Morgunblaðið - 29.09.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 29.09.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Fyrirlestraröð um samvinnuhreyfinguna Samvinnustarf er barn hvers tíma ÁHUGAHÓPUR umsamvinnusöguhleypir af stokk- unum fyrirlestraröð á þriðjudag um samvinnu- hreyfinguna á Íslandi og sögu hennar. Þar verður Helgi Skúli Kjartansson með fjóra fyrirlestra, þann fyrsta næsta þriðjudag, og fjallar hann almennt um sögu samvinnuhreyfingar- innar og svo út frá þremur ákveðnum sjónarhornum sem hann kennir við sveit- irnar, stjórnmálin og sam- keppnina. Á lokafundinum verður rætt um fall Sam- bandsins og framtíð sam- vinnustarfs og verða fyr- irlesarar Jón Sigurðsson og Jónas Guðmundsson, sem báðir eru fyrrverandi rektorar á Bifröst. „Tilefnið er aldarafmæli Sam- bands íslenskra samvinnufélaga á þessu ári,“ segir Helgi Skúli. „Sambandið er enn til, þó lítið fari fyrir því og á afmæli þess í febr- úar var stofnaður hópur sem á frumkvæði að fyrirlestraröðinni og stendur að henni ásamt Sögu- félaginu.“ Fyrsta erindið verður yfirlit yf- ir sögu samvinnuhreyfingarinnar. „Þar bendi ég á tengsl sam- vinnusögunnar við þjóðarsöguna og hvernig samvinnustarfið er, eins og ég kalla það, barn hvers tíma, sem við verðum að skilja í samhengi við það hvernig tímanir og viðfangsefnin breytast.“ Þá ræðirðu tengsl samvinnu- hreyfingarinnar við sveitirnar. „Það er sérkenni á íslenskri samvinnusögu að hér hefur sam- samvinnuhreyfingin tengst sveit- unum og bændastéttinnni nánar en þéttbýlinu og verkalýðsstétt- inni. Samvinnuhreyfingin á Ís- landi var bráðþroska í saman- burði við þjóðfélagsþróun að öðru leyti. Hún komst til þroska meðan sveitirnar og bændurnir voru ennþá burðarás þjóðlífsins.“ Svo tekurðu fyrir pólitíkina. „Já, í þriðja fyrirlestrinum, og aftur út frá því hvernig samvinnu- hreyfing er barn hvers tíma og við verðum að skilja hana í því samhengi. Hún var auðvitað gegnsýrð af pólitík á þeim tíma sem allt þjóðlífið var dregið í póli- tíska dilka. Það gerðist mjög snemma, þegar á landshöfðingja- tíma, að kaupfélögin tengdust stjórnmálum og flokkaskiptingu, þannig að þetta er langur og fróð- legur þráður í samvinnusögunni. Honum tengist sú mikilvæga spurning að hvaða leyti sam- vinnuhreyfingin hafi verið hug- sjónahreyfing.“ Þá fjallarðu um samvinnu- hreyfinguna út frá samkeppni. „Já, annars vegar samkeppni samvinnurekstursins við einka- reksturinn, og hins vegar spurn- inguna um hlutverk samkeppn- innar í íslensku atvinnulífi á hverjum tíma, en samvinnumenn voru löngum yfirlýstir andstæð- ingar hennar. Það hljómar ekki vel hér og nú. En mikinn hluta 20. aldar var það allt annað en sjálfsagt að óheft samkeppni ætti að ráða í atvinnulífinu. Fákeppni og opinber forsjá voru það sjálf- sagða, og svo gátu menn innan þess ramma deilt um einkarekst- ur og samvinnurekstur.“ Loks verður rætt fall og fram- tíð samvinnuhreyfingarinnar. „Já, þó að þar verði aðrir fram- sögumenn en ég, en óneitanlega hlýtur öll umræða um samvinnu- sögu að litast af þessum nýlegu og óvæntu umskiptum, sem urðu með falli Sambandsins. Þau voru þó enginn endapunktur aftan við samvinnustarf í landinu, eins og fréttirnar minna okkur á daglega um þessar mundir, hvort sem þær eru af stærsta tryggingafélagi landsins, stærsta ríkisbankanum eða t.d. Sölufélagi garðyrkju- manna.“ Samvinnuhreyfingin er þá enn í fullu fjöri? „Ekki sú samvinnuhreyfing sem áður var. En margt stendur þó eftir sem er býsna öflugt á nýj- um forsendum. Þegar ríkið seldi fyrst banka, þá átti gamla sam- vinnuhreyfingin reyndar hæsta tilboð í hann, en þó ekki tvö hæstu eins og sagt er að samvinnumenn hafi gert núna í Landsbankann.“ Þannig að fyrirlestrarnir eiga ekki síður erindi við nútímann en fortíðina? „Til þess er saga að hún eigi er- indi við samtímann. Samvinnu- sagan á erindi við okkur núna, bæði vegna þess sem enn er að gerast og vegna þeirra áhrifa sem samvinnuhreyfingin hafði á rúm- um aldarferli. Ég tel mikilvægt að láta ekki skilning okkar á þessari sögu koðna niður í fáeina einfalda sleggjudóma.“ Hvað áttu við með því? „Mér finnst þess gæta að talað sé um samvinnuhreyfinguna eins og eitthvert fornaldarundur sem bara sé minnisstætt fyrir að stinga í stúf við nútímann, t.d. með einokunartilburð- um. Samvinnuhreyf- ingin hefur jafnan sætt ásökunum, bæði innan og utan frá, en mér finnst mikilvægt að þær standi ekki án andmæla sem hinn einfaldi og endanlegi sann- leikur um hreyfinguna.“ Hafði samvinnuhreyfingin já- kvæð áhrif? „Saga Íslands síðastliðna öld er jákvæð saga framfara og árang- urs. Í henni átti samvinnuhreyf- ingin sinn ríka þátt sem sam- vinnumenn nútímans mega vera stoltir af.“ Helgi Skúli Kjartansson  Helgi Skúli Kjartansson fæddist árið 1949 í Reykjavík og er dósent í sögu við Kenn- araháskóla Íslands. Helgi Skúli lauk BA-prófi í sagnfræði og íslensku og síðar cand. mag. í sagnfræði frá Há- skóla Íslands. Hann hefur unn- ið við ritstörf og rannsóknir, m.a. í nokkur ár hjá Samband- inu, en verið háskólakennari að aðalstarfi síðustu 17 árin. Hann er í sambúð með Keneva Kunz þýðanda og á með henni einn son en annan af fyrra hjónabandi. Daglega minnt á sam- vinnusöguna Hann er að sækja um hæli af mannúðarástæðum, ekki pólitískum, hr. Bondevik, það átti að setja hann út á Guð og gaddinn á Íslandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.