Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 20

Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 20
LANDIÐ 20 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ meistar inn. is HÖNNUN LIST Í OPINBERRI heimsókn í Húnaþing sem lauk nýverið afhenti forseti Ís- lands „Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga“ á Blönduósi og Hvammstanga. Á Hvammstanga fór afhendingin fram 14. október sl. í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Hér að neðan eru nöfn þeirra sem hlutu hvatning- arverðlaunin og tilgreint fyrir hvað. Frá vinstri: Aron Stefán Ólafsson, Reykjum I, Hrútafirði. Hann er gæddur góðum námshæfileikum og hefur með dugnaði, eljusemi og já- kvæðu hugarfari náð sér eftir alvar- legt slys sem hann lenti í fyrir nokkru. Baldur Hrafn Björnsson, Hvammstanga. Hann hefur sýnt góð- an árangur í námi og verið í far- arbroddi í félagsstarfi og virkur í kirkjustarfi. Freydís Jóna Guðjónsdóttir, Hvammstanga. Hún hefur sýnt mik- inn dugnað og góðan árangur í námi. Guðrún Eik Skúladóttir, Tann- staðabakka, Hrútafirði. Hún er bæði góður námsmaður og íþróttamaður og auk þess gædd góðum tónlistar- og sönghæfileikum. Helga Margrét Þorsteinsdóttir, Reykjum 2, Hrútafirði. Hún er góður námsmaður og efnilegur íþróttamað- ur, hefur verið Íslandsmeistari í sín- um aldursflokki í nokkrum greinum frjálsra íþrótta. Hrund Jóhannsdóttir, Gauksmýri, Línakradal. Henni er margt til lista lagt og hefur sýnt mikinn dugnað í námi, íþróttum og tónlist auk þess að vera mjög virk í félagsstarfi skólans. Kolbrún Arna Björnsdóttir, Hvammstanga. Hún hefur sýnt góða náms- og tónlistarhæfileika. Kolbrún Bragadóttir, Hvamms- tanga. Hún hefur sýnt mikinn kjark og dugnað við að takast á við ýmsa erfiðleika í lífinu. Sigrún Soffía Sævarsdóttir, Laug- arbakka. Hún er efnilegur náms- maður og mikil hannyrðakona. Sigurbjörg Þorsteinsdóttir, Hrúta- firði. Hún er góður námsmaður og hefur náð mjög ágætum árangri í frjálsum íþróttum og körfubolta og m.a. verið kosin íþróttamaður Vest- ur-Húnavatnssýslu. Sigurður Helgi Oddsson, Hvammstanga. Hann er góður náms- maður og fjölhæfur íþróttamaður. Hann er einnig gæddur miklum tón- listarhæfileikum. Sonja Líndal Þórisdóttir, Víðidal. Hún er gædd miklum náms- og tón- listarhæfileikum og hefur auk þess sýnt mikla hæfni í hestaíþróttum. Sylvía Hera Skúladóttir, Hvamms- tanga. Hún hefur sýnt góða náms- og tónlistarhæfileika auk þess að vera góður íþróttamaður. Þorgrímur Guðni Björnsson, Hvammstanga. Hann hefur sýnt góða náms- og íþróttahæfileika, dugnað og jákvæðni. 15 ungmenni fengu viðurkenningu á Blönduósi Á Blönduósi fór afhending við- urkenninga fram í Íþróttahúsinu á Blönduósi. Þeir sem hlutu hvatningu eru: Dagrún Jónasdóttir, Blönduósi. (ekki á mynd) Hún hefur náð góðum árangri í námi, einkum í stærðfræði og látið að sér kveða í félagsmálum og íþróttum. Frá vinstri: Elías Kristinn Sæ- mundsson, Skagaströnd. Hann hef- ur sýnt mikinn dugnað og jákvæðni í baráttu sinni við erfiðan sjúkdóm. Guðbjörg Þorleifsdóttir, Blöndu- ósi. Hún hefur sýnt mikla hæfileika og dugnað við að takast á við ýmsa erfiðleika í lífinu. Gunnar Már Sæmundsson, Skagaströnd. Gunnar hefur eins og bróðir hans verið einstaklega dug- legur og jákvæður í baráttu við erf- iðan sjúkdóm. Jóhann Sigurjón Jakobsson, Blönduósi. Hann er efnilegur náms- maður, hugmyndaríkur og góður íþróttamaður. Hann hefur einnig sýnt skemmtilega hugkvæmni við viðgerðir á hjólum og vélum. Jóna Gréta Guðmundsdóttir, Skagaströnd. Hún hefur sýnt góða námshæfileika og dugnað í félags- stöfum. Kristmundur Stefán Einarsson, Grænuhlíð. Hann hefur sýnt mikla námshæfileika, dugnað, m.a. við bú- störfin, og verið skólafélögum sínum til fyrirmyndar í hvívetna. Lilja María Evensen, Blönduósi. Hún hefur náð góðum árangri í námi og tónlist og sýnt forystuhæfileika í félagsmálum. Lillý Rebekka Steingrímsdóttir, Litlu-Giljá. Hún hefur sýnt að hún býr yfir miklum tónlistarhæfileikum og leikur m.a. á píanó og þverflautu. Oddur Aron Valdimarsson, Skagaströnd. Hann hefur sýnt prúð- mennsku, mikinn dugnað og ein- arðan vilja til að kljást við erfiðleika. Ólafur Freyr Birkisson, Höllu- stöðum. Hann er duglegur náms- maður og áhugasamur íþróttamaður og hafði m.a. forystu um þátttöku í knattspyrnumóti. Rúnar Þór Njálsson, Blönduósi. Hann er ágætur námsmaður, verið jákvæður og duglegur við að takast á við erfiðleika sem fylgja fötlun hans. Rúnar Aðalbjörn Pétursson, Hólabæ. Hann er gæddur góðum námshæfileikum og er prúður og kurteis, öðrum góð fyrirmynd. Sigurdís Sandra Tryggvadóttir, Ártúni. Hún er góður námsmaður og gædd miklum tónlistarhæfileikum. Stefán Örn Gíslason, Blönduósi. Hann hefur sýnt mikla leikhæfi- leika, er hugmyndaríkur og stendur sig vel í öllu félagsstarfi. Ungmenni á Blönduósi og Hvammstanga tóku vel á móti forseta Íslands Fengu hvatningu frá forseta Íslands 15 ungmenni á Blönduósi hlutu hvatningu frá forsetanum. Morgunblaðið/Ómar Forsetinn afhenti „Hvatningu forseta Íslands til ungra Íslendinga“. Húnavatnssýsla „ÉG hef mjög gaman af því að tefla,“ sagði Lundúnastrákurinn Luke McShane. Hann er 18 ára stórmeistari í skák og var einn þátttakenda á Mjólkurskákmótinu á Selfossi sem er nýafstaðið. Luke kom til mótsins ásamt föður sínum Rod McShane sem hjálpaði til við framkvæmd mótsins. „Ég var 5 ára þegar afi kenndi mér að tefla. Þetta var víst á venjulegum rign- ingardegi og við vorum inni við. Svo keppti ég á mínu fyrsta móti þegar ég var 6 ára,“ sagði Luke og faðir hans sagði að það hefði ekki verið nokkur leið að stöðva strák- inn. „Hann vildi alltaf fara á mót um helgar og þannig fór hann á hvert mótið á fætur öðru og varð fljótt mjög góður. Þetta er íþrótt fyrir unga menn og konur sem hafa nægan tíma fyrir skákina og menn eiga að leggja rækt við þetta á meðan þeir eru ungir. Hann hef- ur ferðast mjög mikið, alveg frá barnæsku og fengið mjög mikið út úr þessu,“ sagði Rod McShane. „Þetta var nokkuð erfitt skák- mót og satt að segja átti ég ekki von á svona erfiðum skákum þó að ég vissi hverjir væru þátttak- endur,“ sagði Luke. Hann sagðist aðeins hafa teflt einu sinni við Nikolic og þá í hraðskák, tvisvar sinnum við Sokolov og tapað í bæði skiptin. Síðan hefði hann aldrei teflt við Tregubov. Hann sagðist hafa tapað fyrir Tregubov í mótinu en gert jafntefli við hina. „Skákin gegn Tregubov var erf- iðust, hann bókstaflega jarðaði mig og hafði algera yfirburði,“ sagði Luke og brosti í kampinn. Hann kvaðst hafa haft mjög gaman af fjölteflinu við íslenska unglingalandsliðið í knattspyrnu. „Þetta var skemmtilegt og fjöl- breytilegt,“ sagði hann og brosti, hafði greinilega gaman af sam- skiptunum við landsliðið sem af- henti honum áritaða lands- liðstreyju áður en fjölteflið hófst. Hann og faðir hans ætluðu að eyða einum degi til að skoða sig um á landinu áður en þeir héldu heim á leið. En hvaða markmið hefur svo ungur og upprennandi skákmaður. „Mig langar að tefla við einhverja af þeim tíu bestu í heiminum,“ sagði þessi ungi og hógværi stórmeistari sem skák- áhugamenn eiga örugglega eftir að fylgjast með í náinni framtíð. Luke McShane lærði að tefla 5 ára Langar að tefla við ein- hvern af þeim tíu bestu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Luke McShane tekur við áritaðri landsliðstreyju úr hendi Viðars Halldórs- sonar. Milli þeirra er Hrafn Jökulsson, mótsstjórnandi og forseti Hróksins. Selfoss BJÖRGUNARHUNDASVEIT Ís- lands hélt síðasta sumarnámskeið sitt á utanverðu Snæfellsnesi nú nýverið. Gist var á Gufuskálum og hundarnir æfðir við norðanverðar rætur Snæfellsjökuls. Námskeiðið stóð í þrjá daga og sóttu það rúm- lega tuttugu hundaeigendur sem mæta á sumarnámskeið sveitarinn- ar til að fá stöðumat á getu leit- arhunda sinna. Um samspil manns og hunds er að ræða og útskrifaðist Auður Yngvadóttir með A-gráðu í víðavangsleit, Emil Ágústsson með B-gráðu og Helgi Páll Pálmason með C-gráðu. Auk þess útskrifaðist Ingimundur Magnússon sem leið- beinandi í víðavangsleit. Leitar- menn og þjálfarar gáfu ekkert eftir þótt veður væri frekar leiðinlegt yf- ir námskeiðsdagana, enda vanir að vinna við leit undir erfiðum kring- umstæðum. Vilji fólk fræðast frek- ar um starfsemi sveitarinnar er vef- slóðin www.bhsi.is og vefsíðan mjög góð og fróðleg. Björgunarhundar æfðir á Snæfellsnesi Hellnar Morgunblaðið/Guðrún Bergmann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.