Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 27 Lágmúla 5, sími 553 1033 Kæri viðskiptavinur! Við höfum flutt okkur um set á hárgreiðslu- stofuna Scala. Guðrún Helga, hársnyrtir. Jan, hárgreiðslumeistari BERND Ogrodnik og leikbrúður hans flytja ljóðrænan óð til lífsins, kryddaðan tónum, húmor og heið- arleika í Salnum í kvöld, sunnu- dagskvöld, kl. 20. Sýningin nefnist Næturljóð leikbrúðunnar (Puppet Serenade) og kemur Bernd með sýninguna í stórri kistu, en í henni leynast margs konar brúður sem hann hefur skorið út í tré. Svo ljær hann þeim líf með höndum sínum, trjábútum og silkislæðum. Sýningin er að þessu sinni fyrst og fremst ætluð fullorðnum. Bernd Ogrodnik er þýskur brúðuleikari sem hefur um hríð verið búsettur í Bandaríkjunum, en er nú sestur að á Íslandi. Hérlendis er hann m.a. þekktur fyrir að hafa búið til brúðuna Papp- írs-Pésa og stjórnað henni í sam- nefndri kvikmynd, auk þess sem hann myndskreytti bókina um Pappírs-Pésa. Hann hefur sýnt fyr- ir leikskóla og grunnskóla um land allt. Síðastliðin ár hefur Bernd starfrækt eigið brúðuleikhús í Bandaríkjunum og unnið sér nafn sem einn af fremstu brúðuleikurum þarlendis. Um þessar mundir vinnur Bernd að gerð kvikmyndar í fullri lengd þar sem leikbrúður fara með öll hlutverk. Myndin er unnin í Dan- mörku, fjármögnuð af Nordisk Film. Sýningin er í samvinnu við þýska sendiráðið í tilefni af þýskum dög- um. Bernd Ogrodnik verður með brúður sínar í Salnum í kvöld. Næturljóð leikbrúð- unnar í strengjum NOKKRIR félagar í Sinfóníuhljóm- sveit Íslands sækja Selfyssinga heim og halda tónleika í Selfosskirkju í dag, sunnudag, kl. 17. Þau eru Kjartan Óskarsson klar- ínettuleikari, fiðluleikararnir Mar- grét Þorsteinsdóttir og Hildigunnur Halldórsdóttir, Herdís Jónsdóttir víóluleikari og Lovísa Fjeldsted sellóleikari. Flutt verða tvö verk, Kvartett í D- dúr op 82 eftir Franz Krommer og Kvintett í A-dúr KV 581 eftir Wolf- gang Amadeus Mozart. Félag íslenskra hljómlistarmanna, FÍH, styrkir þessa tónleika. Tónlistar- menn úr SÍ á Selfossi Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10 Ein af myndum leikstjórans Andreis Tark- ovskíjs verður sýnd kl. 15. Myndin var gerð 1979. Aðalpersónan er eins- konar blanda af umrenningi og dýr- lingi, maður sem leiðbeinir þeim er þess óska og þorir að fara um bann- svæði, þar sem hinar undarlegustu gildrur eru lagðar fyrir aðkomu- menn. Enskur texti er með myndinni og að- gangur ókeypis. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.