Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 23

Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 23 HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hf. hefur gert framvirkan kaupsamn- ing um kaup á Hópi ehf. og Strýt- hóli ehf. í Grindavík. Samning- urinn hefur verið samþykktur og undirritaður í stjórnum félaganna, og miðast við 2. september 2003, eða við upphaf næsta fiskveiðiárs. Stærstu eignir keyptra félaga eru fiskveiðiheimildir sem nema rúm- um 1.357 þorskígildistonnum, mið- að við núgildandi úthlutun afla- heimilda, ásamt bátnum Þorsteini GK-16. Áætlað er að rekstur hinna keyptu félaga falli í framhaldi inn í rekstur Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. Heildarverðmæti samn- ingsins er um 1.300 milljónir. Eig- infjármögnun samningsins er áætluð á milli 30% og 35%. Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, segir að markmið fyrirtækisins með kaupunum sé að efla rekstur Hraðfrystihússins á Eskifirði. Markmið að styrkja hráefnis- öflun fyrir bolfiskvinnslu Spurður hvort einhver starfsemi verði áfram í Grindavík segir Elf- ar að málin muni skýrast á næstu vikum og mánuðum. Hann segir ljóst að slíkar viðbætur í aflaheim- ildum renni styrkari stoðum undir reksturinn í heild. „Eitt af mark- miðum okkar var að styrkja hrá- efnisöflun fyrir bolfiskvinnslu okk- ar og þessi kaup eru liður í því,“ segir Elfar. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, sagði við Morgun- blaðið í gær að það væru ekki góð tíðindi fyrir bæjarfélagið ef þorsk- kvóti yrði seldur úr bænum. „Kvótakerfið býður upp á þetta. Við því er í sjálfu sér ekkert að gera, en það er mjög sárt að sjá á eftir þessum kvóta ef hann flyst úr byggðarlaginu,“ sagði Ólafur Örn. Hann sagðist vonast til að Hrað- frystihús Eskifjarðar myndi vilja halda rekstri þessara fyrirtækja áfram í Grindavík. „Við höfum verið svo lánsamir hingað til að lít- ill sem enginn kvóti hefur farið frá okkur á síðustu misserum. Þetta er að gerast víða um land þar sem kvótinn gengur kaupum og sölum. Bæjarfélögin geta í sjálfu sér ekk- ert gert í því,“ sagði Ólafur Örn. HRESK kaupir útgerðir í Grindavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Báturinn Þorsteinn GK er meðal stærstu eigna hinna keyptu fyrirtækja. ● NÍU MÁNAÐA uppgjör Tals hf. leiðir í ljós bestu afkomu fyrirtækisins frá upphafi. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA framlegð) nemur vel yfir 800 milljónum króna á þessu tímabili og velta um þremur milljörðum króna. Eftir afskriftir og fjármagnsliði er hagnaðurinn yfir 400 milljónum króna. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, segir mikið aðhald í rekstri valda þessum góða árangri, en not- endum Tals hefur fjölgað á árinu. Afkoma Tals aldrei betri ● ÍSLANDSBANKI hefur selt hluta- bréf í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. fyrir tæpar 328 milljónir króna að nafnverði, eða 11,66% hlut í félag- inu. Eignarhlutur Íslandsbanka er nú 27,2%, eða rúmar 762 milljónir króna að nafnverði en var áður 38,86%. Í gær var verslað með hlutabréf í Straumi fyrir 1.035 milljónir króna á genginu 3,05. Miðað við það verð seldi Íslandsbanki hlutinn í gær á um einn milljarð króna. Ekki fékkst upp- gefið hver keypti bréfin. Íslandsbanki selur 11,66% í Straumi ● SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 111,6 stig í sept- ember sl. og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Á sama tíma hækkaði hún fyrir Ísland um 0,5%. Frá september 2001 til jafn- lengdar í ár var verðbólgan, mæld með sömu vísitölu, 1,9% að meðal- tali í ríkjum EES, 2,1% á evrusvæð- inu og 3,2% hér. Mesta verðbólga á evrópska efna- hagssvæðinu á þessu tímabili var 4,5% á Írlandi. Minnst var hún 1%, í Þýskalandi og á Bretlandi. Mest verðbólga á Írlandi HAGNAÐUR stærsta far- símafyrirtækis heims, Nokia, nam 1,25 milljörðum evra, eða sem nemur ríflega 108 millj- örðum íslenskra króna, fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi. Líkt og keppinautar fyrirtæk- isins hefur því síst gengið allt í haginn að undanförnu. Far- símafyrirtæki hafa fundið fyrir minni áhuga neytenda á sím- unum og hugbúnaði þeim tengdum en afkoma Nokia bendir til breytinga. Skv. frétt- um BBC hefur Nokia ekki í hyggju að endurskoða spá sína um eftirspurn eftir farsímum á árinu, sem fyrirtækið telur nú vera um 400 milljónir farsíma. Eins og frægt er orðið hafa neytendur ekki verið eins mót- tækilegir fyrir þriðju kynslóð farsíma og Nokia og önnur far- símafyrirtæki bjuggust við. Þessi tregða markaðarins hef- ur haft áhrif á afkomu fyrir- tækjanna í geiranum. Nokia, líkt og önnur fyrirtæki, hefur þurft að skera niður kostnað og segja upp starfsfólki. Ráða- menn hjá Nokia virðast þó hvergi bangnir þótt þriðja kyn- slóðin sé ekki að skila því sem áætlað var. Segjast þeir binda vonir við að sala á farsímum aukist, jafnvel á svæðum þar sem nær allir eiga farsíma nú þegar, því þeir neytendur muni vilja eiga fleiri en einn síma. Bætt afkoma Nokia

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.