Morgunblaðið - 02.11.2002, Page 10

Morgunblaðið - 02.11.2002, Page 10
Þ egar Morgunblaðið hóf göngu sína; 2. nóv- ember 1913, var aðal- efni forsíðunnar ávarp ritstjórans Vilhjálms Finsens, þar sem hann lagði áherzlu á fréttahlutverk blaðs- ins. Aðal þess yrðu áreiðanlegar fréttir; fréttir hvaðanæfa af landinu og frá fréttariturum í Lundúnum, Kaupmannahöfn og Kristjaníu, sem myndu tilkynna lesendum blaðsins allt það markverðasta, sem gerðist í heiminum. Ávarp ritstjórans tók hálfan ann- an dálk á forsíðunni, sem var fjög- urra dálka; auglýsingar tóku einn dálk og annað efni voru fréttir um brunamál í Reykjavík, ljósahátíð á Seyðisfirði, listi um afgreiðslutíma ýmissa stofnana og frásögn af kvik- myndunum í Gamla bíói og Nýja bíói. Í Dagbók blaðsins er þess getið, að „af einhverjum oss óþektum ástæðum hafa engin erlend sím- skeyti komið til Morgunblaðsins í gærkvöldi – væntanlega af því ekk- ert hefir markvert skeð.“! En ástæðan var ekki tíðindaleysi úti í hinum stóra heimi. Á forsíðu annars tölublaðs er saga „gjald- keramálsins“ rakin, en það mál höfðuðu bankastjórar Landsbank- ans gegn gjaldkera bankans. Aug- lýsingadálkurinn er á sínum stað á síðunni og í Dagbók er klausa um það að „Morgunblaðið hefur fyrir einhvern misskilning enn eigi fengið erlendar símafregnir.“ En svo komu þær og á forsíðu 3ja tölublaðsins trónir efst á forsíðunni; fyrsta erlenda símafregnin; Stórtíð- indi frá Mexíkó, sem fjallar um kjör Huerta á forsetastól í Mexíkó og eru í fréttinni skeyti frá bæði Kaup- mannahöfn og London. Innlenda fréttin er um dóminn í gjaldkera- málinu. Þar með er forsíðan komin með sinn svip; auglýsingadálk, erlendar símafregnir og innlendar fréttir, sem oft fylla lungann af fréttapláss- inu framan af. Fyrstu fréttamyndirnar Fyrsta erlenda fréttamyndin birtist á forsíðu níunda tölublaðsins; mynd af stærsta skipi heims, Imp- erator, og fylgir frétt af því skipi. Fjórum dögum síðar er aftur mynd af erlendu skipi á forsíðunni; Vest- kysten, sem strandaði fyrir strönd- um Finnlands „að kvöldi 22. f.m.“. Aðrar fréttir á forsíðunni eru auk Dagbókar frásögn af fórnarlambi sandsparnaðs bæjarverkfræðings- ins í Reykjavík og grátbrosleg saga af lögregluþjónum í Kansas. Fimmtánda nóvember hafa er- lendu fréttirnar yfirhöndina á síð- unni og daginn eftir eru eingöngu erlendar fréttir á forsíðunni. En mánudaginn 17. nóvember leggur innlend frétt undir sig forsíðuna; Bróðurmorð í Reykjavík og fylgir með fyrsta innlenda fréttamynd blaðsins; dúkrista Bang bíóstjóra af Dúkskoti, þar sem fórnarlambið bjó og lagðist banaleguna. Sambýli auglýsinga, erlendra frétta og innlendra á forsíðunni er svo eftir efnum og ástæðum, en aug- lýsingarnar fara fljótlega fram úr dálkinum. (Á baksíðunni eru auglýs- ingar og framhaldssaga; 15. desem- ber birtist þar mynd af Monu Lisu Leonardo daVinci og daginn eftir frásögn af „Kong Helga“ – slysinu og mynd af skipinu með og næsta dag er Dagbókin á baksíðu. Þetta þrennt eru þó undantekningar.) 1. júlí 1919 selja Vilhjámur Fin- sen og Ólafur Björnsson Morg- unblaðið; kaupandi er Fjelag í Reykjavík, síðar Árvakur. Vil- hjálmur er áfram ritstjóri Morg- unblaðsins. Mánudaginn 7. júlí 1919 kemur Morgunblaðið ekki út. Ákveðið hef- ur verið að blaðið komi ekki út á mánudögum, en þeir dagar eru ákveðnir útgáfudagar Ísafoldar, sem Fjelag í Reykjavík keypti líka til þess að vera vikuútgáfa Morg- unblaðsins. En daginn eftir gefur heldur bet- ur að líta; Morgunblaðið kemur út í stækkuðu broti. Það er áfram 4 síð- ur, en nú eru þær sexdálka og efst á forsíðunni nýr blaðhaus. Nafn rit- stjórans hverfur af forsíðunni og í sérstakan haus á bls. 2, þar sem birtar eru fleiri upplýsingar um blaðið. Efnisskipan á forsíðunni er áfram óbreytt. Þessi stækkun reynist þó ekki langlíf, því eftir prentaraverkfall í ársbyrjun 1920 kemur Morg- unblaðið út 8. janúar og til að stand- ast kostnaðarauka af pappír og launum hefur verið valin sú leið að blaðið komi út í minna broti „fyrst um sinn“. Síðurnar eru áfram 4, en eru nú fimm dálka. Í lok fréttarinn- ar um blaðið er því heitið, að það verði stækkað aftur strax og að- stæður leyfa. Það hefur þó ekki gerzt enn hvað brotið varðar, en blaðið hefur stækkað að síðufjölda. Auglýsingaforsíðan Þegar Vilhjálmur Finsen, stofn- andi og ristjóri Morgunblaðsins, lætur af störfum um áramótin 1922 er hausinn inni í blaðinu lagður af en nöfn stofnanda og ritstjóra; Þor- steins Gíslasonar, færð á forsíðuna. Þegar kemur fram á 1922 dettur botninn úr forsíðufréttunum og inn- lent efni af lengri toga fyllir það pláss, sem auglýsingar ekki taka. Auglýsingar þoka svo öðru efni af forsíðunni og tróna þar einar linnu- lítið. Þriðjudaginn 1. apríl 1924 eru nöfn stofnanda og ritstjóra aftur flutt af forsíðunni í sérstakan haus inni í blaðinu. Nýir ristjórar eru Valtýr Stefánsson og Jón Kjart- ansson og nú bætist í hausinn útgef- andi Morgunblaðsins; Fjelag í Reykjavík, sem breyttist í Hf. Ár- vakur 15. marz 1930. Frá 1924 hefur hausinn verið inni í blaðinu og tekið þar ýmsum útlits- og innihalds- breytingum. Haustið 1927 er blaðið stækkað í 8 síður daglega. Þótt auglýsingar tróni nær linnu- laust á forsíðunni eftir 1924 og fram á fimmta áratuginn, komast ein- staka atburðir á forsíðuna. Þriðjudaginn 10. marz 1925 er öll forsíðan og blaðið helgað manntjón- inu mikla 7. til 8. febrúar, þegar 68 Íslendingar og 6 Englendingar týndust með botnvörpungunum Leifi heppna og Robertson og mót- orbátnum Sólveigu. Í ársbyrjun 1928 birtist nýr haus á forsíðu Morgunblaðsins. Hann er í gotneskum stíl, teiknaður af Tryggva Magnússyni og er grunn- urinn að útlitinu á heiti blaðsins á forsíðunni allar götur síðan. Miðvikudaginn 15. apríl 1931 er fimmdálka fyrirsögn efst á forsíð- unni; Einræðisstjórn! og öll síðan fer undir hluta af frásögn blaðsins um þingrof Tryggva Þórhallssonar. Forsíður 10. og 11. maí 1940 segja frá hertöku Íslands; reyndar birtist fréttin aðeins í hluta upplagsins hinn 10., þar sem prentun var hafin, þegar fyrstu merki um hertökuna birtust. En á forsíðu hinn 11., sem og bls. 2 og 6, er sagt frá hertökunni í máli og myndum. 3. júlí 1942 er forsíðan lögð undir útvarpsræðu Ólafs Thors forsætis- ráðherra en þá eru tveir dagar í al- þingiskosningar. Á kosningadaginn er á forsíðunni táknræn teikning fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins og aukablað kemur út um miðjan kjör- dag. En auglýsingarnar end- urheimta forsíðuna strax á þriðju- dag og úrslit kosninganna eru birt á bls. 3. Þegar kemur fram á árið 1943 liggja miklar breytingar á Morg- unblaðinu í loftinu. 20. febrúar segir blaðið frá Þor- móðsslysinu, þegar fjörutíu og þrír fórust með Þormóði frá Bíldudal undan Garðskaga. Fréttin tekur mestalla forsíðuna. Auglýsingarnar eru svo aftur komnar á sinn stað á forsíðunni daginn eftir; algengastar eru for- síður með eindálkaauglýsingum, gjarnan 8 í hverjum dálki – samtals 40 stykki. En nú er tími auglýsinga- forsíðunnar liðinn. Fréttir á útsíðunum Þriðjudaginn 1. júní 1943 kemur Morgunblaðið út í breyttri mynd; blaðið hefur verið stækkað í 12 síður og útsíðurnar lagðar undir fréttir. Meðan auglýsingar réðu á útsíð- unum (baksíðan var auglýsingar, framhaldssaga og Með morg- unkaffinu) voru bls. 2 og 3 aðal- fréttasíður blaðsins. Blaðsíða 2 er fréttasíða áfram, en bls. 3 tekur við auglýsingunum af forsíðunni. Í leiðara, sem heitir Morg- unblaðið, kemur fram að blaðið hef- ur eignazt nýja prentvél, sem getur prentað 16 síðna blað, en vaxandi útbreiðsla og auglýsingar hafa kall- að á styttri prentunartíma og stærra blað. Þá hefur Ísafold keypt letursteypuvél til afnota fyrir blað- ið. (Samvinna Morgunblaðsins og Ísafoldarprentsmiðju stóð til 1. júlí 1948 að Árvakur tók við allri prent- un blaðsins.) Víkverji skrifar Úr daglega lífinu og talar um merkileg tímamót í sögu Morgunblaðsins. Blaðið komi nú út í „tabloid“ – broti, unnið í nýj- um og fullkomnum vélum. Í Reykjavíkurbrjefi 6. júní er fjallað um Morgunblaðið, en hvergi vikið að þeim breytingum, sem fel- ast í fréttum á útsíðum blaðsins. Landa- mæralaus forsíða Morgunblaðið tekur stakkaskiptum í dag. Meðal annars verður forsíða blaðsins landamæralaus á ný; með bæði innlendum og erlendum fréttum. Freysteinn Jóhannsson fletti forsíðum Morgunblaðsins. 2. nóvember 1983: Stofnárið sett undir forsíðuhausinn. 2. nóvember 1913: Fyrsta forsíða Morgunblaðsins. 12. nóvember 1913: Erlendar sím- fregnir tróna efst. 17. nóv. 1913: Fyrsta innlenda fréttamyndin á forsíðunni. 14. janúar 1960: Úranus og áhöfn hans eru heil á húfi. 27. október 1995: Fórnarlömb snjó- flóðsins á Flateyri. 3. janúar 1928: Haus Tryggva Magnússonar birtist fyrst. 30. maí 1943: Auglýsingar ráða ríkjum á forsíðunni síðasta sinni. 1. júní 1943: Fréttir ráða ríkjum á forsíðunni sem aldrei fyrr. FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.