Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 47

Morgunblaðið - 18.10.2002, Side 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 47 ✝ Jónatan Krist-leifsson var fæddur 15. maí 1919. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 9. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Kristleifur Jónatansson og Soffía Árnadóttir á Efri-Hrísum í Fróð- árhreppi. Systkini hans voru 7, Hall- dóra, Leó, Arndís og Hansína sem öll eru látin og Guðmundur, Leifur og Ólína. Jónatan kvæntist Málfríði Guð- mundsdóttur árið 1955 þau slitu samvistum. Börn þeirra eru: 1) Helga, f. 1955, maki Björgvin Þór- isson, börn þeirra eru Hermann og Ingibjörg. Fyrri maður Helgu var Valdimar Pálsson en hann lést 1981, dóttir þeirra er Ragnheiður. 2) Kolbrún, f. 1957, maki Árni Leósson, dóttir þeirra er Linda Björk. 3) Gunnar, f. 1962, maki hans var Katrín Sveinsdóttir, þau slitu samvistum, börn þeirra eru Berglind og Óli Þór. Fyrir átti Jónatan Ásmund, f. 1953, sem er látinn. Maki hans var Sína Þórð- ardóttir og börn þeirra eru Þórður og Jóna María. Jónatan kvæntist Sigríði Kjartansdóttur sjúkraliða árið 1972, hún lést árið 1999. Barnabarnabörn Jónatans eru tvö. Jónatan og Sigríður bjuggu á Hrafnistu í Hafnarfirði frá árinu 1986. Jónatan starfaði lengst af við sjómennsku en eftir að hann kom í land starfaði hann við sund- laugarnar í Reykjavík, lengst af í Sundlaug Vesturbæjar. Útför Jónatans verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Það er með miklum söknuði sem við kveðjum minn ástkæra afa og langar mig að minnast hans með nokkrum fátæklegum orðum. Fyrstu minningarnar um hann afa minn eru frá því ég var 4 ára, þegar hann fór með mér á áramóta- brennu og skaut upp flugeldum fyr- ir mig við mikla kátínu. Þegar ég varð eldri minnist ég ófárra strætó- ferðanna úr Breiðholtinu til afa Tana og Siggu í vesturbænum eða í Vesturbæjarlaugina, þar sem afi vann. Þar tók afi alltaf glaður á móti mér og bauð mér í sund, en ekki sakaði þegar hann bauð upp á pylsu eða ís á eftir. Við afi nutum hverrar stundar saman, sem við gátum. Einnig kemur upp í hugann þegar ég gisti hjá afa og ömmu Siggu, en á á heimili þeirra var alltaf gott að vera. Fyrir 16 árum fluttust þau svo á Hrafnistu í Hafnarfirði og bjuggu þar til æviloka í góðu yfirlæti. Á Hrafnistu tók afi sér margt fyrir hendur en hann var laghentur og undi sér m.a. við keramikgerð, teppagerð og gerð listmuna úr gleri. Eftir skilur hann marga fallega hluti, sem prýða heimili ættingja og vina og þessa hluti mun ég ávallt varðveita til minningar um hann afa. Þegar fjölskyldan kom saman tók ég oft að mér að sækja hann og koma á milli staða og alltaf var hann svo þakklátur fyrir það. Það var óvænt og mikið áfall þeg- ar afi veiktist skyndilega nú fyrir skömmu og lést stuttu síðar, en hann hafði alltaf verið svo heilsu- hraustur, hress og sprækur. En enginn veit ævina fyrr en öll er og eftir situr hafsjór af góðum minn- ingum um yndislegan afa og þakk- læti fyrir skemmtilegar samveru- stundir. Linda Björk. JÓNATAN KRISTLEIFSSON ✝ Berta Hannes-dóttir fæddist á Vaðstakksheiði í Neshreppi utan Enn- is á Snæfellsnesi 6. júní 1919. Hún lést á Grensásdeild Land- spítalans 10. okt. síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Hannes Elísson frá Berserkseyri í Eyr- arsveit, bóndi og verslunarmaður, og Guðrún Guðbjörns- dóttir frá Sveinsstöð- um í Neshreppi. Systkini Bertu eru: Helga, f. 17.4. 1914, Elís, f. 4.9. 1917, d. 9.10. 1954, Reynar, f. 26.2. 1922, Hall- veig, f. 3.10. 1927, og Richard, f. 9.4. 1932. Berta giftist 8. maí 1943 Garðari H. Guðmundssyni frá Þverdal í Aðalvík, f. 13.8. 1917, d. 28. 7. 1971. Börn þeirra eru: 1) Edda Gerður, f. 20.8. 1943, maki Jón Waage, f. 18.2. 1943, þau áttu tvö börn. 2) Guðmundur Snorri, f. 30.9. 1946, hann á sjö börn og fimmtán barnabörn. 3) Hannes, f. 26.12. 1950, maki Dagný Þorfinnsdóttir, f. 1.10. 1950, þau eiga þrjú börn og tvö barnabörn. 4) Guð- rún Elsa, f. 11.6. 1954, maki Jan Ingi- mundarson, f. 13.5. 1946, þau eiga þrjú börn. 5) Erla Gígja, f. 1.4. 1960, maki Stefán E. Petersen, f. 3.5. 1961, þau eiga eitt barn. Berta lauk kennaraprófi 1942 og stundaði kennslu um hríð á Akranesi. Lengst af sinnti hún húsmóðurstörfum en tók við starfi húsvarðar í Laugalækjarskóla eft- ir að Garðar maður hennar féll frá 1971. Hún lét af störfum þar 1989. Útför Bertu verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Tengdamóðir mín, sem við kveðj- um í dag, var kjarkmikil og dugleg kona. Létt í skapi en bar ekki tilfinn- ingar sínar á torg. Ég var ungur maður þegar ég kom fyrst inn á heimili Bertu og Garðars og þar var mér mjög vel tekið frá fyrstu tíð. Ómetanleg er hjálpin sem þau hjón veittu okkur með drenginn okk- ar, hann Garðar Berg. Hann var mjög hændur að ömmu sinni sem kunni svo sannarlega að leika og sprella við hann. Kjarkur Bertu kom vel í ljós þegar hún missti manninn sinn frá fimm börnum, þar af voru þrjú ennþá í for- eldrahúsum. Hún lagði svo sannar- lega ekki árar í bát, dreif sig í að taka bílpróf þá rúmlega fimmtug, tók við starfi manns síns sem var húsvarð- arstaða í Laugalækjarskóla. Það var mikil vinna sem hún sinnti af sam- viskusemi og hlífði sér hvergi. Berta hafði mjög gaman af því að ferðast og hafði siglt um heimsins höf, fyrst með manni sínum en síðar eftir að hún var orðin ein hafði hún mikið yndi af sólarlandaferðum og fór hún að minnsta kosti tvisvar á ári, vor og haust. Ekki lét hún það stoppa sig þótt hún hefði enga sam- fylgd, hún fór þá bara einsömul, og þessu hélt hún áfram eins lengi og heilsan leyfði. Berta var svo lánsöm að vera alla tíð mjög heilsuhraust en fyrir tæpu ári veiktist hún hastarlega og var ekki söm og áður. Ég votta öllum aðstandendum samúð mína. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð. Lifðu sæl á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Berta mín, far þú í friði og friður Guðs þig blessi. Jón Waage. Þegar ég hafði mig í að setjast nið- ur og „stinga niður stílvopni“ til að minnast ástkærrar tengdamóður, kom ekkert annað til greina, en að reyna skapa þá stemningu, sem hún ein kunni að framkalla við ólíkar að- stæður. Ég sit einn við borð að nóttu til með logandi kertaljós, spilastokk og annað tilheyrandi fyrir framan mig. Loginn er stór og flöktir mikið. Berta Hannesdóttir var tignarleg kona, staðföst og ákveðin. Skoðanir hennar voru fastmótaðar og skipti það hana engu hvað öðrum fannst um þær. Hún var alltaf sjálfri sér samkvæm og reyndi aldrei að líkjast annarri manneskju, né að móta aðr- ar manneskjur eftir sínu fari. Berta var sterk manneskja og stóð jafnan í báða fætur þegar ágjafir og erfiðleikar sóttu að. Berta slapp ekki, frekar en svo margar aðrar manneskjur, við ágjafir lífsins. Hún missti mann sinn langt um aldur fram. Ein stóð hún eftir fimm barna móðir og þrjú enn þá heima. Höfuðið bar hún hátt, tók við starfi eiginmans síns og fleytti heimili sínu áfram með myndarbrag. Ágjafir lífsins brutu ekki niður ytri varnargarð hennar, hún stóðst allar ágjafir, en hvað hún bar í brjósti fyrir innan varnargarð- inn var ekki ætlað öðrum. Það var hugsun Bertu og vilji að sérhver manneskja stæðist sínar ágjafir og sigraðist á erfiðleikum. En þegar á reyndi var enginn ákveðnari og hjálplegri. Hún gekk þá fram full af trausti og yfirveguð, rétti fram hlýlega hjálparhönd. Skilaboðin streymdu jákvæð og traustvekjandi gegnum hönd hennar … Stattu þig … þú getur … ég er hér … við erum öll hér. Þegar dóttir hennar kynnti mig fyrir henni, tók hún mér varfæris- lega en þó vel. Ég fann glöggt að hún vildi vita strax hvern mann ég hafði að geyma. Hún kom hreint fram og ég stóðst prófið. Ég var velkominn. Með árunum styrktist vinátta okkar og tengsl. Berta var kannski ekki hin hefð- bundna amma sem lék og dekraði við barnabörnin sín, en barnabörnin eru orðin mörg. Hún var sú amma sem óskaði þess að barnabörnin læsu vel í spor lífsins og kæmust vel á legg. Ósk hennar til þeirra var, verið sterk, sjálfstæð og engum öðrum háð. – Mótið ykkar eigið líf. – Hún átti þó oft til að gefa tón gleðinnar og kæti svo bæði börn og fullorðnir tóku undir með fjöri og hlátri. Kertaloginn minnkar en hann flöktir samt enn. Spilabunkinn ligg- ur óhreyfður á borðinu. Börnin mín þrjú og tilvonandi tengdasonur minn sátu við þetta sama borð í dag eftir kistulagninguna og spiluðu í minn- ingu hennar. Við þetta sama borð lék Berta listir sínar í spilamennskunni. Spilamennskan var hennar tóm- stundagaman. Annað minningarbrot er sterkt í huga mér – söngurinn. – Hún var söngelsk manneskja og söngurinn gleymdist ekki þótt margt annað tapaðist í erfiðum veikindum hennar. Það var unun að hlusta á þegar hún stjórnaði dætrum sínum í samsöng. Gleðin kom svo skýrt og sterkt fram í gegnum tónaflóðið. „Ég beið þín heim um helgi / á hljóðri aft- an stund“… Eiginmaður hennar Garðar Hannes Guðmundsson, var mikill söngmaður og börn þeirra bera getu til að fleyta þessari fögru list áfram til næstu kynslóðar. Yngsta dóttir þeirra, Erla Gígja Garðarsdóttir, lærði söng á Ítalíu og er afburðagóð söngkona. Um leið og ég sendi öllum þeim sem sárt sakna hlýjar samúðar- kveðjur, vil ég minnast tengdamóður minnar með þeim orðum, sem ein- kenndu lífsstíl hennar. Verið glöð, full af fjöri og skynsöm. Vertu sæl, tengdamóðir, ég þakka fyrir mig. Jan Agnar Ingimundarson. Það var haustið 1977 sem ég sá Bertu fyrst. Það var þegar ég byrj- aði í Laugalækjarskóla þar sem hún vann sem húsvörður. Strax veitti ég því athygli hvað unglingarnir töluðu mikið við hana en það hafði ekki tíðk- ast í þeim skóla sem ég kom úr, að unglingarnir væru að tala við hús- vörðinn. Það var ekki fyrr en 16 ár- um seinna þegar ég kynntist henni sjálfur að ég komst að því hvað hún var skemmtileg. Fyrrverandi nem- endur úr skólanum buðu henni stundum að koma í útskriftarafmæli og það þáði hún, þótt hún væri orðin áttræð, og skemmti hún sér mjög vel. Berta var menntaður kennari og líka tónmenntakennari. Hún hafði einkum gaman af því að syngja og oft tók hún lagið með dóttur sinni og söng þá Berta röddunina. Þegar við komum í heimsókn til hennar var hún alltaf með heitt kaffi og meðlæti. Við ræddum um hitt og þetta og oft fórum við að tala um pólitík sem end- aði alltaf með hlátri í lokin. Ferðalög voru eitt af uppáhaldi Bertu. Hún fór oft til sólarlanda og skildi ég ekki alveg úthaldið stund- um hjá henni, hvernig hún gat ferðast svona mikið. Hún sagðist vera með vestfirsku kraftana, en það var orðatiltæki hjá henni. Berta sagði mér frá einni sólar- landaferðinni sem hún var í. Hún hafði hitt gamlingjana sem voru þar í eldriborgaraferð. Svo hló hún, því sjálf fór hún alltaf á eigin vegum til sólarlanda en þeir sem voru í eldri- borgaraferðinni voru tuttugu árum yngri. Ég minnist Bertu sem skemmtilegrar og glaðlyndrar konu sem hafði þá útgeislun að koma fólki í gott skap. Dætrum og sonum Bertu sem og barnabörnum öllum votta ég mína innilegustu samúð. Stefán E. Petersen. Nú er komið að kveðjustund og langar okkur systur að minnast Bertu ömmu okkar með nokkrum orðum. Það koma margar ljúfar minningar upp í hugann þegar ömmu er minnst. Berta amma var ákaflega lífsglöð og hress kona, hún var hnyttin og skemmtileg og sá oft- ast skoplegu hliðina á málunum. Það má eiginlega segja að hún hafi verið svolítill prakkari í sér. Fullyrða má að amma hafi alltaf lifað lífinu til fulls og naut hún þess sérstaklega að ferðast á suðrænar slóðir og baða sig í sólinni. Maður vissi aldrei hvort hún var að koma eða fara því hún átti það til að fara oftar en einu sinni á ári á sólar- strönd. Við vorum svo lánsamar að hafa ferðast til Spánar með henni og fá að fylgjast með henni þar sem hún naut sólarinnar og samverunnar með fjölskyldunni. Þá var oftast spil- aður kani öll kvöld, hlegið og sungið. Ömmu þótti nefnilega ákaflega gam- an að taka í spil og kom þá bersýni- lega í ljós hversu mikil keppnis- manneskja hún var, hún gaf aldrei neitt eftir! Já amma hafði gaman af því að ferðast og fylgdist hún ekki síður með okkur þegar við ferðuð- umst um heiminn og hringdi jafnan og þakkaði fyrir póstkortin sem við sendum henni. Amma sagði einhvern tímann að við hefðum örugglega erft ferðagenið hennar. En þrátt fyrir fjöldann allan af barnabörnum fylgd- ist hún vel með hvað hvert og eitt okkar aðhafðist hverju sinni og aldr- ei lét hún hjá líða að biðja Guð um að blessa okkur þegar við kvöddumst Elsku amma, nú biðjum við Guð um að blessa þig og þökkum fyrir allar skemmtilegu samverustundirnar . Það hjálpar okkur í sorginni að vita til þess að nú hefst nýtt ferðalag hjá þér þar sem þú og Garðar afi sam- einist á ný. Margrét, Berta og Eva. Elsku amma mín, núna ertu farin til Garðars afa. Amma mín var bar- áttukona, ótrúlega sterk. Þegar ég sit hér og hugsa um þær stundir sem við áttum saman, brosi ég því það er ekki hægt að lýsa þér. Einu orðin sem koma upp eru fyrst og fremst prakkari, sjálfstæði, ákveðni, styrk- ur og lífsreynsla. Það áttu fáir eins ömmu og ég. Þú varst alltaf svo ung- leg, ekki deginum eldri en „25 ára“. Þú varst svo heppin að fá að gera það sem flestir fá aldrei tækifæri til eins og það að vera með þeim fyrstu sem fóru í skemmtisiglingu, fórst í Vatíkanið, hittir sjálfan páfann og hefur ferðast um nær allan heim. Ég gleymi því ekki að þegar Garð- ar bróðir minn fékk sér mótorhjól vildu fæstir í fjölskyldunni sitja aft- an á því, en þú amma, þú hikaðir ekki og fórst og hafðir gaman af. Eða þeg- ar Garðar bróðir lét aflita hárið á sér og skeggið. Það var alveg hræðilegt enda gerði hann þetta til að hrekkja fólkið sitt, svo fór ég með honum til þín, þú opnaðir hurðina og ekkert, það sást enginn svipur, meðan flestir aðrir í ættinni öskruðu eða leið næst- um yfir þá. En þú, – engin svipbrigði, þú talaðir við okkur bara eins og venjulega. Þetta er alveg týpísk amma, mesti töffarinn. Amma var alltaf hrókur alls fagnaðar, ekki bara gullfalleg kona heldur var hún líka mjög vel gefin og hafði mjög sérstak- an og ákveðinn persónuleika. Ég er mjög stolt af henni og þakk- lát fyrir að hafa fengið að kynnast henni. Hún er án efa ein sterkasta og hugrakkasta kona sem ég hef hitt. Þegar ég sit hér og skrifa, rifjast upp mörg atvik þar sem hún var eitthvað að prakkarast og ég get ekki annað en hlegið. Þeir sem þekktu hana vel eru eflaust að hugsa um svipuð atvik, því þau eru mörg. Vertu sæl amma mín. Takk fyrir góðu stundirnar, þín Berta Margrét Jansdóttir. BERTA HANNESDÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudagana, frá þriðjudegi til sunnudags. Greinunum er hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu handriti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsyn- legt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heima- sími) fylgi með. Bréfsími fyrir afmælis- minningargreinar er 569 1115. Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morg- unblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dá- inn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Um hvern látinn einstakling birtist ein aðalgrein af hæfilegri lengd á út- farardegi, en aðrar greinar séu um 300 orð eða 1.500 slög (með bilum) en það eru um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virð- ingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.