Morgunblaðið - 18.10.2002, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.10.2002, Blaðsíða 40
UMRÆÐAN 40 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur boðað nýtt frumvarp um Rík- isútvarpið á þessu þingi. Umræðan um fjármál fjölmiðla, þar sem m.a. einkareknar útvarps- og sjónvarps- stöðvar hafa ýtt undir hugmyndir um breytt fyrirkomulag um fjár- mögnun RÚV, gefur tilefni til að ætla að búast megi við nokkrum breytingum. Fyrirkomulag afnotagjalda er við- leitni löggjafans til að verja sjálf- stæði Ríkisútvarpsins, sem talið er ein af stoðum tjáningarfrelsis, því er mikilvægt að frumvarp menntamála- ráðherra skerði ekki fjárhagslegt sjálfstæði þess. Við störf sem auglýsingastjóri og deildarstjóri afnotadeildar mörg undanfarin ár vænti ég mikils af nýju frumvarpi, en 70% tekna RÚV er af afnotagjöldum og 30% er af auglýs- ingum. Ég hef margoft tekið þátt umræðum sem sprottið hafa upp, um að RÚV ætti að fara af auglýsinga- markaðnum, en bæta mætti þann tekjumissi upp með sérstöku fram- lagi á fjárlögum. Meginvandinn Grundvöllur gjaldstofns Ríkisút- varpsins er ótraustur, talið er að 9,1% gjaldenda sleppi við að greiða afnotagjald. Ný tækni kallar á ný viðmið, en samkvæmt upplýsingum frá Finnlandi er verið að huga að hönnun síma sem hægt er að nota sem ,,sjónvarpstæki“, kostnaðar- samt er að halda skrá yfir þannig tæki. Með aukinni markaðsvæðingu þjóðfélaga hefur fyrirkomulag á inn- heimtu afnotagjalda til almannafjöl- miðla verið litið hornauga, þó hefur breyting við fjármögnun almanna- fjölmiðla í Evrópu ekki verið gerð nema í Hollandi. Á Íslandi er afnotagjaldið óbreytt frá ári til árs og fylgir ekki verðlagi. Tekjurýrnun og óvissa um fjármögn- un RÚV hefur leitt til þess að erfitt er að uppfylla og fylgja stefnumótun dagskrár og dreifingu hennar til af- skekktra byggða. Hér á landi fer frekar lítið fyrir umræðu um réttmæti ríkisútvarps, en erlendis er ríkisútvarp réttlætt m.a. með skírskotun til ,,market fail- ure“, þ.e.a.s. að markaðurinn sinni ekki þeirri dagskrá sem æskilegt er talið að fjölmiðlar sendi út. Skírskot- un til þessa sjónarmiðs á ekki ein- göngu við í fjölmiðlarekstri heldur á fleiri sviðum, t.d. bæði á félagsmála og heilbrigðissviði. Afnotagjaldið fylgir ekki verðlagi Alþingi ákveður hvað afnotagjald til RÚV á að vera og með því um leið möguleika þess að sinna hlutverki sínu. Ef afnotagjaldið hefði haldið verðgildi sínu miðað við 1. janúar 1991, þá væri mánaðar afnotagjald 2.842 krónur en er 2.250 krónur, sem þýðir 531 milljón króna lægri tekjur fyrir RÚV á þessu ári. Fyrir þá upp- hæð mætti bæta dreifikerfið og auka íslenska dagskrárgerð til muna. Til samanburðar má einnig bera saman hækkanir áskriftar annarra fjöl- miðla á þessu tímabili. Þegar Morg- unblaðið hefur hækkað sína áskrift um 67,4% og Stöð 2 um 58,1% hefur afnotagjaldið til Ríkisútvarpsins hækkað um 17%. Alþingi hefur ekki verið þess um- komið að ná pólitískri sátt um stefnumótun til langframa um fjár- mál RÚV, þannig að afnotagjaldið fylgi verðlagi. Könnun Gallup sýnir að 41% kjósa bein ríkisframlög, 33% núverandi afnotagjöld og 26% nef- skatt. Því má segja að fleiri vilja eyrnamerkta tekjuöflun en bein rík- isframlög. Stefnumótun til lengri tíma er lausnin Ráðamenn í Danmörku hafa lýst yfir áhuga á afnámi afnotagjaldsins og lagt til að tekinn verði upp fjöl- miðlaskattur eða að danska ríkisút- varpið verði fjármagnað með sölu eða leigu á tíðnisviðum í stafrænni framtíð útvarps og sjónvarps, en stefnumótun til lengri tíma verði að vera fyrir hendi. Nefskattur hefði veruleg áhrif á stöðu RÚV með tilliti til fjármögn- Í RÚV er rödd almennings Eftir Halldór V. Kristjánsson „Að leggja niður afnota- gjöld getur leitt til póli- tískrar íhlut- unar um málefni fjöl- miðla í eigu almennings.“ SAMKVÆMT Gallup-könnun eru skoðanir mjög skiptar meðal kjósenda Samfylkingarinnar um aðildarumsókn að Evrópusam- bandinu eins og kjósenda annarra flokka. Ekki er líkleg að Íslendingar þurfi að taka afstöðu til Evrópu- aðildar á næstu árum, að minnsta kosti ekki fyrr en lokið er við stækkun sambandsins til austurs. Þetta er rétt að hafa í huga þegar tekin er afstaða í Evrópukosningu Samfylkingarinnar. Flokksmenn hafa því nægan tíma til þess að kynna sér þetta mál betur. Það hefur skort mikið á að málið hafi verið kynnt frá öllum hliðum. Mál þetta á eftir að skyggja á önnur mikilvæg mál sem félagar í Samfylkingunni eru sam- mála um að ættu að hafa forgang. Eitt prósent áhrif Hlutdeild Íslands í risavöxnu stofnanabákni ESB yrði aðeins um 1%. Eftir stækkun ESB er gert ráð fyrir að 345 ráðherrar sitji í ráð- herraráði þar sem helstu ákvarð- anir eru teknar. Í því ráði myndu Íslendingar eiga þrjá fulltrúa en 88 atkvæði þarf hverju sinni til að koma í veg fyrir að ákvörðun meirihlutans nái fram að ganga. Meirihluti með 258 atkvæði og 62% af íbúafjölda ESB-ríkja á bak við sig getur tekið bindandi ákvarðanir í trássi við minnihlut- ann. Ísland á enga bandamenn í Evrópu sem eiga viðlíka hagsmuni að verja. Á ESB-þinginu verða 732 fulltrúar og þar af myndi Ísland fá 5 fulltrúa. Á alþjóðavettvangi tala fulltrúar ESB fyrir hönd aðildarríkjanna allra. En meðan Ísland er sjálf- stætt ríki hefur það sjálfstæða rödd á alþjóðlegum þingum og ráðstefnum. Við eigum því auð- veldara með að koma sérsjónar- miðum okkar á framfæri og eigum síður á hættu að einangrast en ef við værum lokuð inni í stofnana- kerfi Evrópusambandsins með 1% áhrif. Oft er reynt að telja fólki trú um að ESB muni veita Íslendingum undanþágur frá reglum ESB um sjávarútveg og þeir fái að sitja ein- ir að öllum veiðum við Ísland. Sagt er að ráðherraráð ESB myndi af- henda Íslendingum allan veiðikvót- ann við strendur landsins því að ESB-þjóðir hafi enga ,,veiði- reynslu“ á Íslandsmiðum og telji sig því ekki eiga rétt á aflaheim- ildum við Ísland. Menn virðast gleyma því að áhrifamestu aðild- arríki ESB eru sömu ríkin og stunduðu hér veiðar öldum saman, m.a. Bretar, Þjóðverjar, Belgar, Hollendingar og Spánverjar, jafn- vel uppi við landsteina á fyrri hluta 20. aldar. Sum þeirra hurfu ekki af miðunum fyrr en 1976 eftir þrjú þorskastríð. Hugtakið veiðireynsla hefur enga fasta merkingu hjá Evrópu- sambandinu og er túlkað eftir því sem forystuþjóðum ESB hentar hverju sinni. Veiðireynsla skiptir engu máli í nýgerðum samningi ESB við Möltu en samkvæmt hon- um verður skipum frá ESB undir ákveðinni lengd hleypt inn í 25 mílna einkalögsögu Möltubúa. Kvótahopp Reynslan sýnir einnig að helsta aðferð Spánverja til að komast yfir veiðikvóta annarra ríkja er ekki kvótaúthlutun heldur kvótahopp, þ.e. kaup á skipum í öðrum ríkj- um. Skipið er þá skráð í landi fyrri eigenda en stórum hluta aflans landað í heimalandi nýrra eigenda. Þegar eru um 20% breskra fiski- skipa í eigu Spánverja og Hollend- inga. Bretar hafa ákaft reynt að hindra að kvóti þeirra hoppi þann- ig úr landi og hafa sett reglur sem eiga að tryggja að helmingi aflans sé landað í Bretlandi, en Spánverj- ar komast áfram upp með að flytja hinn helminginn heim. Dýr ESB-skattur Augljóst er að Evrópuskatturinn sem Íslendingum bæri að gjalda til Brussel yrði þung byrði á skatt- greiðendum. Samkvæmt skýrslu stjórnvalda vorið 2000 þyrfti Ís- land að greiða rúma 8 milljarða kr. árlega í skatt til sameiginlegra fjárlaga ESB. Sú upphæð nemur 9,5–10,5 milljörðum kr í ár., breytileg eftir gengi krónunnar og evrunnar, og jafnast á við um 2,5% tekjuskatt á einstaklinga. Það teldist að sjálfsögðu veruleg tekju- skerðing hjá þorra launafólks. Þjóðríki – stórríki Samhliða því að framsal fullveld- isréttinda Evrópuríkja í hendur ESB hefur komist í tísku hafa ýmsir fengið þá flugu í höfuðið að þjóðríkið sé almennt komið á fall- andi fót hér á jörðu. Ekki er óeðli- legt að ríki sem afsala sér æ fleiri fullveldisréttindum með fárra ára millibili verði gróðrarstía slíkra hugmynda og varla kemur á óvart að einhverjir hér á landi gleypi þetta nýja fagnaðarerindi hrátt. Hugmyndin er rökstudd með því að ríki verði háðari hvert öðru vegna aukinna viðskipta og alþjóð- legra skuldbindinga. En rétt eins og einstaklingurinn heldur áfram að vera frjáls maður þótt lög og reglur skuldbindi hann með ýms- um hætti þá halda þjóðríkin sjálf- stæði sínu þótt þjóðarréttur verði sífellt margbrotnari og alls kyns skuldbindingum fjölgi. Framsal fullveldisréttinda, t.d. réttarins til að ráða lögum í landinu eða ráða yfir 200 sjómílna fiskveiðilögsögu er allt annars eðlis. Ríki sem afsalar sér þeim rétt- indum stefnir hraðbyri frá þjóðríki inn í sambandsríki. Vafalaust verður áfram til mikill fjöldi þjóðríkja, stórra og smárra og þjóðríkið Ísland á eftir að standa lengi óhaggað svo fremi að landsmenn láti ekki glepjast af málflutningi aðdáenda hins vænt- anlega stórríkis Evrópu. Ísland yrði ein- angrað í ESB Eftir Eyjólf Eysteinsson Höfundur er útsölustjóri og í flokksstjórn Samfylkingarinnar. „Ríki sem afsalar sér þeim rétt- indum stefn- ir hraðbyri frá þjóðríki inn í sam- bandsríki.“ ÁRLEGA verða 1.000-1.200 bein- brot hérlendis sem rekja má til bein- þynningar. Úlnliðs- og samfallsbrot í hrygg eru þar algengust, en mjaðmabrot koma þar á eftir. Sam- kvæmt nýlegri könnun Beinverndar eru 12-14 sjúkrarúm upptekin á stóru sjúkrahúsunum dag hvern vegna beinþynningarbrota. Legu- dagurinn kostar 32-65 þúsund krón- ur sem samsvarar 130-230 milljóna króna árskostnaði, þá er ótalinn kostnaður vegna slysadeildarþjón- ustu, félagsþjónustu (s.s. heimilis- hjálpar) og endurhæfingar. Sam- kvæmt erlendum kostnaðar- rannsóknum má áætla þennan kostnað tvöfalt hærri en sjúkrahús- kostnaðinn. Samfélagið verður því fyrir umtalsverðum kostnaði vegna beinþynningar. Þá eru ótaldar per- sónulegar þjáningar þeirra sem verða fyrir beinbrotum. Það er því mikilvægt að greina beinþynningu tímanlega og nýta árangursríka for- vörn. Á næstu 30 árum mun fjöldi Ís- lendinga 65 ára og eldri tvöfaldast. Beinbrot af völdum beinþynningar geta því orðið allt að 2.500 árlega. Þetta kemur til með að hafa mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir samfélagið. Dulinn faraldur Einstaklingar með beinþynningu eru einkennalausir þar til beinbrotin verða. Þessi staðreynd er mikilvæg með tilliti til forvarna. Lítum nánar á 55 ára gamla konu sem er ráðlagt að breyta lífsháttum og jafnvel taka lyf til þess að koma í veg fyrir beinbrot síðar á ævinni. Það er enn erfiðara að hafa áhrif á lífsstíl unglinga til að varnar brotum þegar þau eru orðin áttræð! Í þessu ljósi er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því að þriðja hver kona og áttundi hver karl á eftir að fá beinbrot sem rekja má til bein- þynningar. Því kallast oft beinþynn- ing „þögull faraldur“. Lengi býr að fyrstu gerð Á unglingsárum taka beinin vaxt- arkipp og nær beinþéttnin hámarki um 25 ára aldur. Á nokkrum árum þrefaldast beinþéttnin. Áætlað hefur verið að 10% aukning í beinþéttni á unglingsárum minnki hlutfallslega áhættu á beinbrotum um 50% á full- orðinsárunum. Beinþéttnimælingar Til að greina beinþynningu þarf að framkvæma beinþéttnimælingu. Hana er m.a. unnt að framkvæma með hælmæli, en þær mælingar eru áreiðanlegar ef viðkomandi mælist með góða beinþéttni. Þeir sem mæl- ast hins vegar með lága beinþéttni í hælmælingu þurfa að gangast undir nákvæmari mælingu í beinþéttni- mæli – sjá mynd. Beinþéttni mæld með beinþéttnimælum er góður mælikvarði á brotaáhættu, eða eins og blóðþrýstingur spáir fyrir um hjarta- og æðasjúkdóma. Forðumst fyrsta brotið Alþjóðlegi beinverndunardagur- inn er nk. sunnudag, en þá sameinast alþjóðlegu beinverndarsamtökin IOF í átakinu: „Fjárfestu í beinum; komum í veg fyrir fyrsta brotið.“ Heilbrigt líferni og góðar neyslu- venjur þar sem hver og einn tryggir sér kalk og D-vítamín inntöku ásamt reglulegri líkamshreyfinu styrkir bein á unglingsárum og raunar allt lífið. Beinvernd Beinvernd var stofnað 1997 (http://www.beinvernd.is ). Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, var fyrsti formaður samtakanna, en Ingibjörg Pálmadóttir, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, er verndari samtakanna. Á komandi vetri mun Beinvernd bjóða fyrirtækjum upp á vinnustaðaheimsóknir þar sem starfsmönnum verður boðin bein- þéttnimæling ásamt ráðgjöf. Þá mun félagið dreifa fræðslubæklingi um beinvernd barna og unglinga til allra skólahjúkrunarfræðinga: „Fjárfestu í beinunum – mataræði, lífsmáti og erfðir hafa áhrif á uppbyggingu beina hjá ungu fólki.“ Forðumst fyrsta brotið Eftir Björn Guðbjörnsson „Það er því mikilvægt að greina beinþynn- ingu tím- anlega og nýta árangursríka forvörn.“ Höfundur er dósent í gigtarrann- sóknum við Háskóla Íslands og for- maður landssamtaka Beinverndar. Úr - Skart Silfurborðbúnaður www.erna.is Ársskeið sterling silfur Tilvalin gjöf við öll tækifæri Sif gullsmíðaverkstæði Laugavegi 20b s. 551 4444 Gull- og silfursmiðjan Erna Skipholti 3 s. 552 0775 Skólavörðustíg 21, sími 551 4050. Viskustykki Til í níu mynstrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.