Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 59

Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 59
ÚR VESTURHEIMI 60 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR farþegar með Flugleiðum koma til Minneapolis tekur ljós- hærð kona á móti þeim, innileg og brosandi, og býður þá velkomna. Hún kveður þá líka á sama hátt við brottför og þekkir orðið marga ferðalangana. Þeir muna líka eftir henni enda er hún einstaklega al- mennileg við alla. „Þegar ég var í Reykjavík í stuttri helgarferð í haust mætti ég tveimur mönnum á gangi í miðborginni,“ segir Jessica Ginger, stöðvarstjóri Flugleiða í Minneapolis. „Ég brosti til þeirra og þá sagði annar: „Þú vinnur hjá Flugleiðum í Minneapolis.“ Þarna var ég með íslenskum vinum mín- um langt frá heimili mínu og vinnustað en vegfarendur mundu eftir mér og það kunni ég vel að meta.“ Stórt hjarta Jessica hefur unnið hjá Flug- leiðum síðan í mars 1999, en tók við stöðvarstjórastarfinu í desem- ber í fyrra. Hún vann áður í 14 ár hjá bandaríska flugfélaginu North West Airlines, sem er einmitt með höfuðstöðvar sínar í Minneapolis, og sem slík aðstoðaði hún Flug- leiðir við að koma sér fyrir á flug- vellinum. Að undanförnu hafa ver- ið sex flugferðir á viku á sumrin en fjórar á veturna. Jessica er eini starfsmaður Flugleiða í Minnea- polis, er með skrifstofu á flugvell- inum og sinnir því sem sinna þarf, hvort sem það tengist farþegum, farangri þeirra eða frakt. NWA sér um almenna þjónustu og fjórir starfsmenn félagsins aðstoða Jes- sicu við innritunina. „Það hjálpar mér í þessu starfi að hafa unnið hjá North West,“ segir hún. „Ég veit hvernig félagið starfar og starfsmönnum þess er kunnugt um þarfir mínar en vegna þessa gagnkvæma skilnings ganga hlut- irnir upp. Hins vegar er því ekki að neita að stundum þarf ég að vera á þremur stöðum í einu.“ Eins og gefur að skilja ferðast nær allir íslenskir gestir til Vest- urheims með Flugleiðum og síðan í apríl 1998 hafa mjög margir þeirra farið um Minneapolis, en þá hófu Flugleiðir áætlunarflug til borgarinnar. Á svæðinu eru marg- ir af norrænum uppruna og þeir sem fara frá Minneapolis til Norð- urlandanna notfæra sér gjarnan þjónustu félagsins. Að sögn Guð- jóns Arngrímssonar, upplýsinga- fulltrúa Flugleiða, flutti félagið um 50 þúsund farþega á flugleið- inni milli Minneapolis og Íslands fyrsta árið og hefur þeim fjölgað mikið síðan. Jessica segir að fjölg- un farþega megi rekja til mjög góðrar þjónustu við farþegana. Eins hafi vinsældir Íslands sem áfangastaðar aukist og hafa beri í huga norrænan uppruna margra íbúa Minneasota. Á sumrin leiti Bandaríkjamenn af norrænum ættum oft uppruna síns og þá ferðist fjölskyldurnar gjarnan til Norðurlandanna, en allir áfanga- staðir Flugleiða í Evrópu séu reyndar vinsælir. „Það tók tíma að festa rætur enda eru íbúar Minne- sota íhaldssamir í eðli sínu og tregir til að breyta. Þeir hafa allt- af haft North West og það tók þá tíma að samþykkja nýtt flugfélag. Ég hef alltaf sagt að við værum lítið flugfélag með stórt hjarta og lagt áherslu á að byggja upp gott samband við viðskiptavinina með þeim árangri að þeir koma aftur ár eftir ár.“ Vinalegt umhverfi Hún leggur áherslu á að farþeg- arnir á austurleið komi alls staðar frá. „Minneapolis er vel í sveit sett í sambandi við tengiflug og við njótum góðs af því – fáum ekki bara farþega frá næsta umhverfi heldur líka frá vesturströndinni og Kanada svo dæmi séu tekin. Auk þess ekur fólk til Minneapolis frá til dæmis Norður- og Suður- Dakota, Iowa, Kansas, Wisconsin og Illinois til að fljúga með okkur. Eftir 11. september í fyrra skiptir líka máli hérna að Flugleiðir eru erlent flugfélag, því hryðjuverk hafa fyrst og fremst beinst að bandarískum flugfélögum. Auk þess erum við lítið félag sem ekki fer mikið fyrir í samanburði við stóru, bandarísku félögin og við höfum sannað okkur í samkeppn- inni.“ Glaðlyndi og kátína eru áber- andi í fari Jessicu og aðspurð seg- ir hún að ekkert vandamál hafi verið svo stórt að ekki hafi verið hægt að leysa það, en það megi meðal annars þakka góðu og traustu aðstoðarfólki, sem hafi starfað með henni í þrjú og hálft ár. Eins hafi aðstaðan mikið að segja. „Þó að flugstöðin hérna sé stór er auðvelt að rata um bygg- inguna. Minnesota er vingjarnlegt ríki og flugvöllurinn vinalegur.“ „Íslensk“ áhugamál Hún er frá Norður-Wales og þar fékk hún áhuga á að renna sér á skíðum auk þess sem hún tók ástfóstri við Liverpool í ensku knattspyrnunni. „Kevin Keegan, fyrrverandi leikmaður Liverpool, bjó rétt hjá góðum vinum mínum og ég fór stundum út að ganga með hundinn hans.“ Á sumrin fljúga Flugleiðir m.a. á sunnudögum til og frá Minnea- polis, en ekki á veturna og því átti Jessica allt í einu frí síðastliðinn sunnudag. „Ég er alltaf í vinnunni og vissi ekki hvað ég átti að gera af mér en nýtti tímann til að standsetja kjallarann heima. Ann- ars þykir mér gaman á skíðum og fer gjarnan til Montana á skíði þegar ég á frí á veturna. En fram- undan er flug og því þýðir ekki að hugsa um frístundir.“ Brosandi við komu og brottför Flugvöllurinn í Minneapolis í Bandaríkjunum er ein helsta tenging gesta á leið til Íslendinga- byggða í Vesturheimi. Jessica Ginger, stöðvarstjóri Flugleiða í Minneapolis, er allt í öllu hjá félag- inu á flugvellinum og fékk Steinþór Guðbjartsson ýmislegt að heyra hjá henni á vellinum. Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Jessica Ginger, stöðvarstjóri Flugleiða í Minneapolis, framan við skrifstofu sína á flugvellinum. steg@mbl.is ÍSLENSKA karlalandsliðið mætti Indónesíu í sjöttu umferð Ólympíumótsins í Bled, en konurn- ar tefldu við lið Bangladesh. Báð- um viðureignunum lauk með jafn- tefli. Jón Garðar Viðarsson var sá eini sem sigraði andstæðing sinn í karlaliðinu, en þeir Hannes Hlífar Stefáns- son og Stefán Kristjánsson gerðu jafntefli. Indónesía er í 55. sæti í styrk- leikaröðinni og meðalstig sveit- arinnar eru 2.425. Á tímabili gerðu menn sér vonir um góðan sigur Íslands, en smám saman varð ljóst að þær von- ir mundu ekki rætast og úrslitin urðu 2–2: 1. N. Situru (2.377) – Hannes ½–½ 2. Þröstur Þórhallss. – C. Barus (2.479 ) 0–1 3. S. Megaranto (2.420) – Stefán ½–½ 4. Jón Garðar – A. Wahono (2.386 ) 1–0 Bangladesh er í 58. sæti í styrk- leikaröðinni í kvennaflokki og því nokkru stigahærra en íslenska lið- ið. Enn á ný kom íslenska liðið þó á óvart og mesta athygli vakti glæsi- leg taflmennska Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur sem kom andstæð- ingum sínum á óvart með skemmti- legri mannsfórn sem leiddi til sig- urs. Harpa Ingólfsdóttir gerði jafntefli, en Aldís Rún Lárusdóttir tapaði. Lokaúrslitin urðu því 1½–1½. Guðfríður Lilja – R. Hamid (2.148) 1–0 S. Zakia – Harpa ½–½ Aldís Rún – A. Khanam (2.029) 0–1 Eftir sex umferðir hefur karla- liðið 13½ vinning, en konurnar 9½ vinning. Rússar leiða í karlaflokki og hafa fengið 18½ vinning eftir yf- irburðasigur gegn Bosníu 3½–½. Í kvennaflokki leiða Georgíukonur með 15 vinninga, en þær sigruðu Hollendinga 3–0. Frábær frammistaða Ingvar Ásmundsson virðist óstöðvandi og sigraði alþjóðlega meistarann Vladimir Karasev sem er með 2.450 skákstig í níundu um- ferð Heimsmeistaramóts öldunga í Naumburg í Þýskalandi. Hann er nú í 2.–10. sæti á mótinu. Í 10. og næstsíðustu umferð mætir Ingvar stórmeistaranum og píanóleikaran- um Mark Taimanov sem er með 2.406 skákstig. Taimanov er vel þekktur í skáksögunni. Hann tefldi hér á landi á Reykjavíkurskák- mótinu 1968, Fiske-mótinu. Hann sigraði á mótinu ásamt landa sín- um E. Vasjukov, en Friðrik Ólafs- son varð í þriðja sæti. Ingvar var ekki með í því móti. Einna þekkt- astur er Taimanov fyrir áskorenda- einvígið við Bobby Fischer í Van- couver í Kanada 1981. Líklega er Taimanov löngu búinn að gleyma því einvígi, enda tapaði hann 6–0. Hann gat þó huggað sig við að vera ekki sá eini til að sæta þeim örlög- um að tapa með núlli gegn Fischer í áskorendaeinvígi. Sigur Fischers í áskorendaeinvígjunum tryggðu honum réttinn til að tefla við Spassky hér í Reykjavík 1972. Taflfélag Garðabæjar og ChessBase í samstarf Taflfélag Garðabæjar og Chess- Base hafa gert með sér samstarfs- samning. Við framkvæmd samn- ingsins verður lögð áhersla á gott samstarf við félög um allt land, Skákskólann og SÍ. Þessi samning- ur gerir TG kleift að bjóða börnum og unglingum (6–16 ára) um allt land aðgang að skákþjóninum www.playchess.com þeim að kostn- aðarlausu í eitt ár. TG mun bjóða félagsmönnum þeirra aðildarfélaga SÍ sem þess óska upp á það sama. TG hefur undirbúið mót fyrir U-20 ára landslið Íslands, Þýska- lands, Frakklands og Svíþjóðar, en mótið fer fram á skákþjóni þeirra og er liður í Guðmundar Arasonar- hátíðinni sem er upphitunarhátíð fyrir úrslitaleikinn í Bikarkeppni ÍAV. TG og Chessbase halda mótið í sameiningu og fá allir þátttak- endur Friz 7-skákforritið fyrir þátttökuna í boði TG og Chess- Base. Annað mót í sömu hátíð verður í beinu framhaldi af U-20-mótinu á sama skákþjóni. Í því taka þátt u.þ.b. 40 manns. Þar verða öll lið U-20-mótsins, auk varamanna og liðsstjóra, tveir frá TG, tveir frá þeim liðum sem detta úr undan- úrslitunum og sex efstu á úrtöku- móti sem fer fram á skákþjóninum. Heildarverðlaunafé á þessu móti verður bæði í formi peninga og skákforrita. Fyrstu verðlaun verða t.d. 250 evrur. Hinn 8. desember verður síðan mót fyrir efnilega þýska og ís- lenska skákmenn á skákþjóninum. Leiðbeiningar á íslensku um skák- þjóninn verða settar upp á heima- síðu TG. Halló!-mót á sunnudag á ICC Taflfélagið Hellir, Halló! og ICC standa sameiginlega að 10 móta röð á ICC sem kallast Bikarsyrpa Halló! Sjöunda mótið fer fram 3. nóvember, en það síðasta verður haldið 24. nóvember og verður það jafnframt Íslandsmótið í netskák. Þeir sem hafa teflt í einhverju af fyrri mótum bikarsyrpunnar þurfa ekki að skrá sig, heldur er nægi- legt að tengjast ICC fyrir kl. 20:00 á sunnudagskvöld. Aðrir þurfa að skrá sig á www.hellir.is Tefldar verða níu umferðir. Um- hugsunartími er fjórar mínútur á skák auk þess sem tvær sekúndur bætast við eftir hvern leik. Góð verðlaun verða í boði bæði fyrir Bikarsyrpuna og svo sjálft Ís- landsmótið, en sigurvegarinn á báðum viðburðum fær ADSL-teng- ingu frá Halló! í eitt ár. Jafnframt gefur ICC frímánuði í verðlaun. Alls munu tuttugu skákmenn taka þátt í landsliðsflokki Íslands- mótsins í netskák sem verður loka- punktur Bikarkeppninnar, en það verða þeir tuttugu sem flesta vinn- inga hafa í átta mótum í Bikar- syrpu Halló! fyrir Íslandsmótið. Aðrir skákmenn tefla í opnum flokki. Bikarsyrpa Halló! á ICC er keppni um hver fær flesta vinninga samtals í átta af tíu mótum syrp- unnar. Vinningar í landsliðsflokki Íslandsmótsins gilda tvöfalt. Röð efstu manna í Bikarsyrp- unni: 1. Björn Þorfinnsson 43½ v. 2. Snorri G. Bergsson 38 v. 3. Rúnar Sigurpálsson 35 v. 4. Arnar E. Gunnarsson 34½ v. 5. Hrannar Baldursson 33½ v. 6. Arnar Þorsteinsson 33 v. 7.–8. Davíð Ólafsson og Magnús Magnússon 32½ v. 9. Gunnar Björnsson 32 v. 10. Gylfi Þórhallsson 30½ v. Undir 2.100 stigum: 1. Hrannar Baldursson 33½ v. 2. Magnús Magnússon 32½ v. 3. Gunnar Björnsson 32 v. Undir 1.800 stigum: 1. Tómas Veigar Sigurðarson 21½ v. 2. Sigurður Ingason 21 v. 3. Atli Antonsson og Þórður Hrafnsson 16½ v. Stigalausir: 1. Þórður Hrafnsson 16½ v. 2. Hlynur Gylfason 13 v. 3. Sveinn Rúnar Eiríksson 4 v. Nánari upplýsingar um bikar- syrpuna er að finna á www.hellir.is. Atkvöld hjá Helli á mánudag Taflfélagið Hellir heldur atkvöld mánudaginn 4. nóvember og hefst mótið kl. 20. Fyrst verða tefldar þrjár hraðskákir þar sem hvor keppandi hefur fimm mínútur til að ljúka skákinni og síðan þrjár at- skákir með tuttugu mínútna um- hugsun. Sigurvegarinn fær verðlaun, mat fyrir tvo frá Dominos-pítsum. Þá verður annar keppandi dreginn út af handahófi, sem einnig fær máltíð fyrir tvo hjá Dominos-pítsum. Þar eiga allir jafna möguleika, án tillits til árangurs á mótinu. Þátttökugjald er kr. 300 fyrir fé- lagsmenn (kr. 200 fyrir 15 ára og yngri) og kr. 500 fyrir aðra (kr. 300 fyrir 15 ára og yngri). Teflt verður í Hellisheimilinu, Álfabakka 14a í Mjódd. Allir velkomnir. Jafntefli við Indónesíu og Bangladesh SKÁK Bled, Slóvenía 25. okt. – 10. nóv. 2002 35. ÓLYMPÍUSKÁKMÓTIÐ Daði Örn Jónsson Jón Garðar Viðarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.