Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 26
ERLENT 26 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ „Þegar útlendingar velja sér kín- verskt nafn, þá fara þeir eftir því hvernig það hljómar en Kínverjar vilja, að nafnið standi fyrir eitt- hvað,“ segir Wang Xuejun, höf- undur hinnar vinsælu bókar „Veldu þér enskt nafn“. „Kínverjar hafa sest að víða um heim og hér í Kína verða samskiptin við útlendinga æ meiri. Enskan er alþjóðamál og fal- legt eða sérstætt enskt nafn auð- veldar samskiptin við allan heim- inn.“ Vilja skera sig úr Mörgum finnst líka sem enska nafnið sé eins konar vörumerki, eitt- hvað sem geri viðkomandi kleift að skera sig úr í heldur litlausu sam- félagi, og með það fyrir augum láta Kínverjar greipar sópa um vest- ræna poppmenningu. Sem dæmi má nefna listakonuna Zhao Tianqi en myndirnar hennar eru einhvers staðar mitt á milli sósí- alísks raunsæis og Andy Warhol. Henni fannst hún þurfa eitthvert listamannsnafn og heitir nú Colour Zhao. „Finnst þér það ekki passa vel?“ segir hún og brosir út að eyr- um. FYRST prófaði hún „Linda“ en hætti við vegna þess, að yfirmaður hennar heitir því nafni. Síðan velti hún fyrir sér „Vivienne“ eins og Julia Roberts hét í „Pretty Woman“ en gaf það líka upp á bátinn. Þegar Wang Wei, markaðsstjóri hótels í Peking, valdi sér þriðja enska nafn- ið vildi hún vera viss um, að enginn annar bæri það. Hún rakst á það í frystikistu í stórmarkaði fyrir sjö árum. „Í Kína,“ segir Vanilla Wang, „er gott að hafa nafn, sem fólk man eftir.“ Kína er sem óðast að opna sig fyr- ir umheiminum og alþjóðavæðing- unni og unga fólkið er vel með á nót- unum. Það vill heita upp á alþjóðavísu, það er að segja ensku. Nafngiftirnar eru af hinum ólík- legasta toga og margir leita fanga í alls konar fæðutegundum, til dæmis Scallion Liang (scallion er grænn laukur), aðrir í fótboltanum, Baggio Hua; í mannkynssögunni, Ignatius Ding, og enn aðrir grafa upp eitt- hvað, sem þeim finnst vera heims- borgaralegt, eins og Harlem Zhao og Echo Wang. Þetta er sem sagt al- þjóðavæðing á mjög persónulegum nótum. Li Yang er opinber starfsmaður í borginni Zhuhai í Suður-Kína og hann var að hlusta á Bryan Adams þegar hann spurði sjálfan sig: „Hvers vegna ekki Bryan?“ Wang Lei, 24 ára gamall þýðandi, þeytist nú um allt sem Thunder Wang og Cheng Ming, starfsmaður utanrík- isráðuneytisins, heitir nú Light Cheng og er það bein þýðing á Ming. „Hér á meginlandinu finnst mörg- um sem það jafngildi því að skipta um andlit eða persónuleika að taka upp eða nota jöfnum höndum erlent nafn. Hann „James“ á skrifstofunni er allur annar en hann „Chen Jun“ innan veggja heimilisins. Enska nafnið getur staðið fyrir þá hlið á honum, sem snæðir á McDonalds, hlustar á George Michael og starfar með Vesturlandabúum,“ segir Stev- en Schwankert, sem er fróður um Kína og Kínverja. Hann kenndi áður ensku og einn af nemendum hans var áðurnefnd Scallion Liang. „Ég spurði hana hvers vegna hún vildi heita grænn laukur og þá sagð- ist hún fyrst hafa ætlað að hafa það Scarlett eftir Scarlett O’Hara en ekki fundist hún rísa undir því. Þess vegna hefði hún bara valið eitthvað líkt því.“ Merking kínverskra nafna skiptir máli Þótt ensku nöfnin séu sum dálítið skrýtin leggja Kínverjar almennt mikið upp úr merkingu nafna. Þess vegna vanda þeir sig vel þegar þeir þýða erlend heiti. Bandaríkin heita „Meiguo“ eða „Fagurt land“ og Elv- is er kallaður „Maowang“ eða „Kon- ungsköttur“. Kínversk nöfn tákna yfirleitt eitthvað og þegar áróður Maós formanns og kommúnista var sem ákafastur eftir miðja síðustu öld urðu nöfn eins og „Jianguo“, „Jie- fang“ og „Aijun“ nokkuð algeng en þau þýða „endurreisn þjóðarinnar“, „frelsi“ og „elskið herinn“. Í Kína er fyrsta heitið eða fyrsta atkvæðið fjölskyldunafnið en hin tvö (stundum aðeins eitt) eru skírn- arnafnið. Er það sjaldan notað eitt sér. Enginn hefði dirfst að kalla Maó nafninu „Zedong“. Ensk nöfn hafa raunar tíðkast í Kína mjög lengi vegna mikilla sam- skipta við Breta, til dæmis í Hong Kong, en nafngiftirnar eru miklu frjálslegri en áður. „Ég blaðaði í orðabókinni og þar rakst ég á það. Ég var að leita að einhverju alveg sérstöku,“ sagði Aegean Zhang en Aegean er Eyja- haf á ensku. Kodak, Levi og Marlboro Útlendingar, sem hafa kennt í Kína, segjast hafa haft nemendur, sem voru eins og lifandi auglýsing fyrir ýmis alþjóðleg fyrirtæki. Þeir hétu meðal annars Kodak, Levi og Marlboro og Wang, höfundur nafna- bókarinnar, segist hafa hitt Stallone og Ronald Reagan Lei. Í bókinni hans er nöfnunum raðað eftir flokk- um, til að mynda bandarískum sápu- óperum og verkum Shakespeares svo eitthvað sé nefnt. Hogan Sun, skólastjóri í ensku- skóla, segist hafa valið nafnið eftir sjónvarpsþættinum „Hetjur Hog- ans“, og hann segir, að einn nem- andi sinn hafi borið nafnið Potato eða kartafla. Rekur hann vinsældir ensku nafnanna til þess, að margt ungt fólk vinnur nú hjá erlendum fyrirtækjum. „Útlendingarnir hafa ekki tíma til að muna öll þessi kínversku nöfn,“ segir Sun. „Sá, sem heitir nafni, sem yfirmaðurinn getur munað, stendur þess vegna betur að vígi gagnvart frama í starfi.“ Sun varar þó unga fólkið við að ganga of langt og segir, að það megi ekki gera sig að aðhlátursefni. „Hver vill láta tala um sig með þess- um hætti: „Heyrðu, ég er að fara út með Kartöflu og Tómat.““ „Grænn lauk- ur“, „Kartafla“ og „Eyjahaf“ AP Colour Zhao með málverkin sín í sölubás á Panjiayuan-markaðinum í Pek- ing. Hún er ein af mörgum, sem hafa tekið sér enskt nafn. Unga fólkið í Kína vill vera alþjóðlegt og bera ensk nöfn, bara einhver, og oft virðist engu skipta hvað þau þýða Peking. AP. ’ Alþjóðavæðing á mjög persónu- legum nótum. ‘ FJÖRUTÍU og níu manns fórust og um 40 slösuðust þegar eldur kom upp í fangelsi í Marokkó í gær. Varð reykeitrun flestum að bana. Eldurinn kom upp í einni álmu yf- irfulls fangelsis í borginni El Jadida og lagði reykinn frá honum strax um alla bygginguna. Eru fangelsin í landinu 44 talsins og alræmd fyrir ömurlegan aðbúnað auk þess sem fangar eru miklu fleiri en þau eru gerð fyrir. Aðeins á einum áratug hefur föngum fjölgað um næstum helming og eru nú 57.300 að sögn yf- irvalda. Ekki er vitað hvað olli eldsvoðan- um en óstaðfestar fréttir eru um að skammhlaup hafi verið ástæðan. 49 fórust í eldsvoða Rabat. AFP. STARFSFÓLK á saumastofu Yves Saint Laurent, eins þekktasta há- tískuhússins í Frakklandi, mætti til vinnu sinnar á Avenue Marceau númer 5 í París í síðasta sinn í fyrra- dag en þá var tískuhúsinu lokað eft- ir 40 ára starfsemi. „Mér þykir leitt að vera að binda enda á ástaræv- intýri sem stóð í 40 ár,“ sagði Saint Laurent, sem ásamt Pierre Berge stofnaði tískuhúsið 1961. Starfsmenn fyrirtækisins voru 158 og hafa sumir fengið vinnu hjá helstu keppinautunum, Jean-Paul Gaultier, Azzedine Alaia og Chanel. Sumir fylgja fordæmi Saint Laur- ents og setjast í helgan stein, og um 40 eru enn að leita sér að vinnu. Þótt starfsemi hússins verði hætt mun nafnið Yves Saint Laurent áfram verða sýnilegt, nú í eigu Gucci. AP Úr tísku París. AFP. KIM Hong-Up, einn sona Kim Dae-Jungs, forseta Suður-Kóreu, var dæmdur í gær í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir spillingu. Var hann fundinn sekur um að hafa þegið stórfé í mútur og um skatt- svik. Hong-Up, sem er rúmlega fimmtugur, var handtekinn í júní sl. og sakaður um að hafa tekið við um 190 millj. kr. frá ýmsum fyr- irtækjum, meðal annars Hyundai og Samsung, undir því yfirskini, að um pólitísk framlög væri að ræða. Viðurkenndi hann að hafa þegið féð en hélt því fram, að ekki hefði verið ætlast til neins endurgjalds. Annar sona forsetans, Kim Hong-Gul, er líka í fangelsi fyrir spillingu og skattsvik og er dóms að vænta yfir honum eftir viku. Eru þesssi hneykslismál mikið áfall fyrir föður þeirra, Kim Dae- Jung forseta, en hann þykir hafa staðið sig vel í embætti og var kjör- inn 1998 vegna fyrirheita um ein- arða baráttu gegn spillingu í land- inu. Forsetasonur í fangelsi Seoul. AFP.                                                                 !     "     !              #   !       !           $%&&  ''&&      $(&&  ''&&   "     )          
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.