Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 25 VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is ÞAKRENNUR Frábærar Plastmo þakrennur með 20 ára reynslu á Íslandi. Til í gráu, brúnu, hvítu og svörtu. Heildsala - Smásala Byrgjum brunninn 6. landsþing slysavarnaráðs um slysavarnir 3. október 2002 Eldborg, fundarsalur Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi Skráning hjá Landlæknisembættinu í síma 510 1900 eða hildur@landlaeknir.is 08:00-09:00 Skráning og afhending fundargagna. Þinggjald, kr. 7.000, verður innheimt við afhendingu fundargagna. Innifalinn hádegisverður og kaffiveitingar. 09:00 Setning landsþings. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Slysavarnir: 09:10 Slysavarnir nú á dögum. Sigurður Guðmundsson, landlæknir og formaður slysavarnaráðs. 09:30 Slysaskrá Íslands. Hildur Björk Sigbjörnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu. 09:50 Kaffihlé. 10:05 Slysavarnir í Kanada. Louis Hugo Francescutti, Háskólanum í Alberta Kanada. 11:40 Matarhlé. Fundarmenn eru hvattir til að skoða Gjána en þar hefur verið komið upp sýningu um jarðfræði, jarðhita og vinnslu orku úr iðrum jarðar. Áhættumat og forvarnir: 13:00 Áhættuhegðun framhaldsskólanema Svandís Nína Jónsdóttir, í umferðinni. Rannsóknum og greiningu. 13:20 Frítímaslys. Arngrímur Hermannsson, stjórnarformaður Íslenskra ævintýraferða. 13:40 Áhættumat og vinna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirliti ríkisins. 14:00 Áhættuhegðun barna og unglinga. Herdís L. Storgaard, framkvæmdastjóri Árvekni. 14:20 Áhættumat með tilliti til slysavarna Guðmundur Gunnarsson, við gerð og hönnun mannvirkja. arkitekt. 14:40 Umræður. 15:00 Kaffihlé. Framtíðarsýn: 15:20 Slysavarnir, framtíðarsýn og hlutverk Alþingis. Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður. 15:40 Margföldunaráhrif vegna sjálfboðaliða Kristbjörn Óli Guðmundsson, í forvarnastarfi. framkvæmdastjóri Slysavarna- félagsins Landsbjargar. 16:00 Hvaða herferðir skila árangri? Hallur A. Baldursson, framkvæmdastjóri Nonna Manna/ Yddu ehf. 16:20 Banaslys. Brynjólfur Mogensen, sviðsstjóri slysa- og bráðasviðs LSH. 16:40 Umræður. 17:00 Þinglok Fundarstjórn: Jónína Bjartmarz, formaður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis. S I G T Ú N I FIÐLUBÖRNIN, sjö krakkar sem öll leika á fiðlu, halda tónleika í Neskirkju í dag kl. 14.00. Fiðlu- börnin halda til Vesterås í Svíþjóð á næstunni og taka þátt í tónlist- arhátíð Suzuki-fiðlunemenda, og eru tónleikarnir í dag liður í fjár- öflun fyrir ferðina. Stjórnandi hópsins er Lilja Hjaltadóttir. Meðal þess sem Fiðlubörnin spila eru ís- lensk rímnalög í útsetningu Bjarna Frímanns Bjarnasonar, 13 ára drengs í hópnum. Elsti nemandinn, Elfa Rún Kristinsdóttir, 17 ára, leikur einleik, en hún lýkur einleik- araprófi frá Listaháskóla Íslands í vor. Tónlistarhátíðin í Vesterås nefnist Young Nordic Tone og hef- ur verið haldin reglulega um nokk- urra ára skeið af Suzuki-sambönd- unum í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Noregi. Þar koma fram nemendur sem stunda tónlist- arnám á framhaldsskólastigi en hafa bakgrunn í Suzuki-námi. Um leið og hátíðin verður haldin verður ný tónleikahöll vígð í Västerås. Kristinn Örn Kristinsson píanóleik- ari verður með í för til Svíþjóðar. Elfa Rún lýkur sem fyrr segir ein- leikaraprófi frá Listaháskóla Ís- lands í vor, en hin börnin eru öll við nám í Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Þau eru: Gréta Salóme Stef- ánsdóttir, Geirþrúður Ása Guðjóns- dóttir, Eygló Dóra Davíðsdóttir, Sunna Rán Stefánsdóttir, Bjarni Frímann Bjarnason og Sindri M. Stephensen. Þau hafa öll stundað tónlistarnám frá um fjögurra ára aldri. Á hátíðinni í Västerås verða ís- lensku þátttakendurnir með tvö dagskráratriði. Elfa flytur einleiks- verk við píanóundirleik Kristins, Spánskan dans úr La vita breve eft- ir Manuel De Falla. Hinir nemend- urnir sex flytja undir stjórn Lilju syrpu íslenskra þjóðlaga í útsetn- ingu Bjarna Frímanns. Hann hefur fengist við tónsmíðar í vaxandi mæli í um tveggja ára skeið. Grunn- inn að þessum þjóðlagaútsetn- ingum gerði hann í fyrrasumar og voru þær þá fluttar á Suzuki- námskeiði í Bryanston á Englandi. Nú hefur hann aukið og endurbætt útsetningarnar fyrir þessa hátíð að beiðni Lilju. Þess má geta að á sl. vori frumflutti strengjasveit Tón- listarskólans í Reykjavík þrjá kafla úr svítu Bjarna Frímanns fyrir strengjasveit, Maritimus, á vortón- leikum. Vakti sá flutningur tals- verða athygli fjölmiðla, enda fátítt að svo ungt tónskáld, þá 12 ára, hasli sér völl á vettvangi klass- ískrar tónlistar. Sjö fiðlubörn leika í Neskirkju Morgunblaðið/Sverrir Fiðlubörnin með stjórnanda sínum, Lilju Hjaltadóttur, og píanóleik- aranum Kristni Erni Kristinssyni. Þau koma fram í Neskirkju í dag. JAZZKVINTETT Sunnu Gunnlaugs heldur tónleika í sal Tónlistarskóla Akra- ness á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Sunna er nýkomin heim frá Bandaríkjunum og er nýbúin að skipa kvin- tett sem mun flytja ný lög Sunnu við íslensk ljóð og texta, m.a. eftir Tómas Guðmundsson, Stein Stein- arr og Sigurbjörgu Þrast- ardóttur. Kvintettinn skipa Kristjana Stefánsdóttir, söngur, Sigurður Flosason, saxófón, Drew Gress, bassi, Scott McLemore, trommur, og Sunna leikur sjálf á pí- anó. Fyrr á árinu fór Sunna með kvartett sinn í 3 vikna tónleikaferð um Evrópu til að fylgja eftir dreif- ingu disksins Mindful og einnig í vikuferð um Kanada þar sem kvart- ettinn kom m.a. fram á Montreal- djasshátíðinni sem er ein sú stærsta í heiminum. Þá verða Sunna og kvin- tett hennar gestir á Kaffi Reykjavík á vegum Jazzhátíðar Reykjavíkur fimmtudaginn 3. október kl. 22. Nú stendur yfir hljóðritun á nýj- um geisladiski með kvintettinum sem væntanlegur er fyrir jól. Sunna Gunnlaugs leikur á Akranesi Sunna Gunnlaugsdóttir. Morgunblaðið/Arnaldur ANNA Guðjónsdóttir listakona held- ur fyrirlestur í Listaháskóla Íslands, Laugarnesi, á mánudag, kl. 12.30. Anna er búsett í Hamborg og lauk mastersnámi frá Listaháskólanum í Hamborg 1992. Fyrirlesturinn nefnir Anna: Gallerí fyrir landslagslist og Safn fjarlægra staða. Ámundi Sigurðsson flytur fyrir- lestur sem hann nefnir: Lógótýpur og aðrar týpur, eða: Sögur af nýslátruðu í Skipholti á miðvikudag kl. 12.30. Námskeið Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta- fræðingur kennir á myndlestur á násmskeiði sem hefst 3. október. Lögð er áhersla á „lesa“ í marg- víslegt myndefni og fjalla jafnframt um sjónmenningu samtímans. Hösk- uldur Harri Gylfason kennir mynd- vinnslu II Photoshop á námskeiði sem hefst 7. október. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á Photoshop til að setja saman myndir í tölvu. Fyrirlestrar og nám- skeið í LHÍ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.