Morgunblaðið - 02.11.2002, Page 42

Morgunblaðið - 02.11.2002, Page 42
ur var einstakt og stutt í gaman- semina við starfsfólk Sjúkrahúss Suðurlands sem annaðist hann af kostgæfni síðustu sjö vikurnar. Ég kveð Sigurð frænda minn með söknuði. Sigurður Tómas Magnússon. Minn góði vinur og tengdafaðir, Sigurður Loftur Tómasson garð- yrkjubóndi, er fallinn frá. Sigurður var óvenjulegur maður fyrir margra hluta sakir. Ég dróst strax að hon- um frá fyrstu kynnum og með okk- ur tókst vinskapur sem aldrei bar skugga á. Þegar ég hóf að stunda garðyrkju með honum að Hvera- bakka var hann ætíð tilbúinn að að- stoða og leiðbeina og gefa eftir það rými sem til þurfti. Sigurður var einn af frumkvöðl- um í garðyrkju á Íslandi. Hann var fagurkeri og byggði sér veglegt ein- býlishús áður en hann gifti sig. Hús þetta þótti framúrstefnulegt og óvenjulegt og hann skreytti það að innan eftir eigin höfði með fallegu grjóti, speglum, blómum og ljósum þvert á skoðanir manna um hýbýla- skreytingar í þá daga. Sigurður var svo lánsamur að kynnast konu sinni, Svövu Svein- bjarnardóttur, þegar hann var kom- inn á fertugsaldurinn og eignuðust þau þrjár fallegar dætur. Urðu við það miklar breytingar á högum ein- yrkjans að Hverabakka. Þau hjón voru samhent og framúrskarandi gestrisin og vinsæl. Fáar helgar man ég þar án gesta. Siggi var mik- ill gleðimaður og fátt þótti honum skemmtilegra en að eiga góða stund með vinum sínum og fá sér örlítið í glas. Allir sem kynntust Sigga löðuðust að hlýju hans og skemmtilegheitum því hann sá alltaf það besta í hverj- um manni og hafði lag á að laða það fram. Einhver hafði orð á því að hann kæmi reglulega á Hverabakka til að fá betra sjálfstraust. Jólin voru skemmtilegur tími á Hverabakka og mögnuð stemmning því Siggi lagði mikla alúð við jóla- skrautið og bjó til margslungnar kertaskreytingar úr gipsi og trjá- bútum. Siggi var mikill söngmaður og söng í mörgum kórum, m.a. í kirkju- kórnum í Hruna. Auk þess söng hann gamanvísur í áraraðir á hjóna- skemmtunum á Flúðum. Siggi var góður og hlýr faðir og ekki síðri afi og voru barnabörnin honum afar kær og lá við að hann treysti okkur foreldrunum tæplega fyrir þeim því hann hringdi iðulega áður en hann fór að sofa til að at- huga hvort börnin væru öll heima og hvort þau hefðu ekki örugglega fengið nóg að borða. Nú þegar komið er að leiðarlok- um hjá Sigurði fyllist ég þakklæti fyrir þann tíma sem ég átti með honum og kveð hann sáttur eins og hann kvaddi sáttur við Guð og menn í þeirri vissu að hann verði áfram ávallt hluti af sjálfum mér. Þorleifur. Elsku afi minn, þá er komið að kveðjustund. Við áttum samleið í tuttugu og fimm ár og lifir það sem falleg minning um ókomna tíð. Þeir eru ekki auðfundnir jafnynd- islegir og góðir menn eins og hann afi minn var. Hann var þekktur fyrir hjarta- gæsku, góðan húmor, dugnað og síðast en ekki síst mikla gestrisni en allt frá því að ég man eftir mér heima hjá afa og ömmu var þar mik- ið um gestagang enda vissi fólk allt- af hverju það átti von á. Afi var nefnilega þekktur fyrir að veita vel í drykk á meðan amma bar á borð dýrindiskræsingar og oft mætti halda að kóngafólk væri í heimsókn þótt ekki væri nema sveitarómaginn á ferð. Afi var dugmaður mikill og vann í görðunum fram yfir áttrætt og sló þar mörgum yngri manninum við. Ég var einn þeirra fáu sem varð þess heiðurs aðnjótandi að fá að vinna með afa síðustu sumrin hans í garðyrkjunni, en ég lærði mikið af honum enda maður sem hlustað var á og borin virðing fyrir. Á síðustu árum hans fór heilsunni hægt hrak- andi en það varð þó ekki til þess að stöðva hann í að byggja sér og ömmu nýtt og fallegt hús með hjálp góðra manna. Afi hafði gaman af því að fylgjast með framkvæmdum nýja hússins og kom oft með góðar til- lögur um eitthvað sem mátti breyta. Ein er mér þó minnisstæðust. Þeg- ar gamla manninum fannst vanta glugga á syðri gafl hússins voru menn fljótir að kippa því í liðinn og saga út fyrir nýjum glugga. Nýja húsið var honum mjög kært og leið honum vel í því. Þó líkaminn hafi gefið sig var andlega hliðin ávallt sterk og stutt í grínið eins og þegar við komum að heimsækja hann um daginn á sjúkrahúsið. Þá var verið að gefa honum einhvern vökva og sagði hann við hjúkrunarfræðinginn að það væri nú skemmtilegra ef þetta væri koníak. Við fráfall þitt hefur myndast stórt skarð sem verður vandfyllt. Afi minn, þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman, þótt auðvitað hefðu þær mátt vera fleiri. Guð geymi þig og varðveiti á nýjum og fallegum stað. Elsku amma mín, megi guð styrkja þig við þennan mikla missi. Sigurður Valur. Elsku afi. Nú sitjum við hér sam- an systkinin og rifjum upp allar þær góðu minningar sem við eigum frá samverustundum okkar. Við vorum svo lánsöm að fá að dvelja hjá þér og ömmu í lengri og skemmri tíma heima á Hverabakka. Þær stundir sem við dvöldum þar, hvort sem var við leik eða störf, hefðu ekki verið þær sömu ef ekki hefði komið til ná- lægðin við þig og ömmu. Að fá að kynnast þér jafnvel og við fengum eru forréttindi sem aldrei verða tek- in frá okkur. Þú áttir þinn þátt í að móta okkur og gera okkur að þeim einstaklingum sem við erum í dag. Góðvild þín og lífsgleði var ætíð uppspretta margra gleðistunda sem við deildum með þér hvert okkar á sinn hátt. Þú barst alltaf hag okkar fyrir brjósti og vildir að við stæðum okkur vel í því sem við tækjum okk- ur fyrir hendur. Þau voru ófá sam- tölin sem við systkinin áttum við þig um það hvernig okkur gengi í skól- anum eða í því sem við höfðum fyrir stafni þá stundina. Þessi samtöl veittu okkur mikla ánægju og efldu okkur til dáða enda var gaman að vita til þess hvað þú fylgdist vel með okkur. Við bræðurnir vorum svo lánsamir að fá að vinna undir þinni leiðsögn við garðyrkjustörfin og veitti það okkur gott veganesti inn í framtíðina. Við þökkum fyrir allar þær stundir sem við áttum í samfylgd með þér. Guð blessi minningu þína. Gunnar Smári, Sigurður Kári og Hallfríður Þóra. Elsku afi við kveðjum þig með söknuði og þökkum fyrir allar þær stundir sem við áttum með þér í sveitinni. Það verður tómlegt án þín í nýja húsinu, sem pabbi byggði fyr- ir ykkur ömmu, og við eigum eftir að sakna þín mikið. Þetta hús var þér mikils virði og þótti þér mikið til þess koma. Í sumar var smíðaður stór pallur fyrir utan húsið sem þú settist oft út á í góðu veðri og horfð- ir á útsýnið til fjallanna og naust þess að vera úti. Það eru margar dýrmætar minn- ingar sem við eigum um þig og það voru forréttindi að eiga þig sem afa. Guð styrki ömmu og okkur í sorg- inni. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Guð geymi þig, elsku afi. Helga og Marinó Þór. Í dag kveðjum við þig, elskulegi afi okkar. Það eru mikil viðbrigði fyrir okkur systkinin að þú sért far- inn, þar sem þú hefur verið hluti af umhverfi okkar allt okkar líf. Þú varst alltaf svo hress og jákvæður og studdir okkur í einu og öllu sem við tókum okkur fyrir hendur, hvort sem var í námi eða öðru. Þú gafst okkur hollráð og vildir vera viss um að við byggjum við fullkomið öryggi og fengjum ávallt það besta. Þú varst mikill fagurkeri og hafð- ir ánægju af ýmiskonar skrauti og fallegum hlutum. Þú hafðir líka gaman af allri ræktun og var gamla húsið ykkar ömmu umlukt blómum og trjám. Þú sast oft úti í garði og fylgdist með hvernig gróðurinn dafnaði á sumrin. Við minnumst þess að húsið ykkar ömmu var opið öllum og alltaf gestir í heimsókn og oft var mikið líf og fjör þegar allar fjölskyldurnar hittust saman á Hverabakka. Við eigum eftir að finna fyrir breytingu þegar við kom- um í heimsókn á Hverabakka og þú situr ekki lengur við eldhúsborðið með Morgunblaðið fyrir framan þig og tekur okkur fagnandi. Við munum alltaf minnast þín sem duglegs og jákvæðs manns sem vildi öllum vel og maður fann alltaf fyrir hlýju í nálægð þinni. Þó að heilsu þinni hafi hrakað síðustu árin varst þú alltaf jafnyndislegur og -áhugasamur um okkar hagi. Afi, þú varst sönn hetja þar sem þú lást sjúkur á spítalanum í margar vikur, því þú varst alltaf mjög heimakær og fannst gott að vera heima með ömmu í rólegheitum. Við viljum þakka þér fyrir öll árin sem við áttum með þér og ógleym- anlegar minningar. Guð blessi þig, elsku afi. Jóhannes Freyr, Svava, Hildur Guðrún og Þórný Vaka. Það var í sumarbyrjun og ég var í rútu á leiðinni upp í sveit til Svövu föðursystur minnar og Sigurðar á Hverabakka. Ég var full tilhlökk- unar og fannst ferðin ganga full- seint, en Ólafur Ketilsson bílstjóri var ekkert að flýta sér. Um vorið í fermingarveislunni minni buðu þau mér að koma og dvelja hjá þeim á Hverabakka í nokkrar vikur og hjálpa til við garðyrkjustörfin. Ég hafði sjaldan heimsótt þau og dæt- urnar þrjár. Loksins var ég komin og þau tóku á móti mér opnum örm- um. Við Magga frænka og systurnar Anna, Þóra og Sjöfn unnum við matjurtaræktunina og var glatt á hjalla, mikið hlegið og sungið. Þótt oft væri mikill gusugangur á okkur stelpunum tók Sigurður öllu með hlýju og brosi á vör. Hann var mjög skapgóður, þolinmóður og óspar á hrós og hvatningu. Ég naut þess að vinna undir handleiðslu hans og að vera umvafin gróðrinum. Ég á það eflaust Sigurði að þakka að ég lærði garðyrkju og vann við það starf í mörg ár. Það var ævintýri líkast að dvelja á Hverabakka. Fallega húsið þeirra stóð inni í miðjum skógi með fal- legum blómagarði og skógarlundi. Mjög gestkvæmt var á Hverabakka, því gestrisnari hjón var vart hægt að finna. Þau tóku á móti öllum fagnandi með glaðværð sinni og hlýju. Ég kveð Sigurð með söknuði og þakka honum fyrir góðar minning- ar. Elsku Svava mín, Anna, Þóra og Sjöfn og fjölskyldur, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning Sigurðar á Hverabakka. Guðbjörg Garðarsdóttir (Dídí). Heiðursmaður er fallinn. Það fylgdi Sigurði á Hverabakka jafnan reisn þar sem hann var. Hann var glaðlyndur, hárprúður og hár mað- ur. Gestum tók hann fagnandi og vildi síður fara af bæ um helgar. Það gætu komið gestir. Það var þessi umhyggja sem ein- kenndi samskiptin við Sigurð. Hann spurði frétta og var ræðinn um landsmálin og viðfangsefni dagsins. Þótt líkamlegir kraftar væru teknir að þverra var síðasta samtalið sem ég átti við hann á sjúkrahúsi engin undantekning. Hann ræddi þjóð- málin og spurði um margt. Spurði eins og jafnan frétta af unga fólk- inu, barnabörnunum. Það vakti reyndar strax athygli mína þegar ég kynntist Sigurði, sem þá var orðinn fullorðinn maður, hversu hann og ungt fólk átti góða samleið. Hann hafði næman skilning á þörfum þeirra og áhugamálum. Lagði sig eftir að hvetja þau og ekki síst til menntunar. Þessa nutu barnabörn- in. Sigurður var af þeirri kynslóð sem hafði á stuttum tíma upplifað miklar breytingar allt frá bernsku- árum í torfbænum í Bolafæti. Mér er ekki grunlaust um að þessar miklu og hröðu breytingar hafi ein- mitt sett mark sitt á líf Sigurðar. Hann vildi gjarnan að hlutirnir gengju hratt fyrir sig og dró þá ekki sjálfur af sér í vinnu. En hann kunni líka að njóta þessara breytinga. Heimili þeirra Sigurðar og Svövu á Hverabakka ber merki um það. Sig- urður hafði reyndar sjálfur áður komið upp íbúðarhúsinu og það vakti víst nokkra undrun á sínum tíma að hann kaus að setja á húsið kvistglugga sem hafði þann eina til- gang að auka birtu í húsinu. Umvaf- inn birtu og yl naut hann þess að hlúa að blómum og rósirnar voru þar í uppáhaldi. Stór og mikill pálmi var lengi í öndvegi í stofunni. Úti fyrir settu trén og sumarblómin svip á garðinn. Bækur voru í önd- vegi á heimilinu. Sigurður naut þess að hafa fallega hluti í kringum sig. Áhugi og elja Sigurðar við ræktun hvort sem það var grænmeti, blóm eða trjágróður hreif aðra með. Ég var í þeim hópi. Á kveðjustund koma upp í hugann margar minn- ingar frá samverustundum með Sig- urði og fyrir þær þakkar sá sem þetta ritar og sendir Svövu og fjöl- skyldunni á Hverabakka samúðar- kveðjur. Tryggvi Gunnarsson. Fyrir nærri sextíu árum reistu foreldrar okkar sér bú við norðan- verðan bakka Litlu-Laxár. Á sama tíma var ungur maður að koma sinni gróðrarstöð á fót handan árinnar, Sigurður Tómasson á Grafarbakka, seinna Siggi á Hverabakka. Öll þessi ár hefur Siggi verið heimilis- vinur okkar fjölskyldu og varla leið sá dagur að þeir hittust ekki, pabbi og hann, svo lengi sem báðir lifðu. Þótt Siggi gerði ekki víðreist um dagana kom hann ótrúlega víða við og var einstaklega fjölhæfur maður. Ég veit að hrós og lof í sinn garð var honum ekki að skapi þótt hann væri óspar á það öðrum til handa, en það hlýtur að mega segja frá staðreyndum. Hann setti á fót verslun, Sigga- búð, sem pabbi kallaði „Thomsens- magasín“, fyrstu alvöru búðina í sveitinni. Þangað var ekki amalegt að koma, allt fullt af sælgæti og gosi sem lá undir skemmdum ef við ekki hjálpuðum honum að eyða því. Hann var fagurkeri og listunnandi, góður söngmaður og hann málaði myndir sem hann gaf eins og svo margt annað. Gefandi, veitandi, rausnarlegur höfðingi heim að sækja. Að fá að passa systurnar á Hverabakka var með því besta sem við systkinin komumst í. Kökur og kræsingar, sælgæti, Spur og App- elsín og húsráðendum misboðið ef ekki var öllu lokið þegar þau komu heim. Nú hittast þeir aftur fyrir handan vinirnir. Kannski í skúr á árbakka og spjalla þar og spekúlera um póli- tík, ræktunina og Sölufélagið. Báðir held ég séu fegnir að hafa þar engin afskipti lengur. Svövu og dætrunum vottum við innilega samúð, sérstaklega vill mamma þakka áratuga vináttu og tryggð. Siggi var einstaklega góður mað- ur. Örn, Hallgrímur, Björn Hreiðar, Eiður Örn og Helga Ragnheiður Einarsbörn frá Garði. Okkur langar að minnast manns sem var með þeim litríkari og skemmtilegri sem við höfum kynnst. Hvorki var hann þó víðförull né langskólagenginn og hvorki ríkur né frægur. Það átti þó við hann sem segir á einum stað í Töfraflautunni: „Hann er meira en prins – hann er manneskja.“ Sigurður Tómasson garðyrkju- bóndi á Hverabakka í Hrunamanna- hreppi var einstök manneskja, jafnt að útliti sem innræti. Þegar við kynntumst honum var hann orðinn fullorðinn. Samt var hárið þykkt og grátt, augun stór og hlýleg með góðlátlegri kímni. Einn þeirra manna sem eftir var tekið. Og ekki urðu áhrifin minni þegar manneskj- an á bak við kom í ljós. Það óx nefnilega allt í kringum þennan mann, nema vandræði. Tré, plöntur, blóm, og manneskjur. Sigurður hjálpaði okkur hinum að komast til manns. Það gerði hann með því að hlúa að okkur eins og jurtunum sem hann ræktaði, hann gaf okkur af kæti sinni og kímni, hrósaði okkur og talaði vel um fjarstadda. Hann smitaði okkur af lífsgleði sinni. Gaf meira en þáði. Sigurður Tómasson var sáttur við lífið og tilveruna, Guð og menn. Þegar hann fann dauðann nálgast þá gekk hann sáttur til þess fundar. Hann kenndi okkur hinum að lífið er gott. Hafi hann þökk fyrir, nú þegar hann gefur gengið inn til hins eilífa fagnaðar. Guðrún Þ. Björnsdóttir, Halldór Reynisson. Þá er kominn tími til að kveðja um sinn og þakka fyrir liðnar sam- verustundir. Það var ávallt gott að koma í sveitina og hitta Sigurð, jafn góðhjartaðan og gestrisinn mann höfum við sjaldan fyrirhitt og um- hyggja hans fyrir fjölskyldu sinni leyndi sér aldrei. Það fór aldrei svo að haldið væri heim á leið án þess að Sigurður og Svava gæfu okkur grænmeti og var nei aldrei tekið sem svar. Við trúum því að Sigurður sé á betri stað og hann komi alltaf til með að líta til með fjölskyldu sinni. Elsku Svava, við vottum þér alla okkar samúð um leið og við kveðjum yndislegan og ljúfan mann. Arna og Dagur Logi. Skyldi ég eiga eftir að kynnast öðrum manni líkum Sigurði á Hverabakka? Heimili þeirra Sigurð- ar og Svövu Sveinbjarnardóttur var um margt sérstakt og vakti sam- heldni hjónanna og óvenjuleg gest- risni ásamt vinsamlegu viðmóti at- hygli allra sem þar komu. Segja má að heimili þeirra uppi í Hruna- mannahreppi hafi legið um þjóð- braut þvera, svo var þar oft og tíð- um margt gesta og vina. Allt lagðist þar á eitt að gera gestum komuna á þennan bæ minnisstæða. Samhent hjón, hugulsemi og hlýhugur hús- freyjunnar og óvenjulegt viðmót húsbóndans. Sigurður tók á móti öllum gestum sínum með sömu gleði. Þessi alþýðuheimspekingur virtist eins konar stórmeistari í mannlegum samskiptum. Eitthvert mesta gæfuspor Sig- urðar vinar míns var þegar hann giftist Svövu. Hann varð gæfumað- ur í sínu einkalífi. Þau hjón Sig- urður og Svava höfðu oft hjá sér börn á sumrin. Þeir einstaklingar sem hjá þeim voru búa að því alla ævi. Það uppeldi sem þau fengu á Hverabakka jók þeim sjálfstraust og hlýja og myndarskapur heimilis- ins varð þeim veganesti inn í fram- tíðina. Það er undarlegt til þess að hugsa að það er eins og öllum sem dvöldu um tíma á Hverabakka finn- ist þeir eiga þar rætur. Þegar ég sendi Svövu og dætrum þeirra Sigurðar og fjölskyldum þeirra mínar innilegustu samúðar- kveðjur finn ég að ég sakna þessa vinar míns. Sigurður Tómasson komst hátt á níræðisaldur. Um meira er varla hægt að biðja. Hon- um tókst að lifa lífi sínu vammlaust, lifa þannig að til eftirbreytni er. Þegar skugga ber á leiðina lýsir af mörgum ánægjustundum á Hvera- bakka. Guðm. G. Þórarinsson.  Fleiri minningargreinar um Sig- urð L. Tómasson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 43

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.