Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 22
BJÖRGUNARMENN héldu í gær áfram að grafa í rústum barnaskóla er hrundi í jarðskjálfta á Suður-Ítal- íu, en haft var eftir þeim að þeir teldu enga von um að finna fleiri á lífi í rústunum í bænum San Giuliano di Puglia. Síðdegis í gær hafði verið staðfest að a.m.k. 26 börn, þ.á m. heill bekkur sex ára barna, og tvær konur hefðu farist í skjálftanum. Margir þeirra er bjargað var úr rústunum eru alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi. Mikil sorg ríkir í bænum, en spurningar hafa vaknað um hvers vegna kennsla hafi ekki verið felld niður í þessum skóla, líkt og öðrum barnaskólum í nágrenninu, þar sem óttast var að stór jarðskjálfti væri yfirvofandi vegna þess að fjölda smáskjálfta hafði orðið vart. Enn- fremur hefur verið spurt, hvers vegna skólahúsið, sem nýlega hafði verið gert við, hrundi, en önnur hús í nágrenninu ekki. Fréttaritari breska ríkisútvarps- ins, BBC, kvaðst hafa séð 26 litlar, hvítar kistur í íþróttahúsi bæjarins, sem breytt hefur verið í líkhús til bráðabirgða. Fjölskyldur barnanna sem fórust sátu hjá kistunum og héldu á leikföngum sem börnin höfðu átt, fötum af þeim og mynd- um. Í dögun í gær var átta ára gömlum dreng, Angelo, bjargað úr rústum skólans, 16 klukkustundum eftir að skjálftinn reið yfir. „Hann hrópaði í sífellu: Hjálpaðu mér, hjálpaðu mér. Það var hræðilegt,“ sagði björgunar- maðurinn Arturo Pierro. „En smám saman tókst okkur að losa hann. Að lokum glöddumst við mikið.“ Jarðskjálftinn mældist um 5,4 stig á Richter og fannst víða á svæðinu norðaustur af Napólí, en San Giu- liano di Puglia, þar sem um 2.000 manns búa, varð harðast úti. Skóla- húsið skemmdist mest. Það var byggt fyrir um 50 árum, og fyrir skömmu hafði steinsteyptri hæð ver- ið bætt ofan á það. Fjöldi bygginga í bænum er mörg hundruð ára gamall og þau hús stóðu skjálftann af sér. Reuters Skólahúsið sem hrundi í San Giuliano di Puglia var byggt 1953, en nýlega hafði verið bætt einni hæð ofan á það. Ný viðbygging stóð skjálftann af sér. Litlar vonir um að fleiri séu á lífi Nýlega hafði verið byggt ofan á skólann sem hrundi í jarðskjálftanum á Ítalíu Slökkviliðsmenn við björgunarstörf í rústunum í fyrrinótt. Slökkviliðsmenn hvíla sig við rústir skólans.           ! " # $ % % & '    (  % ) * + ! ,  * + ! ,     - $!) ! .! ! -   - !!  /$$ 0    Ættingjar bíða við rústirnar. ERLENT 22 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.