laura Esquivel Lau 5/10 kl 20 Lau 12/10 kl 20 MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Fi 24/10 kl 20 - Næst síðasta sýning Fi 31/10 kl 20 - Síðasta sýning GESTURINN e. Eric-Emmanuel Schmitt Fö 4/10 kl 20, Lau 5/10 kl 20, Fö 11/10 kl 20, Lau 12/10 kl 20 Síðustu sýningar JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Frumsýning fö 4/10 kl. 20, UPPSELT, 2. sýn lau 5/10 kl. 20 AND BJÖRK, OF COURSE .. e. Þorvald Þorsteinsson Su 6/10 kl 20, Lau 12/10 kl 20 Síðustu sýningar Nýja sviðið Litla svið Miðasala: 568 8000 Í Loftkastalanum kl. 20 Miðasala: 552 3000  „Sprenghlægileg“ „drepfyndin“ „frábær skemmtun“ fim. 19fi . 3/10 fim. 10/10 sun.13/10 fös. 18/10 sýn. kl. 23 Rakarinn í Sevilla eftir Rossini 3. sýn. 4. okt. kl. 20 nokkur sæti laus 4. sýn. 5. okt. kl. 19 nokkur sæti laus 5. sýn. 12. okt. kl. 19 laus sæti 6. sýn. 13. okt. kl. 19 laus sæti Enn eru nokkrir miðar lausir á hátíðarsýn- ingarnar 29. og 30. nóv. —aðeins fyrir félagsmenn í Vinafélagi Íslensku óperunnar. Miðasalan opin kl. 15-19 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningar- daga. Símasala kl. 10-19 virka daga. Sími miðasölu: 511 4200 Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur sun 6. okt, uppselt þri 8. okt, uppselt fim 10. okt, uppselt þri 15. okt, uppselt mið 16, okt, uppselt fim 17. okt, uppselt sun 20 okt, uppselt þri 22. okt, nokkur sæti mið 23. okt, uppselt sun 27. okt, örfá sæti þri 29. okt, laus sæti mið 30. okt, laus sæti eftir Þorvald Þorsteinsson sun. 6. okt. kl. 14 sun. 20. okt. kl. 14 SNUÐRA OG TUÐRA eftir Iðunni Steinsdóttur sun. 13. okt. kl. 14 sun. 27. okt. kl. 16 HEIÐARSNÆLDA Nýtt leikrit fyrir yngstu börnin Frumsýning lau. 19. okt. kl. 14 2. sýn. 27. okt. kl. 14 3. sýn. 28. okt. kl. 11 uppselt Miðaverð kr. 1.100,- Netfang: ml@islandia.is www.islandia.is/ml Sunnudagur 29. sept. kl. 20 Næturljóð leikbrúðanna Bernd Ogrodnik og hrífandi leik- brúður hans flytja ljóðrænan óð til lífsins, kryddaðan töfrandi tónum, snjöllum húmor og heiðarleika. Sýningin er í samvinnu Salarins og þýska sendiráðsins. Verð kr. 1.000. Þriðjudagur 1. október kl. 20 TÍBRÁ: Úr aldingarði söngsins Elín Ósk Óskars- dóttir sópran og Richard Simm píanó flytja ljóða- flokk eftir Pál Ísólfsson, sönglög og aríur eftir Jón Ásgeirsson og Giocomo Puccini. Verð kr. 1.500/1.200 Sunnudagur 6. október kl. 20 TÍBRÁ: Píanótónleikar Jaromír Klepác, einn af þekktustu píanóleikurum Tékklands, leikur Ballöðu í g moll eftir Chopin, By the Seashore eftir Smetana, Sónötu 1.X.1905 eftir Janácek, Sónötu í a moll eftir Mozart og Myndir á sýningu eftir Mussorgsky. Verð kr. 1.500/1.200. Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 alla virka daga, miðapantanir í s. 562 9700 frá kl. 10 og á femin.is Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar Fös 27/9 kl. 21 Uppselt Fös 27/9 kl. 23 Aukasýning Uppselt Lau 28/9 kl. 21 Uppselt Lau 28/9 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Fös 4/10 kl. 21 Uppselt Fös 4/10 kl. 23 Aukasýning Uppselt Lau 5/10 kl. 21 Uppselt Lau 5/10 kl. 23 Aukasýning Örfá sæti Sun 6/10 kl. 21 Aukasýning Laus sæti Fim 10/10 kl 21 Aukasýning Laus sæti Fös 11/10 kl. 21 Uppselt Fös 11/10 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Lau 12/10 kl. 21 Uppselt Lau 12/10 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Lau 19/10 kl. 21 Uppselt Lau 19/10 kl. 23 Aukasýning Lau sæti Sun 20/10 kl. 21 Örfá sæti Mið 23./10 kl 21 Aukasýning Laus sæti Fim 24/10 kl. 21 Örfá sæti Sun 27/10 kl. 21 Uppselt Fös 1/11 kl. 21 Örfá sæti Fös 1/11 kl. 23 Aukasýning Laus sæti Fyrir litla krílið Kuldakrem fyrir litlar kinnar frá WELEDA. Engin aukaefni. Þumalína, Skólavörðustíg 41 ROKKSÖNGKONAN Joan Jett tróð upp meðal banda- rískra hermanna í herstöðinni í Bagram, nærri Kabúl, í Afg- anistan á föstudag. Jett er fyrsta rokk- söngkonan sem heldur tón- leika í Afganistan. Jett var leiðtogi í hljómsveit- inni Runaways, sem var ein fyrsta kvennarokksveitin. Síð- ar var hún með eigið band, The Blackhearts, en frægasta lag þeirra er án efa ástaróð- urinn til rokksins „I Love Rock’n’Roll“ sem um þessar mundir er betur þekkt sem nýjasti smellur Britney Spears. Joan Jett rokkar í Afganistan AP Tónlist Joan Jett féll vel í kramið í flugherstöðinni í Bagram nærri Kabúl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.