Morgunblaðið - 18.10.2002, Blaðsíða 41
unar og kostnað við innheimtu, t.d.
legðist kostnaður við tækjaleit niður.
Þetta fyrirkomulag gengur þvert á
sjálfstæði fjölmiðla, þegar fjölmiðl-
arnir eru háðir stjórnvöldum beint
um fjármagn, en koma má í veg fyrir
það með stefnumótun til lengri tíma.
Gagnagrunnur fasteignamats rík-
isins yfir fasteignir í landinu hefur
skapað tilefni til að skoða hvort hægt
er að nýta þann grunn til að inn-
heimta afnotagjöld til Ríkisútvarps-
ins. Önnur leið væri að hækka fast-
eignaskatta sem nemur afnotagjöld-
um, en móta þarf stefnumótun til
lengri tíma.
Varðveitum sjálfstæði RÚV
Að taka RÚV af auglýsingamark-
aði og bæta upp tekjumissinn með
sérstöku framlagi á fjárlögum er að-
gerð sem hvergi hefur verið farin og
kemur eingöngu þeim einkareknu
fjölmiðlum til góða sem fyrir eru á
auglýsingamarkaðinum, á kostnað
auglýsenda og neytenda, m.ö.o. leið-
ir til hækkunar vöruverðs með auk-
inni fákeppni.
Að leggja niður afnotagjöld getur
leitt til pólitískrar íhlutunar um mál-
efni fjölmiðla í eigu almennings og
þar með grafið undan sjálfstæði
þeirra. Stefnumótun til nokkurra ára
í senn, bæði hvað varðar fjármál og
dagskrárstefnu, gerir mögulega
íhlutun erfiðari og styrkir sjálfstæði
RÚV.
Að framansögðu má sjá að gera
má breytingar við fjármögnun RÚV,
en stefnumótunin þarf að vera til
lengri tíma. Frumvarp menntamála-
ráðherra þarf ekki að boða meiri
miðstýringu né breyttar hugmyndir
og markmið, enda eru landsmenn
ánægðari með dagskrár RÚV en
dagskrár annarra fjölmiðla.
Höfundur er stjórnsýslufræðingur
og deildarstjóri afnotadeildar.
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 41
HLEYPT hefur verið af stokk-
unum sérstöku verkefni sem miðast
að því að bæta stöðu kvenna í at-
vinnulegu tilliti í hinu nýja Norð-
austurkjördæmi. Hér er um að
ræða stöðugildi sérstaks atvinnu-
og jafnréttisráðgjafa og er sam-
starfsverkefni félagsmálaráðu-
neytisins og Byggðastofnunar. At-
vinnu- og jafnréttisráðgjafinn mun
verða til húsa hjá Þróunarstofu
Austurlands og hefur verið ráðin til
starfans Helga Björg Ragnarsdótt-
ir.
Meginverkefni jafnréttisráðgjafa
er að vinna í samvinnu við atvinnu-
ráðgjafa á svæðinu að átaki í fjölg-
un atvinnutækifæra fyrir konur,
vinna að eflingu þeirra sem sjálf-
stæðra atvinnurekenda og við upp-
byggingu fyrirtækja þeirra. Að baki
liggi upplýsingar um að á konur
halli hvað varðar ofangreind atriði.
Sérstakt átak verður gert til að
bæta stöðu kvenna í dreifbýli til
eigin atvinnurekstrar eða sam-
rekstrar smárra eininga. Jafnframt
verði samstarfs leitað við svæðis-
vinnumiðlanir og aðra aðila um
átaksverkefni fyrir atvinnulausar
konur í því skyni að byggja upp
hæfni þeirra til þátttöku í atvinnu-
lífinu.
Fyrirmynd þessa verkefnis er
starf jafnréttisráðgjafa Norður-
lands vestra en sérstakur ráðgjafi
kvenna hefur verið starfandi á
Blönduósi sl. ár. Nýlega var verk-
efnið á N-vestra víkkað út og þjón-
ar nú ráðgjafinn hinu nýja Norð-
vesturkjördæmi. Hefur verkefnið
þar gefið mjög góða raun og hefur
atvinnutækifærum kvenna á svæð-
inu fjölgað í framhaldi af því.
Sóknarfæri
Það er ljóst að með tilkomu þessa
verkefnis munu atvinnutækifæri
kvenna í Norðausturkjördæmi
verða fleiri og fjölbreyttari. Slíkt er
nauðsynlegt til þess að styrkja
grundvöll byggðarlaganna í kjör-
dæminu. Jafnframt sýna kannanir
að staða kvenna á landsbyggðinni
er á ýmsan hátt veikari en staða
kvenna á höfuðborgarsvæðinu. Slíkt
er óviðunandi og ber stjórnvöldum
að halda áfram á þeirri braut að
rétta hlut kvenna á landsbyggðinni
gagnvart kynsystrum sínum á höf-
uðborgarsvæðinu.
Framsókn kvenna
Eftir Birki J.
Jónsson
„Atvinnu-
tækifæri
kvenna í
Norðaust-
urkjördæmi
munu verða fleiri og fjöl-
breyttari.“
Höfundur er aðstoðarmaður
félagsmálaráðherra.
Mörkinni 3, sími 588 0640
Opið mán.-fös. kl. 11-18,
lau. kl. 11-15
Húsgögn
Sérpantanir
Draumavél
heimilanna!
Vegleg brúðargjöf!
Ísaumuð svunta
með nöfnum og
brúðkaupsdegi fylgir!
5 gerðir - margir litir
Borgartúni 20 - sími 562 2901 og 562 2900
60 ára frábær reynsla.