Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 70
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 71
www.laugarasbio.is
SK. RADIO-X SV Mbl
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.15. B. i. 16. .
Sýnd kl. 2, 4, 6, 8 og 10.
Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10.
FRUMSÝNING
Sýnd kl. 2 og 4. með ísl. tali.
anthony
HOPKINS
edward
NORTON
ralph
FIENNES
FYRSTI OG SKELFILEGASTI KAFLINN
Í SÖGU HANNIBAL LECTER
1/2
Kvikmyndir.is
Kvikmyndir.com
HK DV
SK RadíóX
SV Mbl
ÓHT Rás 2
Í Sweetwater fangelsinu er að finna
dæmda morðingja og glæpamenn
sem svífast einskis. Nú stefnir í
blóðugt uppgjör tveggja manna
í hrikalegum bardaga!!
Hverfisgötu 551 9000
Sýnd kl. 10.30.
Gott popp styrkir
gott málefni
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 5.20, 7.40 og 10. B. i. 16.
1/2Kvikmyndir.comUSA Today
SV Mbl
DV
RadíóX
Einn
óvæntasti
spennutryllir
ársins!
1/2Kvikmyndir.is
Sýnd kl. 5.30 og 8. B. i. 16.
1/2RadíóX
Frá leikstjóra American Beauty.
Eitt mesta meistaraverk sem þú munt
nokkurn tíman sjá
Stórskemmtileg
grínmynd frá
framleiðendum
The Truman
Show með
Óskarsverð-
launahafanum
Al Pacino í sínu
besta formi.
Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30.
ÓHT Rás 2
KNICKERBOX
Laugavegi 62, sími 551 5444
KNICKERBOX
Kringlunni, sími 533 4555
K N I C K E R B O X
Við erum 7 ára
20% afsláttur
dagana 31. okt.-3. nóv. af öllum nýjum vörum
Fullar búðir af nýjum vörum
Sendum í póstkröfu
UNDIRBÚNINGUR fyrir Eddu-verðlaunahátíðina stendur nú semhæst en verðlaunin verða afhent ífjórða sinn með viðhöfn í Þjóðleik-
húsinu sunnudaginn 10. nóvember. Þórey Vil-
hjálmsdóttir tók við starfi framkvæmdastjóra
Edduverðlaunanna í maí síðastliðnum. „Mér
hefur þótt þetta mjög skemmtilegt. Þetta er í
fyrsta skipti, sem ég geri þetta, en ég hef
fylgst vel með þessu áður og farið á hátíð-
irnar,“ segir Þórey um aðdragandann.
„Mér hefur fundist gaman að sjá sam-
stöðuna í kvikmyndageiranum og
hvað hann hefur náð langt á
stuttum tíma. Síðustu ár hefur
hann vaxið gríðarlega, sem sést á
Edduverðlaununum núna. Þetta er
ótrúleg gróska,“ segir hún.
Þórey hefur orðið vör við mikinn áhuga fólks
á verðlaununum. „Fólk beið mjög spennt eftir
tilnefningunum,“ segir hún en þær voru
kynntar á fimmtudaginn. „Þetta skiptir greini-
lega máli. Núna er búið að byggja upp hefð
fyrir hátíðinni,“ segir hún.
„Fyrir þá, sem eru að reyna að selja kvik-
mynd sína á erlendri grundu er gott að hafa
stimpil heiman frá,“ segir Þórey og útskýrir að
tilnefning eða útnefning hjálpi til við markaðs-
setningu erlendis. „Það hefur líka sýnt sig að
að það eykst aðsókn að myndum, sem fá marg-
ar tilnefningar og hafa unnnið. Þetta er ekki
síður gott fyrir heimamarkaðinn.“
Að mörgu að huga
Þórey segir að mikið hafi verið lagt upp úr
því að hafa áhugavert fólk til að afhenda verð-
launin á hátíðinni. „Það er fullt af þekktum
einstaklingum, sem afhenda verðlaun-
in. Við erum rosalega ánægð með
þennan frábæra hóp. Það verður gam-
an að sjá hvernig það kemur út á sviðinu. Þetta
verður breiður hópur í þetta sinn,“ segir hún.
Mörgu er að huga að fyrir verðlaunaafhend-
inguna. „Það er dagskráin, gestirnir í salnum
og áhorfendurnir heima,“ segir Þórey en líkt
og fyrri ár verður hátíðin í beinni útsendingu í
Sjónvarpinu.
„Hátíðin sjálf verður með sama sniði og fyrr,
það hefur myndast ákveðin hefð, en við erum
samt að breyta útlitinu nokkuð,“ segir Þórey
en tilgangurinn er að gefa hátíðinni ferskara
yfirbragð. „Við höfum líka fengið til liðs við
okkur listrænan stjórnanda, Reyni Lyngdal,“
útskýrir hún en hlutverk Reynis verður að
huga að útliti útsendingar hátíðarinnar á
sunnudaginn.
Kosið í næstu viku
Þórey útskýrir að í næstu viku, 4. til 8. nóv-
ember, fari fram kosningar til verðlaunanna.
Atkvæði almennings hafa sitt að segja og verð-
ur hægt að greiða atkvæði á Fréttavef Morg-
unblaðsins, mbl.is. Gilda atkvæðin 30% á móti
atkvæðum Íslensku kvikmynda- og sjónvarps-
akademíunnar. Rúmlega 700 manns eru skráð-
ir í akademíuna og býst Þórey við að þeim
fjölgi eitthvað eins og venja er til síðustu vik-
una fyrir verðlaunaafhendinguna. Sjónvarps-
maður ársins verður hinsvegar eingöngu kos-
inn af lesendum mbl.is. Einnig er von á hinum
þekkta sjónvarpsmanni Magnúsi Magnússyni
til landsins í næstu viku en hann hlýtur sérstök
heiðursverðlaun á hátíðinni í ár. Meðal nýj-
unga á hátíðinni í ár er að veitt verða verðlaun
í flokki tónlistarmyndbanda og stuttmynda.
Kynningarþættir um tilnefningarnar verða
sýndir í Sjónvarpinu og Stöð 2 alla næstu viku
en umsjónarmaður þáttanna er Brynja X. Víf-
ilsdóttir.
Búið að byggja upp
hefð fyrir hátíðinni
Morgunblaðið/Jim Smart
Þórey Vilhjálmsdóttir er framkvæmdastjóri
Edduverðlaunanna. ingarun@mbl.is