Morgunblaðið - 29.09.2002, Page 25

Morgunblaðið - 29.09.2002, Page 25
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 25 VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is ÞAKRENNUR Frábærar Plastmo þakrennur með 20 ára reynslu á Íslandi. Til í gráu, brúnu, hvítu og svörtu. Heildsala - Smásala Byrgjum brunninn 6. landsþing slysavarnaráðs um slysavarnir 3. október 2002 Eldborg, fundarsalur Hitaveitu Suðurnesja í Svartsengi Skráning hjá Landlæknisembættinu í síma 510 1900 eða hildur@landlaeknir.is 08:00-09:00 Skráning og afhending fundargagna. Þinggjald, kr. 7.000, verður innheimt við afhendingu fundargagna. Innifalinn hádegisverður og kaffiveitingar. 09:00 Setning landsþings. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Slysavarnir: 09:10 Slysavarnir nú á dögum. Sigurður Guðmundsson, landlæknir og formaður slysavarnaráðs. 09:30 Slysaskrá Íslands. Hildur Björk Sigbjörnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu. 09:50 Kaffihlé. 10:05 Slysavarnir í Kanada. Louis Hugo Francescutti, Háskólanum í Alberta Kanada. 11:40 Matarhlé. Fundarmenn eru hvattir til að skoða Gjána en þar hefur verið komið upp sýningu um jarðfræði, jarðhita og vinnslu orku úr iðrum jarðar. Áhættumat og forvarnir: 13:00 Áhættuhegðun framhaldsskólanema Svandís Nína Jónsdóttir, í umferðinni. Rannsóknum og greiningu. 13:20 Frítímaslys. Arngrímur Hermannsson, stjórnarformaður Íslenskra ævintýraferða. 13:40 Áhættumat og vinna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirliti ríkisins. 14:00 Áhættuhegðun barna og unglinga. Herdís L. Storgaard, framkvæmdastjóri Árvekni. 14:20 Áhættumat með tilliti til slysavarna Guðmundur Gunnarsson, við gerð og hönnun mannvirkja. arkitekt. 14:40 Umræður. 15:00 Kaffihlé. Framtíðarsýn: 15:20 Slysavarnir, framtíðarsýn og hlutverk Alþingis. Guðmundur Hallvarðsson, alþingismaður. 15:40 Margföldunaráhrif vegna sjálfboðaliða Kristbjörn Óli Guðmundsson, í forvarnastarfi. framkvæmdastjóri Slysavarna- félagsins Landsbjargar. 16:00 Hvaða herferðir skila árangri? Hallur A. Baldursson, framkvæmdastjóri Nonna Manna/ Yddu ehf. 16:20 Banaslys. Brynjólfur Mogensen, sviðsstjóri slysa- og bráðasviðs LSH. 16:40 Umræður. 17:00 Þinglok Fundarstjórn: Jónína Bjartmarz, formaður heilbrigðis- og trygginganefndar Alþingis. S I G T Ú N I FIÐLUBÖRNIN, sjö krakkar sem öll leika á fiðlu, halda tónleika í Neskirkju í dag kl. 14.00. Fiðlu- börnin halda til Vesterås í Svíþjóð á næstunni og taka þátt í tónlist- arhátíð Suzuki-fiðlunemenda, og eru tónleikarnir í dag liður í fjár- öflun fyrir ferðina. Stjórnandi hópsins er Lilja Hjaltadóttir. Meðal þess sem Fiðlubörnin spila eru ís- lensk rímnalög í útsetningu Bjarna Frímanns Bjarnasonar, 13 ára drengs í hópnum. Elsti nemandinn, Elfa Rún Kristinsdóttir, 17 ára, leikur einleik, en hún lýkur einleik- araprófi frá Listaháskóla Íslands í vor. Tónlistarhátíðin í Vesterås nefnist Young Nordic Tone og hef- ur verið haldin reglulega um nokk- urra ára skeið af Suzuki-sambönd- unum í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Noregi. Þar koma fram nemendur sem stunda tónlist- arnám á framhaldsskólastigi en hafa bakgrunn í Suzuki-námi. Um leið og hátíðin verður haldin verður ný tónleikahöll vígð í Västerås. Kristinn Örn Kristinsson píanóleik- ari verður með í för til Svíþjóðar. Elfa Rún lýkur sem fyrr segir ein- leikaraprófi frá Listaháskóla Ís- lands í vor, en hin börnin eru öll við nám í Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Þau eru: Gréta Salóme Stef- ánsdóttir, Geirþrúður Ása Guðjóns- dóttir, Eygló Dóra Davíðsdóttir, Sunna Rán Stefánsdóttir, Bjarni Frímann Bjarnason og Sindri M. Stephensen. Þau hafa öll stundað tónlistarnám frá um fjögurra ára aldri. Á hátíðinni í Västerås verða ís- lensku þátttakendurnir með tvö dagskráratriði. Elfa flytur einleiks- verk við píanóundirleik Kristins, Spánskan dans úr La vita breve eft- ir Manuel De Falla. Hinir nemend- urnir sex flytja undir stjórn Lilju syrpu íslenskra þjóðlaga í útsetn- ingu Bjarna Frímanns. Hann hefur fengist við tónsmíðar í vaxandi mæli í um tveggja ára skeið. Grunn- inn að þessum þjóðlagaútsetn- ingum gerði hann í fyrrasumar og voru þær þá fluttar á Suzuki- námskeiði í Bryanston á Englandi. Nú hefur hann aukið og endurbætt útsetningarnar fyrir þessa hátíð að beiðni Lilju. Þess má geta að á sl. vori frumflutti strengjasveit Tón- listarskólans í Reykjavík þrjá kafla úr svítu Bjarna Frímanns fyrir strengjasveit, Maritimus, á vortón- leikum. Vakti sá flutningur tals- verða athygli fjölmiðla, enda fátítt að svo ungt tónskáld, þá 12 ára, hasli sér völl á vettvangi klass- ískrar tónlistar. Sjö fiðlubörn leika í Neskirkju Morgunblaðið/Sverrir Fiðlubörnin með stjórnanda sínum, Lilju Hjaltadóttur, og píanóleik- aranum Kristni Erni Kristinssyni. Þau koma fram í Neskirkju í dag. JAZZKVINTETT Sunnu Gunnlaugs heldur tónleika í sal Tónlistarskóla Akra- ness á þriðjudagskvöld kl. 20.30. Sunna er nýkomin heim frá Bandaríkjunum og er nýbúin að skipa kvin- tett sem mun flytja ný lög Sunnu við íslensk ljóð og texta, m.a. eftir Tómas Guðmundsson, Stein Stein- arr og Sigurbjörgu Þrast- ardóttur. Kvintettinn skipa Kristjana Stefánsdóttir, söngur, Sigurður Flosason, saxófón, Drew Gress, bassi, Scott McLemore, trommur, og Sunna leikur sjálf á pí- anó. Fyrr á árinu fór Sunna með kvartett sinn í 3 vikna tónleikaferð um Evrópu til að fylgja eftir dreif- ingu disksins Mindful og einnig í vikuferð um Kanada þar sem kvart- ettinn kom m.a. fram á Montreal- djasshátíðinni sem er ein sú stærsta í heiminum. Þá verða Sunna og kvin- tett hennar gestir á Kaffi Reykjavík á vegum Jazzhátíðar Reykjavíkur fimmtudaginn 3. október kl. 22. Nú stendur yfir hljóðritun á nýj- um geisladiski með kvintettinum sem væntanlegur er fyrir jól. Sunna Gunnlaugs leikur á Akranesi Sunna Gunnlaugsdóttir. Morgunblaðið/Arnaldur ANNA Guðjónsdóttir listakona held- ur fyrirlestur í Listaháskóla Íslands, Laugarnesi, á mánudag, kl. 12.30. Anna er búsett í Hamborg og lauk mastersnámi frá Listaháskólanum í Hamborg 1992. Fyrirlesturinn nefnir Anna: Gallerí fyrir landslagslist og Safn fjarlægra staða. Ámundi Sigurðsson flytur fyrir- lestur sem hann nefnir: Lógótýpur og aðrar týpur, eða: Sögur af nýslátruðu í Skipholti á miðvikudag kl. 12.30. Námskeið Úlfhildur Dagsdóttir bókmennta- fræðingur kennir á myndlestur á násmskeiði sem hefst 3. október. Lögð er áhersla á „lesa“ í marg- víslegt myndefni og fjalla jafnframt um sjónmenningu samtímans. Hösk- uldur Harri Gylfason kennir mynd- vinnslu II Photoshop á námskeiði sem hefst 7. október. Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa grunnþekkingu á Photoshop til að setja saman myndir í tölvu. Fyrirlestrar og nám- skeið í LHÍ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.