Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 02.11.2002, Qupperneq 65
DAGBÓK 66 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Laug- arnes kemur í dag. Bjarni Ólafsson fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Bremo kemur í dag. Mannamót Eldri borgarar. Sameig- inlegur fundur með fé- lögum eldri borgara í Hafnarfirði, Bessa- staðahreppi, Garðabæ og Kópavogi verður í Kirkjuhvoli, Garðabæ, í dag, laugard. 2. nóv., kl. 14. Alþingismönnum Reykjaneskjördæmis hefur verið boðið á fund- inn. Félögin hvetja eldri borgara til að mæta á fundinn. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morg- ungangan kl. 10 frá Hraunseli. Á mánudag púttað í Hraunseli kl. 10, félagsvist kl. 13.30. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bóka- safnið, kl. 15–16 bóka- spjall, kl. 17–19 æfing kórs eldri borgara í Damos. Laugard.: kl. 10–12 bókband, línudans kl. 11. Námskeið í postu- línsmálun byrjar 18. nóv. Skráning í s. 586 8014 e.h Korpúlfarnir, eldri borgarar í Grafarvogi. Fimmud.: Kl. 10, aðra hverja viku púttað á Korpúlfsstöðum, hina vikuna keila í Keilu í Mjódd. Vatnsleikfimi í Grafarvogslaug á þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30. Uppl. í s. 5454 500. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Ferð í Borg- arleikhúsið í kvöld kl. 20 að sjá Kryddlegin hjörtu. Rúta frá Kirkju- hvoli kl. 19.30. Kynning frá Lyfju í Garðabergi mánud. 4. nóv. kl. 14, veitingar, spilað og sungið. Opið hús í Holts- búð 6. nóv. kl. 13.30 spil- að o.fl. Bridgenámskeið byrjar 6. nóv. í Garða- bergi kl. 13 og verður 5 miðvikud. fyrir jól og 5 miðvikud. eftir jól. Skráning hjá Hönnu í s. 565 6838 eða Margréti í s. 820 8571. Allir vel- komnir. Byrjenda- námskeið í spænsku byrjar 7. nóv. kl. 17. Skráning hjá Margréti í s. 820 8571 eftir hádegi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Kaffistofan er lokuð vegna breyt- inga í Glæsibæ. Sunnud.: Dansleikur kl. 20 Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud.: Brids kl. 13. Línudans fyrir byrj- endur kl. 18. Dans- kennsla í samkvæm- isdönsum framhald kl. 19, byrjendur kl. 20.30. Þriðjud.: Skák kl. 13, al- kort spilað kl. 13.30. Miðvikud.: Göngu- Hrólfar ganga frá Ás- garði kl. 10, söngvaka kl. 20.45. Umsjón Sig- urbjörg Hólmgríms- dóttir. Baldvin Tryggva- son verður með fjármálaráðgjöf fimmtud.7. nóv. Panta þarf tíma. Árshátíð FEB verður í Ásgarði, Glæsibæ, föstud. 15. nóv. Húsið opnað kl. 18, borðhald hefst kl. 19. Veislustjóri sr. Hjálmar Jónsson. Hátíðarræðu flytur Ellert B. Schram. Þorvaldur Halldórsson syngur og stjórnar fjöldasöng. Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál. Kórsöngur Söngfélags FEB. Hljómsveitin Upplyfting leikur fyrir dansi. Fé- lagar fjölmennið. Miða- pantanir á skrifstofu FEB. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Gerðuberg, félagsstarf. Myndlistarsýning Brynju Þórðard. opin í dag og á morgun frá kl. 13–16. Fölbreytt vetr- ardagskrá. Miðvikudag- inn 13. nóv. heimsókn til eldri borgara í Rang- árþingi, m.a. skemmti- dagskrá í félagsheim- ilinu Hvoli, skráning hafin. Allar upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í síma 575 7720. Félag eldri borgara, Kópavogi. Púttað á Listatúni í dag kl. 10.30. Vesturgata 7. Mánud. 4. nóv. kl.13 veitir lyfja- fræðingur lyfjaráðgjöf, mælir blóðþrýsting og svarar fyrirspurnum, kaffiveitingar á eftir, all- ir velkomnir. Fimmtud. 7. nóv. kl.10.30 verður helgistund í umsjón séra Hjálmars Jónssonar dómkirkjuprests, kór Félagsstarfs aldraðra syngur undir stjórn Sig- urbjargar Petru Hólm- grímsdóttur. Myndlist- arsýning Sigrúnar Huldar Hrafnsdóttur er opin virka daga á sama tíma og þjónustu- miðstöðin. Sýningin stendur til 8. nóv., allir velkomnir. Þriðjud. 19. nóv. kemur hjúkr- unarfræðingur og mælir beinþéttni. Lyfjafræð- ingur fer yfir lyfjanotk- un. Fræðsla um lyf, vít- amín, steinefni og fleira. Vinsamlega pantið tíma í viðtal í s. 562 7077. Digraneskirkja, kirkju- starf aldraðra. Opið hús á þriðjud. frá kl. 11 leik- fimi, léttur málsverður, helgistund, fræðsluþátt- ur, kaffi. Gönguklúbbur Hana- nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Félag einhleypra. Fundur í kvöld kl. 21 í Konnakoti, Hverfisgötu 105. Nýir félagar vel- komnir. Munið gönguna mánu- og fimmtudaga. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrr- verandi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reyk- ingum í Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, fundur í Gerðubergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Seltjarnarneskirkju (kjallara), kl. 20.30 á fimmtudögum í fræðslu- deild SÁA, Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðarins við Háteigs- veg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fundir mánudaga kl. 20 á Sólvallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leiðir 10 og 110 ganga að Kattholti. Breiðfirðingafélagið. Á morgun, sunnudag 3. nóvember, kl. 14 annar dagur í fjögurra daga keppni. Kaffiveitingar eftir spil. Knattspyrnufélagið Haukar. Bingó verður haldið sunnudaginn 3. nóv. kl. 17 á Ásvöllum. Fjöldi glæsilegra vinn- inga. Allir velkomnir. Hallgrímskirkja eldri borgarar. Opið hús miðvikud. 6. nóv. kl. 14, einsöngvararnir Erna Blöndal og Örn Arn- arson syngja, hugvekju flytur sr. Jón Bjarman, allir velkomnir. Leikfimi fyrir eldri borgara er þriðju- og föstudaga kl. 13. Jóhanna Sigríður Sigurðardóttir sjúkra- þjálfari annast leikfim- ina. Félag breiðfirskra kvenna. Fundur mánud. 4. nóv. kl. 20, jólabingó, ferðasaga, kaffi, skrán- ing á jólafundinn. Barðstrendingafélagið. Basar verður haldinn í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14 í dag kl. 14. Vestfirðingafélagið í Reykjavík heldur bað- stofukvöld í kvöld, 2. nóv., kl. 20 í Gjábakka, Fannborg 8, Kópavogi. Safnaðarfélag Graf- arvogskirkju heldur fund mánud. 4. nóv. kl. 20. Allir velkomnir. Lífeyrisdeild Lands- sambands lögreglu- manna. Sunnudags- fundur deildarinnar verður á morgun, 3. nóv., í félagsheimili LR í Brautarholti 30 kl. 10. Félagsmenn fjölmennið. Í dag er laugardagur 2. nóvember, 306. dagur ársins 2002. Allra sálna messa. Orð dagsins: Þess vegna, mínir elskuðu bræður, verið stað- fastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni. (1 Kor. 15, 58.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 vandræðaleg, 8 þutum, 9 sjaldgæf, 10 bors, 11 verkfærin, 13 manns- nafn, 15 fjárreksturs, 18 skriðdýrið, 21 álít, 22 fangbrögð, 23 afkomend- ur, 24 vaxtarlag. LÓÐRÉTT: 2 ljúf, 3 stúlkan, 4 hegna, 5 gosefnið, 6 liðið hjá, 7 innyfli, 12 greinir, 14 væn, 15 fokka, 16 heil- brigð, 17 bikar, 18 hafði lifað lengur, 19 horfðu, 20 fæða. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 áræði, 4 himna, 7 óskin, 8 gæðin, 9 afl, 11 nýra, 13 hrút, 14 undir, 15 þrær, 17 ábót, 20 hin, 22 gella, 23 ennið, 24 regns, 25 ausum. Lóðrétt: 1 ásókn, 2 æskir, 3 iðna, 4 hagl, 5 múður, 6 af- not, 10 fæddi, 12 aur, 13 hrá, 15 þægur, 16 ærleg, 18 bónus, 19 tíðum, 20 haus, 21 nema. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI átti leið heim fráBandaríkjunum í vikunni, flug- leiðis með Flugleiðum, sem vart telst til stórtíðinda hjá þessari vorri ferða- glöðu þjóð. Að venju ferðaðist Vík- verji á almennu farrými, svonefnd- um „Business Class“, og fór ljómandi vel um hann. Á flugvellinum vestra hafði Víkverji hinsvegar hitt kunn- ingja sinn, sem sömuleiðis var á heimleið með sömu vél, þannig að Víkverji og kunninginn hugsuðu sér gott til glóðarinnar að eiga gott spjall á heimleið. Við könnun á því hvar kunninginn sæti, um miðbik farar- innar eða svo, kom á daginn að úr vöndu var að ráða, því kunninginn var á Saga-farrými. Við nánari skoð- un kom þó á daginn að sessunautur kunningjans hafði brugðið sér frá, þannig að Víkverji sá sér leik á borði að smeygja sér í Saga-sætið í fjar- veru hans, þegar kunninginn gaf honum vink þar um. En hann komst ekki upp með neina slíka ósvífni, því sætalögregla Flugleiða, í gervi afar strangrar flugfreyju, var umsvifa- laust mætt á svæðið og sagði ströng- um rómi: „Veistu, þetta er strang- lega bannað! Má ég biðja þig að fara þegar í stað í sæti þitt aftur í vél?“ Víkverji hundskaðist auðvitað þegar í stað aftur í með djúpt andlegt skó- far á afturendanum og tók sér sæti í almenningnum og dauðskammaðist sín fyrir framhleypnina, að hafa ætl- að að eiga orðastað við kunningja sinn, og hugsaði sem svo að það hlyti að teljast algjört aukaatriði að kunn- inginn hafði boðið honum sæti. Hvað átti hann með það? Hann var að brjóta sætareglur Flugleiða með boðinu. x x x OG TALANDI um flug. Sjón-varpsþættirnir um Sögu flugs- ins á Íslandi hafa vakið áhuga Vík- verja. Þeir eru með afbrigðum vandaðir og augljóst á öllu að heil- mikil vinna hefur verið lögð í þá, jafnt öflun heimilda sem úrvinnslu þeirra. Tæknilega eru þættirnir og með því besta sem sést hefur í ís- lenskri heimildarmyndagerð. Einn vankantur hefur þó verið á þáttun- um, sjálf frásögnin, en hún hefur ver- ið fulllaus í reipunum og vaðið um of úr einu í annað. Þessi hætta er fyrir hendi þegar reynt er að segja langa og umfangsmikla sögu í réttri tíma- röð. Hefði Víkverja því í þessu tilfelli þótt gagnlegra að sjá frásögnina efn- isskipta, að hvert viðfangsefni fyrir sig, farmflugið, farþegaflugið, innan- landsflugið, sjúkraflugið, flugum- ferðarstjórn o.fl. hefði verið afgreitt alfarið áður en farið yrði yfir í annað. x x x OG ENN um flug. Nýlega til-kynntu tvö flugfélög að á næsta ári hygðust þau hefja lággjaldaflug milli Íslands og meginlands Evrópu. Húrra fyrir því. Lifi samkeppnin! Þvílík himnasending sem þessi lág- gjaldaflugfélög hafa reynst. Sum hver þeirra hafa blómstrað og strítt þeim gömlu ráðsettu allrækilega enda hafa þau líka sýnt það sem Vík- verji hefur alltaf verið sannfærður um; neytendur vilja fyrst og fremst geta ferðast ódýrt milli landa, jafnvel þótt það þýði að þurfa að svelta í heila tvo og hálfan tíma! Láta sig hafa það að verða af heitri þriggja rétta máltíð OG áfengum veigum til að skola henni niður með. Það sem menn eru tilbúnir að leggja á sig vegna útþrárinnar! Athugasemd Í RÍKISSJÓNVARPINU er byrjað að sýna fróðlegan þátt sem nefnist Hafið, bláa hafið, og er búið að sýna fyrsta þátt af átta. Í þætti sem þessum þar sem þulur gegnir miklu hlutaverki er röddin eins mikilvæg og þátturinn sjálfur og skiptir máli að röddin sé hlutlaus. Þulur- inn í þessum þætti les með miklum tilfinningaþunga og virkar það eins og verið sé að lesa draugasögu og finnst mér það skemma fyrir þættinum. Sjónvarpsáhorfandi. Vantar ungt fólk á Alþingi ÉG er eldri maður sem fylgist með fundarstörfum Alþingis. Í DV 8. okt. sl. var frétt um að sumir þingmenn sjá- ist aldrei í þingsal eða ræðustól og voru sex þing- menn nafnkenndir. Er ég þessu sammála og man ég ekki eftir að hafa séð þetta fólk halda ræðu um eitt eða annað og finnst mér að þeir sem kosnir eru á þing ættu að stíga í ræðustól annað slagið. Eins finnst mér vanta ungt fólk á Alþingi og ættu eldri þingmenn að víkja til hliðar fyrir yngra fólki því þarna vantar endurnýjun. Óskar. Erum við að tapa áttum? Í GÆRKVELDI lá leið mín í Smáralindina í bíóhús og langar mig að segja frá þeirri ferð. Þegar ég kem gangandi inn eftir Smáralindinni sé ég að kona ein tekur á rás og hleypur hvað hún getur lít ég þá til hliðar og sé hvað það er sem hún hleypur út af, og hleyp ég þá strax af stað, litli drengurinn henn- ar hafði klifrað upp eftir rúllustiganum utanverðum og var að missa takið, hann hefur verið um 4 ára gam- all, hann missir takið og er- um við báðar of seinar að ná til hans og dettur hann í gólfið með miklum skelli. Ekki veit ég hvort hann hefur slasast við þetta en við fyrstu athugun hafði hann fengið kúlu á höfuðið og skældi mikið. Móðirin var að sjálfsögðu í miklu uppnámi og fékk sjokk þar sem ekki mátti miklu muna að illa færi. Þarna dreif að mann með talstöð sem ég vænti að sé frá Smáralindinni og talaði við móðurina. Það sem á mér brennur mest er að enginn skyldi gefa þessu gaum, það var fólk allt í kring þar sem þetta var við miðasöluna í bíóinu. Hvers vegna erum við orðin svona afskiptalus? Við gefum ekki náunganum gaum og látum hjá líða að taka í taumana. Íslendingar, vöknum og berum meiri umhyggju fyr- ir náunganum og því sem er að gerast í kringum okk- ur. Einnig tel ég að starfs- fólk Smáralindar megi at- huga þetta með rúllustig- ana þar sem litlir fætur eiga auðvelt með að komast meðfram stiganum og er þetta slysagildra. Birna. Tveir hundar í óskilum TVEIR hundar eru í óskil- um á Hundahótelinu Leir- um; terrier tík grá/hvít/ svört smávaxin og blend- ings-hvolpur svart- ur/brúnn. Eigendur eru vinsamlega beðnir að vitja þeirra strax. Upplýsingar í síma 566 8366 og 698 4967. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is ÞEGAR vetrarfrí skól- anna eru og börnin í fríi eru alltaf einhver börn sem þurfa að vera í skól- anum í lengri viðveru vegna þess að foreldrar þeirra geta einhverra hluta vegna ekki tekið sér frí frá vinnu, eða eiga ekki rétt á vetrarorlofi. Finnst mér þetta ósann- gjarnt vegna barnanna, þau þurfa jú að mæta í skólann þó ekki sé verið að kenna. Er ekki tímabært að fólk íhugi fyrir hvern þessi vetrarfrí eru? Skól- inn er vinna barnanna og eru þessi frí sett á sam- kvæmt lögum. Held ég að allir hafi gott af þessu fríi, bæði foreldrar og börn, og þarna gæti skapast tími fyrir góða samveru foreldra og barna. Eða getur verið að það sé til fólk sem finnist það óþarfi að taka sér frí til að vera hjá börnum sín- um í vetrarfríum? Var ég að velta því fyr- ir mér hvort atvinnurek- endur gætu ekki komið til móts við foreldra, ann- að hvort með því að gera þeim auðveldara að taka sér frí á þessum tíma eða skapað aðstæður fyrir börnin á vinnustað. Veit ég að í Noregi koma vinnuveitendur til móts við foreldra og fá foreldrar frí til að vera heima hjá börnunum í vetrarfríi. Skólaliði. Fyrir hvern er vetrarfrí í skólum?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.