Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 1
BJÖRGUNARMENN grófu í gær síðustu líkin úr rústum barnaskóla sem hrundi í jarðskjálfta í bænum San Giuliano di Puglia á Suður-Ítalíu í fyrradag. Staðfest var að 29 manns fórust í skjálftanum, þeirra á meðal heill bekkur sex ára barna. Nokkrir fleiri skjálftar urðu í gær og sá stærsti var 5,3 stig á Richters- kvarða, næstum jafnsterkur og skjálftinn sem lagði skólann í rúst. Ættingjar barnanna sem fórust voru að bera kennsl á þau í líkhúsi þegar stærsti skjálftinn dundi yfir í gær og flúðu í ofboði út á götu. Allir íbúar San Giuliano, um 1.200 manns, voru fluttir úr bænum í varúðarskyni og flestir þeirra sváfu í tjaldbúðum. 26 börn fórust Staðfest var að 26 börn, kennslu- kona og tvær aldraðar konur, er bjuggu í nálægum húsum sem hrundu, fórust í skjálftanum í fyrra- dag. Tveimur börnum var bjargað í fyrrinótt og þau voru alvarlega slös- uð. Annað þeirra hafði verið fast í rústunum í margar klukkustundir þar sem fæturnir höfðu klemmst undir stóru steypustykki. Lík kennslukonunnar, sem fórst, var grafið síðast úr rústunum. Hún var sögð hafa bjargað nokkrum börnum. „Hún var hetja, ýtti öllum börn- unum út og síðan hrundi byggingin yfir hana,“ sagði Stefan De Mistura, formaður Rauða kross Ítalíu. Heill bekk- ur sex ára barna fórst San Giuliano di Puglia. AP, AFP. ÚA hefur keypt eitt stærsta úthafsút- gerðarfyrirtæki Bretlands, Boyd Line  12 Á þriðja milljarð úr Barentshafi Útgerðarfélag Akureyringa og Samherji ráða yfir sam- tals 60% þorskveiðiheimilda Bretlands í Barentshafi MEÐ kaupum Útgerðarfélags Akureyringa hf. á breska út- gerðarfyrirtækinu Boyd Line Management Services Ltd. hafa íslensk útgerðarfyrirtæki eignast 60% af þorskveiði- heimildum Breta í Barentshafi, alls um 5.600 tonn. Félagið hefur yfir að ráða um 40% af þorskkvóta Bretlands í Barents- hafi, sem er úthlutað af Evrópusambandinu, en Onward Fish- ing Company Ltd., dótturfélag Samherja hf. í Skotlandi, er með um 20% kvótans. Þorskkvóti Íslands í Barentshafi á árinu er tæp 6 þúsund tonn og því er Íslendingum heimilt að veiða hátt í 12 þúsund tonn af þorski í Barentshafi á þessu ári. Ætla má að verðmæti aflans upp úr sjó sé vel yfir tveir milljarðar króna. STOFNAÐ 1913 257. TBL. 90. ÁRG. LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 mbl.is Prestsfrúin í hundana Súsanna Björnsson ræktar kínverska shar-pei-hvolpa 30 Karlpeningurinn aðhlátursefnið Sótt að hvítum karlmönnum um fertugt Lesbók Fyndnasti maður landsins Sigurvin Jónsson, kallaður Fíllinn, mætti og jarðaði salinn 72 SJEIK, setla og senuþjófur eru dæmi um orð í nýrri Íslenskri orða- bók í ritstjórn Marðar Árnasonar. 1.637 eintök höfðu selst í forsölu á útgáfudegi bókarinnar í gær. Af öðrum orðum er hægt að nefna orðið sjitt og er því fylgt úr hlaði með tveimur spurningar- merkjum. Orðið er sagt lýsa óánægju, vanþóknun. Bæði orðin bögg og bögga eru í bókinni og er tekið fram að um slangur sé að ræða. Bögg er sagt merkja áreitni, ónæði. Að bögga er sagt þýða að vera með leiðindi við, trufla. Dæmi: vertu ekki að bögga mig alltaf með þessari dellu. Í S-unum má finna orð eins og sambýlissveppur, sam- óvar, servera og senter. Saman- súrraður þýðir samkvæmt bókinni fastbundinn, rígskorðaður, fast- heldinn. Dæmi: málverkið var of klassískt og samansúrrað fyrir mig/samansúrraður nirfill. Morgunblaðið/Jim Smart Davíð Oddsson veitir viðtöku fyrsta eintakinu af Íslensku orðabókinni. Sjitt með tveimur spurningar- merkjum  Mannauður/34 FYRIR um þremur árum átti Rauf- arhafnarhreppur um 220 milljónir en um nýliðin mánaðamót lá við að hreppurinn gæti ekki greitt laun. Í maí 1999 seldi Raufarhafnar- hreppur hlut sinn í Jökli á Raufarhöfn og var söluverðið um 580 milljónir króna. Um 300 millj. kr. lán á sveit- arsjóði var greitt upp, hluti söluverðs- ins var notaður í framkvæmdir í bæj- arfélaginu og fjármunir voru lagðir í atvinnuuppbyggingu. Aukinheldur fjárfesti hreppurinn í nokkrum fyrir- tækjum, m.a. deCODE, OZ og Ís- landssíma, en verðmæti þeirra hluta- bréfa er aðeins lítill hluti af því sem það var þegar þau voru keypt. Hreppurinn situr uppi með verð- litla pappíra  Keypti bréf/14 „KAUPIN á Boyd Line hafa átt sér nokkuð langan aðdraganda. Þau eru liður í þeirri stefnu ÚA að efla starfsemi félags- ins á sviði sjó- frystingar. Hins- vegar er ljóst að auka þarf veltu Boyd Line frá því sem nú er og í því sambandi höfum við meðal annars áhuga á því að skoða möguleika á frumvinnslu í landi í Bretlandi. Það er mikilvægur áfangi fyrir félagið að koma sér upp starfsemi á sviði fiskveiða innan Evrópusam- bandsins og skapar því ný sókn- arfæri í framtíðinni. Það er mjög spennandi fyrir okkur að fá þarna starfsstöð innan Evrópusambands- ins og vera með skip sem eru að veiða úr kvóta sambandsins. Það er mikilvægt fyrir jafnstórt fyrirtæki og ÚA að fylgjast náið með á þeim vettvangi,“ segir Guðbrandur Sig- urðsson, framkvæmdastjóri ÚA. Mikilvæg starfs- stöð innan ESB Guðbrandur Sigurðsson                        !" #$  %             DANSKA stjórnin hafnaði í gær- kvöldi beiðni ráðamanna í Moskvu um að Akhmed Zakajev, sendimaður Tétsníuforseta, yrði framseldur til Rússlands. Lene Espersen, dómsmálaráð- herra Danmerkur, sagði að Rússar hefðu ekki lagt fram nægar sannanir fyrir því að Zakajev væri hryðju- verkamaður og þyrftu að veita frek- ari upplýsingar fyrir 30. nóvember. Hafna framsali Kaupmannahöfn. AFP. Reuters Akhmed Zakajev er að sögn Rússa viðriðinn gíslatökuna í Moskvu. ♦ ♦ ♦ ALLS var 35 manns bjargað úr rústunum. Á meðal þeirra var kennslukon- an Clementina Simone, sem sagðist hafa verið að fræða bekkinn sinn um jarðskjálftana í grennd við Etnu á Sikiley fyrr í vikunni þegar skjálftinn reið yfir. „Mér var sagt að öll börnin í sex ára bekknum mínum hefðu far- ist,“ sagði hún. „Ég vildi fara aftur að rústunum til að hjálpa en björg- unarmennirnir leyfðu mér það ekki.“ „Ein mæðranna missti öll börnin sín þrjú,“ sagði björgunarmaður. Að minnsta kosti 3.000 manns misstu heimili sín í skjálftanum og flestir þeirra sváfu í tjöldum. Missti öll börnin sín þrjú Reuters Íbúarnir gripnir ótta vegna nýrra skjálfta  Litlar vonir/22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.