Morgunblaðið - 18.10.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.10.2002, Blaðsíða 1
244. TBL. 90. ÁRG. FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 18. OKTÓBER 2002 STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum telja að Norð- ur-Kóreumenn ráði yfir tveimur kjarnorku- sprengjum. Þetta kom fram í máli háttsetts emb- ættismanns í gær. Sprengjurnar eru gerðar úr plútoni sem unnið var áður en stjórnvöld í Norður- Kóreu hétu því fyrir átta árum að reyna ekki að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Áður höfðu þær fréttir vakið sterk viðbrögð að Norður-Kóreu- menn hefðu viðurkennt að hafa rofið skilmála sam- komulags, sem þeir gerðu við Bandaríkjastjórn 1994, og að þar hefði verið unnið að gerð kjarn- orkusprengju úr auðguðu úrani á undanförnum árum. Bandaríkjamenn greindu frá því að stjórnvöld í Norður-Kóreu hefðu gengist við því á fundi í Pyongyang með James Kelly, sendimanni Banda- ríkjanna, fyrr í mánuðinum að þeir hefðu verið að reyna að koma sér upp kjarnorkusprengju. Kelly er sagður hafa lagt fram á fundinum gögn sem Bandaríkin búa yfir um kjarnorkuvopnaáætlun Norður-Kóreumanna og bar nú svo við að yfirvöld í Pyongyang gengust við ásökunum. Sagði Rich- ard Armitage, aðstoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að þessi óvænta játning hefði vissulega komið stjórnvöldum í Washington í opna skjöldu. Ekki er vitað hvað Norður-Kóreumönnum gengur til að viðurkenna þetta núna. Bandaríkjamenn vilja friðsamlega lausn Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Banda- ríkjanna, sagðist í gær telja að Norður-Kórea byggi yfir „fáeinum kjarnorkuvopnum“. Seinna sagði ónafngreindur embættismaður að Banda- ríkjastjórn teldi að Norður-Kórea ætti tvær kjarnorkusprengjur, sem gerðar væru úr plútóni. Scott McClellan, talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta, sagði játningu Norður-Kóreu- stjórnar áhyggjuefni. Sagði hann að Bandaríkin myndu nú fara yfir stefnu sína gagnvart Norður- Kóreu. „Við viljum finna friðsamlega lausn í mál- inu,“ sagði McClellan. Bæði Bandaríkin og stjórnvöld í Suður-Kóreu eru sögð áhyggjufull vegna tíðindanna en vonast hafði verið til að Norður-Kórea, sem Bush nefndi sem eitt þriggja „öxulvelda hins illa“ í ræðu í jan- úar, hefði tekið veigamikil spor í áttina að því að verða til friðs í heimshlutanum. Hafa stjórnvöld í Norður-Kóreu verið hvött til að snúa við blaðinu og standa við gefin loforð um að þróa ekki kjarn- orkuvopn. Þá hafa Suður-Kóreumenn og Japanir sagt að áfram verði reynt að bæta samskipti við stjórnvöld í Pyongyang. Norður-Kóreumenn viðurkenna að hafa reynt að þróa kjarnorkuvopn Sagðir ráða yfir tveim- ur kjarnorkusprengjum Washington. AFP, AP.  Grannríkin/24–25 INDÓNESÍSKA lögreglan kallaði í gær til yfirheyrslu múslimaklerk sem grunaður er um tengsl við hryðju- verkaöfl, samtím- is því að sett voru ný lög sem ætlað er að gera indó- nesískum stjórn- völdum kleift að uppræta slík öfl í landinu í kjölfar hins mannskæða sprengjutilræðis á ferðamannaeynni Balí. Lögmenn klerksins, Abu Bakar Bashir, sögðu hann liggja undir grun í tengslum við fyrri sprengjutilræði og meint landráð og er reiknað með að hann verði formlega handtekinn eftir að honum hefur verið lesin stefnan. Stjórnvöld í Singapúr segja að Bashir sé andlegur leiðtogi Jemaah Islamiyah, samtaka öfgasinnaðra múslima með starfsemi í ýmsum lönd- um Suðaustur-Asíu. Erlendir ráða- menn hafa lýst yfir grun um að til- ræðið á Balí hafi verið skipulagt af liðsmönnum al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna, hugsanlega með aðstoð Jemaah Islamiyah. Alþjóðlegt lið rannsóknarlögreglumanna vinnur nú að því hörðum höndum að finna ódæð- ismennina. „Nýjar hótanir“ Minningarathöfn um fórnarlömb tilræðisins á Kuta-ströndinni á Balí sl. laugardag var haldin þar í gær, að við- stöddum John Howard, forsætisráð- herra Ástralíu, en meðal þeirra sem fórust í tilræðinu voru að minnsta kosti 119 Ástralar. Staðfestur fjöldi látinna er nú 187 og slasaðir hátt á þriðja hundrað. Margra er þó enn saknað og erfitt er að bera kennsl á líkin. Howard sór að hendur yrðu hafðar í hári tilræðismannanna. Og ástralski utanríkisráðherrann, Alex- ander Downer, tilkynnti um „ógn- vekjandi nýjar hótanir“ sem Áströl- um sem dvelja í Indónesíu hefðu borizt. Hvatti hann þá til að yfirgefa landið. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Danmörku og Þýskalandi, svo dæmi sé tekið, höfðu áður gefið út viðvar- anir til sinna ríkisborgara um að sneiða hjá ferðum til Indónesíu. Brezka stjórnin tilkynnti í gær að hún hefði kallað allt nema kjarnastarfs- fólk sendiráðsins í Djakarta heim og einnig að hún hvetti brezka ríkisborg- ara til að fara frá landinu. Indónesíustjórn hyggst í dag fá þing landsins til að samþykkja nýja löggjöf sem færir stjórnvöldum aukn- ar valdheimildir ætlaðar til að gera þeim betur kleift að uppræta starf- semi meintra hryðjuverkahópa. Rannsóknin á hryðjuverkinu mannskæða á Balí Múslimaklerki stefnt Djakarta, Denpasar, London. AFP, AP. STARFSMAÐUR Termini Imer- ese-verksmiðju Fiat-bílaframleið- endanna ítölsku veifar mótmæla- spjaldi í Rómaborg í gær gegn því að verksmiðjunni verði lokað. Var greint frá því að ítölsk stjórnvöld hygðust ræða málin við stjórnendur Fiat en þetta gamalgróna fyrirtæki á í miklum kröggum þessa dagana og til- kynnti nýverið að segja þyrfti upp rúmlega átta þúsund verka- mönnum. Ákvörðunin hefur hins vegar vakið sterk viðbrögð á Ítal- íu. Verkamennirnir, sem mót- mæltu í Róm í gær, höfðu komið með rútum til borgarinnar en Termini-verksmiðjan er á Sikiley. AP Upp- sögnum hjá Fiat mótmælt Abu Bakar Bashir BANDARÍKIN munu á allra næstu dögum leggja fram ný drög að ályktun, sem tekin yrði til atkvæðagreiðslu hjá örygg- isráði Sameinuðu þjóðanna, en þar verður tekið tillit til afstöðu Rússa í Íraksdeilunni svo- nefndu. Ígor Ívanov, utanríkis- ráðherra Rússlands, greindi frá þessu í gær en haft var eftir embættismönnum hjá SÞ að Bandaríkin hefðu nú látið af kröfu um að ályktun öryggis- ráðsins heimilaði beitingu vopnavalds ef Írakar svikju gefin fyrirheit. Bandarískir embættismenn vildu ekki staðfesta í gær að málamiðlun hefði náðst. Ívanov sagði Colin Powell, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, hins vegar hafa flutt sér tíðindin símleiðis í gær. „Við bíðum þess að sjá þessi drög að ályktun til að við getum kynnt okkur efni þeirra,“ sagði Ívanov. Írakar afvopnist Deilt hefur verið um það á vettvangi öryggisráðsins hvernig hægt sé að fá Íraka til að uppfylla skilyrði eldri álykt- ana öryggisráðsins um vopna- eftirlit og afvopnun. Hafa Bandaríkjamenn viljað fá sam- þykkta eina ályktun þar sem beitingu vopnavalds yrði hótað ef Írakar uppfylltu ekki fyrir- heit sem þeir hafa gefið um af- vopnun. Rússar og ýmis Evr- ópuríki telja hins vegar að hægt eigi að vera að leysa þessa deilu eftir diplómatískum leið- um, án þess að hótanir um árás komi til. Málamiðl- un í höfn í Íraks- deilunni? Moskvu. AFP, AP. VLADÍMÍR Kramník, heimsmeistari í skák, og Deep Fritz, sterkasta skáktölva í heimi, gerðu jafntefli í sjöundu einvígisskákinni í gær. Átt- unda skákin verður því hrein úr- slitaskák en hún verður tefld á morgun. Þá hefur Kramník hvítt. Í fyrstu virtist Fritz vera í miklum erfiðleikum og Frans Morsch, forrit- ari hans, sagði, að „svona staða“ væri það, sem hann ætti erfiðast með. Var hún mjög lokuð og Kramn- ík smám saman að fylkja liði til árás- ar. Eftir nokkra gagnslitla leiki var þó eins og Fritz sæi loks ljósið. Tók hann af skarið í 24. leik, f4, og þá kom í ljós, að hægfara áætlun Kramníks var einum of hægfara. Taflið jafnaðist til muna og Kramník ákvað að tefla ekki á tvær hættur. Var samið um jafntefli eftir 28 leiki. Fritz sá ljósið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.