Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 48
MINNINGAR
48 FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Ragnar SverrirRagnars flug-
gagnafræðingur
fæddist í Reykjavík
13. september 1943.
Hann lést á Land-
spítala – háskóla-
sjúkrahúsi við
Hringbraut 10. októ-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Anna Ólafsdóttir
tónlistarkennari, f.
11. desember 1913,
d. 25. desember
1948, og Ásgrímur
Ragnars, fulltrúi hjá
Flugmálastjórn á Keflavíkurflug-
velli, f. 1. febrúar 1913, d. 4. októ-
ber 1977. Albróðir Ragnars er
Ólafur Ragnars, f. 19. apríl. Hálf-
bróðir Ragnars, samfeðra, er
Gunnar Örn Ragnars, f. 10 janúar
1955. Seinni kona Ásgríms er
Hulda Ólafsdóttir, f. 23. jan. 1925.
Dóttir hennar var Linda P. Guð-
mundsson, f. 10. október 1946, d.
26. desember 1993.
Ragnar kvæntist árið 1970
Huldu Svavarsdóttur, f. 10. júlí
1950, d. 16. júlí 1973. Dóttir
þeirra var Anna Þóra Ragnars, f.
12. mars 1971, d. 10. júlí 1973.
Ragnar kvæntist 13. mars 1977
Margréti M. Ragnars, f. 15. júní
1952. Börn þeirra eru: 1) Anna
Þóra vaktstjóri, f. 18. september
1976, 2) Ásgrímur,
gröfumaður, f. 12.
október 1977. Sam-
býliskona hans er
Sigurbjörg Sigur-
björnsdóttir, f. 28.
desember 1983, 3)
Árni Magnús, starfs-
maður Toyota, f. 20.
september 1981, 4)
Einar Franz, nemi,
f. 1. nóvember 1985,
5) Sigríður Huld,
nemi, f. 18. júní
1987, 6) Friðþjófur
Ottó, nemi, f. 26.
nóvember 1991.
Ragnar tók landspróf frá Hér-
aðsskólanum á Núpi í Dýrafirði
og útskrifaðist frá Samvinnuskól-
anum á Bifröst 1966. Hann lauk
jafnframt flugnámi og vann hjá
Flugfélagi Íslands, bæði í Reykja-
vík og Kaupmannahöfn, 1966–
1970. Þá hóf hann störf sem flug-
gagnafræðingur hjá Flugmála-
stjórn og vann þar alla tíð síðan.
Ragnar starfaði talsvert að fé-
lagsmálum, var meðal annars for-
maður ljósmyndaklúbbs á Bifröst
og átti sæti í stjórn Hjónaklúbbs
Hveragerðis. Einnig sat hann í
stjórn Interatca og var einn af
stofnendum þeirra samtaka.
Útför Ragnars verður gerð frá
Hallgrímskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Elsku Laggi minn, góður Guð
blessi þig og varðveiti alla tíð.
Guð gefi Möggu þinni og öllum
börnunum ykkar, Óla bróður þínum
og fjölskyldu og öllum ástvinum þín-
um styrk til þess að komast yfir sár-
asta söknuðinn og halda áfram, við
munum aldrei gleyma þér og öllum
dásamlegu stundunum sem við átt-
um með þér, Guð blessi þig og fjöl-
skyldu þína.
Þóra frænka og fjölskylda.
Ragnar hóf störf hjá Flugmála-
stjórn í mars 1970 eftir að hafa verið
starfsmaður Flugfélags Íslands hér
heima og í Danmörku, var hann ráð-
inn í starf aðstoðarmanns í Flug-
stjórn. Með aukinni sjálfvirkni og
breyttri tækni var starfsheiti að-
stoðarmanns síðar breytt í flug-
gagnafræðing.
Ragnar hafði við upphaf starfs
síns einkaflugmannspróf og átti
ásamt fleiri samstarfsmönnum hlut í
flugvél enda var flug hans helsta
áhugamál. Það má segja að Ragnar
hafi notið þeirrar gæfu að fá að
starfa við sitt helsta áhugamál alla
tíð.
Á löngum starfsferli sínum hjá
Flugmálastjórn kynntist Ragnar
starfseminni frá mörgum hliðum.
Hann fór á árum áður margar ferðir
til að sinna tímabundnum afleysing-
um á ýmsum flugvöllum landsins.
Einnig kenndi hann nýnemum, því
má segja að hann hafi alið upp all-
flesta sem starfað hafa sem flug-
gagnafræðingar í flugstjórn. Í
kennslunni hafði hann mikla þolin-
mæði og lagði sig fram um að vera
nákvæmur í útskýringum sínum á
námsefninu.
Enn fremur sinnti hann tölfræði-
vinnu af ýmsum toga í tengslum við
fluggagnavinnslu. Þá eru ónefnd fé-
lagsstörf sem hann vann fyrir hönd
Félags flugmálastarfsmanna ríkis-
ins. Ragnar tók virkan þátt í sam-
starfi við erlenda starfsbræður okk-
ar og var lengi helsti drifkrafturinn í
því starfi. Þar áttum við, sem og
annars staðar, margar góðar stund-
ir saman.
Ragnar var afar góðhjartaður og
mátti ekkert aumt sjá án þess að
bjóða fram aðstoð sína. Iðulega setti
hann þarfir annarra framar sínum.
Ragnar tók hlutunum með jafnaðar-
geði þrátt fyrir að lífið hafi ekki allt-
af leikið við hann. Sem samstarfs-
maður var hann ákaflega liðlegur og
var alltaf til taks þegar menn þurftu
á aðstoð hans að halda.
Ragnar lætur eftir sig eiginkonu
og sex börn. Fráfall hans er þeim
mikill harmur og viljum við votta
þeim okkar innilegustu samúð.
Fyrir hönd fluggagnafræðinga í
Flugstjórn,
Jóhanna, Kjartan og Bára.
Skarð er fyrir skildi, er við í dag
kveðjum við Ragnar Ragnars, góðan
dreng, sem látinn er langt um aldur
fram.
Hann var hæglátur og fíngerður
maður og húmorinn leiftraði í brúnu
fallegu augunum. Ragnari var
margt til lista lagt þótt hann hefði
ekki hátt um það, enda ekki hans
stíll að guma af hæfileikum sínum.
Hann var um margt fróður enda
bókalestur eitt af hans mörgu
áhugamálum. Við systkinin minn-
umst margra góðra stunda í gegn-
um tíðina og viljum við draga upp
með orðum eitt minningarbrot af
mörgum sem koma í hugann og ylja
okkur um hjartaræturnar.
Kvöld á kontórnum, Ragnar við
eftirlætisiðju sína að lesa góða bók.
Dauf skíma frá græna lampanum og
bækur upp um alla veggi. Það stend-
ur kaffibolli á útskorna skrifborðinu
og gleraugun hafa sigið aðeins niður
á nefið.
Þarna inni upplifir maður algjöra
kyrrð og ró. Hann lítur upp þegar
hann verður manns var og bros fær-
ist yfir andlitið og hann segir: Nei,
sæl, elskan. Nú kveðjum við Ragnar
í sama anda: Vertu sæll, elskan.
Elsku Magga og börnin öll stór og
smá, missir ykkar er mikill. Megi
guð styrkja ykkur.
Kristjana Elínborg,
Árni Kristinn,
Guðrún Björg og
Anna Sigríður
og fjölskyldur.
Í annað skipti á þessu ári kveðjum
við látinn skólafélaga. Hópurinn,
sem útskrifaðist frá Bifröst vorið
1966, var óvenju samstilltur enda að
ljúka samveru sem var bæði
ánægjuleg og þroskandi. Glöð og
bjartsýn héldum við út í lífið með
það góða veganesti sem nægtar-
brunnur menntasetursins hafði látið
okkur í té og kvöddum góðan skóla.
Leiðir skildi og viðfangsefni lífs-
ins tóku við í allri sinni fjölbreytni.
En tengslin og vináttan slitnuðu
aldrei og margir eru nánir vinir og
félagar enn í dag.
Ragnar S. Ragnars setti sannar-
lega sérstakan svip á árganginn með
hæglátu fasi og sínum spaklegu til-
svörum. Hann skoðaði málefni oft
frá óvæntum sjónarhóli og fylgdi
skoðunum sínum eftir af hógværð
og festu. Ekkert virtist koma honum
á óvart og engin sjónarmið svo fá-
fengileg að hann vildi ekki ræða þau
í þaula og leita kjarnans. Hann var
sannarlega góður félagi og heil-
steyptur.
Þannig minnumst við vinar okkar
Ragnars S. Ragnars og vottum hans
nánustu einlæga samúð við fráfall
hans.
Skólafélagar frá Bifröst.
Kveðja frá Félagi flugmála-
starfsmanna ríkisins
Í dag kveðjum við Ragnar Ragn-
ars, kæran starfsfélaga okkar, sem
látinn er eftir erfið en snörp veik-
indi. Flug var mjög ríkur þáttur í lífi
Ragnars, á yngri árum lærði hann
til flugs og eignaðist í félagi við aðra
litla einkavél, sem hann flaug í frí-
stundum. Má segja að öll starfsævi
hans hafi verið í kringum flugið.
Fyrst sem starfsmaður Flugfélags
Íslands hér heima og erlendis og
síðan frá 1970 starfsmaður Flug-
málastjórnar.
Ragnar vann ýmis störf á vegum
FMS, en lengst af í flugstjórnarmið-
stöð, sem fluggagnafræðingur. Það
var notalegt að vera návistum við
Ragnar, hann var rólyndur og vel
lesinn maður, sem sagði skemmti-
lega frá. Hann var félagsmaður
FFR í þau rúm 30 ár sem hann
starfaði hjá Flugmálastjórn Íslands.
Við munum sakna góðs félaga, og
þökkum honum samfylgdina.
Við vottum fjölskyldu og ætt-
mennum dýpstu samúð.
Kveðja frá flugumferðar-
þjónustunni
Góður drengur og samstarfsmað-
ur, Ragnar Ragnars, er látinn eftir
baráttu við erfiðan sjúkdóm. Þrátt
fyrir veikindi sín sinnti Ragnar
störfum sínum af samviskusemi allt
fram undir það síðasta. Ragnar hóf
störf hjá Flugmálastjórn, sem flug-
gagnafræðingur, árið 1970. Afskipti
hans af flugmálum höfðu hafist
nokkru áður, meðal annars starfaði
hann hjá Flugfélagi Íslands, bæði
hér heima og erlendis og í fríhöfn-
inni á Keflavíkurflugvelli. Ragnar
sinnti störfum sínum í flugstjórnar-
miðstöðinni í Reykjavík af miklum
metnaði og samviskusemi í rúmlega
30 ár. Auk hefðbundinna starfa tók
hann að sér ýmis sérverkefni fyrir
flugstjórnarmiðstöðina, en einnig
leysti hann af sem flugradíómaður á
ýmsum flugvöllum landsins. Ragnar
var ætíð virkur í félagsstarfi og
gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyr-
ir stéttarfélag sitt. Sótti fundi nor-
rænna fluggagnafræðinga og var
einn af frumkvöðlum stofnunar Al-
þjóðasamtaka fluggagnafræðinga
og sat í stjórn þeirra.
Flug var alla tíð Ragnari hugleik-
ið. Hann var lærður einkaflugmaður
og átti um tíma hlut í flugvél. Þessi
áhugi kom vel fram í störfum hans
því ávallt var brennandi áhugi til
staðar hjá Ragnari í þeim störfum
sem honum voru falin á þessu sviði.
Ég vil fyrir hönd samstarfsmanna
á flugumferðarsviði Flugmála-
stjórnar þakka Ragnari fyrir sam-
fylgdina og minninguna um góðan
dreng. Við vottum eiginkonu, börn-
um og öðrum aðstandendum inni-
lega samúð okkar á þessum erfiðu
stundum.
Ásgeir Pálsson.
RAGNAR S.
RAGNARS
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
HRANNAR ALBERTSDÓTTUR,
Seiðakvísl 13,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarfólks
krabbameinsdeilda Landspítalans og Heimahjúkrunar Karitasar.
Sverrir Ólafsson,
Sæmundur Hólmar Sverrisson, Margrét Rafnsdóttir,
Rúnar Már Sverrisson, Ásta Ástþórsdóttir,
Greta Sverrisdóttir, Davíð Art Sigurðsson
og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KARL EMILSSON,
Þinghól,
Djúpavogi,
verður jarðsunginn frá Djúpavogskirkju mánu-
daginn 21. október kl. 14.00.
Unnur Jónsdóttir,
Kolbrún Karlsdóttir,
Jón Karlsson,
Katrín Karlsdóttir,
Halldóra Karlsdóttir,
Emil Karlsson,
Sigurður E. Karlsson
og fjölskyldur.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og lang-
afi,
SIGURÐUR G. ÍSAKSSON,
Snorrabraut 52,
Reykjavík,
lést miðvikudaginn 2. október.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins
látna.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýju.
Guðbjörg Sigurðardóttir, Guðlaugur Gíslason,
Jón Sigurðsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Selma Sigurðardóttir, Gunnar Þ. Jónsson,
Björn E. Sigurðsson, Hólmfríður Sigurðardóttir,
Hreinn Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÁSDÍS ÍSLEIFSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum Hringbraut mánudag-
inn 14. október.
Útförin verður gerð frá Grafarvogskirkju mið-
vikudaginn 23. október kl. 13.30.
Theodóra Ragnarsdóttir, Róbert A. Spanó,
Atli Ísleifur Ragnarsson, Ágústa Hermannsdóttir,
Örn Ragnarsson,
Soffía Ragnarsdóttir, Loftur Þorsteinsson,
Hildur Sólveig Ragnarsdóttir, Ólafur Þór Kristjánsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
GUÐRÚN JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,
Austurvegi 34, Seyðisfirði,
áður til heimilis á Kirkjuvegi 57,
Vestmannaeyjum,
lést á Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar miðvikudaginn
16. október. Útförin auglýst síðar.
Sigurður Magnússon,
Þórunn Sigurðardóttir, Finnur Jónsson,
Magnús Helgi Sigurðsson,
Ásdís Sigurðardóttir, Sveinn Valgeirsson,
Ólafur Már Sigurðsson, Sigrún K. Ægisdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.