Morgunblaðið - 02.11.2002, Síða 55

Morgunblaðið - 02.11.2002, Síða 55
UMRÆÐAN 56 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MENNTAMÁL á Íslandi hafa lengi setið á hakanum. Skýringuna á því má að einhverju leyti rekja til aldursskiptingar Alþingis. Enginn þingmaður er undir 36 ára aldri og 80% þingmanna eru á aldrinum 45– 59 ára. Aðrir hlutir brenna eðlilega á ungu fólki en þeim sem eru miðaldra og því er menntamálum og náms- lánakerfinu, leikskólamálum og hús- næðismálum ekki nægilega vel sinnt. Menntamál þarf að setja í algjöran forgang og stórauka fjármagn til menntakerfisins til samræmis við nágrannalöndin. Íslendingar verja enn töluvert minna fé í menntamál en nágrannaþjóðir okkar. Það er kominn tími til að menntamál verði alvöru kosningamál. Stjórnmál snú- ast að miklu leyti um að forgangsaða málum eftir mikilvægi og núverandi forgangsröðun íslenskra stjórnvalda þarf að breyta. Það er óásættanlegt að landbúnaður fái meira fjármagn beint og óbeint frá ríkinu en allir framhaldsskólar landsins og Háskóli Íslands samanlagt. Núverandi ríkis- stjórn metur sauðfé meira en stúd- enta. Menntun er hagkvæm Útgjöld til menntunar eru hag- kvæm fjárfesting þjóðarinnar. Eftir nánast stöðuga stjórn Sjálfstæðis- flokksins á menntamálaráðuneytinu í tvo áratugi hefur menntakerfinu hnignað. Háskólastigið býr við fjár- svelti og gríðarlegan húsnæðisskort. Íslendingar hafa sakir þessa dregist verulega aftur úr öðrum vestrænum þjóðum í menntamálum. Íslendingar ljúka framhaldsskólaprófi langelstir allra OECD-þjóða, að meðaltali tveimur árum á eftir öðrum þjóðum. Íslendingar hafa hærra hlutfall ein- staklinga sem einungis hafa grunn- skólapróf miðað við aðrar OECD- þjóðir árið 1998. Málefni ungs fólks gleymast Menntamál eiga að vera eitt af að- alkosningamálunum í vor. Umræðu um menntun, skóla og leiðir til að bæta íslenskt menntakerfi vantar. Íslenskt samfélag færist stöðugt nær umhverfi skólagjalda. Skóla- gjöld mega ekki verða að íslenskum veruleika. Aðgangur að menntakerf- inu sem og velferðarkerfinu á að vera fyrir alla og undir engum kring- umstæðum takmarkaður af efnahag. Ég þekki það sem nemandi í laga- deild og hagfræðideild Háskóla Ís- lands að ýmislegt má betur fara í menntakerfinu. Nauðsynlegt er að stórbæta námslánakerfið og minnka fórnarkostnaðinn við að vera í námi. Til að menntakerfið verði öflugt þurfum við öfluga málsvara mennt- unar á Alþingi. Menntamál gleymd á Alþingi Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson Höfundur býður sig fram í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. „Aðgangur að mennta- kerfinu sem og velferð- arkerfinu á að vera fyrir alla.“ ÉG GEKK með móður minni nið- ur Laugaveginn á kvennafrídaginn 1975 og var ánægður með framtak hennar. Hún fæddist inn í samfélag mismunar á fyrri hluta síðustu aldar en lífið hafði kennt henni að mismun- un kynjanna var bæði röng og órétt- lát. Þá töldum við að kerfisbundið misrétti væri viðráðanlegur óvinur en að hugarfarsbyltingin væri fjar- lægur draumur. Nú hefur hugarfarið snarsnúist en enn ríkir kerfisbund- inn launamunur kynja. Ég er þeirrar kynslóðar þar sem karlar og konur líta hvort á annað sem jafningja. Engu að síður er víða að finna kerfisbundið misrétti. Sam- kvæmt nýlegum athugunum fá kon- ur 7–18% lægri laun en karlar ein- vörðungu vegna þess að þær eru konur. Á þremur áratugum hefur okkur tekist að breyta hugarfari en ekki því mannanna verki sem launa- kerfi er. Kynbundinn launamunur í einkafyrirtækjum er illbærilegur en slíkur launamunur hjá opinberum fyrirtækjum er óþolandi. Launamunur er letjandi Jafnrétti og jafnræði er forsenda þess að einstaklingar geti þroskað hæfileika sína sjálfum sér og sam- félaginu til gagns og gleði. Þetta á ekki síst við um jafnrétti kynjanna. Launamunur kynja er ljótur blettur á samfélaginu og það er sameigin- legt hagsmunamál jafnréttissinn- aðra karla og kvenna að útrýma hon- um. Launamunur kynja dregur úr áhuga kvenna á virkri þátttöku í at- vinnulífi og heldur auk þess karl- mönnum frá virku uppeldi og umönnun barna sinna. Hann er letj- andi, – eykur líkurnar á að íslenskt atvinnulíf fari á mis við hæfileika og kunnáttu kvenna sem þó hafa lagt sig frekar eftir námi og starfsþroska en karlmenn og hann leggur grjót í götu farsæls fjölskyldulífs. Launa- munur kynjanna er því ekki bara óréttlátur heldur líka dragbítur á vöxt og þroska íslensks atvinnulífs og mannlífs. Ríki og sveitarfélög eru stærsti at- vinnuveitandi landsins og því sá ein- staki aðili sem helst ber ábyrgð á launamisrétti kynjanna. Undan þessari ábyrgð geta stjórnmálamenn ekki skotið sér. Það hlýtur að vera kappsmál jafnaðarmanna og jafn- réttissinna að eyða þessum mismun. Að mínum dómi er umþóttunartími liðinn. Stjórnmálamenn verða að hugleiða alvarlega þann möguleika að skerpa jafnréttislögin og gefa færi á refsingum og sektum verði fyrirtæki ítrekað uppvíst að kynja- bundnum launamismun. Launamun- ur er óréttlátur, rangur og vinnur gegn efnahagslegum og félagslegum markmiðum sem samstaða er um. Gegn honum þarf því að berjast með öllum tiltækum ráðum. Launamunur kynja er óþolandi Eftir Ásgeir Friðgeirsson Höfundur er þátttakandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi. „Launamun- ur kynjanna er því ekki bara órétt- látur heldur líka dragbítur á vöxt og þroska íslensks at- vinnulífs og mannlífs.“ ÞAÐ er mikilvægt að ungt og kraftmikið fólk veljist í framvarð- arsveit Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar. Til þess höfum við tæki- færi í flokksvalinu í Suðurkjördæmi laugardaginn 9. nóv- ember. Björgvin G. Sigurðsson gefur kost á sér í flokks- valinu og ég styð hann eindregið í öruggt sæti. Hann er sannur fé- lagshyggjumaður sem ber fyrir brjósti hagsmuni þeirra sem minna mega sín í samfélaginu. Björgvin vann frábært starf við uppbyggingu flokksins sem framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar síðastliðin þrjú ár og hefur þá menntun og þann bakgrunn sem gerir hann að hæfum stjórnmálamanni. Með því að kalla okkar besta fólk til leiks aukum við líkurnar á því að félagshyggjuöflin myndi öfluga rík- isstjórn eftir næstu kosningar. Í þeirri framvarðarsveit vil ég sjá Björgvin og hvet ég Samfylking- arfólk í Suðurkjördæmi til að kjósa hann í öruggt sæti í flokksvalinu. Styðjum Björgvin í öruggt sæti Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, skrifar: ÞAÐ er sjaldgæft að kraftmikið og frambærilegt ungt fólk gefi sig að pólitík. Æ fleiri kjósa að dansa í kringum gullkálfinn eða hasla sér völl á öðrum sviðum. Því er það fagnaðarefni og hvalreki þegar fram kemur ungt fólk sem er til í slaginn. Björgvin G. Sig- urðsson gefur kost á sér í flokksval- inu í Suðurkjördæmi. Hann er ungur og þróttmikill hugsjónamaður af bestu gerð. Það væri mikið lán fyrir nýja Suðurkjördæmið okkar að fá hann í framvarðasveitina. Með hon- um er kominn framtíðarforingi sem kveður að. Ég skora á Samfylking- arfólk á Suðurlandi að veita honum brautargengi og kjósa hann í flokks- valinu 9. nóvember. Nýtum það tæki- færi sem framboð hans gefur okkur til að velja fólk sem þorir og getur leitt Samfylkinguna til sigurs í vor. Sigrarnir í sveitarstjórnarkosning- unum gleymast ekki. Endurtökum leikinn í vor með okkar besta fólk í fararbroddi. Styðjum Björgvin til sigurs Herbert Viðarsson tónlistarmaður skrifar: ÁGÚST Ólafur Ágústsson er verð- ugur fulltrúi ungu kynslóðarinnar í Samfylkingunni. Ágúst er formaður í félagi ungra jafn- aðarmanna og hefur tekið þátt í stefnu- mótun Samfylkingar varðandi Evrópumál. Það er mikilvægt fyr- ir okkur nú þegar við erum að mynda sterka flokksheild að breidd í vali frambjóðenda sé til staðar. Þegar litið er til framtíðar flokks- ins okkar er ljóst að við þurfum að tryggja áframhaldandi vinnu við mál- efni flokksins. Ágúst er talsmaður frjálslyndrar jafnaðarstefnu og hefur lagt áherslu á að einstaklingurinn og fyrirtækin njóti sín á sama tíma og velferðarmál og sterk stefna í menntamálum séu höfð í öndvegi. Þegar litið er til umræðu um Evr- ópuaðild Íslendinga er Ágúst í sterkri málefnalegri stöðu. Hann er annar höfunda skýrslu um sjávarútvegs- stefnu Evrópusambandsins fyrir Samfylkinguna og hefur mikla þekk- ingu á málaflokknum. Tryggjum Ágústi öruggt sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar 9. nóv- ember. Tryggjum Ágústi Ólafi þingsæti Fritz M. Jörgensson, framkvæmdastjóri, skrifar: Prófkjör Prófkjör stjórnmálaflokkanna vegna þingkosninganna í maímánuði nk. fara fram í vetur. Af því tilefni birtir Morgunblaðið greinar fram- bjóðenda og stuðningsmanna. Þær er einnig hægt að nálgast undir liðnum prófkjör á forsíðu mbl.is. FLESTUM er enn í fersku minni sú barátta sem öryrkjar hafa háð gagnvart ríkisstjórn Davíðs Oddsson- ar og reis hæst í umræðunni um hið svokallaða öryrkjamál. Hæstaréttar- dómur féll þar sem öryrkjum voru tryggð ákveðin réttindi en ríkis- stjórnin fór þá leið að skipa sérstakan starfshóp, sem á endanum svipti ör- yrkja drjúgum hluta þess réttar sem Hæstiréttur dæmdi þeim. Ótrúleg harðfylgni ríkisstjórnarinnar gagn- vart þessum hópi vakti athygli um allt þjóðfélagið en þrátt fyrir harða bar- áttu Öryrkjabandalagsins, stjórnar- andstöðu og fleiri aðila í samfélaginu hélt ríkisstjórnin sínu striki. Ófagleg vinnubrögð Öryrkjamálið skók sali Alþingis, ekki síst fyrir þau ófaglegu vinnu- brögð sem einkenndu bréfaskipti for- seta Alþingis og forseta Hæstaréttar um málið. Þar birtist vinnulag sem er beinlínis hættulegt sjálfstæði þriggja greina ríkisvaldsins og þar með stjórnskipaninni sem við búum við. En ríkisstjórnin beitir öllum brögðum í viðureign sinni við öryrkja landsins. Þeim var neitað um að sjá minnisblað- ið sem var grundvöllur að skipan nefndarinnar sem var falið að túlka dóminn á sínum tíma. Bréfið var ekki birt fyrr en að undangengnum dómi Hæstaréttar þar sem forsætisráð- herra var gert skylt að veita Öryrkja- bandalaginu aðgang að minnis- blaðinu. Öryrkjabandalagið hefur líklega fyrir löngu áttað sig á því að leiðin að hjarta ríkisstjórnarinnar liggur í gegnum málaferli. Það á mikið undir dómstólum landsins komið í glímu sinni við ríkisstjórnina. Nú hafa fleiri áttað sig á þessari döpru staðreynd og Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur ákveðið að stefna rík- inu vegna skatta á ávöxtun iðgjalda. Ávöxtun lífeyris er eini flokkur fjár- magnstekna sem er undanskilinn 10% fjármagnstekjuskatti og búa líf- eyrisþegar við það óréttlæti að þurfa einir fjármagnseigenda að borga tæp 39% í skatt á meðan aðrir borga 10%. Félagið mun krefjast viðurkenningar á því að skattheimta á vexti af lífeyr- issjóðsiðgjöldum sé ólögmæt þar sem hún brjóti í bága við jafnræðisreglu og eignarréttarákvæði stjórnarskrár- innar. Það segir meira en mörg orð um hver hugur ríkisstjórnarinnar gagnvart lífeyrisþegum er, að sam- skipti þar á milli skuli birtast í hverju dómsmálinu á fætur öðru. Dapurleg staðreynd hjá einni af ríkustu þjóðum heims, að hafa slíka ríkisstjórn við völd. Málaferli – leið- in að hjarta rík- isstjórnarinnar Eftir Bryndísi Hlöðversdóttur Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. „Dapurleg staðreynd hjá einni af ríkustu þjóð- um heims, að hafa slíka ríkisstjórn við völd.“ ÞAÐ er alkunna að ekki er mikill fjöldi ungs fólks á Alþingi um þessar mundir. Ýmislegt hefur stuðlað að þeirri þróun, t.a.m. áhersla stjórn- málaflokkanna á op- in prófkjör und- anfarin ár. Það er því alltaf gleðilegt að efnilegt ungt fólk skuli vilja helga krafta sína stjórnmálunum, ungt fólk á borð við Ágúst Ólaf Ágústs- son. Ágúst hefur vaxið mjög af störf- um sínum fyrir UJ. Ágúst hefur að auki verið atkvæðamikill pistlahöf- undur á vefritinu Pólitík.is, sett mál sitt fram á rökvísan og öfgalausan hátt, auk þess sem skynsemi þessa unga manns og einlægur velvilji hans í garð meðbræðra sinna skína þar vel í gegn. Það er því von mín að Samfylkingarfólk í Reykjavík muni eftir Ágústi, þegar það fer og tekur þátt í innanflokksvalinu á framboðs- lista flokksins. Samfylkingin þarf sannarlega á góðu fólki að halda framarlega á framboðslista sína fyr- ir kosningarnar í vor og Ágúst er að mínu mati einn þeirra sem erindi eiga í þann slag. Svo kjósum við auðvitað Bryndísi Hlöðversdóttur til forystu. Munum eftir Ágústi Magnús Árni Magnússon skrifar:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.