Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 59

Morgunblaðið - 18.10.2002, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 59 DAGBÓK Garðatorgi, sími 565 6550 Vetrarúlpurnar komnar LAUGAVEGI 1, SÍMI 564 7760 af dömu- og herrafrökkum í dag og á morgun 15% afsláttur Sætar flauelspilsdragtir Bolir og sparipeysur frá Dranella Verslun fyrir konur, Mjódd og Laugavegi sími 557 3380 Kuldagallarnir komnir Árnað heilla 90 ÁRA afmæli. Nk.sunnudag, 20. októ- ber, verður níræð Ingibjörg Sigvaldadóttir frá Svans- hóli. Hún tekur á móti ætt- ingjum og vinum frá kl. 15– 18 á afmælisdaginn í Fær- eyska sjómannaheimilinu, Brautarholti 29, Reykjavík. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 18. októ- ber, er fimmtug Oddný Steingrímsdóttir, dag- mamma, Dragavegi 6, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Hinrik Ingi Árna- son, húsasmíðameistari. Þau taka á móti ættingjum og vinum á afmælisdaginn kl. 19–22 í sal FÍF, (fyrir of- an Björninn) Borgartúni 28. 70 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 19. október, verður sjö- tugur Gísli Jósefsson, mál- arameistari, Flétturima 13, Reykjavík. Hann tekur á móti vinum og vandamönn- um á Engjategi á afmælis- daginn milli kl. 16 og 19. 50 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 18. októ- ber, er fimmtug Erna Árna- dóttir, Bröndukvísl 7, Erna og eiginmaður hennar, Magnús Jón Árnason, eru að heiman á afmælisdaginn. STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Forvitni þín leiðir þig oft á skemmtilega stigu og þótt ævintýraþráin sé rík, er raunsæið með í för. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Það eru ýmsar breytingar sem þig langar til að ná fram. Láttu aðra um sín mál og snúðu þér að öðru á með- an. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það á ekki alltaf við að treysta á guð og lukkuna. Allir hlutir kosta sitt en það er forgangsröðin sem skipt- ir máli. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þér finnst þú þurfa meiri tíma til að gaumgæfa málin og átt ekki að hika við að taka þér nægan umþóttun- artíma. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Taktu vel á móti gömlum vini, sem birtist óvænt. Haltu ótrauður þínu striki en láttu ekki velgengnina stíga þér til höfuðs. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Vandi fylgir vegsemd hverri og svo er einnig um stöðu- hækkanir á vinnustað. Hafðu það hugfast áður en þú gengur að samninga- borði. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að gæta þess að grípa ekki til of ódýrra bragða til að koma málstað þínum á framfæri. Varfærni er kostur. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér sárna ummæli sem falla í samtali innan fjölskyld- unnar. Ekki þreyta vinnu- félagana með endalausum sögum af einkahögum þín- um. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert með óþarflega miklar áhyggjur af fjárhagnum en hann er ekki eins slæmur og þú heldur. Sýndu því þol- inmæði og stattu storminn af þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Farðu þér hægt í persónu- legum málum. En mundu, að þótt rök séu sterk vopn, skal ávallt hafa aðgát í nær- veru sálar. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Láttu draumórana ekki ná þannig tökum á þér að þú hafir ekki hugann við vinn- una. Sinntu sjálfum þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Of miklar upplýsingar gætu flækt málin og komið í veg fyrir að þú finnir réttu lausnina. Spilaðu málin eftir eyranu. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú þarft að berjast fyrir málstað þínum af meiri krafti. Tileinkaðu þér því aðrar og árangursríkari að- ferðir. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. LJÓÐABROT LILJA Almáttugr guð, allra stétta yfirbjóðandi engla og þjóða, ei þurfandi stað né stundir, staði haldandi í kyrrleiks valdi, senn verandi úti og inni, uppi og niðri og þar í miðju, lof sé þér um aldr og ævi, eining sönn í þrennum greinum. Æski eg þín mikla miskunn mér veitist, ef eg eftir leita klökkum hug, því innist ekki annað gott, nema af þér, drottinn. Hreinsa brjóst og leið með listum lofleg orð í stuðla skorðum, stefnleg gjörð, að vísan verði vunnin yðr af þessum munni. – – – Eysteinn munkur 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. f3 c5 5. d5 Rh5 6. e4 Dh4+ 7. Kd2 Rg3 8. De1 Rxf1+ 9. Dxf1 exd5 10. cxd5 d6 11. Kc2 0-0 12. g4 Bxc3 13. bxc3 b6 14. Rh3 De7 15. Rf4 Ba6 16. De1 Rd7 17. Kd2 Re5 18. Ke3 f5 19. Re6 Staðan kom upp í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga sem lauk fyrir skömmu í glæsi- legum húsakynn- um B&L. Helgi Ólafsson (2.476) hafði svart gegn Braga Halldórs- syni (2.239). 19. ...f4+! og hvítur gafst upp enda tapar hann óumflýjanlega liði eftir t.d. 20. Rxf4 Hxf4 21. Kxf4 Rd3+. Staðan í 2. deild eftir fjórar umferðir er þessi: 1. Hrókurinn-b 20,5 v. 2. Taflfélag Vestmannaeyja 16 v. 3. Skákfélag Reykja- nesbæjar 13 v. 4. TK 12,5 v. 5. TG-a 12 v. 6. TR-c 10 v. 7. Hellir-c 7 v. 8. Akranes 5 v. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. SÉ rétt gefið skyldi maður halda að summa tapslaga og tökuslaga væri þrettán. Oft- ast er það raunin, en ekki alltaf. Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♠ Á64 ♥ 864 ♦ Á875 ♣643 Vestur Austur ♠ G2 ♠ D109 ♥ KG102 ♥ D97 ♦ KDG64 ♦ 1092 ♣G2 ♣D1095 Suður ♠ K8753 ♥ Á53 ♦ 3 ♣ÁK87 Vestur Norður Austur Suður – – – 1 spaði 2 tíglar 2 spaðar Pass 4 spaðar Pass Pass Pass Stökk suðurs í fjóra spaða er gróf yfirmelding, sem hann verður að réttlæta með góðri spilamennsku. Hvernig þá? Útspilið er tíg- ulkóngur. Fjórir tapslagir blasa við: einn á tromp, tveir á hjarta og einn á lauf. Sjáanlegir tökuslagir eru níu: fimm á tromp (með laufstungu), einn á hjartaás, annar á tíg- ulás og tveir á lauf. Þetta er hin klassíska stærðfræði, en nú kemur Einstein til sög- unnar. Sagnhafi tekur á tígulás og trompar strax tígul. Dúkkar svo lauf. Ef að lík- um lætur skiptir austur yfir í hjarta. Suður gefur einu sinni, en tekur svo á ásinn. Því næst tekur hann tvo efstu í spaða og notar inn- komu blinds til að stinga tígul. Staðan er þá orðin þessi: Norður ♠ 6 ♥ 8 ♦ 8 ♣64 Vestur Austur ♠ – ♠ D ♥ G ♥ D9 ♦ DG ♦ – ♣G ♣D105 Suður ♠ 8 ♥ 5 ♦ – ♣ÁK8 Suður tekur nú ÁK í laufi, spilar laufáttu og trompar í borði. Spilar svo tígli og byggir upp slag á trompátt- una heima, hvort sem aust- ur trompar eða hendir hjarta. Með þessu móti fær sagnhafi sex slagi á tromp og tíu í allt. Spilið vinnst enn frekar í 3-3 legu í laufi, því þá hendir sagnhafi hjarta úr borði í þettánda laufið og tryggir sér þannig hjartastungu í blindum. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Þessar duglegu stúlkur, Áslaug M. Benediktsdóttir og Harpa Rún Víglunds- dóttir, ásamt Brynjari Karli Jósefssyni, sem er fjarstaddur, söfnuðu 3.112 kr. til styrktar Styrktar- félagi krabbameinssjúkra barna. Hlutavelta Alltaf á þriðjudögum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.