Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 46
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 47
✝ Cesar Ólafssonvélstjóri fæddist á
Kvígindisfelli í
Tálknafirði 9. ágúst
1925. Hann lést 25.
október síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
þau Sesselja Ólafs-
dóttir frá Hellnafelli
á Snæfellsnesi, f. 13.6.
1897, d. 28.4. 1988,
dóttir Oddnýjar
Björnsdóttur og Ólafs
Magnússonar og
Ólafur Jósúa Guð-
mundsson frá Stóra-
Laugardal í Tálkna-
firði, f. 1.10. 1900, d. 5.11. 1993,
sonur hjónanna Guðmundar Jó-
hannesar Guðmundssonar frá
Stóra-Laugardal og Svanborgar
Einarsdóttur frá Geitargili í
Rauðasandshreppi í V-Barð. Sess-
elja og Ólafur hófu búskap í Litla-
Laugardal og ólu flest börn sín þar
upp, en fluttu síðan til Patreks-
fjarðar árið 1949 og bjuggu þar
uns þau fluttust til Hafnarfjarðar
og bjuggu þau þar síðustu ár ævi
sinnar. Systkini Ces-
ars eru Guðmundur
Jóhannes, f. 30.10.
1921, d. 31.8. 1997,
Hulda, f. 16.12. 1922,
Haraldur, f. 10.3.
1924, d. 5.6. 1990,
Kristján Júlíus, f. 1.4.
1927, d. 16.11. 1993,
Sverrir, f. 25.10.
1928, Aðalsteinn, f.
23.5. 1930, d. 5.6.
1945, Svanborg, f.
8.5. 1932, Gróa, f.
9.11. 1934, Oddný, f.
28.2. 1936, d. 5.5.
1936, og Erla Þor-
gerður, f. 12.4. 1937.
Cesar stundaði sjó og var m.a.
háseti og kyndari á ýmsum bátum
og togurum á síld, trolli og öðrum
veiðarfærum. Cesar lauk vélskóla-
prófi frá Ísafirði og vann við vél-
stjórn bæði á sjó og í landi. Vann í
vélsmiðju eftir að hann hætti á sjó.
Stundaði síðan ýmis störf í landi.
Útför Cesars verður gerð frá
Patreksfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Nú legg ég augun aftur,
ó, Guð, þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ, virst mig að þér taka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt.
(Þýð. Sveinbjörn Egilsson.)
Það var ein okkar systkinina
mesta gæfa að alast upp í skjóli afa
og ömmu í Krók. Cesar var einn af
mörgum móðurbræðrum sem var
stór hluti af uppvexti okkar. Dedi
eins og amma kallaði hann var alltaf
litli strákurinn hennar, enda lengi
stór hluti af heimilishaldinu í Krók.
Oft hafði amma áhyggjur af
drengnum og sérstaklega af því að
hann hafði ekki enn fundið sér
konu. Það var hins vegar alltaf ljóst
að ömmu þóttu ekki margar konur
á Patró nógu álitlegar fyrir dreng-
inn. Fram koma minningar um há-
degis- og kvöldmat í Krók þegar
Cesi og afi voruð að koma heim að
vinnu lokinni. Amma að snúast í
kringum þá til að vera viss um að
þá skorti ekkert. Cesi var ekki
margmáll maður, en fylgdist vel
með og aldrei fundum við krakk-
arnir fyrir því að gassagangurinn í
okkur, sem oft var nokkur, truflaði
hann. Hann tók ýmsu með mikilli
þolinmæði m.a. að vera árlega boll-
aður og hlaðinn öskupokum. Þegar
amma fór að eldast fengum við það
verk að fara út í Ingólfsbúð og
kaupa bók fyrir Cesa, en amma sá
til þess að hann fengi alltaf bók eft-
ir uppáhaldshöfundinn sinn. Cesi og
amma voru að mörgu leyti lík. Allt-
af kát, en létu samt ekki mikið fyrir
sér fara. Þrjósk gátu þau líka verið
og vildu lítið umstang í kringum sig,
en voruð alltaf manna tilbúnust til
að gera allt fyrir aðra. Systkinamót-
in sem haldin hafa verið frá árinu
1975 vekja líka upp góðar minn-
ingar en á þau mætti Cesi alltaf og
tók þátt í glensinu og gamaninu á
sinn hljóðláta hátt. Eftir að Cesi
eignaðist tíkina hana Bollu kom hún
með á mótin. Það var alveg ljóst að
samband Cesa og Bollu var einstakt
og sönnun þess hve djúp vinátta
getur myndast á milli manna og
dýra. Það kom því ekki á óvart að
heyra að Bolla var við hlið Cesa
þegar hann andaðist og hafði ekki
vikið frá hlið hans.
Kæri Cesi við þökkum þér sam-
fylgdina og þann þátt sem þú áttir í
því öryggi og þeim kærleika sem
ætíð var til staðar hjá afa og ömmu
í Krók. Samúðarkveðjur sendum við
systkinum þínum og þeim ástvinum
sem þér voru kærir.
Kristjana, Eymundur
og Sesselja.
CESAR
ÓLAFSSON
✝ Grímur StefánBachmann
fæddist í Reykja-
vík 1. desember
1921. Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans-há-
skólasjúkrahúss
22. október síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru þau
Geir Bachmann
vélstjóri, f. 1. maí
1892 í Reykjavík,
d. 19. maí 1964, og
Helga Magnús-
dóttir, f. 12. okt.
1888 á Heylæk í Fljótshlíð, d. 7.
okt. 1970.
Jóna Sigríður Markúsdóttir
fæddist í Vestmannaeyjum 30. maí
1923. Hún lést 6. mars 1988. For-
Grímur og Jóna giftust 9. júlí
1949 og ættleiddu Önnu Þórdísi
Grímsdóttur, f. 22. apríl 1955. Hún
er gift Sveini Inga Lýðssyni, f. 10.
mars 1955. Þau eiga a) Gerði
Björk, f. 21. jan. 1977, í sambúð
með Davíð Páli Bredesen, f. 24.
okt. 1972, og eiga þau óskírða
dóttur f. 6. okt. 2002, þau eru bú-
sett á Patreksfirði; b) Ragnheiði
Hörpu, f. 7. ágúst 1979; c) Hjalta
Þór, f. 5. des. 1982; og d) Stefán
Gauta, f. 14. sept. 1990.
Grímur var rennismiður að
mennt og vann við málmiðnað
stærstan hluta starfsævinnar.
Jóna var heimavinnandi en síðustu
æviárin vann hún hluta dagsins í
sælgætisgerð.
Útför Jónu var gerð 10. mars
1988 en útför Gríms fór fram í
kyrrþey að ósk hins látna.
eldrar hennar voru Markús Jóns-
son, f. 26. júlí 1893, d. 3. mars 1924,
sjómaður, og Þuríður Pálsdóttir, f.
2. júlí 1889, d. 23. sept. 1978,
verkakona.
Sumri hefur hallað, haustið er
komið með kólnandi tíð og vetur á
næsta leiti. Lífkeðjan hægir á sér og
bíður átekta næsta vors. Á þessari tíð
kvaddi minn kæri tengdafaðir, Grím-
ur Stefán Bachmann, þetta líf, þrot-
inn kröftum á krabbameinsdeild
Landspítalans.
Ég kynntist þeim hjónum Grími og
Jónu síðla sumars fyrir 27 árum þeg-
ar ég var að bera víurnar í einkadótt-
urina, Önnu Þórdísi. Eins og margur
var ég ekkert upplitsdjarfur og
kannski kvíðinn að hitta þessa verð-
andi tengdaforeldra í fyrsta sinn en
sá kvíði hvarf strax því bæði tóku þau
mér sem týndum syni og aldrei síðan
hefur borið þar skugga á.
Grímur var járniðnaðarmaður,
hafði lært rennismíði hjá Lands-
smiðjunni, og vann alla sína tíð við iðn
sína hjá ýmsum vinnuveitendum, þó
lengst hjá Glófaxa og síðar hjá Ísal
allt þar til hann lét af störfum fyrir
aldurs sakir 1991. Á yngri árum hafði
hann einnig sótt sjó með föður sínum
á gömlu síðutogurunum. Um þriggja
ára skeið varð ég þess aðnjótandi að
hafa Grím sem vinnufélaga er við
unnum báðir hjá Ísal.
Jóna Sigríður Markúsdóttir varð
mér strax sem önnur móðir og alveg
einstök amma. Hún hafði ung veikst
af berklum og dvaldi langdvölum á
Vífilsstaðaspítala. Eins og títt var í þá
daga var Jóna lengst af heimavinn-
andi en síðustu árin vann hún úti
hluta úr degi. Jóna dó síðan eftir
stutta sjúkdómslegu í mars 1988 að-
eins 64 ára.
Þau Jóna og Grímur voru samhent
hjón en að mörgu leyti ólík, hún lífs-
glöð, drífandi og oft hæfilega ákveðin,
hann rólyndur, glaðlyndur, vanafast-
ur og traustur sem klettur. Fjöl-
skyldugildin voru þar í heiðri höfð.
Ekki hotnaðist þeim sú gæfa að eign-
ast börn en ættleiddu dótturina Önnu
Þórdísi sem alla tíð síðan var þeim
augasteinn. Ekki var minna dálætið á
barnabörnunum og fylgdust þau alla
tíð nákvæmlega með hag þeirra með
velferð þeirra að leiðarljósi.
Grímur var félagi í Frímúrararegl-
unni sem veitti honum gleði og lífs-
fyllingu. Það vissu allir sem til
þekktu.
Þau hjónin höfðu mikla ánægju af
ferðalögum og ferðuðst talsvert bæði
innan sem utanlands.
Eftir fráfall Jónu bjó Grímur einn
en í nánu vinfengi við Ólafíu Guð-
mundsdóttur (Lóu) sem einnig átti
sitt heimili í húsinu í Stóragerði 12.
Fyrir þeim var svipað komið en bæði
höfðu þau misst maka sína og bjuggu
ein í íbúðum sínum. Þau reyndust
hvort öðru stoð og styrkur og svo var
einnig um fjölskyldu Lóu.
Grímur kenndi sér þess sjúkdóms
sem nú lagði hann að velli fyrir 14 ár-
um. Lengst af tókst að halda honum í
skefjum en svo kom að því að sjúk-
dómurinn tók sig upp þannig að ekki
varð við ráðið. Hann lagðist inn á
sjúkrahús í septemberbyrjun. Síð-
ustu vikurnar naut hann umönnunar
á deild 11E, krabbameinslækninga-
deild Landspítala – Háskólasjúkra-
húss. Ég og fjölskylda mín viljum
þakka starfsfólki þar fyrir einstaka
umhyggu og alúð. Sú erfiða vinna
sem þar er unnin verður seint metin
að verðleikum.
Samfylgd tengdaforeldra minna,
ástríki og vinátta er mér ómetanleg-
ur fjársjóður við leiðarlok. Þessa
samfylgd vil ég þakka. Minningin um
þau heiðurshjón verður mér ætíð
dýrmæt. Blessuð sé minning Jónu
Sigríðar Markúsdóttur og Gríms
Stefáns Bachmann.
Sveinn Ingi Lýðsson.
GRÍMUR STEFÁN BACHMANN
OG JÓNA SIGRÍÐUR
MARKÚSDÓTTIR
Mér var alla tíð hlýtt
til Örlygs Sigurðsson-
ar og minnist ég hans
fyrir margra hluta
sakir. Örlygur var góð-
vinur föður míns en
þeir höfðu kynnst í Bandaríkjunum,
á styrjaldarárunum, þar sem þeir
voru báðir við nám. Við heimkom-
una urðu þeir nágrannar í Laug-
arneshverfinu, báðir komnir með
trygga lífsförunauta. Vinskapur
myndaðist á milli þeirra hjóna með
tilheyrandi heimsóknum og oft
fengum við krakkarnir að fljóta
með. Sunnudagsheimsóknir á heim-
ili listamannsins að Hafrafelli, í hin-
um friðsæla Laugardal, eru eftir-
minnilegar. Þá var oft glatt á hjalla
og Örlygur lék á als oddi. Ég held
að ekki sé hallað á neinn þó ég segi
að Örlygur sé fyndnasti maður sem
ég hef fyrir hitt um æfina. Ævinlega
er ég mætti honum á förnum vegi
var hann með veislu af húmor og
skemmtilegheitum í farangrinum.
ÖRLYGUR
SIGURÐSSON
✝ Örlygur Sig-urðsson listmál-
ari fæddist í Reykja-
vík 13. febrúar 1920.
Hann lést á Drop-
laugarstöðum 24.
október síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Langholts-
kirkju 1. nóvember.
Mér segir svo hugur,
að Örlygi hafi fundist
ríkari þörf fyrir húmor
eftir því sem þjóðfélag-
ið yrði tæknivæddara
og ofstýrðara. Það
bera bráðskemmtilegu
bækurnar hans Örlygs
svo sannarlega með
sér sem útgáfufyritæk-
ið hans Geðbót gaf út.
Hann var einnig gædd-
ur náðargáfu dráttlist-
arinnar og teikningin
var honum alla tíð afar
hugleikin. Örlygur hef-
ur með mannamyndum
sínum kennt löndum sínum að sjá
og meta teikninguna. Af mörgu er
að taka en mér eru sérlega minni-
stæðar myndir af grænlensku fólki
sem Örlygur teiknaði af miklum
næmleika og skilningi á viðfangs-
efninu. Sjálfur segir Örlygur í bók
sinni Nefskinnu, að þegar við hætt-
um að teikna, hættum við að sjá.
Eftirlifandi eiginkonu hans, Unni og
börnum þeirra hjóna, Malín og Sig-
urði, sendi ég einlægar samúðar-
kveðjur. Ég þakka Örlygi margar
góðar stundir og öll þau skipti sem
hann kom mér og mínum til að
hlæja. Því eins og hann sagði sjálfur
„að framkalla bros á vör og gleðitár
á brá hlýtur að vera guði þóknan-
legt“.
Dennis Davíð Jóhannesson.
MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudagana, frá þriðjudegi til sunnudags. Greinunum er
hægt að skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent
sjálfvirkt um leið og grein hefur borist), á disklingi eða í vélrituðu hand-
riti. Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauðsynlegt er að
símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi
með. Bréfsími fyrir afmælis- minningargreinar er 569 1115. Tekið er á
móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins,
Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgunblaðsins Kaupvangs-
stræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrifuðum greinum.
Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar
og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um
foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð
og klukkan hvað.
Birting afmælis- og
minningargreina
Við þökkum öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts föður okkar,
tengdaföður og afa,
GUNNARS R. BJARNASONAR
leikmyndateiknara.
Sigurjón Páll Högnason, Halla Sólveig Halldórsdóttir,
Jórunn Gunnarsdóttir, Skapti Valsson,
Gunnar Snorri Gunnarsson, Nanna Herdís Eiríksdóttir
og barnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
AÐALSTEINS SVEINSSONAR
fyrrverandi bónda, Grund I,
Smáragrund,
Borgarfirði eystra,
sem jarðsunginn var frá Bakkagerðiskirkju Borg-
arfirði eystra laugardaginn 21. september síðastliðinn.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Sjúkrahússins á Egilsstöðum og íbúa á
Borgarfirði eystra.
Guð blessi ykkur öll.
Guðlaug Aðalsteinsdóttir, Jóhann Jensson,
Henny Nielsen, Þórarinn Gunnlaugsson,
Marta Birna Aðalsteinsdóttir, Jóhann Tr. Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.