Morgunblaðið - 18.10.2002, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.10.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ GunnlaugurMagnússon fædd- ist í Reykjavík 21. ágúst 1915. Hann lést á Landpítalanum við Hringbraut 13. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Magnús Björnsson, náttúrufræðingur og kennari, f. 1885, d. 1947, og kona hans Vilborg Þorkelsdótt- ir, f. 1890, d. 1930. Systkini Gunnlaugs: Björn, f. 1913, látinn, Margrét, f. 1917, lát- in, Margrét, f. 1918, Árni Stein- dór, f. 1919, látinn, og Kristlaug Katla, f. 1924. Gunnlaugur kvæntist 1944 Maggý Valdimarsdóttur, f. 16. febrúar 1923. Börn þeirra: 1) Vil- borg, f. 1947, gift Gamalíel Sveinssyni. 2) Einar, f. 1949, kvæntur Hildigunni Þor- steinsdóttur. Börn þeirra eru Gunn- laugur Magnús og Valgerður Helga. 3) Björg, f. 1952, gift Gary Long. Börn þeirra eru James Tómas og Maggý. 4) Sigríður, f. 1959, gift Brian Bak. Dætur þeirra eru Maria og Christina. Gunnlaugur ólst upp í Reykjavík og hóf ungur störf hjá Tóbakseinka- sölu ríkisins. Þar starfaði hann til 1960 er hann tók við starfi skrif- stofustjóra hjá Síld og fisk. Útför Gunnlaugs verður gerð frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ef fuglar mínir fengju vængjamátt, þá fljúga þeir um loftið draumablátt, og þér, sem hæst í himnasölum býrð, skal helgað þeirra flug og söngvadýrð. Og glæðir nokkur gleði meiri yl en gleðin yfir því að vera til og vita alla vængi hvíta fá, sem víðsýnið – og eilífðina þrá? Hver fugl skal þreyta flugið móti sól, að fótskör guðs, að lambsins dýrðarstól, og setjast loks á silfurbláa tjörn og syngja fyrir lítil englabörn. Nú fljúga mínir fuglar, góða dís. Nú fagna englar guðs í Paradís. (Davíð Stefánsson.) Hvíl í friði afi minn, þín Valgerður Helga. GUNNLAUGUR MAGNÚSSON ✝ Þórný Elín Ás-mundsdóttir fæddist í Reykjavík 5. júlí 1960. Hún lést á Grensásdeild Land- spítalans 9. október síðastliðinn. Foreldr- ar hennar eru Ind- iana Ingólfsdóttir, húsfrú í Reykjavík, f. á Akureyri 5. desem- ber 1931, og Ás- mundur Jónsson gullsmiður, f. 21. október 1925, d. 9. júlí 1964. Uppeldis- faðir Þórnýjar og eiginmaður Indiönu er Stefán Gunnar Vilhjálmsson, fv. verk- stjóri hjá Reykjavíkurborg, f. í Reykjavík 25. júní 1931. Systir Þórnýjar er Sigríður Ásmunds- dóttir, búsett í Stafangri í Noregi. Eiginmaður hennar er Jóhann Gunnar Óskarsson og þau eiga tvö börn. Eiginmaður Þór- nýjar Elínar er Guð- mundur J. Júlíusson dúklagningamaður, f. 26. október 1959. Þau eiga þrjú börn, Gunnar Júlíus nema, f. 22. september 1984, Arnþór Fann- ar, f. 1. september 1990, og Berglindi Björgu, f. 2. nóvem- ber 1995. Þórný Elín var húsmóðir. Hún var lærð smurbrauðsdama og starfaði sem slík um tíma en starfaði þó lengst af sem dagmóðir. Útför Þórnýjar Elínar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þórný var smávaxin, frekar grönn og ljós yfirlitum með ljóst liðað hár og blá augu.Hún var liðug með léttar hreyfingar enda stundaði hún mikið líkamsrækt. Þórný missti föður sinn þegar hún var á þriðja ári, hann fékk heilablóð- fall aðeins 34 ára gamall. Eftir grunnskólanám sótti hún um nám á hjúkrunarbraut, en fékk ekki. Hún fór í félagsfræði, hætti í henni og fór á viðskiptabraut en líkaði ekki þar. Hana dreymdi um að verða gull- smiður eins og faðir hennar en það varð aldrei úr því. Leið hennar lá því í Brauðbæ þar sem hún lærði til smurbrauðsdömu. Þórný byrjaði ung að búa með nú- verandi manni sínum, aðeins 15 ára, þau eignuðust 3 börn, tvo drengi og eina stúlku. Þórný var alltaf fyrir- myndar húsmóðir og hugsaði vel um heimilið sitt. Hún hafði gaman af börnum og starfaði lengi sem dag- mamma. Ég man þegar hún var með stóran hóp af börnum, það var ekki mikið mál fyrir hana, hún lét þau púsla og teikna og hafði góða stjórn á þeim. Þórný elskaði dýr, og heimili hennar var fullt af dýrum. Oft fannst mér ég vera komin í dýragarð þegar ég kom heim til hennar. Þar var hundur, köttur, páfagaukar, hamstr- ar og fiskar. Þórný naut sín vel í náttúrunni og fannst gaman að fara í sumarbústað og í hjólhýsi sem þau hjónin áttu, og á sumrin ferðaðist fjöldskyldan mik- ið um landið. Sumarið 1997 verður Þórný fyrir því að keyrt var aftan á bílinn henn- ar. Eftir það byrjaði hún að veikjast, var oft mjög þreytt, fékk svimaköst og slæma höfuðverki. Hún breyttist mikið og var mjög ólík sjálfri sér, hún svaf meira eða minna allan dag- inn og sinnti ekki sjálfri sér og heim- ilið sem var alltaf hreint og snyrti- legt var það ekki lengur. Sumarið 2001 fór hún á Heilsu- hælið í Hveragerði. Þar fékk hún heilablæðingu og var send á Land- spítalann og þar var hún fram í des- ember, fór á Reykjalund og þaðan í Hátún vorið 2002. Síðan í ágúst hef- ur Þórný legið á Grensásdeild og var orðin mikið veik, hún var orðin alveg lömuð og gat hvorki talað né tjáð sig. Ég vil minnast vinkonu minnar sem ég hef þekkt í tuttugu ár og á eftir að sakna hennar mikið. Ég mun ávallt geyma minningu Þórnýjar í hjarta mínu. Ég vil þakka starfsfólki Grensás- deildar og stelpunum í sauma- klúbbnum sem voru hjá henni dag og nótt og hlúðu að henni allan tímann. Þær eru yndislegar. Ég vil senda aðstandendum henn- ar mína dýpstu samúð; Gunnar Júl- íus, Arnþór Fannar og Berglind Björg, Guð styrki þau í þeirra miklu sorg. Guð veri með þeim. Nína Stefánsdóttir. Mild og fögur morgunsól mót þér faðminn breiði ég henni ástargeislann minn fól svo veginn þinn lýsi og leiði. „Þú hittir mig beint í hjartastað.“ Þetta hljómaði þegar ég keyrði að kveðja Þórnýju í hinsta sinn. Tákn- ræn orð fyrir okkar kynni. Við tengdumst órjúfanlegum vináttu- böndum, hnökralausum í gegnum súrt og sætt. Aðeins tveir dagar voru á milli okkar og vika milli eldri sona, sem voru góðir vinir. Við vorum ná- grannar og þar átti Sigurður minn öruggt skjól sem hann kann henni miklar þakkir fyrir. Aftur áttum við börn á sama ári og daglegur sam- gangur, við bökuðum fyrir jólin og það stórsá á okkur eftir sörurnar hennar. Okkur fannst jarðvistin vera barmafull af hamingju. En lífið er hverfult, og það voru skelfileg tíðindi þegar Þórný veiktist. Við taka ljúf- sárar minningar. Ég grét en Þórný bar höfuðið hátt, það kom ekki á óvart, því einurð og staðfesta ein- kenndu hana. Guð hvað ég dáðist að þessari elsku, svo jákvæð, brosandi tók hún hvern dag fyrir sig. Ég geymi minningar um hana Þórnýju mína og deili með börnunum hennar, sem voru henni ávallt efst í huga. Mér er ljúft að verða við þeirri ósk hennar að ganga í saumaklúbbinn sem stendur samanþjappaður. Starfsfólki taugadeildar sendi ég sérstakar þakkir. Öllum þeim sem elskuðu Þórnýju sendum ég og mín fjölskylda innilegustu samúðar- kveðjur. Við þökkum fyrir okkur að leiðarlokum. „Tár kinnar niður renna og þrjú orð á vörum brenna“ þegar ég verð að kveðja elskulega vinkonu mína sem hefur markað spor í líf mitt. Það er svo erfitt, hvað oft mig langaði að taka hana í fangið og hlaupa burt í felur og allt yrði eins og áður, núna síðast hennar síðustu nótt þegar ég sat með Gunnari syni hennar, en lífs- gátan verður ekki ráðin með því. Ég stend eftir og trúi því að faðir hennar og Þórný frænka hafi komið og leitt hana í ljósið til Guðs almáttugs sem læknar og græðir. Ég get ekki ímyndað mér til hvaða starfa hún Þórný hefur verið kvödd, en það seg- ir mér að nú ríki mikil neyð. Í veik- indunum ákváðum við Þórný að haldast í hendur og stíga ölduna saman. Hún er búin að sleppa, ég sleppi nú. Guðrún Jóna. Fyrir 19 árum kynntist ég Þóru. Við bjuggum saman í Básenda 3 sem þá var hálfgert „ættaróðal“ fjöl- skyldunnar. Strax frá fyrsta degi kom okkur vel saman og fljótlega myndaðist hjá okkur vinátta sem aldrei bar skugga á. Það var ekki síst vegna þess hversu traustur vinur Þóra var. Hlutirnir vöfðust ekki fyrir vin- konu minni og hún var ávallt svo já- kvæð. Hún var listakona í höndun- um. Hún var smurbrauðsdama að mennt og voru það glæsilegar snitt- ur og tertur sem hún bjó til. Ef hald- in var veisla var ávallt kallað í Þóru sem fúslega kom til hjálpar og alltaf með bros á vör. Hún reyndi lengi að kenna mér að gera rós úr tómati. Þegar hún sýndi mér tæknina virtist þetta svo auðvelt, en þegar ég átti að herma eftir varð aldrei nein rós úr því, og verður ekki enn þann dag í dag. Hún gafst þó ekki alveg upp á mér heldur kynnti hún mér föndrið. Þar gengu hlutirnir betur fyrir sig en aldrei komst ég með tærnar þar sem hún hafði hælana í listsköpun- inni. Þetta voru samt svo notalegir tímar, við að föndra saman fyrir jól- in, spjalla, vera á trúnó og skríkja eins og smástelpur. Augasteinarnir í lífi hennar voru börnin hennar þau Gunnar Júlíus, Arnþór Fannar og litla prinsessan hún Berglind Björg og sagði hún mér oft hversu heitt hún elskaði þau. Þóra var mikil fjölskyldumanneskja og nutu Gummi og börnin alls hins besta. Eftir að frumburðurinn hann Gunnar Júlíus fæddist ákvað Þóra að vinna heima. Hún gerðist dag- mamma og eru það tugir barna sem hafa notið umhyggju hennar og ást- úðar. Elsku hjartans Þóra mín. Tilvera mín er svo miklu fátækari eftir að þú ert farin frá okkur. Ég trúi því að þú hafir mikilvægu hlutverki að gegna þarna hinum megin og er það hugg- un harmi gegn. Ég bið góðan Guð að styrkja fjölskyldu þína og vini og hjálpa þeim í gegn um þessa erfiðu tíma. Þín vinkona, Þóra Svanbergsdóttir. Fyrir nákvæmlega 13 árum upp á dag byrjaði Þórný í saumaklúbbnum með okkur. Það er einkennileg til- viljun að sama dag, 18. október, fylgjum við þessari ástkæru vinkonu okkar til grafar. Það var alltaf gott að koma til Þór- nýjar í saumaklúbb, því kvöldið var tileinkað okkur stelpunum og allt vel undirbúið. Við eigum margar yndis- legar minningar um samverustundir okkar, Þórný var einstaklega jákvæð og brosmild, og alltaf til í að bralla eitthvað með saumaklúbbnum. Létt- leikinn skein af andliti hennar og hún bar góðan þokka með sér.Við dáðumst af staðfestu Þórnýjar í því sem hún tók sér fyrir hendur, þótt sjúkdómur hennar hafi verið farinn að hrjá hana síðustu árin. Alltaf beið hún spennt eftir haust- ferðum okkar í sumarbústað sem við höfum farið í undanfarin ár, og ekki vildi hún missa af Kanadaferð okkar fyrir tveimur árum, þar naut hún sín vel. Hún naut þess þegar við sóttum hana á spítalann og fórum með hana í bæjarferðir, á kaffihús og að ógleymdum saumaklúbbum. Alltaf var hún tilbúin fín og sæt. Við tókum ákvörðun með henni að ganga þessa þrautagöngu saman, það hefur ekki verið auðvelt, en við nutum hverrar stundar með henni, jafnt daga sem nætur. Við eigum góðar minningar frá því í sumar þegar við héldum upp á 42 ára afmælisdaginn hennar í Hátúni 12, henni til mikillar gleði. Það hefur stórt skarð myndast í saumaklúbbinn okkar, sem aldrei verður fyllt. Við kveðjum þig, elsku Þórný okk- ar, nú vitum við að þér líður vel. Við vottum fjölskyldu Þórnýjar okkar dýpstu samúð og biðjum góð- an Guð að vaka yfir henni. Við viljum þakka starfsfólki deild- ar R 3 á Grensási fyrir frábæran stuðning. Guð blessi minningu okkar kæru vinkonu. Ólöf, Guðrún, Hulda, Nína, Ragnheiður og Guðrún Jóna. Það er mjög sárt hvað Þórný var tekinn fljótt frá okkur. Aðeins 42 ára og með 3 börn sem hún elskaði og dáði svo mikið. Það var alltaf svo gaman að fara í ferðalög með Þórný og fjölskyld- unni, hún var alltaf svo ánægð. Ég mátti svo oft greiða henni þeg- ar þau voru að fara út að skemmta sér. Þegar mamma fór til hennar á spítalann spurði hún alltaf um mig, hún gleymdi mér aldrei, þótt veik- indi hennar væru slæm. Ég fór og heimsótti hana eftir skóla og þá var hún svo ánægð að sjá mig. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Guð blessi minningu þína. Ingunn María. Það var eins og birti yfir samkom- unni við nærveru þína, fallega brosið þitt og jákvæðni. Dillandi hlátur þinn hljómar enn svo sterkt. Bjart- sýni þín og dugnaður hafa einkennt þitt líf og minningarnar eru margar og bjartar. Í gegnum árin hafa myndast sterk bönd sem hafa haldið. Það birtast í huga mér myndir af þér úr öllum átt- um við allskyns tækifæri. Þú, innan um fjölskyldu þína sem var þér afar kær. Þú, sem aldrei þreyttist á að ræða um börnin þín, hrósa þeim og knúsa. Þú, að fegra og nostra við heimilið. Þú, að föndra hina ótrúleg- ustu hluti. Þú, barnagælan sem gætti fjölda barna og þér þótti jafn vænt um þau öll. Þú, að mæta í veisl- una, færandi hendi glæsilegustu brauðtertuna. Þú, steikjandi bestu nautasteikurnar í bænum. Þú, vit- andi að ég væri ófrísk á undan mér, þar sem þig hafði dreymt það. Þú, ekki fyrir neinar málalengingar, hlutirnir voru einfaldir og skýrir. Þú að standa á þínu, teinrétt og þver. Þú, traustur vinur vina þinna. Þú, svo heilsteypt manneskja. Í veikind- um þínum birtist styrkleiki þinn sem aldrei fyrr. Aldrei misstir þú vonina, varst á leiðinni heim til að vera með börnunum þínum, vildir umfram allt fá að sinna þeim. Í hjörtum þeirra mun minning þín skína skærust, þar liggja perlurnar. Elsku Gunnar Júl- íus, Arnþór Fannar og Berglind Björg; þessar perlur munu með tím- anum sefa sárustu sorgina og í stað saknaðarins munu minningarnar um yndislegu mömmu verða ykkur styrkur út í lífið. Ég vil votta Gumma, börnunum, fjölskyldu og vinum Þóru mína dýpstu samúð. Þóra mín. Þú þurftir að yfirgefa samkomuna allt of snemma og þín verður sárt saknað. Minning þín, björt og falleg, stendur sterk og eilíf. Takk fyrir yndislegar stundir saman. Þín Hanna. Þóra og Gummi frændi minn voru saman frá því þau voru unglingar, svo það virðist sem Þóra hafi ávallt verið hluti af minni fjölskyldu. Þóra var skemmtileg, elskuleg og vin- gjarnleg manneskja. Það sem var þó eftirtektarverðast í fari hennar var hversu góð hún var. Þegar móðir mín lést var ég í námi erlendis. Ég þurfti því mjög óvænt að koma til Ís- lands með son minn sem þá var eins og hálfs árs gamall. Þóra, sem á þeim tíma vann sem dagmamma, var meira en tilbúin að taka við honum það sumarið. Ég verð henni ævin- lega þakklát fyrir. Það er alltaf erfitt að missa móður sína – og þó sérstaklega fyrir barn. Gunnar Júlíus, Arnþór Fannar og Berglind Björg, ég vona að þið finnið huggun í því að ást móður ykkar mun lifa í hjörtum ykkar. Verið stolt yfir að hafa átt svona góða konu fyrir mömmu. Berta Faber. Við Þórella frænka eins og við allra nánasta fjölskylda kölluðum hana, vorum systradætur. Það tengdi okkur enn betur að við vorum örverpi báðar og áttum ekki nema miklu eldri systkini sem voru flutt að heiman. Við vorum mjög nánar sem börn og fengum oft að gista saman hjá Þórnýju frænku okkar. Einnig fórum við í sveit saman, en við höfð- um mjög gaman af dýrum svo sveita- dvölin átti vel við okkur. Þórella var ekki nema 15 ára þegar hún kynntist Guðmundi sem varð svo eiginmaður hennar. Á þeim árum breikkaði bilið á milli okkar, því allt í einu var hún orðin fullorðin, komin með kærasta, en ég bara 12 ára. Ég var búin að sjá okkur fyrir mér eldast saman eins og mæður okkar, því miður verður það ekki þar sem þú varst hrifin á brott langt fyrir aldur fram. Í gegnum þín löngu og erfiðu veikindi komst mað- ur að því að þú áttir einstaka vini, „saumaklúbbinn“, þær stóðu eins og klettur þér við hlið þar til yfir lauk. Ég man þig sem hressa og skemmti- lega konu sem gott var að koma til, alltaf heitt á könnunni og húsið fullt af börnum og gæludýrum. Elsku Inda, Gunnar, Guðmundur, Gunnar J., Arnþór og Berglind, ég vona að góður Guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Anna Bára Baldvinsdóttir. ÞÓRNÝ ELÍN ÁSMUNDSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.