Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 53

Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 53
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 53 SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 12  18310188½  Sk. I.O.O.F. 1  18310188  Fr. Í kvöld kl. 20.00: Bæn og lof- gjörð. Majór Elsabet Daníels- dóttir og kafteinn Miriam Ósk- arsdóttir. Allir hjartanlega velkomnir. Í kvöld kl. 21 fjallar Gunnar Kvaran um: „Saraböndur í svít- um J. S. Bachs“ í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og umræðum kl. 15.30 í umsjón Jóns E. Bene- diktssonar. Sýnd verður leikin kvikmynd „Meeting with Re- mark- able Men“ um G.I. Gurdj- ieff og leit hans að leyndri þekk- ingu. Á sunnudögum kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leið- beiningum fyrir almenning. Á fimmtudögum kl. 16.30— 18.30 er bókaþjónustan opin með miklu úrvali andlegra bók- mennta. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is ATVINNA mbl.is HOLLIÐ sem lauk veiðum í Tungufljóti á miðvikudag veiddi 14 birtinga og var um helmingur- inn á bilinu 10 til 12 pund og sá stærsti var 14,5 punda hængur veiddur í Breiðufor. Ein stöngin í hópnum var með fimm fiska sem vógu samtals 54 pund, eða 10,8 pund að meðalvigt. „Ég held að maður nái ekki 10,8 punda meðalþunga á stöng í lax- veiði hér á landi, varla einu sinni í vorveiði í Aðaldalnum, en maður er hér á silungsveiðum og með- alþunginn hjá einni stönginni er yfir 10 pund. Þetta er vissulega með ólíkindum,“ sagði Jón G. Baldvinsson, einn veiðimannanna í samtali við Morgunblaðið. Það voru félagar hans Ólafur H. Ólafs- son og Jimmy Sjöland sem fengu stórfiskana. Dauður lax Kannski það furðulegasta við veiðiför þeirra félaga í Tungufljót var fundur dauðs 15 punda grút- legins lax. Lax er óalgengur í Tungufljóti en þessi fannst inni í gróðurmiklu viki á svokölluðum Flögubakka eftir að síðasta flóð rénaði. Enginn áverki var sjáan- legur á laxinum og taldi Jón, sem fann laxinn, að hann hefði tekið agn hjá veiðimanni, tapað við það styrk, leitað síðan í var á meðan flóðið varði og síðan verið of dof- inn til að átta sig á því þegar und- an honum fjaraði. Laxinn fór ann- ars rakleiðis ofan í plastpoka og að sögn Jóns mun hann enda í reyk- húsi. 10,8 punda meðalvigt Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Að undanförnu hefur staðið yfir klakveiði á laxi í Stóru-Laxá í Hrepp- um. Á myndinni eru þeir Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson með einn fallegan við klakkistuna hjá Bergsnös. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Almanak Þjóð- vinafélagsins ALMANAK Þjóðvinafélagsins fyr- ir árið 2003 er komið út og er 200 bls. Auk almanaksins hefur árbók Íslands verið fastur liður í ritinu, en í henni hafa verið upplýsingar um íslenskt þjóðlíf. Þorsteinn Sæ- mundsson stjörnufræðingur hefur reiknað og búið almanakið til prentunar, en árbókina fyrir árið 2001 ritar Heimir Þorleifsson sagnfræðingur. Í henni er yfirlit um árferði, atvinnuvegi, íþróttir, verklegar framkvæmdir, mannslát og fleira. Prentsmiðjan Oddi prentaði og Sögufélagið, Fischersundi 3, sér um dreifingu. Ritið fæst í bóka- verslununum um land allt og kost- ar 1.450 kr. Hægt er að gerast áskrifandi hjá Sögufélaginu, og þar eru einnig fáanlegir eldri árgang- ar, segir í frétt frá Sögufélaginu. Til styrktar framkvæmdum í Sjálfsbjargarhúsinu í Hátúni Vilja stækka fjórar íbúðir stóla og fyrirferðarmikil hjálpartæki eins og lyftara. Það er einmitt þetta fólk sem ætti að þurfa mikið pláss en það hefur í gegnum tíðina oft fengið minnsta plássið,“ segir Sigurður. Reiknað er með því að breytingarn- ar á hverri íbúð kosti um 3,5 milljónir króna og því mun heildarkostnaður- inn liggja á bilinu 10,5–14 milljónir króna. Sigurður segir að rekstrar- tekjur Sjálfsbjargar af happdrætti og framlögum styrktarfélaga standi ekki undir slíkum kostnaði og því hafi ver- ið ákveðið að gefa út geisladisk, í sam- GENGIÐ hefur verið frá útgáfu tveggja geisladiska sem gefnir verða út til að afla fjár til framkvæmda vegna stækkunar íbúða í Sjálfsbjarg- arhúsinu í Hátúni 12. Fyrri diskurinn, sem kemur vænt- anlega út í nóvermber, ber heitið Ást- in og lífið og inniheldur ýmis íslensk dægurlög frá fyrri tíð. Síðari diskur- inn, sem kemur út eftir áramót, mun innihalda ný lög. Sigurður Einarsson, framkvæmda- stjóri Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, segir að alls séu 36 íbúðir í leigu fyrir hreyfihamlaða að Hátúni 12. Minnstu íbúðirnar séu 30 fermetr- ar að flatarmáli og þær stærstu 64 fermetrar. Mikil eftirspurn sé eftir stærri íbúðum. Með því að nýta að- liggjandi rými sem er lítið notað sem stendur megi útbúa þrjár til fjórar íbúðir, sem hver yrði 80 fermetrar að stærð. Í byrjun verður stefnt að því að breyta þremur íbúðum, að hans sögn. „Hreyfihamlaðir þurfa mikið rými, eru kannski með tvo rafmagnshjóla- vinnu við Anda Bachmann og Þorgeir Ástvaldsson. Fyrri diskurinn, sem kemur út í næsta mánuði, inniheldur eldri dæg- urlög, eins og t.d. lög með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, Brunaliðinu, Sixties, Magnúsi og Jóhanni, Rúnari Júl- íussyni, Björgvini Halldórssyni og Ragnhildi Gísladóttur. Síðari diskur- inn kemur út á næsta ári og mun hafa að geyma ný lög. Sigurður segir að til að byrja með verði diskarnir seldir í símasölu, en síðar verði þeim dreift í matvöru- og hljómplötuverslanir. ÞJÓNUSTA við fjölskyldur landsins er of dreifð og á of margra höndum. Heildarsýn skortir og koma þarf á aukinni samvinnu milli ríkis og sveit- arfélaga. Þetta er meðal þess sem kom fram í ræðu Láru Björnsdóttur, félagsmálastjóra í Reykjavík, á árs- fundi Tryggingastofnunar ríkisins. Ársfundurinn fór fram undir yfir- skriftinni „Er velferðarkerfið fjöl- skylduvænt?“ Þar voru málefni barna og fjölskyldna innan velferð- arkerfisins til umfjöllunar og leitast var við að benda á kosti og galla þess kerfis sem við búum við. Lára sagði velferðarkerfið byggj- ast á fimm máttarstólpum; skóla- kerfinu, heilbrigðisþjónustunni, al- mannatryggingakerfinu, húsnæðis- kerfinu og félagsþjónustu sveitar- félaga og ríkisins við fatlaða. Tók hún fyrir kosti og galla hvers mátt- arstólpa fyrir sig. Um skólakerfið sagði Lára að það stæði öllum til boða, þar hefðu orðið framfarir með einsetningunni, sam- felldum skóladegi og skólamáltíðum en óbeinn kostnaður við skólagöngu barna hefði hins vegar aukist mikið. Nefndi hún aukinn efniskostnað, lengri viðveru, kostnað af skólamál- tíðum og tómstunda- og félagsstarfi. Afleiðingin væri sú að staða barna væri ójöfn frá unga aldri. Aukin gjaldtaka og skortur á hjúkrunarheimilum Lára sagði heilbrigðiskerfið vera faglega sterkt og opið öllum, óháð aldri, stétt og stöðu. Gjaldtaka hefði hins vegar sífellt verið að aukast á öllum stigum heilbrigðisþjónustunn- ar, þ.e. vegna lyfja og læknishjálpar. Þá sagði Lára gífurlegan skort vera á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða á höfuðborgarsvæðinu. Hún sagði af- leiðinguna vera þá að veikindi gætu sligað fjárhag heimilanna og skortur á þjónustu gæti reynst fjölskyldum ofviða. Kostur almannatryggingakerfis- ins að mati Láru er sá helstur að þjónustan sé altæk og kerfið hugsað fyrir alla. En hún sagði að kerfið væri eins og bætt flík, of mikið væri um breytingar til þess að hindra að- gang að kerfinu. Það væri vinnuletj- andi og lítil hjálp í boði til barnafjöl- skyldna, m.a. vegna tekjutenginga. Bætur væru of lágar til þess að hægt væri að lifa af þeim til frambúðar. Lára sagði húsnæðiskerfið bjóða upp á ýmsa lánamöguleika en það næði ekki til þeirra tekjuminnstu. Hækkun vaxta væri íþyngjandi og lítill sem enginn stuðningur væri við þá sem vildu koma sér upp leiguhús- næði. Sagði Lára að húsnæðiskerfið væri óstöðugt og óöruggt og afleið- ingarnar væru offramboð og í sum- um tilvikum húsnæðisskortur. Um félagsþjónustu ríkis og sveit- arfélaga við fatlaða sagði Lára að ný- legar lagasetningar hefðu leitt til framfara í umfangi og gæðum þjón- ustunnar. Réttur til þjónustunnar væri skýrastur í lögum um málefni fatlaðra. Helstu gallana sagði Lára vera mismunandi þjónustu milli sveitarfélaga. Gömul og úrelt viðhorf til félagsþjónustu sveitarfélaga kæmu í veg fyrir viðeigandi aðstoð og upphæðir vegna fjárhagsaðstoðar væru of lágar. „Íslenska velferðarkerfið gagnast best þeim sem hafa talsverðar bjarg- ir hvað varðar efnahag, menntun, at- vinnu, heilsu og óopinbert stuðnings- net. Hætt er við að þeir sem hafa minnstar bjargirnar falli niður á milli „öryggismöskvanna“. Þetta bitnar verst á veikum öldruðum og fötluðum, efnalitlu fólki og börnum,“ sagði Lára. Til lausnar á þeim vandamálum sem Lára rakti lagði hún til að best væri að samþætta þjónustu opin- berra aðila við fjölskyldur. Kerfin yrðu að vinna saman en ekki hvert í sínu horni og koma mætti upp þjón- ustuskrifstofu í hverju sveitarfélagi eða hverfi í Reykjavík. Heildarsýn skortir í þjónustu við fjölskyldur Lára Björnsdóttir á ársfundi Tryggingastofnunar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.