Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 12
VALGERÐUR Sverrisdóttir við-
skiptaráðherra mælti á Alþingi í gær
fyrir frumvarpi til nýrra heildarlaga
um fjármálafyrirtæki. Verði frum-
varpið að lögum koma þau í stað
nokkurra eldri laga á þessu sviði.
Samkvæmt frumvarpinu mun Fjár-
málaeftirlitið m.a. veita og afturkalla
starfsleyfi fjármálastofnana í stað við-
skiptaráðherra nú. Þá hefur í frum-
varpinu ákvæðum um sparisjóði verið
breytt, frá því sem nú er, í því skyni
að treysta yfirtökuvarnir þeirra. Auk-
inheldur eru í frumvarpinu ákvæði
um að sparisjóður skuli breyta
rekstrarformi sínu í hlutafélag áður
en samruni við aðrar tegundir fjár-
málafyrirtækja geti átt sér stað.
Valgerður Sverrisdóttir ítrekaði, í
umræðum um frumvarpið á Alþingi í
gær, að þau ákvæði sem sneru að
sparisjóðum væru fyrst og fremst til
þess fallin að eyða réttaróvissu og „til
að koma hlutunum þannig fyrir í laga-
legu formi að það ríki ekki þessi
óvissa,“ sagði ráðherra. „Og hlutir
eins og gerðust í sumar gerist ekki,“
bætti hún við. „Það er gengið eins
langt í þessum efnum og ég tel að við
getum gert með tilliti til stjórnar-
rskrár Íslands.“
Guðmundur Árni Stefánsson, þing-
maður Samfylkingarinnar, sagði um
frumvarpið almennt að við fyrstu sýn
virtist það „taka á fjölmörgum atrið-
um með skynsamlegum hætti,“ eins
og hann orðaði það.
Ögmundur Jónasson, þingmaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns
framboðs, sagðist hafa skilið við-
skiptaráðherra á þann veg í sumar að
„það ætti að koma í veg fyrir brask
með stofnfjárhluti.“ Ögmundur sagði
hins vegar að hann gæti ekki séð að
það væri gert með umræddu frum-
varpi.
Sverrir Hermannsson, formaður
Frjálslynda flokksins, gerði ákvæði
um Fjármálaeftirlitið m.a. að umtals-
efni og sagði að samkvæmt þeim væri
verið að stofna einhvers konar yfirráð
eða æðsta ráð í þessum efnum.
Pétur H. Blöndal, þingmaður Sjálf-
stæðisflokksins og einn fimm stofn-
fjáreigenda Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis, SPRON, sem gerðu
öðrum stofnfjáreigendum yfirtökutil-
boð í sumar, sagði í andsvari sínu við
ræðu viðskiptaráðherra í gær að lög-
gjafinn ætti ekki að leysa úr ágrein-
ingi sem risi vegna gildandi laga,
heldur dómstólar.
„Við erum með þrískiptingu valds-
ins; framkvæmdavald, dómsvald og
löggjafarvald. Ágreining sem rís
vegna gildandi laga á að leysa fyrir
dómstólum. Hann á ekki að leysa með
tilskipunum. Hann á ekki að leysa á
löggjafarsamkundunni, sem er ekki
dómsvald,“ sagði Pétur.
„Hér er gerð tilraun til þess að
leysa ágreining með lögum. Það er
verið að setja lög sem eiga að treysta
yfirtökuvarnir sparisjóðanna. Og það
er talað um fjandsamlega yfirtöku. en
fjandsamlega hverjum?“ spurði Pétur
og hélt áfram: „Stofnfjáreigendum?
Nei. Sparisjóðnum? Nei, því hans eig-
ið fé er tryggt. Stjórninni? Kannski.“
Síðan sagði Pétur: „Þetta minnir á til-
skipanir einræðisherra og ég vil
spyrja hæstvirtan ráðherra hvort
hann ætli virkilega að fara að stjórna í
krafti tilskipana?“
Valgerður Sverrisdóttur svaraði
því til að á Alþingi dygðu engar að-
ferðir einræðisherra. „Eins og þing-
maðurinn veit jafn vel og ég þá duga
engar aðferðir einræðisherra hér á
háttvirtu Alþingi. Það þarf vilja Al-
þingis til þess að þetta frumvarp verði
samþykkt.“ Ráðherra tók hins vegar
fram að hún gerði ekki ráð fyrir því að
Pétur H. Blöndal styddi frumvarpið.
Síðan sagði ráðherra: „Háttvirtur
þingmaður misskilur þetta mál, og
þetta eru fullyrðingar sem ég er búin
að heyra frá fleirum, að það eigi með
löggjöf að taka á því ástandi sem
skapaðist í sumar og breyta lögum
eftirá. Að sjálfsögðu breytum við ekki
lögum aftur í tímann. Það er ekki
hægt. Og bæði þau tilboð sem komu
fram í sumar, þau hafa verið úrskurð-
uð af Fjármálaeftirlitinu sem ólögleg
eða ónothæf. Þannig að það er ekki
um það að ræða að það sé tilboð í
gangi um þessar mundir frá fim-
menningum sem háttvirtur þingmað-
ur kannast við.“
Pétur H. Blöndal tók aftur til máls
og sagði það rangt að hann væri á
móti umræddu frumvarpi í heild
sinni. „Ég er mjög sáttur við frum-
varpið, nema að því er varðar spari-
sjóðina.“ Síðan sagði þingmaðurinn:
„Það að Fjármálaeftirlitið hafi úr-
skurðað þessi tilboð ólögleg eins og
hæstvirtur ráðherra sagði, það er
ekki rétt.“ Pétur H. Blöndal sagði að
tilboð fimmmenninganna og Búnað-
arbanka Íslands hefði verið löglegt.
Ráðherra ítrekaði hins vegar að til-
boð þeirra hefði verið ólöglegt, þ.e.
það hefði ekki gengið upp óbreytt.
Þar með hefði þurft að leggja fram
nýtt tilboð en slíkt tilboð hefði enn
ekki komið fram.
Mælt fyrir frumvarpi til nýrra laga um fjármálafyrirtæki
Yfirtökuvarnir
sparisjóða treystar
Minnir á tilskip-
anir einræðis-
herra, sagði
Pétur Blöndal
Morgunblaðið/Þorkell
Valgerður Sverrisdóttir mælti fyrir frumvarpi um fjármálafyrirtæki.
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
NÝLIÐIN þingvika var róleg eins
og síðustu vikur, a.m.k. í þingsalnum.
Þingmenn voru margir hverjir
„fjarri góðu gamni“, ef svo má segja,
þar sem þeir tóku þátt í Norð-
urlandaráðsþingi í Helsinki í byrjun
vikunnar. Þar voru sömuleiðis
nokkrir ráðherrar. Skýringin á ró-
legheitunum skýrist semsé að hluta
til af þátttöku þingmanna og ráð-
herra á Norðurlandaráðsþinginu.
Þeir þingmenn sem „sátu heima“
tóku vissulega þátt í þingstörfunum,
en þó var eins og þeir væru margir
hverjir með hugann annars staðar;
sennilega við prófkjörin eða uppstill-
ingu þeirra á framboðslista fyrir
komandi alþingiskosningar.
Sem þingfréttamaður get ég ekki
neitað því að ég hlakki til þess tíma
þegar búið verður að ganga frá fram-
boðslistum; þá þurfa þingmenn ekki
lengur að hafa „áhyggjur“ af því í
hvaða sæti þeir lenda, þeir geta farið
að einbeita sér að því að skerpa mál-
efni síns flokks; marka sér sérstöðu
fyrir komandi kosningar. Þá verður
umræðan vonandi beittari og meira
spennandi í sölum Alþingis. Flokkar
munu væntanlega „berjast“ gegn
öðrum flokkum; stjórnarliðar gegn
stjórnarandstæðingum. Þannig
gengur það alltjént fyrir sig í aðdrag-
anda kosninga. En kannski munu lín-
ur riðlast; stjórnarliðar og stjórn-
arandstæðingar munu ef til vill taka
upp á því að berjast innbyrðis. Það
getur nefnilega líka gerst mánuðina
fyrir kosningar. Þegar allt kemur til
alls verður þó hver líklega sjálfum
sér næstur.
+++
En aftur að þingvikunni. Sem
dæmi um rólegheitin má nefna að
fresta þurfti atkvæðagreiðslu á Al-
þingi í vikunni um einhverjar mín-
útur vegna þess að ekki gekk að ná
inn nægilega mörgum þingmönnum í
salinn til að atkvæðagreiðslan gæti
talist gild. Forseti Alþingis kallar
eftir þingmönnum í atkvæðagreiðslu
með því að hringja sérstakri bjöllu,
sem minnir óneitanlega á hefð-
bundna skólabjöllu. Fyrir hverja at-
kvæðagreiðslu hljómar því „skóla-
bjallan“ um allt Alþingishús og nýja
þingskálann að sjálfsögðu. Þannig
vita þingmenn að þeir eiga að mæta í
salinn og greiða atkvæði. Undirrituð
hefur verið þingfréttaritari um all-
langt skeið og man ekki til þess að
fresta hafi þurft atkvæðagreiðslu
vegna þess að of fáir þingmenn
mættu í salinn. En það gerðist þó í
vikunni eins og áður sagði. Verið var
að greiða atkvæði um aðild Íslend-
inga að alþjóðasamningi um verndun
túnfisks í Atlantshafi. Og það þurfti
ekki einungis að fresta atkvæða-
greiðslu einu sinni heldur tvisvar
sama dag.
En það var ekki bara fámenni
þingmanna við atkvæðagreiðslu sem
bar vitni um rólegheit í þingsalnum.
Í gær, föstudag, „tók rafmagnið
nefnilega upp á því“, ef svo má að
orði komast, að standa á sér í um-
ræðu um nýtt frumvarp ríkisstjórn-
arinnar um fjármálafyrirtæki. Guð-
mundur Árni Stefánsson, þingmaður
Samfylkingarinnar, var í ræðustól,
þegar ljós í þingsalnum slokknuðu,
sem og tölva og klukka sem sýnir
ræðumanni hve langan tíma hann á
eftir til að tala. Eins og gefur að
skilja vildi Guðmundur Árni ekki
standa þarna og tala í rökkrinu. Enn-
fremur velti hann því fyrir sér hvort
segulbandstækið virkaði, sem tekur
upp allar ræður þingmanna. Hann
sagði: „Ég vil vera viss um að þetta
(ræðan) fari á spjöld sögunnar og að
segulbandstækið sé í lagi.“ Forseti
þingsins fullvissaði þingmanninn um
að ræðan kæmist á spjöld sögunnar.
Að því búnu hélt Guðmundur Árni
ræðu sinni áfram og ljósin „ákváðu“
stuttu síðar að lýsa upp sal Alþingis.
En talandi um spjöld sögunnar. Ég
velti því nefnilega fyrir mér hvort
umrædd þingvika komist á spjöld
sögunnar fyrir rólegheit!
+++
En þótt þingmenn séu „sjaldséðir“
í þingsalnum þessa dagana hafa þeir
verið iðnir við að leggja fram á Al-
þingi ný og gömul þingmál. Sam-
kvæmt upplýsingum frá skrifstofu
Alþingis hafa alls 304 þingmál verið
lögð fram á Alþingi á þessu þingi.
Sum þessara þingmála eru mál sem
þingmenn hafa lagt fram áður, þ.e. á
öðrum löggjafarþingum, en ekki
hlotið umræðu eða afgreiðslu þings-
ins, en einnig má í bunkanum finna
glæný þingmál.
Til gamans má geta þess að á sama
tíma í fyrra var búið að leggja fram
234 þingmál. Þingmálin eru því held-
ur fleiri nú en í fyrra.
Af þeim 304 þingmálum sem lögð
hafa verið fram eru 20 þingsályktun-
artillögur og frumvörp frá rík-
isstjórninni en 121 tillaga og frum-
varp frá þingmönnum; stjórnarliðum
og stjórnarandstæðingum. Flest þó
frá stjórnarandstæðingum. Önnur
þingmál eru fyrirspurnir. Í þessu
sambandi má taka fram, svona til
umhugsunar, að venjulega ná flest
þingmál ríkisstjórnarinnar fram að
ganga á Alþingi en það heyrir til
undantekningar ef þingmál al-
mennra þingmanna ná fram að
ganga.
Á spjöld sögunnar
EFTIR ÖRNU SCHRAM
ÞINGFRÉTTAMANN
arna@mbl.is
ÚTGERÐARFÉLAG
Akureyringa hf.
gekk í gær frá
kaupum á öll-
um hlutabréf-
um í breska út-
gerðarfyrirtækinu
Boyd Line Manage-
ment Services Ltd.
Kaupverðið er 7 millj-
ónir punda eða um 950
milljónir króna.
Boyd Line er ein af
þremur stærstu út-
hafsútgerðum Bret-
lands. Félagið hefur
yfir að ráða um 40% af
þorskkvóta Bretlands
í Barentshafi, sem er
úthlutað af Evrópusambandinu.
Onward Fishing Company Ltd.,
dótturfélag Samherja hf. í Skot-
landi, er með um 20% kvótans og
því hafa Íslendingar yfir að ráða
um 60% þorskkvóta Bretlands í
Barentshafi. ESB úthlutaði Bret-
um um 9.300 tonna þorskkvóta í
Barentshafi á þessu ári og því hafa
íslensku fyrirtækin tvö yfir um
5.600 tonnum af breska kvótanum
að ráða.
Heildarþorskkvóti í Barentshafi
á þessu ári er 395 þúsund tonn
sem er sami kvóti og á síðasta ári.
Þessar aflaheimildir eru langt um-
fram það sem ráðgjafarnefnd Al-
þjóðahafrannsóknaráðsins lagði til,
en samkvæmt ráðleggingum henn-
ar var talið óvarlegt að veiða meira
en 180.000 tonn.
Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur
lagt til að heildarþorskkvótinn á
árinu 2003 verði 305 þúsund tonn.
Verði farið að tillögunum fá Ís-
lendingar ekki kvóta í Barentshafi
á næsta ári því hann miðast við að
heildarkvótinn á þessu svæði sé yf-
ir 350 þúsund tonn. Kvóti Íslend-
inga í Barentshafi á yfirstandandi
ári er tæplega 6 þúsund, sam-
kvæmt samkomulagi Íslendinga
við Rússa og Norðmenn, þar af
3.660 tonn innan norskrar lögsögu
og 2.280 tonn innan þeirrar rúss-
nesku. Auk þess má meðafli af öðr-
um tegundum vera 30%.
Íslendingar veiddu samtals rúm
5.900 tonn af þorski í Barentshafi á
síðasta ári og
nam verðmæti
aflans ríflega
einum milljarði
króna.
Samherji
seldi fyrir skömmu
frystiskipið Akureyr-
ina EA til Onward
Fishing en skoska fé-
lagið skilaði þá frysti-
skipinu Norma Mary,
sem áður hét Snæfugl,
en félagið hafði verið
með skipið í leigu frá
Síldarvinnslunni hf. á
Neskaupstað og
veiddi það m.a. af
kvóta félagsins í Bar-
entshafi.
Boyd Line er skráð í Hull í Eng-
landi. Veiðiheimildir félagsins á yf-
irstandandi ári eru 3.905 tonn af
þorski, 507 tonn af ýsu auk nokk-
urra tuga tonna í öðrum tegund-
um.
Gerir út
tvö frystiskip
Boyd Line er fjölskyldufyrirtæki
sem var stofnað árið 1936. Það var
nokkuð umsvifamikið á 7. og 8.
áratugnum, gerði mest út 22 tog-
ara en verulega hefur dregið úr
starfseminni með minnkandi afla-
heimildum.
Nú starfa hjá fyrirtækinu 10
starfsmenn í landi og um 60 sjó-
menn. Áætluð ársvelta félagsins á
þessu ári eru 7 milljónir punda eða
um 950 milljónir króna.
Boyd Line gerir út tvö sjófrysti-
skip; Arctic Warrior, sem var
smíðað árið 1988, er skráð í Bret-
landi og nýtir kvóta félagsins í
Barentshafi. Einnig Arctic Corsa-
ir, sem var smíðað árið 1974, er
skráð í Rússlandi og nýtir rúss-
neskar veiðiheimildir í samvinnu
við þarlenda aðila. Guðbrandur
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
ÚA, segir að Arctic Warrior nýti
kvóta beggja skipanna og því hafi
eldra skipinu verið flaggað út.
Hann segir að enn hafi ekki verið
ákveðið hvort ÚA muni taka yfir
rekstur skipsins í Rússlandi. Það
verði skoðað á næstu mánuðum.
ÚA kaupir útgerðarfélagið Boyd Line
Ein stærsta
úthafsútgerð
Bretlands