Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 10
Þ egar Morgunblaðið hóf göngu sína; 2. nóv- ember 1913, var aðal- efni forsíðunnar ávarp ritstjórans Vilhjálms Finsens, þar sem hann lagði áherzlu á fréttahlutverk blaðs- ins. Aðal þess yrðu áreiðanlegar fréttir; fréttir hvaðanæfa af landinu og frá fréttariturum í Lundúnum, Kaupmannahöfn og Kristjaníu, sem myndu tilkynna lesendum blaðsins allt það markverðasta, sem gerðist í heiminum. Ávarp ritstjórans tók hálfan ann- an dálk á forsíðunni, sem var fjög- urra dálka; auglýsingar tóku einn dálk og annað efni voru fréttir um brunamál í Reykjavík, ljósahátíð á Seyðisfirði, listi um afgreiðslutíma ýmissa stofnana og frásögn af kvik- myndunum í Gamla bíói og Nýja bíói. Í Dagbók blaðsins er þess getið, að „af einhverjum oss óþektum ástæðum hafa engin erlend sím- skeyti komið til Morgunblaðsins í gærkvöldi – væntanlega af því ekk- ert hefir markvert skeð.“! En ástæðan var ekki tíðindaleysi úti í hinum stóra heimi. Á forsíðu annars tölublaðs er saga „gjald- keramálsins“ rakin, en það mál höfðuðu bankastjórar Landsbank- ans gegn gjaldkera bankans. Aug- lýsingadálkurinn er á sínum stað á síðunni og í Dagbók er klausa um það að „Morgunblaðið hefur fyrir einhvern misskilning enn eigi fengið erlendar símafregnir.“ En svo komu þær og á forsíðu 3ja tölublaðsins trónir efst á forsíðunni; fyrsta erlenda símafregnin; Stórtíð- indi frá Mexíkó, sem fjallar um kjör Huerta á forsetastól í Mexíkó og eru í fréttinni skeyti frá bæði Kaup- mannahöfn og London. Innlenda fréttin er um dóminn í gjaldkera- málinu. Þar með er forsíðan komin með sinn svip; auglýsingadálk, erlendar símafregnir og innlendar fréttir, sem oft fylla lungann af fréttapláss- inu framan af. Fyrstu fréttamyndirnar Fyrsta erlenda fréttamyndin birtist á forsíðu níunda tölublaðsins; mynd af stærsta skipi heims, Imp- erator, og fylgir frétt af því skipi. Fjórum dögum síðar er aftur mynd af erlendu skipi á forsíðunni; Vest- kysten, sem strandaði fyrir strönd- um Finnlands „að kvöldi 22. f.m.“. Aðrar fréttir á forsíðunni eru auk Dagbókar frásögn af fórnarlambi sandsparnaðs bæjarverkfræðings- ins í Reykjavík og grátbrosleg saga af lögregluþjónum í Kansas. Fimmtánda nóvember hafa er- lendu fréttirnar yfirhöndina á síð- unni og daginn eftir eru eingöngu erlendar fréttir á forsíðunni. En mánudaginn 17. nóvember leggur innlend frétt undir sig forsíðuna; Bróðurmorð í Reykjavík og fylgir með fyrsta innlenda fréttamynd blaðsins; dúkrista Bang bíóstjóra af Dúkskoti, þar sem fórnarlambið bjó og lagðist banaleguna. Sambýli auglýsinga, erlendra frétta og innlendra á forsíðunni er svo eftir efnum og ástæðum, en aug- lýsingarnar fara fljótlega fram úr dálkinum. (Á baksíðunni eru auglýs- ingar og framhaldssaga; 15. desem- ber birtist þar mynd af Monu Lisu Leonardo daVinci og daginn eftir frásögn af „Kong Helga“ – slysinu og mynd af skipinu með og næsta dag er Dagbókin á baksíðu. Þetta þrennt eru þó undantekningar.) 1. júlí 1919 selja Vilhjámur Fin- sen og Ólafur Björnsson Morg- unblaðið; kaupandi er Fjelag í Reykjavík, síðar Árvakur. Vil- hjálmur er áfram ritstjóri Morg- unblaðsins. Mánudaginn 7. júlí 1919 kemur Morgunblaðið ekki út. Ákveðið hef- ur verið að blaðið komi ekki út á mánudögum, en þeir dagar eru ákveðnir útgáfudagar Ísafoldar, sem Fjelag í Reykjavík keypti líka til þess að vera vikuútgáfa Morg- unblaðsins. En daginn eftir gefur heldur bet- ur að líta; Morgunblaðið kemur út í stækkuðu broti. Það er áfram 4 síð- ur, en nú eru þær sexdálka og efst á forsíðunni nýr blaðhaus. Nafn rit- stjórans hverfur af forsíðunni og í sérstakan haus á bls. 2, þar sem birtar eru fleiri upplýsingar um blaðið. Efnisskipan á forsíðunni er áfram óbreytt. Þessi stækkun reynist þó ekki langlíf, því eftir prentaraverkfall í ársbyrjun 1920 kemur Morg- unblaðið út 8. janúar og til að stand- ast kostnaðarauka af pappír og launum hefur verið valin sú leið að blaðið komi út í minna broti „fyrst um sinn“. Síðurnar eru áfram 4, en eru nú fimm dálka. Í lok fréttarinn- ar um blaðið er því heitið, að það verði stækkað aftur strax og að- stæður leyfa. Það hefur þó ekki gerzt enn hvað brotið varðar, en blaðið hefur stækkað að síðufjölda. Auglýsingaforsíðan Þegar Vilhjálmur Finsen, stofn- andi og ristjóri Morgunblaðsins, lætur af störfum um áramótin 1922 er hausinn inni í blaðinu lagður af en nöfn stofnanda og ritstjóra; Þor- steins Gíslasonar, færð á forsíðuna. Þegar kemur fram á 1922 dettur botninn úr forsíðufréttunum og inn- lent efni af lengri toga fyllir það pláss, sem auglýsingar ekki taka. Auglýsingar þoka svo öðru efni af forsíðunni og tróna þar einar linnu- lítið. Þriðjudaginn 1. apríl 1924 eru nöfn stofnanda og ritstjóra aftur flutt af forsíðunni í sérstakan haus inni í blaðinu. Nýir ristjórar eru Valtýr Stefánsson og Jón Kjart- ansson og nú bætist í hausinn útgef- andi Morgunblaðsins; Fjelag í Reykjavík, sem breyttist í Hf. Ár- vakur 15. marz 1930. Frá 1924 hefur hausinn verið inni í blaðinu og tekið þar ýmsum útlits- og innihalds- breytingum. Haustið 1927 er blaðið stækkað í 8 síður daglega. Þótt auglýsingar tróni nær linnu- laust á forsíðunni eftir 1924 og fram á fimmta áratuginn, komast ein- staka atburðir á forsíðuna. Þriðjudaginn 10. marz 1925 er öll forsíðan og blaðið helgað manntjón- inu mikla 7. til 8. febrúar, þegar 68 Íslendingar og 6 Englendingar týndust með botnvörpungunum Leifi heppna og Robertson og mót- orbátnum Sólveigu. Í ársbyrjun 1928 birtist nýr haus á forsíðu Morgunblaðsins. Hann er í gotneskum stíl, teiknaður af Tryggva Magnússyni og er grunn- urinn að útlitinu á heiti blaðsins á forsíðunni allar götur síðan. Miðvikudaginn 15. apríl 1931 er fimmdálka fyrirsögn efst á forsíð- unni; Einræðisstjórn! og öll síðan fer undir hluta af frásögn blaðsins um þingrof Tryggva Þórhallssonar. Forsíður 10. og 11. maí 1940 segja frá hertöku Íslands; reyndar birtist fréttin aðeins í hluta upplagsins hinn 10., þar sem prentun var hafin, þegar fyrstu merki um hertökuna birtust. En á forsíðu hinn 11., sem og bls. 2 og 6, er sagt frá hertökunni í máli og myndum. 3. júlí 1942 er forsíðan lögð undir útvarpsræðu Ólafs Thors forsætis- ráðherra en þá eru tveir dagar í al- þingiskosningar. Á kosningadaginn er á forsíðunni táknræn teikning fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins og aukablað kemur út um miðjan kjör- dag. En auglýsingarnar end- urheimta forsíðuna strax á þriðju- dag og úrslit kosninganna eru birt á bls. 3. Þegar kemur fram á árið 1943 liggja miklar breytingar á Morg- unblaðinu í loftinu. 20. febrúar segir blaðið frá Þor- móðsslysinu, þegar fjörutíu og þrír fórust með Þormóði frá Bíldudal undan Garðskaga. Fréttin tekur mestalla forsíðuna. Auglýsingarnar eru svo aftur komnar á sinn stað á forsíðunni daginn eftir; algengastar eru for- síður með eindálkaauglýsingum, gjarnan 8 í hverjum dálki – samtals 40 stykki. En nú er tími auglýsinga- forsíðunnar liðinn. Fréttir á útsíðunum Þriðjudaginn 1. júní 1943 kemur Morgunblaðið út í breyttri mynd; blaðið hefur verið stækkað í 12 síður og útsíðurnar lagðar undir fréttir. Meðan auglýsingar réðu á útsíð- unum (baksíðan var auglýsingar, framhaldssaga og Með morg- unkaffinu) voru bls. 2 og 3 aðal- fréttasíður blaðsins. Blaðsíða 2 er fréttasíða áfram, en bls. 3 tekur við auglýsingunum af forsíðunni. Í leiðara, sem heitir Morg- unblaðið, kemur fram að blaðið hef- ur eignazt nýja prentvél, sem getur prentað 16 síðna blað, en vaxandi útbreiðsla og auglýsingar hafa kall- að á styttri prentunartíma og stærra blað. Þá hefur Ísafold keypt letursteypuvél til afnota fyrir blað- ið. (Samvinna Morgunblaðsins og Ísafoldarprentsmiðju stóð til 1. júlí 1948 að Árvakur tók við allri prent- un blaðsins.) Víkverji skrifar Úr daglega lífinu og talar um merkileg tímamót í sögu Morgunblaðsins. Blaðið komi nú út í „tabloid“ – broti, unnið í nýj- um og fullkomnum vélum. Í Reykjavíkurbrjefi 6. júní er fjallað um Morgunblaðið, en hvergi vikið að þeim breytingum, sem fel- ast í fréttum á útsíðum blaðsins. Landa- mæralaus forsíða Morgunblaðið tekur stakkaskiptum í dag. Meðal annars verður forsíða blaðsins landamæralaus á ný; með bæði innlendum og erlendum fréttum. Freysteinn Jóhannsson fletti forsíðum Morgunblaðsins. 2. nóvember 1983: Stofnárið sett undir forsíðuhausinn. 2. nóvember 1913: Fyrsta forsíða Morgunblaðsins. 12. nóvember 1913: Erlendar sím- fregnir tróna efst. 17. nóv. 1913: Fyrsta innlenda fréttamyndin á forsíðunni. 14. janúar 1960: Úranus og áhöfn hans eru heil á húfi. 27. október 1995: Fórnarlömb snjó- flóðsins á Flateyri. 3. janúar 1928: Haus Tryggva Magnússonar birtist fyrst. 30. maí 1943: Auglýsingar ráða ríkjum á forsíðunni síðasta sinni. 1. júní 1943: Fréttir ráða ríkjum á forsíðunni sem aldrei fyrr. FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.