Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 20
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 20 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ AÐALFUNDUR LÍÚ samþykkti í gær að beina því til stjórnar samtak- anna „að þau beiti sér fyrir því að sá sértæki auðlindaskattur sem áformað er að setja eingöngu á fiskveiðar verði felldur niður“. Þessi samþykkt geng- ur þvert á samþykkt aðalfundar LÍÚ í fyrra, þar sem samþykkt var hóflegt auðlindagjald með ákveðnum skilyrð- um, yrði það til að ná víðtækri sátt um stjórnun fiskveiða og jafnræðis yrði gætt á milli atvinnugreina. Þessum skilyrðum telja útvegsmenn nú ekki fullnægt og vilja því fella auðlinda- skattinn niður. Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra segist fremur hissa á þess- ari breytingu á stefnu LÍÚ, en hann hafi vissan skilning á afstöðu þeirra. „Ég hef ekki uppi neinar áætlanir um að leggja til að auðlindagjaldið á sjáv- arútveginn verði lagt niður. Ég veit ekki til þess heldur að aðrir á Alþingi hafi uppi slík áform heldur, þótt mönnum vissulega litizt misjafnlega á gjaldið,“ segir Árni. Í ályktuninni frá síðasta ári voru gerðir ýmsir fyrirvarar sem sagðir eru forsenda þess að sátt náist um greiðslu auðlindagjalds. Þar sagði m.a. að mest hagkvæmni náist í sjáv- arútvegi ef gildistími úthlutunar afla- hlutdeilda verði varanlegur. Eins verði reglur um greiðslu auðlinda- gjalds að gilda til langs tíma, enda sé óviðunandi fyrir sjávarútveginn að búa við þá óvissu sem greinin hefur búið við undanfarin ár. Þá segir að upphæð auðlindagjalds þurfi að ákveða með hliðsjón af afkomu sjáv- arútvegsins og að útgerðinni verði veittur tími til aðlögunar að greiðslu gjaldsins. Af öðrum samþykktum má nefna að skorað er á sjávarútvegsráð- herra að fella niður álag á óunninn út- fluttan fisk; kvótaúthlutun á ufsa verði endurskoðuð; að kvóti á skar- kola og sandkola verði aukinn um 2.000 tonn af hvorri tegund; mótmælt er öllum sértækum úthlutunum afla- marks úr sameiginlegri aflahlutdeild, svo sem til smábáta, byggðakvóta og til áframeldis og loks lýsti fundurinn furðu sinni á hægagangi stjórnvalda að framfylgja samþykkt Alþingis um hvalveiðar frá 10. marz 1999. Tveir nýir í stjórn Kristján Ragnarsson var endur- kjörinn formaður LÍÚ, en hann hefur verið formaður í 32 ár og starfað í 45 ár hjá samtökunum. Tveir nýir menn voru kjörnir í stjórn; Björgólfur Jóhannsson, Nes- kaupstað, og Kristján Loftsson, Reykjavík. Endurkjörnir til þriggja ára voru: Einar Valur Kristjánsson, Ísafirði, Guðrún Lárusdóttir, Hafnar- firði, Haraldur Sturlaugsson, Akra- nesi, og Hjörtur Gíslason, Reykjavík. Fyrir í stjórn eru: Eiríkur Tómasson, Grindavík, Guðbrandur Sigurðsson, Akureyri, Magnús Kristinsson, Vest- mannaeyjum, Ólafur Marteinsson, Siglufirði, Ólafur Rögnvaldsson, Hell- issandi, Sigurður Bjarnason, Þorláks- höfn, Þorsteinn Már Baldvinsson, Ak- ureyri, og Þorsteinn Erlingsson, Keflavík. Úr stjórn gengu: Brynjólfur Bjarnason, Reykjavík, og Emil Thor- arensen, Eskifirði. Aðalfundur LÍÚ vill fella auðlindagjaldið niður Aðalfundur síðasta árs sam- þykkti hóflegt auðlindagjald með ákveðnum skilyrðum Morgunblaðið/Jim Smart Snæfellingarnir á aðalfundi LÍÚ lögðu fram tillögu um bann við loðnuveiðum á Breiðafirði, en hún hlaut ekki brautargengi. Hér eru tveir þeirra, Guðmundur Kristjánsson frá Rifi og Sævar Friðþjófsson frá Hellissandi. HAGNAÐUR Nýherja hf. eftir skatta fyrstu níu mánuði ársins nam 78 milljónum króna, samanborið við 93,6 m.kr. tap árið áður. Rekstrar- tekjur tímabilsins námu 3.208,9 m.kr. og jukust um 13% á milli ára. Vöru- sala hefur aukist um 11% á milli ára og þjónustutekjur um 25%. Hagnaður fyrstu níu mánuði ársins fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir, EBITDA, var 171,5 m.kr. en var 29,8 m.kr. árið áður. Veltufé frá rekstri nam 127 milljónum, samanborið við neikvætt veltufé um 23 m.kr. árið áð- ur. Gengishagnaður var 22,5 milljónir króna, en gengistap nam 67,7 m.kr. árið áður. Tap af rekstri dótturfélaga var 1,5 milljónir, en árið áður varð 8 m.kr. tap af þeim rekstri. 24 milljóna hagnaður í fjórðungnum Hagnaður af rekstri Nýherja í þriðja ársfjórðungi nam 24,2 m.kr. eftir skatta, samanborið við 57 m.kr. tap árið áður. Hagnaður félagsins fyr- ir fjármagnsgjöld og afskriftir, EBITDA, var 57 m.kr. í fjórðungn- um, borið saman við 23 milljóna tap árið áður. Rekstrartekjur námu 1.138,4 m.kr. en voru 843,2 m.kr. árið áður og hækkuðu því um 35%. Vöru- sala jókst um 37% og þjónustutekjur jukust um 29% á milli fjórðunga. Hlutfall EBITDA af veltu í fjórð- ungnum var 5% samanborið við -3% á sama tímabili árið áður. Hlutfallið var 5,5% fyrstu sex mánuði ársins. Starfs- mönnum fjölgaði um 3% á milli ára en launakostnaður hækkaði um 17% miðað við sama tíma árið áður. Annar rekstrarkostnaður og afskriftir hækkuðu um 20% á milli tímabila. Aukinn launa- og rekstrarkostnaður er aðallega vegna nýrra starfsmanna sem hófu störf hjá félaginu þegar starfsemi HT&T og umboð fyrir Heidelberg voru sameinuð rekstri fé- lagsins. Einnig hafa útgjöld við sölu- og markaðsstarfsemi aukist. Veltufé frá rekstri á ársfjórðungn- um var 44 milljónir króna en var nei- kvætt um 2 m.kr. á þriðja ársfjórð- ungi árið áður. Gengistap nam 736 þús. kr. en var 24 m.kr. árið áður. Tap af rekstri dótturfélaga nam 2,3 m.kr. en tapið var 7,8 milljónir fyrir sama tímabil í fyrra. Nýherji með 78 milljóna hagnað  ERLENDUR Hjaltason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eimskipa ehf., í kjölfar skipulagsbreytinga sem kynntar voru starfsmönnum Eim- skipafélagsins á fundi í fyrradag. Eim- skipafélaginu verður skipt í þrjú félög um áramót; Eimskip ehf., sem sjá um flutningastarfsemi, sjávarútvegshluta auk Burðaráss, en hlutverk þess síð- astnefnda verður óbreytt. Erlendur hóf störf hjá Eimskipum árið 1984, en hann starf- aði að markaðsmálum til 1987. Árin 1987-1990 starfaði hann sem fram- kvæmdastjóri Kristjáns Siggeirssonar, en frá 1990 hefur hann unnið hjá Eimskipum að málum sem tengjast starfsemi þeirra erlendis. Hann hefur gegnt stöðu fram- kvæmdastjóra utanlandssviðs síðan 1997. Erlendur segir að fyrsta verkefnið verði að bæta afkomu félagsins „Við sjáum ákveð- inn afkomubata í uppgjöri fyrir fyrstu níu mánuði ársins, samanborið við sama tímabil í fyrra. Verkefnið er að halda áfram á þeirri braut,“ segir hann. Aðspurður hvort vænta megi skipulags- breytinga segir hann að þær verði ein- hverjar. „Við munum taka okkur nóv- embermánuð í að vinna að þeim,“ segir Erlendur. Erlendur er kvæntur Aðalheiði Valgeirs- dóttur myndlistarmanni og eiga þau tvo syni. Fyrsta verkefnið að bæta afkomuna Erlendur Hjaltason SÍLDARVINNSLAN hf. í Neskaup- stað var rekin með 1.107 milljóna króna hagnaði á fyrstu 9 mánuðum ársins. Fjármunatekjur félagsins umfram fjármagnsgjöld námu 875 milljónum króna. Þá var söluhagnað- ur vegna sölu hlutabréfa SH hf. um 172 milljónir að teknu tilliti til reikn- aðra skatta og söluhagnaður af seld- um fastafjármunum var um 22 millj- ónir. Á fyrstu 9 mánuðum síðasta árs nam tap af rekstri Síldarvinnslunnar 371 milljón króna, segir í tilkynningu frá félaginu í gær. Samstæðan sam- anstendur af Síldarvinnslunni hf., Barðsnesi ehf. og Laxá hf. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 3.821 milljón króna en rekstr- argjöld 2.885 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 936 milljónum króna. Afskriftir námu samtals 484 milljónum. Hagnaður af reglulegri starfsemi samstæðunnar eftir reiknaða skatta nam 1.119 milljónum króna og þegar tekið hefur verið tillit til hlutdeildar minnihluta í afkomu dótturfélaga og hlutdeildar í afkomu hlutdeildar- félaga er hagnaður samstæðunnar 1.107 milljónir. Veltufé frá rekstri nam 605 milljónum og handbært fé frá rekstri nam 815 milljónum. Beitt er verðleiðréttum reiknings- skilum en ef þeirri aðferð væri ekki beitt væri afkoma samstæðunnar um 75 milljónum króna lakari og eigið fé um 16 milljónum króna lægra. Heildareignir samstæðunnar í lok september 2002 voru bókfærðar á 11.820 milljónir króna. Skuldir og skuldbindingar námu hins vegar 8.063 milljónum, hlutdeild minni- hluta í eigin fé samstæðunnar var 182 milljónir og eigið fé í septemberlok 3.575 milljónir. Í septemberlok var eiginfjárhlutfall samstæðunnar 30,20% og veltufjárhlutfallið var 0,59. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir í tilkynn- ingu að félagið sé nokkuð sátt við nið- urstöðu uppgjörsins. „Styrking krón- unnar hefur veruleg áhrif á uppgjörið þar sem skuldir í erlendri mynt hafa lækkað verulega á tíma- bilinu og framlegð verður lægri en ella.“ Áætlanir gera ráð fyrir að EBITDA verði ríflega 1.300 milljónir króna eftir árið og hagnaður ríflega 1.200 milljónir króna. Þessar áætlan- ir byggjast m.a. á því að síldveiði gangi eðlilega og að loðnuveiði verði fyrir áramótin. Hagnaður 1,1 milljarður króna Heildareignir Síldarvinnslunnar hf. 11,8 milljarðar króna í lok september HAGNAÐUR útgerðarfélagsins Guðmundar Runólfssonar hf. á fyrstu níu mánuðum ársins nam 139 milljónum króna, en á sama tímabili í fyrra var 14 milljóna króna tap af rekstri félagsins og hefur afkoman því batnað um 153 milljónir króna. Þar sem tekjuskattur var tekjufærð- ur í fyrra en er gjaldfærður í ár er munurinn á afkomunni fyrir skatta meiri, eða 308 milljónir króna, og nam hagnaður fyrir skatta í ár 174 milljónum króna. Breytingin milli ára er mest í fjármagnsliðum, en þeir snúast úr 234 milljóna króna fjármagnsgjöldum í 125 milljóna króna fjármagnstekjur. Þetta er bati sem nemur 359 milljónum króna og skýrist alfarið af gengismun. Geng- istap í fyrra snerist í gengishagnað í ár og var gengismunur 411 milljón- um króna hagstæðari á fyrstu níu mánuðum þessa árs en í fyrra. Rekstrartekjur lækkuðu úr 750 milljónum króna í 697 milljónir króna og rekstrargjöld úr 545 millj- ónum króna í 539 milljónir króna. Hagnaður fyrir afskriftir lækkaði því úr 205 milljónum króna í 158 milljónir króna, en afskriftir breytt- ust lítið milli ára og námu rúmum eitt hundrað milljónum króna á tíma- bilinu. Framlegðarhlutfall, þ.e. hagnaður fyrir afskriftir sem hlutfall af rekstr- artekjum, versnaði milli ára, fór úr 27,3% í 22,7%. Í tilkynningu frá Guð- mundi Runólfssyni til Kauphallar Ís- lands segir að hækkun gengis krón- unnar sé farin að hafa áhrif á framlegð félagsins. Veltufé frá rekstri lækkaði úr 122 milljónum króna í 97 milljónir króna. Heildareignir lækkuðu lítillega frá áramótum og námu tæpum 2,3 millj- örðum króna í lok september. Eigið fé hækkaði hins vegar úr 458 millj- ónum króna í 586 milljónir króna og eiginfjárhlutfall hækkaði úr 17,3% í 25,8%. Arðsemi eigin fjár var 30,3%, en í fyrra var arðsemin neikvæð um 3,6%. Guðmundur Runólfsson hf. snýr tapi í hagnað Gengismunur já- kvæður en framlegð lækkar milli ára  JÓHANN Sigurjónsson, fyrrum bæj- arstjóri í Mosfellsbæ, hefur tekið við starfi fjármálastjóra hjá Granda hf. en Kristín Guðmundsdóttir gegndi stöðunni áð- ur. Jóhann hefur verið bæjarstjóri í Mos- fellsbæ sl. átta ár. Hann er viðskipta- fræðingur að mennt, útskrifaðist frá Há- skóla Íslands árið 1984 og starfaði hjá Iðnaðarbankanum á árunum 1982- 1985. Frá árinu 1985 til 1991 starfaði Jóhann hjá fjár- mögnunarfyrirtækinu Glitni hf., síðast sem aðstoðarframkvæmdastjóri fyrirtæk- isins. Þá var Jóhann fjármálastjóri hjá lyfjafyrirtækinu Pharmaco hf. í þrjú ár, frá árinu 1991 til 1994, áður en hann tók við stöðu bæjarstjóra í Mosfellsbæ. Jóhann er giftur Ástu Hilmarsdóttur kenn- ara og eiga þau fjögur börn. Nýr fjármálastjóri Granda hf. Jóhann Sigurjónsson ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.