Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Valkostur vandlátra – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 DELTA hf., dótturfélag Pharmaco hf., hefur gert samstarfssamning við lyfjafyrirtækið Purepac Pharmaceutical Co., dótturfélag Alpharma Inc. í Bandaríkjunum, um þróun samheitalyfja fyrir Bandaríkjamarkað. Samkvæmt samningnum verða lyf þróuð af Delta en framleidd og markaðs- sett af Alpharma. Áætlað er að samningurinn byrji að skila Delta tekjum á árinu 2005. Róbert Wessman, forstjóri rekstrar Pharmaco, segir að áætlað sé að framtíðartekjur Delta vegna þessa samnings geti verið umtalsverðar. Tekjur velti hins vegar töluvert á því hvort félögin verði meðal þeirra fyrstu á markað eftir að einkaleyfi við- komandi frumlyfs rennur út. Hann segir að Delta muni njóta samlegðar af þeim lyfjum sem þróuð eru fyrir Evrópumarkað og jafnframt fyrir Bandaríkin. Kostnaður við þró- unina fyrir Bandaríkjamarkað verði því hlutfalls- lega mun minni en ella. Delta hefur einnig nýlega verið samþykkt af heil- brigðisyfirvöldum í Sádí-Arabíu, sem gefur mögu- leika á sölu lyfja fyrirtækisins þar í landi og á ná- lægum mörkuðum í Mið-Austurlöndum. Opnar leið inn á stærsta markað í heimi Samkvæmt samstarfssamningi Delta og Pure- pac munu fyrirtækin skipta með sér hagnaði af sölu lyfsins eftir að það kemur á markað. Róbert segir að það frumlyf sem um ræðir sam- kvæmt samningnum sé meðal söluhæstu lyfja í heiminum í dag. Nafn þess og velta sé hins vegar trúnaðarmál milli aðila. Söluhæstu frumlyfin í dag séu að velta um 7 milljörðum Bandaríkjadala á heimsvísu. Þá hafi fyrirtækin bæði hug á að fjölga samstarfsverkefnum fyrir Bandaríkjamarkað í framtíðinni. Samningurinn opni Delta leið inn á þennan mikilvæga markað. Róbert segir að Bandaríkjamarkaður sé stærsti markaður fyrir lyf í heiminum. Velta samheitalyfja- markaðarins þar í landi í dag sé um 15 milljarðar dala á ári en áætlanir fyrir árið 2005 geri ráð fyrir að veltan verði tæpir 22 milljarðar dala, sem svari til um 1.900 milljarða íslenskra króna. Um 40% af heildarsölu samheitalyfja í heiminum sé í Bandaríkjunum. Næststærsti markaðurinn sé Evrópa með um 26%. Hann segir því augljóst að samstarfssamningurinn hafi mikla þýðingu fyrir Delta og geti opnað ýmsa möguleika í framtíðinni. Delta þróar samheitalyf fyrir Bandaríkjamarkað Morgunblaðið/Sigurgeir Fimmti og stærsti kján- inn í land SKIPVERJAR á Bylgju VE færðu Náttúrugripasafninu í Vest- mannaeyjum furðufisk, svo- nefndan kjána, í gær. Er þetta fimmti kjáninn og jafnframt sá stærsti, sem veiðst hefur við strendur landsins, að sögn Gunn- ars Jónssonar, fiskifræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Kjáninn er fjarskyldur skötusel, af sama ættbálki en af annarri ætt. Gunnar gaf þessum furðufiski kjánanafnið, en vísindanafnið er chaunax og tegundarnafnið sutt- kusi. Fiskurinn getur orðið um eða yfir 30 sm langur og hefur veiðst á um 220 til 1.050 metra dýpi. Gunnar segir að hann hafi veiðst beggja vegna í Atlantshaf- inu, við Bandaríkin, norðan og vestan Írlands, í Biscayflóa undan Portúgal og í Miðjarðarhafinu. SIGURBJÖRG Þrastardóttir hlýtur bók- menntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar í ár, fyrir handrit að skáldsögunni Sólar sögu. Borgarstjóri afhenti Sigurbjörgu verðlaunin við athöfn í Höfða í gær. Sigurbjörg var ánægð með verðlaunin, sem hún fær fyrir sína fyrstu skáldsögu, en hún hefur áður gefið út tvær ljóðabækur. Bókin er saga ungrar ís- lenskrar stúlku, Sólar, sem býr í erlendri borg, ratar í erfiðleika og tekst á við þá með sínum hætti. Sigurbjörg segir að hún hafi alltaf brugðist illa við þegar fólk spurði hvenær hún ætlaði að skrifa bók og átti við skáldsögu. „Mér fannst það af og frá að ég myndi semja skáldsögu, fannst þetta alveg sitt hvor greinin.“ Það fór hins vegar á annan veg: „En þessi skáldsaga byrjaði að vaxa einhvern veginn inni í mér smám saman og mér fannst ég ekki geta skor- ast undan því að skrá hana,“ segir Sigurbjörg. „Fannst það af og frá að ég myndi semja skáldsögu“ Sigurbjörg Þrastardóttir ásamt foreldrum sínum, Þresti Stefánssyni og Guðmundu Ólafsdóttur, og ömmu og afa, Ólafi B. Ólafssyni og Öldu Jóhannesdóttur, í Höfða í gær.  Saga Sólar/34 Sólar saga Sigurbjargar hlaut Tómasarverðlaunin Morgunblaðið/Árni Sæberg HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur staðfestir í öllum meginatriðum úr- skurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála frá því í fyrrasumar um ólögmætt samráð fyrirtækjanna Mötu, Banana og Sölu- félags garðyrkjumanna en lækkar heildarsekt á fyrirtækin um tíu milljón- ir eða í 37 milljónir. Guðmundur Sigurðs- son, forstöðumaður sam- keppnissviðs Samkeppn- isstofnunar, segir að þarna hafi verið tekist á um túlkun á grundvallaratriðum í sambandi við samráð fyrirtækja: „Miðað við það sem lögmaður okkar hefur tjáð okkur er túlkun Samkeppnisráðs staðfest. Við hljótum að vera mjög sátt við það, ekki síst vegna þess að þetta er fyrsta mál sinnar tegundar sem kemur til kasta dómstólanna.“ Pálmi Haraldsson, stjórnarformaður Banana og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sölufélags garð- yrkjumanna, segir menn auðvitað vera ánægða með að sektirnar séu lækkaðar um sem nemur um 20%. „Enn er verið að lækka sektirnar og það kem- ur fram í dómnum að Samkeppnisstofnun er gagn- rýnd fyrir ákveðin vinnubrögð. En þetta er enginn fullnaðarsigur hjá okkur og við munum áfrýja dóm- inum til Hæstaréttar og leita þar eftir fullri leið- réttingu á okkar málum og réttlæti.“ Ætla að áfrýja dóm- inum til Hæstaréttar 0 ( 12 *! --,. !/#0!) !, ) ,)! ! #% !## / ",#  &  #, 1  %! --!,# 13($  12 2 1  %   . *! --, #) (#% .+!## / 1( - 2 3%/!    +!  !. , 1  % #% #) .+ !## / Ólögmætt samráð stað- fest – sektir lækkaðar  Sektir hafa lækkað/6 HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær úr- skurð Héraðsdóms Reykjavíkur í kærumáli Þróunarfélags miðborgar- innar gegn Markaðstorgi ehf. þess efnis að bera kærða út með beinni aðfarargerð úr húsnæði á 1. hæð toll- hússins við Tryggvagötu í Reykjavík vegna þess að ekki var staðið við leigusamning. Í dómnum var m.a. stuðst við norsk lög Kristjáns V frá árinu 1687. Þegar ekki var staðið við leigu- samning var honum rift og málinu skotið til Héraðsdóms Reykjavíkur. Hann féllst á kröfu gerðarbeiðanda um útburð með beinni aðfarargerð og taldi rétt að gerðarþoli greiddi gerðarbeiðanda 40.000 kr. í máls- kostnað. Sóknaraðili skaut málinu til Hæstaréttar og kærði úrskurð Hér- aðsdóms. Í dómi Hæstaréttar er m.a. vitnað í norsk lög Kristjáns V frá 15. apríl 1687, þar sem m.a. kemur fram að vilji maður ekki flytjast úr leigu- húsnæði á fardegi réttum, þótt hon- um hafi löglega verið út byggt, eða hann hafist við í húsi, sem hann á engan rétt til eða hafi verið dæmdur úr, að ólofi eiganda, þá megi „eigandi án frekara dóms láta þjóna réttarins ryðja húsið“. Í dómi Hæstaréttar segir að þessi réttur flytjist í hendur leigutaka, ef hann framleigir hús- næðið með viðhlítandi heimild frá eiganda þess. „Verður því ekki fallist á með sóknaraðila að varnaraðili sé ekki réttur aðili til að leita útburð- argerðar.“ Dæmt eftir lögum frá 1687 Góður sigur skákkvenna ÍSLENSKU stúlkurnar sigr- uðu lið Makedóníu, 2–1, í sjö- undu umferð Ólympíumótsins í skák í Slóveníu í gær. Harpa Ingólfsdóttir og Guðfríður Lilja Grétardsóttir lögðu báðar stigahærri andstæðinga. Karlaliðið gerði hins vegar jafntefli, 2–2, við Portúgala. Hannes Hlífar Stefánsson hef- ur farið mikinn og er nú í hópi þeirra tíu skákmanna sem hafa náð bestum árangri á mótinu. Konurnar mæta Mongólíu og karlarnir Tadsjikistan í átt- undu umferðinni í dag. Ingvar Ásmundsson hefur 7,5 vinninga og er í 4.–9. sæti á Heimsmeistaramóti öldunga í Þýskalandi.  Jafntefli/60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.