Morgunblaðið - 29.09.2002, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 13
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Aukaferð til
Búdapest
22. nóvember
frá kr. 33.450
3 dagar - 2 nætur
Heimsferðir bjóða nú auka-
ferð til þessarar mest heillandi borgar mið-Evrópu þann 22. nóvember. Brottför
á föstudagsmorgni, og komið heim að kvöldi sunnudags, og því upplagt
tækifæri fyrir þá sem vilja nota tímann vel í Búdapest. Ungverjar eru orðlagðir
fyrir gestrisni og hér er auðvelt að lifa í veislu í mat og drykk, á milli þess sem
maður kynnist ólíkum andlitum borgarinnar, en Ungverjaland var í þjóðbraut
milli austur og vestur Evrópu og
menningararfurinn ber því vitni. Í boði eru
mjög góð 3, 4 og 5 stjörnu hótel og
spennandi kynnisferðir um borgina með
íslenskum fararstjórum Heimsferða.
Föstudagsmorgunn til sunnudagskvölds
Verð kr. 33.450
Flugsæti til Búdapest, 22. nóv.
Með sköttum.
Verð kr. 39.950
Flug og hótel í 2 nætur með
morgunmat.
M.v. 2 í herbergi á Tulip Hotel.
HEFURÐU einhverntímann reynt aðvera einn meðbarninu þínu eðabarnabarni? Bara
þið tvö. Þá á ég við aldurinn fimm
til tólf ára, þegar barnið er orðið
talandi. Og spyrjandi. Og er sak-
leysið uppmálað. Áður en það fær
vit á öllum óþverranum í kringum
sig. Ofbeldinu, miskunnarleysinu,
illu hvötunum, grimmdinni, virð-
ingarleysinu gagnvart öðrum. Ég
spyr vegna þess, að þótt fólk sé
að eignast börn út um allan bæ og
ali þau upp á heimilinu og ali önn
fyrir þeim í daglegu lífi og um-
gengni, þá eru það
ekki nærri því allir,
sem gefa sér tíma
til að eiga stund
með börnum sínum.
Ekki nema þá að
vera að gera eitt-
hvað á sínum eigin
forsendum. Börnin fá jú kannske að
vera með, gera eins og þeim er sagt,
hamast í leik eða spili eða sitja fyrir
framan sjónvarpið. Á forsendum hins
fullorðna.
Allt er þetta gott og gilt, svo langt
sem það nær og er hluti af fjölskyldu-
lífinu. En ég á ekki við þetta, heldur
hitt, að taka frá stund, vera ekki með
hugann við annað en það eitt að setj-
ast niður og einbeita sér að því að
hlusta á það sem barnið er að pæla og
hugsa.
Og þá koma spurningarnar: Pabbi,
af hverju geta dýrin ekki talað? Af
hverju ertu ekki lögga? Af hverju er
enginn eins?
Og svo er það hitt, sem það spyr
ekki um og veit ekki af. Barnið veit
ekkert um gengi á hlutabréfum, ger-
eyðingarvopn í Írak eða ölvun í mið-
bænum, rán, líkamsmeiðingar eða
spillingu. Það skilur ekki þýðingu
kosningaúrslita, armæðu foreldra,
vandamál kúabænda og gerir sér
enga grillu út af veðurfari eða árstíð-
um. Það lifir bara og hrærist í sínum
barnaheimi, sinni einföldu og eðlilegu
mynd af því sem blasir við í sakleysi
hugans. En barnið er viðkvæmt og
næmt á umhverfi sitt. Það veit og
skilur, þegar þungt er á milli foreldr-
anna, þegar vík er á milli vina og það
er einmitt þessi næmleiki, sem gerir
börnin svo móttækileg fyrir því sem
fyrir þeim er haft. Og þá er komið að
okkur, þá stendur ekki á okkur, hin-
um fullorðnu að fylla í eyðurnar.
Hann er ótrúlega stuttur, sá tími,
sem tekur okkur að spilla saklausum
börnum. Það má eiginlega segja að
fermingin feli í sér þau tímamót, svo
kaldhæðnislegt sem það er. Trúin er
staðfest og innsigluð, boðorðin lesin.
Þú skalt ekki syndga, þú skalt ekki
stela, þú skalt ekki drýgja hór. Og
svo hefst píslargangan, þá er barninu
hrint út í forað syndanna og hinna
forboðnu ávaxta og tilviljun ræður
hvernig barninu reiðir af. Innan um
okkur, þá fullorðnu, sem höfum alla
ókostina og lestina til sýnis og eft-
irbreytni. Það er fyrirmyndin, eða
hitt þó heldur.
Barnssálin er hrein og tær. Þannig
fæðumst við. Þannig erum við sköp-
uð, með hreina samvisku, með
einfeldni og einlægni, með hjart-
að á réttum stað. Allt er gott. En
hugurinn er frjór, spurningarnar
margar og heimurinn allur er
ævintýraheimur. Undraland.
Barnið lærir að hreyfa sig, mat-
ast og tala. Lærir hvaða tungu-
mál sem fyrir því er haft. Lærir
hraðar og betur en við getum
nokkurn tímann síðar á lífsleið-
inni. Barnið vex að viti og
þroska. Og þegar ég spyr hvort
þú hafir nýlega verið einn með
barni þínu eða barnabarni, þá er
ástæðan sú, að það er und-
ursamleg upplifun að skynja
sakleysið, einlægnina, jákvætt hug-
arfarið og góðviljann út í allt og alla.
Einmitt þá mannkosti, sem eru kyrfi-
legast faldir, þegar fullorðnir eru
annars vegar. Þau eru enn í sínum
einlæga barnaheimi, börnin sem eru
misnotuð, kynferðislega og allavega,
af einstaklingum sem vita betur, ein-
staklingum sem hafa afvegaleiðst í
sínu eigin uppeldi og kunna ekki
muninn á réttu og röngu.
Mannvonskan kemur ekki með
okkur í vöggugjöf. Hún er áunninn
sjúkdómur, hvorki með smiti né gen-
um, heldur fordæmi og fyrirmynd
okkar sem á undan göngum.
Ég játa fúslega að mér er það ekki
tamt að sitja með börnum mínum eða
barnabörnum í einrúmi og leyfa þeim
að ráða umræðuefninu. Oftast er ég
annars hugar og hlusta með öðru
eyranu. En þegar og þá sjaldan sem
ég gef mér stund til að hlusta á þau,
vera með þeim á þeirra forsendum og
á þeirra máli, þá er það tími sem ég
sé ekki eftir. Þá læri ég loksins eitt-
hvað nýtt, þá læri ég að homo sapiens
er ekki illa innrættur af hálfu skap-
arans. Og þá sé ég betur hve lífið er í
eðli sínu einfalt og eðlilegt ef börnin
fengju að vera áfram börn. Og við hin
líka.
Börn náttúrunnar
HUGSAÐ
UPPHÁTT
Eftir Ellert B.
Schram
ebs@isholf.is
Moggabúðin
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.
Moggabúðin
Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr.