Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 18.10.2002, Qupperneq 23
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 2002 23 HRAÐFRYSTIHÚS Eskifjarðar hf. hefur gert framvirkan kaupsamn- ing um kaup á Hópi ehf. og Strýt- hóli ehf. í Grindavík. Samning- urinn hefur verið samþykktur og undirritaður í stjórnum félaganna, og miðast við 2. september 2003, eða við upphaf næsta fiskveiðiárs. Stærstu eignir keyptra félaga eru fiskveiðiheimildir sem nema rúm- um 1.357 þorskígildistonnum, mið- að við núgildandi úthlutun afla- heimilda, ásamt bátnum Þorsteini GK-16. Áætlað er að rekstur hinna keyptu félaga falli í framhaldi inn í rekstur Hraðfrystihúss Eski- fjarðar hf. Heildarverðmæti samn- ingsins er um 1.300 milljónir. Eig- infjármögnun samningsins er áætluð á milli 30% og 35%. Elfar Aðalsteinsson, forstjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar, segir að markmið fyrirtækisins með kaupunum sé að efla rekstur Hraðfrystihússins á Eskifirði. Markmið að styrkja hráefnis- öflun fyrir bolfiskvinnslu Spurður hvort einhver starfsemi verði áfram í Grindavík segir Elf- ar að málin muni skýrast á næstu vikum og mánuðum. Hann segir ljóst að slíkar viðbætur í aflaheim- ildum renni styrkari stoðum undir reksturinn í heild. „Eitt af mark- miðum okkar var að styrkja hrá- efnisöflun fyrir bolfiskvinnslu okk- ar og þessi kaup eru liður í því,“ segir Elfar. Ólafur Örn Ólafsson, bæjarstjóri í Grindavík, sagði við Morgun- blaðið í gær að það væru ekki góð tíðindi fyrir bæjarfélagið ef þorsk- kvóti yrði seldur úr bænum. „Kvótakerfið býður upp á þetta. Við því er í sjálfu sér ekkert að gera, en það er mjög sárt að sjá á eftir þessum kvóta ef hann flyst úr byggðarlaginu,“ sagði Ólafur Örn. Hann sagðist vonast til að Hrað- frystihús Eskifjarðar myndi vilja halda rekstri þessara fyrirtækja áfram í Grindavík. „Við höfum verið svo lánsamir hingað til að lít- ill sem enginn kvóti hefur farið frá okkur á síðustu misserum. Þetta er að gerast víða um land þar sem kvótinn gengur kaupum og sölum. Bæjarfélögin geta í sjálfu sér ekk- ert gert í því,“ sagði Ólafur Örn. HRESK kaupir útgerðir í Grindavík Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Báturinn Þorsteinn GK er meðal stærstu eigna hinna keyptu fyrirtækja. ● NÍU MÁNAÐA uppgjör Tals hf. leiðir í ljós bestu afkomu fyrirtækisins frá upphafi. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA framlegð) nemur vel yfir 800 milljónum króna á þessu tímabili og velta um þremur milljörðum króna. Eftir afskriftir og fjármagnsliði er hagnaðurinn yfir 400 milljónum króna. Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, segir mikið aðhald í rekstri valda þessum góða árangri, en not- endum Tals hefur fjölgað á árinu. Afkoma Tals aldrei betri ● ÍSLANDSBANKI hefur selt hluta- bréf í Fjárfestingarfélaginu Straumi hf. fyrir tæpar 328 milljónir króna að nafnverði, eða 11,66% hlut í félag- inu. Eignarhlutur Íslandsbanka er nú 27,2%, eða rúmar 762 milljónir króna að nafnverði en var áður 38,86%. Í gær var verslað með hlutabréf í Straumi fyrir 1.035 milljónir króna á genginu 3,05. Miðað við það verð seldi Íslandsbanki hlutinn í gær á um einn milljarð króna. Ekki fékkst upp- gefið hver keypti bréfin. Íslandsbanki selur 11,66% í Straumi ● SAMRÆMD vísitala neysluverðs í EES-ríkjum var 111,6 stig í sept- ember sl. og hækkaði um 0,4% frá fyrri mánuði. Á sama tíma hækkaði hún fyrir Ísland um 0,5%. Frá september 2001 til jafn- lengdar í ár var verðbólgan, mæld með sömu vísitölu, 1,9% að meðal- tali í ríkjum EES, 2,1% á evrusvæð- inu og 3,2% hér. Mesta verðbólga á evrópska efna- hagssvæðinu á þessu tímabili var 4,5% á Írlandi. Minnst var hún 1%, í Þýskalandi og á Bretlandi. Mest verðbólga á Írlandi HAGNAÐUR stærsta far- símafyrirtækis heims, Nokia, nam 1,25 milljörðum evra, eða sem nemur ríflega 108 millj- örðum íslenskra króna, fyrir skatta á þriðja ársfjórðungi. Líkt og keppinautar fyrirtæk- isins hefur því síst gengið allt í haginn að undanförnu. Far- símafyrirtæki hafa fundið fyrir minni áhuga neytenda á sím- unum og hugbúnaði þeim tengdum en afkoma Nokia bendir til breytinga. Skv. frétt- um BBC hefur Nokia ekki í hyggju að endurskoða spá sína um eftirspurn eftir farsímum á árinu, sem fyrirtækið telur nú vera um 400 milljónir farsíma. Eins og frægt er orðið hafa neytendur ekki verið eins mót- tækilegir fyrir þriðju kynslóð farsíma og Nokia og önnur far- símafyrirtæki bjuggust við. Þessi tregða markaðarins hef- ur haft áhrif á afkomu fyrir- tækjanna í geiranum. Nokia, líkt og önnur fyrirtæki, hefur þurft að skera niður kostnað og segja upp starfsfólki. Ráða- menn hjá Nokia virðast þó hvergi bangnir þótt þriðja kyn- slóðin sé ekki að skila því sem áætlað var. Segjast þeir binda vonir við að sala á farsímum aukist, jafnvel á svæðum þar sem nær allir eiga farsíma nú þegar, því þeir neytendur muni vilja eiga fleiri en einn síma. Bætt afkoma Nokia
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.