Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 11
Útsíður Morgunblaðsins eru báð- ar blandaðar fréttasíður. 1. júní eru 6 erlendar fréttir á for- síðunni og fimm innlendar, en að- alfréttin, sem er þriggja dálka, er erlend; af fundi Giraud og De Gaulle í Algeirsborg. Á baksíðunni eru 5 innlendar fréttir og 3 erlendis frá, en reyndar er ein þeirra „innlend“, þótt frá San Francisco sé. Vestur- íslenskir hermenn eru víða heitir hún og segir frá kapteini Jóni O.S. Sigurðssyni, lækni, sem starfar á herflutningaskipi Bandaríkjahers í Kyrrahafi. 2. júní eru 12 fréttir á forsíðunni og skiptast jafnt milli erlendra og innlendra. Aðalfréttin er erlend, með fjögurra dálka fyrirsögn og tveggja dálka inngangi. Á baksíð- unni eru 6 innlendar fréttir og 3 er- lendar. Erlent – innlent Þannig verða erlendar fréttir strax 1943 leiðandi á forsíðunni og aðalfréttin oft með fimm dálka fyr- irsögn og tveggja dálka undirfyr- irsögn og inngangi. Innlendar frétt- ir rata þó áfram á forsíðuna; þar í sérstakar stjórnmálafréttir, en hvort tveggja í minnkandi mæli næstu árin og hálfan annan áratug- inn. Stórviðburðir af innlendum vettvangi víkja áfram erlendum fréttum til hliðar á eða af forsíðunni. Þegar kemur fram undir 1970, er komin sú meginskipan á forsíðuna, sem hefur haldizt til þessa. Kosn- ingar kalla þó á sérstakar forsíðu- fréttir áratug lengur. Þótt innlendu fréttirnar gefi tón- inn á baksíðunni, er það þegar stríð- inu lýkur, að baksíðan verður inn- lend fréttasíða. Erlendar fréttir rata þar inn áfram, en þær strjálast stöðugt og þær síðustu eru oftast smáfréttir, sem eru notaðar til að loka baksíðunni. Þegar kemur fram um miðjan sjötta áratuginn hverfa þessar fréttir líka og síðan hefur baksíðan verið innlend fréttasíða að öllu leyti. Léttara og frjálsara blað Í dag er brotið blað. Á 89. afmælisdaginn tekur forsíða Morgunblaðsins stakkaskiptum. Vissulega hefur yfirbragð hennar breytzt síðustu 30 árin, en engar stökkbreytingar; þetta hefur verið stöðug en hægfara þróun. Í dag verður forsíðan aftur blönd- uð; með bæði innlendum og erlend- um fréttum. Heiti blaðsins á forsíðunni fyllir ekki lengur út í fimmdálkaplássið. Það var minnkað í þrígang eftir 1928, en stækkað aftur út í fimm- dálkinn 1983 og þá var stofnárinu 1913 bætt við þar fyrir neðan. Það er einnig nýtt nú, að efnistilvísanir koma fyrir neðan blaðhausinn og línan þar fyrir ofan breytist; fremst stendur stofnað 1913 og lengst til hægri kemur mbl.is í stað prent- smiðju Morgunblaðsins. „Við komum aftur með landa- mæralausa forsíðu,“ segir Árni Jörgensen, fulltrúi ristjóra, „og við munum létta á fimmdálkahefðinni og láta atburðina ráða meiru um dálkafjöldann.“ Fréttaáherzlu og andlitslyftingu á forsíðu Morgunblaðsins fylgja breytingar á öðrum blaðsíðum; bæði baksíðu og innsíðum. „Þessar breyt- ingar gera blaðið léttara og frjáls- ara, en samt allt innan ákveðinna marka,“ segir Árni. „Með því að láta innlendar fréttir á forsíðuna höfum við frjálsari höndur með baksíðuna. Það er okk- ar aðal að hafa tvær útsíður, sem báðar eru harðar fréttasíður. Með því að fella niður landamærin á for- síðunni opnum við fyrir léttara efni á baksíðunni og reyndar forsíðunni líka, þegar það á við.“ Svar við kalli tímans „Það hefur lengi legið í loftinu að blanda saman innlendum og erlend- um fréttum á forsíðunni,“ segir Björn Vignir Sigurpálsson, frétta- ritstjóri Morgunblaðsins. „Það sem réð þessari skiptingu með erlendu fréttirnar á forsíðunni á sínum tíma, var að það var litið á þær sem eins konar glugga út í hinn stóra heim. Á þessum tíma voru miklar viðsjár í heiminum, kalda stríðið í algleymingi sem hafði beina skírskotun inn í íslenzka stjórn- málabaráttu, þar sem voru átökin um varnarliðið og veru þess. Á þeim tíma var íslenzkt þjóðfélag einangr- aðra og fréttasviðið fábreyttara og það þurfti innlendar stórfréttir; mannskaða, náttúrhamfarir og þess háttar til þess að þær birtust á for- síðunni. Nú er allt umhverfi gjörbreytt. Menn eiga auðveldan aðgang að er- lendum fréttum, sem mala allan sól- arhringinn, og heimsviðburðir í beinni útsendingu. Með tilkomu Netsins má sækja upplýsingar heimshorna á milli á svipstundu. Ís- lenzkt þjóðfélag hefur þróazt þann- ig að frá miklu meiru er að segja. Til dæmis hefur öflugt viðskipta- líf orðið til síðasta hálfan annan ára- tug, en viðskiptafréttir þekktust nær ekkert áður. Hér er kominn hlutabréfamarkaður sem krefst mikillar upplýsingagjafar og það eru næstum daglegar fréttir um einhverskonar átök á markaðnum Það er þó rétt að leggja áherzlu á það, að með breytingunum er ekki ætlunin að draga úr erlendum fréttaflutningi. Erlendar fréttir verða áfram á forsíðunni og þær fá aukið rými inni í blaðinu. Þær munu því áfram skipa sinn veglega sess í Morgunblaðinu. Þessar breytingar á blaðinu eru einfaldlega svar við kalli tímans.“ freysteinn@mbl.is FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 11 verður opnuð í Smáralind í dag Ótrúleg opnunartilboð Smáralind - Kringlunni - Laugavegi 97
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.