Morgunblaðið - 18.10.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.10.2002, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAMEIGINLEG FORSJÁ – JÖFN ÁBYRGÐ FORELDRA Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir ogfleiri þingmenn Samfylkingar- innar hafa lagt fram á Alþingi frum- varp um að sameiginleg forsjá verði meginreglan við hjónaskilnað eða sambúðarslit foreldra. Vilji foreldrar hafa annað fyrirkomulag á forsjá barna eftir skilnað verði að semja um það sérstaklega. Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að nefnd, skipuð af dóms- málaráðherra, hafi árið 1999 gert til- lögu sama efnis og hafi m.a. vísað til þess að slíkt fyrirkomulag samrýmd- ist bezt samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins. Í skýrslu nefnd- arinnar hafi verið bent á að bæði í Sví- þjóð og Finnlandi hafi verið gerð sams konar breyting, með góðum árangri. Sú breyting, sem lögð er til með frumvarpinu, er jákvæð og tímabær. Það eru hagsmunir barna að eiga sem nánast samband við báða foreldra sína að afloknum skilnaði eða sambúðar- slitum. Sömuleiðis háttar nú þannig til í æ fleiri tilfellum að foreldrar skipta jafnt með sér ábyrgð á barnauppeldi og þá virðist eðlilegt að fólk haldi áfram að skipta þeirri ábyrgð jafnt, þótt til skilnaðar komi. Þótt fólk hætti að vera hjón eða sambúðarfólk heldur það áfram að vera foreldrar og þar bera báðir sömu ábyrgð. Rannsóknir á áhrifum sameigin- legrar forsjár, bæði hér á landi og er- lendis, sýna að reynslan af þessu fyr- irkomulagi er að flestu leyti góð, bæði fyrir börn og foreldra, þótt það geri miklar kröfur til foreldranna. Þannig kom fram í könnun meðal foreldra, sem hafa samið um sameiginlega forsjá, að 86% hafa kosið að halda því fyrirkomulagi áfram en aðeins 14% viljað rifta því og fela öðru foreldrinu forsjá. Sá möguleiki þarf auðvitað að vera fyrir hendi, komi upp samskipta- örðugleikar sem ekki verða yfirstign- ir. Hitt hljóta flestir að geta verið sammála um að æskilegast sé að sam- eiginleg forsjá sé meginreglan, í stað þess að um hana þurfi að semja sér- staklega eins og nú er. KJARNAVOPN KIMS Þrátt fyrir fyrirheit um annað virð-ist sem stjórnvöld í Norður-Kór-eu hafi á undanförnum árum unnið að því með leynilegum hætti að vinna auðgað úran og þróa fram kjarna- vopn. Á fundi með bandarískum emb- ættismönnum fyrir tveimur vikum við- urkenndu Norður-Kóreumenn tilvist leynilegrar kjarnorkuáætlunar og gáfu í skyn að Norður-Kóreu hefði þegar tekist að smíða kjarnasprengju. Ef sú er raunin setur það valdajafnvægi í allri Asíu í uppnám. Norður-Kórea hefur um langt skeið unnið að því leynt og ljóst að verða sér úti um kjarnorkuvopn. Á níunda ára- tugnum var reist kjarnorkuver við borgina Yongbyon og vinnslustöð sem talin var gegna því hlutverki að vinna plútón úr kjarnorkuúrgangi. Þetta leiddi til mikillar spennu í samskiptum Norður-Kóreu við önnur ríki, ekki síst Bandaríkin og Japan. Norður-Kórea á aðild að Samningnum gegn útbreiðslu kjarnorkuvopna (NPT) og bar ríkinu því skylda til að láta Alþjóðakjarnorku- málastofnunina (IAEA) fylgjast með því er fram fór í kjarnorkuverum þeirra. Norður-Kórea neitaði hins veg- ar að standa við þær skuldbindingar sínar. Við upphaf níunda áratugarins var talið líklegt að Norður-Kóreu hefði þegar tekist að auðga nægilegt úran til að eiga plútón er dygði til smíði að minnsta kosti einnar kjarnorku- sprengju. Þegar kom að því að tæma kjarnorkuofnana í Yongbyon árið 1994 kröfðust Bandaríkin og IAEA þess að hafa eftirlit með því starfi. Norður- Kórea neitaði. Í kjölfarið lögðu stjórnvöld í Banda- ríkjunum á ráðin um árás á kjarnorku- verið í Yongbyan en talið var víst að það myndi kalla á innrás Norður-Kóreu í Suður-Kóreu. Þótt engar líkur séu tald- ar á að Norður-Kóreu tækist að bera sigur úr býtum í nýju Kóreustríði, jafn- vel þótt beitt yrði gereyðingarvopnum, yrðu afleiðingarnar hræðilegar. Hvergi í heiminum er jafnmikill herafli saman- kominn á jafnlitlu svæði og á Kóreu- skaga. Allt að milljón manns gæti fallið ef til átaka kæmi, ekki síst þar sem Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, er ein- ungis í tugkílómetra fjarlægð frá landa- mærum ríkjanna. Áður en til fyrrnefndrar árásar kom náðist málamiðlun, fyrir tilstilli Jimmy Carters, fyrrum Bandaríkjaforseta, er flaug til Norður-Kóreu og átti fund með Kim Il Sung, þáverandi leiðtoga Norð- ur-Kóreu. Kim sagðist reiðubúinn til samninga og nokkrum mánuðum síðar var undirritað samkomulag um að hætta framkvæmdum við Yongbyon gegn því að Bandaríkin og Japan fjár- mögnuðu byggingu kjarnorkuvers er byggðist á tækni sem ekki var hægt að nota til vinnslu auðgaðs úrans. Þrátt fyrir samkomulagið árið 1994 óttuðust margir að Norður-Kórea hefði ekki í hyggju að standa við orð sín. Sú virðist hafa verið raunin. Kjarnorkuvopn í höndum Kim Jon Ils, leiðtoga Norður-Kóreu, eru skelfi- leg tilhugsun og ógn við heimsfriðinn. Eðlileg lögmál eiga ekki við þegar norð- ur-kóresk stjórnmál eru annars vegar. Stjórn Kims er ekki einungis ein sú grimmasta er fyrirfinnst á byggðu bóli heldur jafnframt sú óútreiknanlegasta. Vitað er að ein helsta (og nær eina) út- flutningsafurð Norður-Kóreu um árabil hefur verið tækni er nýtist við þróun gjöreyðingarvopna, ekki síst eldflauga- smíði. Ef staðhæfingar Norður-Kóreu eru réttar mun það breyta miklu í Asíu. Sérfræðingar hafa jafnvel óttast að kjarnorkuvopn í Norður-Kóreu kynnu að leiða til að Japanir endurskoði af- stöðu sína til kjarnorkuvopna. Á sama tíma og þetta mál kemur upp eru blikur á lofti víða í heiminum. Frétt- ir af hryðjuverkum eða tilraunum til hryðjuverka berast daglega og á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna er nú hart tekist á um hvort grípa eigi til aðgerða gegn Írak, en tilraunir þess ríkis til að smíða kjarnavopn virðast samkvæmt þessum fregnum ekki eins langt á veg komnar og Norður-Kóreu. Það að Bandaríkjastjórn kaus að bíða í tæpar tvær vikur áður en hún greindi frá nið- urstöðu fundarins með Norður-Kóreu- mönnum bendir til að reynt verði að finna pólitíska lausn á þessu máli. Hins vegar er vandséð í hverju hún á að felast ef Norður-Kórea neitar að afvopnast. ÉG VONA að ekki komi til aðskilnaðarríkis og kirkju,“ segir herra KarlSigurbjörnsson, biskup Íslands. „Enþjóðkirkjan verður að lifa í sátt við þjóðina, því hún er jú þjóðkirkja og þjónusta hennar er í þágu þjóðarinnar. Þess vegna þurfa kirkjunnar menn að hlusta á þjóðina og ræða við hana um þetta mikilvæga málefni. Ég vona umfram allt og bið að ekki komi til aðskilnaðar þjóðar og kirkju, þjóðlífs og trúar á Íslandi.“ Í ávarpi sínu við upphaf Kirkjuþings sem nú stendur yfir ræddi Karl um aðskilnað ríkis og kirkju og hvatti til umræðu um málið. „Hér vantar í raun ekki mikið upp á að ríki og kirkja séu aðskilin. Nefna má það skilnað að borði og sæng. Mér sýnist sem kirkjan þurfi meðvitað að búa sig undir að til lögskilnaðar komi,“ sagði Karl í ræðu sinni. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að með þessu hafi hann verið að kalla eftir einarðlegri og upplýstri umræðu um samband ríkis og kirkju. „Þetta snertir ekki aðeins framtíð þjóðkirkjunnar heldur einnig grundvallarþætti íslensks samfélags og menn- ingar; siðinn í landinu.“ Karl bendir á að skiln- aður sé neikvætt hugtak. Frekar eigi að ræða um samband og samvinnu ríkis og kirkju sem sé margþætt. „Hugtakið skilnaður minnir á að einhver gengur út úr sambandi, einhver leysir sig undan að standa við skuldbindingar sínar. Í mínum huga eigum við frekar að leggja rækt við það sem stuðlar að samstarfi og samstöðu í samfélaginu. Samstöðu um það sem máli skipt- ir. Fyrir það á kirkjan að standa og hún hefur gert það. Kirkjan vill eiga samstarf við stjórn- völd í landinu, sveitarstjórnir, skóla og aðrar uppeldisstofnanir og almannasamtök um það að byggja og efla hið góða líf og menningu, og allt sem að því stuðlar.“ Slagorðakennd umræða Umræða um aðskilnað ríkis og kirkju kemur enn og aftur upp á yfirborðið. Og Þjóðarpúls Gallups leiðir í ljós að æ fleiri vilja aðskilnað, segir Karl. En spurt er án þess að tekið sé fram hvað sé verið að meina með aðskilnaðinum. „Samt tel ég að kirkjan verði að taka niðurstöð- urnar alvarlega og að hún verði að ræða þetta. Umræða um samband ríkis og kirkju hefur ekki farið fram að neinu marki enn sem komið er.“ Að mati Karls þurfa margir að koma að henni, kirkjunnar menn, guðfræðingar, leik- menn í kirkjunni og forystufólk í söfnuðunum og ekki síst stjórnmálamennirnir. „Margir ganga að því gefnu að samband rík- is og kirkju sé fortíðarleifar og eitthvað sem eigi ekki rétt á sér í nútímasamfélagi og stríði jafnvel gegn jafnræði og trúfrelsi. Þessu er haldið fram án þess að hugsað sé um hvað að- skilnaður merki og hafi í för með sér í raun og veru. Ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka álykta um þetta svo og samtök eins og Sið- mennt sem ganga mjög hart fram. Þetta er slagorðakennd umræða, illa upplýst og fordómafull, því miður. Það er hættulegt fyrir kirkjuna af því að þetta getur leitt til þess að þeir sem málum okkar ráða gangi í að stíga þetta skref. Kirkjan þarf að vera viðbúin því. Hún gerir það meðal annars með því að treysta efnalegan grundvöll sinn og þróa stjórnkerfi sitt.“ Karl segir að kirkjan verði að leita eftir því hvað fólk eigi við þegar það kallar eftir aðskiln- aði, „vegna þess að við kirkjunnar fólk finnum líka þjóðarpúlsinn í öðru en viðhorfskönnun- um. Hann kemur t.d. fram í því að níu af hverj- um tíu unglingum á 14. aldursári er nú að und- irbúa fermingu sína í þjóðkirkjunni. Þetta er líka þjóðarpúls, æðaslög þjóðlífsins.“ Einnig segir Karl aukna þátttöku vera í kirkjustarfi um allt land. „Það er alveg ljóst að trú og trú- ariðkun gegnir mikilvægu hlutverki í lífi Ís- lendinga. Það er mikilvægt að stjórnmálamenn og skoðanamótendur viðurkenni þennan þátt okkar menningar og viðurkenni hlut trúar og siðar í sjálfsmynd þjóðarinnar og styðji við það.“ En hvar standa Íslendingar í þessu sambandi miðað við hin Norðurlöndin? Að sögn Karls hefur umræða um ríki og kirkju staðið lengi á Norðurlöndunum. „Þar líta menn til Íslands og finnst að mál- um sé að mörgu leyti vel fyrir komið hér á landi með kirkjulögum frá 1997 og samning- um ríkis og kirkju. Norðurlandabúar kalla það fyrirkomulag sem við búum við aðskilnað. Ég tel reyndar að lögin hafi reynst kirkjunni vel, setning þeirra er efalaust í mínum huga ein merkustu tímamót í sögu kirkjunnar um langan aldur. Með þeim lögum og eftirfylgjandi samning- um er starfsgrundvöllur þjóðkirkjunnar sem sjálfstæðs trúfélags tryggður að verulegu leyti. Það sem nágrönnum okkar á Norður- löndum finnst eftirtektarvert á Íslandi er að ríkið sk limagjöl verið all 2000 sem sem þei þar. Þet framkvæ mikilvæ Karl s aðskilna merkir milli trú arsamfé mati Ka spyrja o þjóðkirk hvernig una, fra að láta g Biskup Íslands hvetur til heiðarlegrar og upplýsa „Trúarleg gild sífellt mikil Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, segir að kir fólk eigi við þegar það kallar eftir aðskilnaði ríkis og k Segja má að þjóðkirkjan og ríkið hafi sæng. Kannanir sýna að margir vil myndi hann fela í sér? Herra Karl S segir vanta upplýsta umræðu um hj hefur velli í þúsund ár og því væri fl UMRÆÐA um prestssetur og með hvaða hætti ríkið skuli af- henda þau kirkjunni hefur verið mikil á yfirstandandi Kirkju- þingi. Mikilvægt er, að mati Karls Sigurbjörnssonar biskups, að ganga frá eignarmálum kirkjunnar í tengslum við hug- myndir um aðskilnað ríkis og kirkju. „Það er enn ófrágengið uppgjör í þeim efnum,“ segir Karl. „Alveg fram á 20. öld stóð kirkjan undir öllu sínu starfi út frá sínum jarðeignum sem voru gríðarlegar. Á siðbótartímunum tók konungsvaldið til sín hluta af eignum biskupsstólanna og klaustra. Kirkjueign- irnar og prestsetrin stóðu eftir og um þær sá kirkjan allar götur fram á 20. öld. Það er ekki fyrr en við förum að nota peninga á Íslandi að einhverju ráði að þett gömlu tíundarlögin fóru að syngja sitt síða byggði á þeim í 800 ár. En þarna gerist þa ur kirkjujarðir í sína umsjá og innheimtir urnar og greiðir síðan prestum laun. Það um árið 1907. Prestssetrunum var samt al voru alltaf hluti af launakjörum prestanna prestsþjónustunnar. Þau fóru aldrei með s eins og kirkjujarðirnar. Það sem kirkjunn um í tengslum við uppgjör þessara mála e gengið á þessar eignir í meðferð ríkisvald Gengið hefur á kirkjueignir í me
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.