Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 14

Morgunblaðið - 02.11.2002, Side 14
FRÉTTIR 14 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ GRÉTAR Þorsteinsson, forseti ASÍ og Sighvatur Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands, undirrit- uðu í gær samstarfssamning um aðstoð við þróunarlöndin. Mið- stjórn og stjórnir allra lands- sambandanna innan ASÍ hafa tekið ákvörðun um fyrsta framlag laun- þegahreyfingarinnar til þróun- araðstoðar samkvæmt þessum samningi. Munu þessi sambönd leggja fram 1,5 milljónir til að fjármagna lyfja- og matvælaaðstoð fyrir sjúklinga á sjúkrahúsi stofnunarinnar í Malaví, vegna yfirvofandi malaríufarald- urs. Styðja fullorðinsfræðslu og aðbúnað launafólks Markmið ASÍ með samningnum er að leggja lið verkefnum á sviði fullorðinsfræðslu, öryggismála og vinnuverndar alþýðufólks í sam- starfslöndum ÞSSÍ í þeim tilgangi að vinna gegn fátækt og bæta lífs- umhverfi og afkomu.Er að því stefnt að ASÍ beiti sér einkum á sviði fullorðinsfræðslu og öryggis- og aðbúnaðarmála launafólks, auk sérhæfðari verkefna. Morgunblaðið/RAX Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, og Sighvatur Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar, undirrituðu samstarfssamning ASÍ og ÞSSÍ um aðstoð við þróunarlönd, á ársfundi ASÍ í gær. Samstarf um aðstoð við þróunarlönd ÁRSFUNDUR Alþýðusambands Ís- lands samþykkti í gær sérstaka yf- irlýsingu um áherslur og helstu verk- efni ASÍ í velferðarmálum þar sem m.a. eru lagðar til breytingar á heil- brigðiskerfinu. ,,Til þess að tryggja nýsköpun og endurnýjun velferðarkerfisins og aukið kostnaðaraðhald, þarf að skapa betri forsendur og möguleika á að þróa þjónustutilboð frá einkaaðilum. Þau uppfylli það grundvallarskilyrði að tryggja jafnan aðgang óháð efna- hag og búsetu en leiði ekki til auk- innar félagslegrar misskiptingar. Þröngir efnahagslegir hagsmunir markaðarins um að skapa viðskipti og hagnað mega ekki ógna markmiðum um jafnan aðgang, réttlæti og gæði þjónustunnar. Nýta má kosti tilboða frá einkaað- ilum við framkvæmd þjónustu til þess að draga úr kostnaði, en ábyrgð á þjónustustigi og gæðum verði hjá op- inberum aðilum,“ segir m.a. í yfirlýs- ingu ársfundar ASÍ. Notkun peningalegra hvatakerfa verði þróuð Þar segir einnig að mikilvægt sé að þróa og endurnýja aðferðir við stjórn- un og eftirfylgni hjá hinu opinbera. „Notkun peningalegra hvatakerfa, gæðastjórnunaraðferða og annarra markaðsstjórntækja verði þróuð,“ segir einnig í yfirlýsingunni. Áhersla er lögð á að sett verði aukið fjármagn í hjúkrunarrými fyrir aldr- að sjúkt fólk og til að tryggja öruggan rekstur þeirra og að verkaskipting milli sjúkrahúsa og sérfræðilækna verði endurskoðuð. Samkeppnislög nái ekki til heilbrigðiskerfisins Í yfirlýsingunni er einnig lagt til að verkefnum heilbrigðis- og trygginga- ráðuneytisins verði skipt upp og sjálf- stæði Tryggingastofnunar ríkisins verði aukið og tryggt í lögum. „Sett verði í lög skýrari ákvæði um samn- ingsfrelsi stofnunarinnar. Skylda hennar til þess að semja við einstaka lækna verði afnumin. Fjölgun sér- fræðilækna á samningum verði því aðeins heimiluð að hún falli að þörfum og verkaskiptingu í heilbrigðiskerf- inu. Tryggt verði að samkeppnislög nái ekki til heilbrigðiskerfisins,“ segir þar ennfremur. Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, sagði í ræðu er hann sleit ársfundi sambandsins síðdegis í gær, að þjóð- arumræðan um velferðarkerfið þyrfti að leiða til þjóðarsáttar. „Það virðast hins vegar engir aðilar í þjóðfélaginu vera til þess fallnir að hafa forystu um að skapa nauðsynlega þjóðarsátt, nema verkalýðshreyfingin. Ábyrgð okkar í þessu efni er því mikil. Við munum ekki skorast undan henni frekar en á öðrum sviðum. Við skulum því vera við því búin að halda þessari umræðu áfram, og af enn meiri þunga en hingað til,“ sagði hann. ASÍ samþykkir yfirlýsingu um nýjar leiðir í heilbrigð- ismálum og þjónustu einkaaðila Tryggingastofnun fái aukið sjálfstæði GRÉTAR Þorsteinsson var endur- kjörinn forseti Alþýðusambands Íslands á ársfundi sambandsins í gær. Kjörnefnd gerði tillögu um Grétar og þar sem engin mótfram- boð komu fram var Grétar sjálf- kjörinn í embætti til næstu tveggja ára. Engin mótframboð komu heldur fram við tillögu kjörnefndar um sex aðalmenn og fjóra varamenn í miðstjórn ASÍ til ársfundar árið 2004 og voru eftirtaldir kjörnir að- almenn í miðstjórn skv. tillögu kjörnefndar: Björn Snæbjörnsson, Finnbjörn A. Hermannsson, Ingi- björg R. Guðmundsdóttir, Níels S. Olgeirsson, Sigurður Bessason og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir. Eftirtaldir voru kjörnir vara- menn í miðstjórn til næstu tveggja ára: Kristján Gunnarsson, Þor- steinn Gunnarsson, Örn Friðriks- son, og Ágúst Óskarsson. Grétar Þorsteinsson endurkjörinn forseti MIKLIR fjárhagserfiðleikar eru hjá Raufar- hafnarhreppi, en lausafjárstaða hreppsins er mjög slæm og átti sveitarsjóður í erfiðleikum með að borga laun um þessi mánaðamót. Mörgum þykir þessi staða næsta sorgleg í ljósi þess að fyrir aðeins þremur árum var Rauf- arhafnarhreppur í hópi ríkustu sveitarfélaga landsins. Í maí 1999 urðu stjórnendur Raufarhafnar- hrepps að selja hlut sinn í sjávarútvegsfyrirtæk- inu Jökli á Raufarhöfn, en það er eitt mikilvæg- asta atvinnufyrirtæki í sveitarfélaginu. Kaupendur voru Útgerðarfélag Akureyringa og Burðarás. Söluverðið var um 580 milljónir. Á sveitarsjóði hvíldi um 300 milljóna króna lán sem hann greiddi upp með kaupverðinu. Sveitarstjórn með fullar hendur fjár Segja má að sveitarstjórnin hafi verið með fullar hendur fjár eftir söluna á Jökli. Ákveðið var að nota hluta söluverðsins til að fara út í tals- verðar framkvæmdir í bæjarfélaginu. Endur- bætur voru gerðar á húsnæði grunnskólans, far- ið var út í gatnagerðaframkvæmdir og endurbætur á sviði umhverfismála. Ennfremur var tekin ákvörðun um að leggja fjármuni í atvinnuuppbyggingu. Hreppurinn lagði m.a. fram hlutafé í tvö tölvu- og fjar- vinnslufyrirtæki á Raufarhöfn. Þetta voru Ís- lensk miðlun á Raufarhöfn og fyrirtækið Net- ver. Bæði þessi fyrirtæki urðu gjaldþrota og sveitarsjóður tapaði um 30 milljónum á þessari fjárfestingu. Þeir peningar sem hreppurinn fékk eftir söl- una á Jökli voru í upphafi settir í fjárvörslu hjá Íslenskum verðbréfum. Fráfarandi sveitarstjóri tók hins vegar einhliða ákvörðun um að segja upp þessum samningi. Umsjón með vörslu og ávöxtun þessara fjármuna var því í höndum stjórnanda bæjarfélagsins. Keypti í deCODE á genginu 25 Ákvörðun var tekin um að fara út í nokkuð umfangsmikil hlutabréfakaup, meðal annars keypti hreppurinn hlutabréf í deCODE á geng- inu 25. Hreppurinn seldi síðar með hagnaði helming af þessum hlutabréfum, en hann á enn í dag hinn helminginn. Þau hlutabréf eru núna verðlítil því að gengið á bréfum í deCODE er komið niður í 2 sem þýðir að verðmæti þeirra er innan við 10% af því sem það var þegar þau voru keypt. En hreppurinn fjárfesti í fleiri fyrirtækjum og má þar nefna Íslandssíma og OZ. Gengi á þessum bréfum hefur hrunið líkt og á bréfunum í deCODE. Þá eru ótaldar fjárfestingar í erlend- um hlutabréfasjóðum. Í dag situr sveitarsjóður því uppi með alls kyns pappíra sem keyptir voru þegar mikil bjartsýni ríkti á verðbréfamarkað- inum, en þeir eru núna verðlitlir. Hafþór Sigurðsson, oddviti Raufarhafnar- hrepps, segir ekki ljóst hve tapið af þessum fjár- festingum í hlutabréfum og skuldabréfum er mikið en það nemi tugum milljóna króna. Hafþór, sem sat áður í minnihluta sveitar- stjórnar, óskaði eftir því við félagsmálaráðu- neytið á sínum tíma, að það skæri úr um það hvort þessar fjárfestingar hreppsins í hlutabréf- um væru löglegar. Það tók ráðuneytið næstum ár að svara bréfinu, en niðurstaða þess var efn- islega á þá leið að þetta væri á gráu svæði. Það væri ekki að finna í lögum skýr ákvæði um að þetta væri bannað, en ekki heldur að þetta væri heimilt. Sveitarsjóður rekinn á yfirdrætti Fyrir um þremur árum voru sveitarstjórn- armenn í Raufarhafnarhreppi með um 220 millj- ónir króna milli handanna. Í dag er staða sveit- arsjóðs þannig að við lá að hreppurinn gæti ekki greitt starfsmönnum sínum laun um síðustu mánaðamót. Hafþór sagði að vandi sveitarfélagsins væri fyrst og fremst lausafjárvandi. Raufarhafnar- hreppur skuldaði ekki mikið. Skuldir sveitarfé- lagsins á íbúa væru nálægt 200 þúsund krónum sem væri ekki mikið miðað við mörg önnur sveitarfélög. Sveitarsjóður ætti hins vegar enga peninga í kassanum og hefði síðustu mánuði verið rekinn með botnlausum yfirdrætti. Rekstrarkostnaður síðustu þriggja ára hefði verið langt umfram tekjur. Hann sagði að það væri ekkert annað fyrir sveitarstjórnina að gera en að skera niður í rekstri. Búið væri að segja upp öllum launa- samningum við starfsmenn sveitarfélagsins, en þeir renna út um áramót. Hann sagði að fram- undan væru aðgerðir sem ættu eftir að koma við marga, en sveitarstjórn væri nauðugur einn kostur. Þegar Hafþór er spurður hvort hreppurinn ætti einhverjar eignir sem hann gæti selt til að létta á stöðunni svarar hann: „Það er ekkert eft- ir til að selja. Það er allt farið. Eina sem er eftir eru nokkrir verðlausir pappírar.“ Hafþór sagði að Raufarhafnarhreppur væri búinn að sækja um lán úr Jöfnunarsjóði sveitar- félaga til að koma lánum í skil, en hreppurinn er í dag að greiða mikla vanskilavexti. Raufarhafn- arhreppur er nú með fjármál sín til sérstakrar skoðunar hjá félagsmálaráðuneytinu. Í dag er von á fulltrúa ráðuneytisins norður sem ætlar að fara yfir áætlanir nýrrar sveitarstjórnar. Ráðu- neytið þarf að sannfærast um að sveitarstjórnin sé að gera rétta og trúverðuga hluti áður en um- sókn um lán úr Jöfnunarsjóði er afgreidd. Mikil fólksfækkun Eins og að framan er rakið hafa verið gerð mörg mistök við stjórn sveitarfélagsins á síð- ustu árum. Þessi mistök eru hins vegar ekki eina skýringin á erfiðleikunum. Fólki hefur fækkað mikið á Raufarhöfn á síðustu árum. 1. desember 1998 bjuggu þar 407 íbúar. 1. desember sl. voru íbúarnir hins vegar 296. Yfir 100 íbúar hafa flust á brott á aðeins þremur ár um. Þetta kemur að sjálfsögðu niður á tekjum sveitarfélagsins. G-listinn var með meirihluta í sveitarstjórn Raufarhafnar frá 1994–2002. Sveitarstjóraskipti urðu hjá hreppnum 1999 um það leyti sem salan á Jökli fór fram. Ný sveitarstjórn tók við völdum á Raufarhöfn eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og réð hún nýjan sveitarstjóra. Raunar var ekki kosið á Raufarhöfn því að listi, sem Hafþór veitti forystu, var sjálfkjörinn. Miklir erfiðleikar í fjármálum Raufarhafnarhrepps sem var áður í hópi ríkustu sveitarfélaga Keypti bréf í deCODE, Íslandssíma og OZ Fyrir þremur árum var Raufarhafnarhreppur eitt af ríkari sveitarfélögum landsins. Í dag á hreppurinn í erf- iðleikum með að greiða starfsmönnum sínum laun. Eg- ill Ólafsson rekur hvað gerðist í fjármálum hreppsins. Morgunblaðið/Sverrir egol@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.