Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ REFAVEIÐAR breskra að- alsmanna og óðalseigenda hófust í gær og notuðu þeir þá tækifærið til að hóta stjórnvöldum miklum mót- mælum og annarri borgaralegri óhlýðni ef þau reyndu að banna íþróttina. Líklega eru hundarnir sama sinnis en þeir „fjölmenntu“ í gær á æfingu í refaveiðum, sem haldin var í Milton Park í Cam- bridgeskíri. Reuters Refa- veiða- æfing GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, er um þessar mundir á ferðalagi um 16 ríki Bandaríkjanna til að styðja við bakið á frambjóð- endum Repúblikanaflokksins í kosn- ingunum á þriðjudag. Gera repúblik- anar sér vonir um, að þá takist þeim að rjúfa pattstöðuna á þingi en þeir hafa meirihluta í fulltrúadeildinni en demókratar í öldungadeildinni. Bush var í gær, á öðrum degi kosningaferðalagsins, í Harrisburg í Pennsylvaníu en þar er baráttan mjög tvísýn milli George W. Gekas, frambjóðanda repúblikana, og Tim Holdens, fulltrúadeildarþingmanns demókrata. „Ég þarf á þingmönnum að halda, sem skilja hlutverk ríkisstjórnarinn- ar,“ sagði Bush á fundi í gær þar sem hann útlistaði jafnframt þá stefnu sína að lækka skatta og afskipti rík- isins. Ætlaði hann síðan á fundi í New Hampshire og Kentucky en fimm daga yfirferðinni ætlaði hann að ljúka í sínu heimaríki, Texas. Vegna stöðunnar á þingi hefur hvorugum flokknum tekist að koma fram mörgum málum, sem hann tel- ur brýn, og má af þeim nefna nýtt ör- yggisráðuneyti, sem Bush ákvað að stofna til eftir hryðjuverkin vestra fyrir ári. Hefur frumvarp um það verið samþykkt í fulltrúadeild en stöðvast í öldungadeild. Vill fara að dæmi Clintons Ráðandi flokkur á oft undir högg að sækja í kosningum á miðju eig- inlegu kjörtímabili en Bush vonast til að snúa á þá venju að þessu sinni eins og Bill Clinton tókst 1998. Bush á ferð og flugi í kosningabaráttunni Harrisburg. AFP. HÓFSÖMUM íslömskum flokki, sem spáð er langmestu fylgi í þing- kosningunum sem fram fara í Tyrk- landi á morgun, var í gær veittur gálgafrestur er stjórnlagadómstóll landsins frestaði því fram yfir kosn- ingarnar að úrskurða hvort fallast skyldi á kröfu ríkissaksóknara um að framboð flokksins skyldi lýst ólög- legt. Hin veraldlega þenkjandi valda- stétt Tyrklands, sem forysta hersins fer fyrir, hefur miklar áhyggjur af því að íslamskur flokkur komist í lyk- ilaðstöðu á þingi, enda hefur tilraun- in til að fá framboð flokksins bannað verið túlkuð þannig bæði innan sem utan landsins að með henni sé valda- stéttin að reyna að beita dómskerf- inu í pólitískum tilgangi. Flokkurinn umdeildi, sem nefnist Réttlætis- og þróunarflokkurinn og lýtur forystu vinsælasta stjórnmála- manns Tyrklands um þessar mundir, Recep Tayyip Erdogans, mun eftir ákvörðun réttarins í gær geta óhindrað tekið fullan þátt í kosning- unum án þess að þurfa að óttast að kalla yfir sig einhvers konar refsing- ar fyrir vikið. Saksóknarar höfðu farið fram á það að stjórnlagadómstóllinn úr- skurðaði strax, fyrir kosningarnar, að Erdogan gæti lögum samkvæmt ekki gegnt formennsku í flokki sín- um, þótt bið yrði á því að dómstóllinn úrskurðaði um lögmæti framboðs flokksins sem slíks. En dómstóllinn ákvað í gær að fresta frekara réttarhaldi um lög- mæti þess að Erdogan gegni flokks- formannsembætti og veittu flokkn- um 15 daga frest til að skila inn gögnum til varnar sínum málstað. Yfirríkissaksóknari Tyrklands vill fá framboð flokksins lýst ólöglegt á þeim forsendum að hann ákvað að halda í Erdogan sem flokksformann, þrátt fyrir að hann hafi fyrir fjórum árum hlotið dóm fyrir að „espa til trúarbragðahaturs“. Vegna þessa dóms er Erdogan bannað að taka sæti á þingi og þar með einnig að eiga aðild að ríkisstjórn. Lögin kveða á um að menn sem sakfelldir hafa verið fyrir undirróður geti ekki orðið þingmenn. Erdogan, sem er 48 ára að aldri, er fyrrverandi borgarstjóri Istanbúl, en árið 1998 var hann dæmdur í Spenna í lofti er Tyrkir ganga að kjörborðinu á morgun Vinsælasti flokkur- inn fær gálgafrest Ankara. AFP, AP. AP Recep Tayyip Erdogan, leiðtogi hins íslamska Réttlætis- og þróunarflokks, á fundi, sem hann hélt með stuðningsfólki sínu í borginni Bursa í gær. fangelsi fyrir að fara opinberlega með tilvitnun í íslamskt trúarkvæði, þar sem segir meðal annars: „Mosk- ur eru herbúðir okkar, mínaretturn- ar byssustingirnir, þakhvelfingarnar hjálmar okkar og hinir trúuðu her- menn okkar.“ Úlfur í sauðargæru? Erdogan hefur í kosningabarátt- unni svarið af sér róttæklingafortíð sína og segist styðja veraldlegt stjórnkerfi Tyrklands og tilraunir landsins til að fá aðild að Evrópu- sambandinu. En margir áhrifamenn valdastéttarinnar vantreysta hinum heillandi Erdogan; hann sé slægur bókstafstrúarmaður í gervi hófsams stjórnmálamanns, sem sæti færis að grafa undan hinu veraldlega stjórn- kerfi um leið og flokkur hans kæmist til valda. „Sumir flokkar leyna sínum raunverulegu markmiðum,“ sagði Bulent Ecevit, núverandi forsætis- ráðherra, á fimmtudag. Réttlætis- og þróunarflokkurinn sé „efstur á lista í þessu sambandi“. Vinsældir flokksins má fyrst og fremst rekja til vonbrigða margra kjósenda með flokkana sem verið hafa við völd, en landið hefur gengið í gegnum gríðarlegar efnahagsþreng- ingar á síðustu misserum. Flokknum hefur verið spáð um 30% fylgi, sem er um 10% meira en næststærsti flokkurinn er talinn geta náð. TÉTSENSKI stríðsherrann Shamil Basajev lýsti sig í gær ábyrgan fyrir gíslatökunni í Moskvu í síðustu viku og sagði að Aslan Maskhadov, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Tétsníu, hefði ekki átt aðild að aðgerðinni. Í yfirlýsingu á vefsíðu sinni bað Basajev Maskhadov „og vopnabræður mína fyrirgefning- ar á því að ég skuli ekki hafa greint þeim frá áætlunum mínum og fram- kvæmd þessarar aðgerðar“. Yfirlýsing Basajevs kemur eftir að Rússar sökuðu Maskhadov um að hafa átt þátt í skipulagningu gíslatök- unnar. Birtist hún á vefsíðu tétsensku skæruliðanna og þar sagði einnig, að Basajev hefði sagt sig úr stjórn Maskhadovs. Rússneska stjórnin fór í gær fram á það við Bandaríkjastjórn, að hún bætti hreyfingunni, sem Basajev stýrir, á lista yfir hryðjuverkasamtök en hún hefur áður krafist þess sama gagnvart öðrum skæruliðahreyfing- um í Tétsníu. Segjast Bandaríkja- menn vera að íhuga þessar óskir. Gíslatakan í Moskvu Basajev kveðst ábyrgur Moskvu. AFP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.