Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 32
ÁRBORGARSVÆÐIÐ 32 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ BANGSADAGURINN var haldinn hátíðlegur á bókasafninu í Hvera- gerði mánudaginn 28. október sl. Á hátíðina komu krakkar bæjarins með bangsana sína í heimsókn. Gestirnir fengu að smakka nammi- bangsa og fengu bókamerki, sem merkt voru með Bangsímon og fé- lögum og Harry Potter. Í tilefni bangsadagsins var efnt til ljóðasamkeppni meðal sex til tólf ára barna, ljóðin áttu að fjalla um bangsa. Mörg ljóð bárust í keppnina og voru veittar við- urkenningar á bangsadaginn. Alls hlutu sex börn viðurkenningu í formi bangsa, penna og bóka. Þau eru: Eggert Arason, Kristín Munda Kristinsdóttir, Aðalsteinn Magnússon, Ásta Björg Jós- efsdóttir, Kristín Hildur Pálsdóttir og Ólafur Dór Steindórsson. Fjöldi fólks og bangsa lagði leið sína í bókasafnið á bangsadaginn og skemmtu allir sér vel. Bangsi eftir Aðalstein Magnússon 10 ára Hann er mjúkur og hlýr. Hann er flottur og dýr. Litli bangsinn minn. Bangsaljóð eftir Eggert Arason 8 ára Einu sinni var bangsi, sem nennti engu hangsi. Hann er svaka sætur, þú myndir ekki vilja vita hvernig hann lætur, þegar hann grætur. Morgunblaðið/Margret Ísaksdóttir Gestir mættu með bangsana sína á bangsadaginn. Bangsadagur á bókasafni Hveragerði „ÞAÐ er gott að búa á Eyrarbakka og Stokkseyri og gott að alast upp á svona stað. Hér þekkja allir alla og þetta er gott samfélag,“ sagði Ása Magnea Sigfúsdóttir, nemandi í 10. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og einn nem- andaráðsmanna skólans. Nemendaráðið vakti athygli gesta á 150 ára afmælishátið skól- ans á dögunum þar sem það stjórn- aði hátíðarsamkomunni. Þar tóku þau við stjórninni eftir að skóla- stjórinn hafði sett samkomuna og önnuðust kynningu dagskráratriða. Þetta gerðu þau á fumlausan og virðulegan hátt sem hæfði stund- inni. Nemendaráð skólans er eins og í öðrum skólum æðstráðandi í fé- lagslífinu og skipuleggur ýmsa við- burði í skólanum. Þau voru öll sam- mála um að það væri þroskandi og skemmtilegt að sjá um viðburði fyr- ir yngri nemendur skólans og auð- vitað spennandi að hugsa til þess að láta fyrirhugaða utanferð nemenda verða að veruleika. Safnað er fyrir ferðakostnaðinum með ýmsum verkefnum sem nemendur annast í samstarfi við foreldra og kennara. Krakkarnir voru sammála um að 150 ára afmæli skólans væri merki- legur viðburður og sérstaklega að þessi elsti skóli landsins væri á Eyr- arbakka og Stokkseyri. „Þetta er góður skóli þar sem allir kynnast öllum. Okkur líður vel í skólanum og það er gaman að læra hérna,“ sagði Birgir Marteinsson og Ása Magnea bætti við: „Okkur þykir vænt um þennan skóla og það verð- ur skrýtið að fara í einhvern miklu stærri skóla. Við höfum alltaf verið hér og finnst það gott.“ Þau voru sammála um að það hefði verið gott að skólarnir voru sameinaðir, það væri ekkert mál að fara í rútu á milli og þau kynntust fleiri krökkum og fyrir bragðið væri skólinn líflegri. Þau voru öll sammála um að það væri gott fyrir nýja íbúa að setjast að á Eyrarbakka eða Stokkseyri. „Við þekkjum alla og við tökum til dæmis mjög vel á móti nýjum nem- endum í skólanum,“ sögðu þær Helga Þórey Rúnarsdóttir og Ásta Erla Jónasdóttir og undir þau orð þeirra tók Atli Már Jónsson. Okkur líður vel og það er gaman að læra Morgunblaðið/Sig. Jóns. Nemendaráð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sem stýrði hátíð- arsamkomunni í tilefni 150 ára afmælis skólans á dögunum. Ásta Erla Jón- asdóttir, Birgir Marteinsson, Atli Már Jónsson, Helga Þórey Rúnarsdóttir og Ásta Magnea Vigfúsdóttir. Þau halda á gömlu skólaklukkunni sem hringdi inn samkomuna. Selfoss FJÓRTÁN íbúar Eyrarbakka og Stokkseyrar nýttu sér tilboð Krón- unnar síðastliðinn fimmtudag um rútuferð frá þorpunum við strönd- ina, á Selfoss til að versla í Krónunni. Bónus fylgdi í kjölfarið og bauð upp á rútuferð í gær, föstudag, og þáði einn íbúi það tilboð. Þeir sem nýttu sér aksturstilboðið voru eldra fólk sem kvaðst ekki hafa yfir bíl að ráða og leist vel á það að eiga þess kost að komast í verslanir sem bjóða lægra verð. „Ég mun örugglega koma aftur, þetta er gott þótt ekki sé nema til að hreyfa sig,“ sagði Guðrún Júlía Elíasdóttir, 86 ára, frá Stokkseyri þar sem hún skoðaði í hillurnar í Krónunni. Skemmtiferðir samhliða verslun Verslunarferðir frá Eyrarbakka eru ekki einsdæmi. Fyrir rúmum áratug tóku konur á Eyrarbakka sig saman og fóru í nokkrar verslunar- ferðir í Fjarðarkaup í Hafnarfirði. Ferðirnar voru ef til vill að öðrum þræði skemmtiferðir, en allar voru þær farnar á kostnað kvennanna sjálfra. Þessar ferðir í Krónuna og Bónus eru vikulega frá Eyrarbakka og Stokkseyri, viðskiptavinum þeirra að kostnaðarlausu. Bónus býður einnig ferðir frá Þorlákshöfn. Krónuferðin er á fimmtudögum og Bónusferðin á föstudögum. Í fréttum af verslunarmálum á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur verið sagt að verslun hefði lagst af í þorpunum þegar Kaupás hf. hætti þar verslunarrekstri. Svo er þó ekki, því t.d. í söluskála Olís á Eyrar- bakka, Ásnum, má fá flestar þær vörur, sem hvert heimili þarf dag- lega á að halda. Sú þjónusta kom til eftir að Kaupás lokaði verslunum sínum á liðnu sumri. Verslunarrútur frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn Morgunblaðið/Óskar Magnússon Jón Ragnar Ólafsson, bifreiðarstjóri hjá Guðmundi Tyrfingssyni, bíður eft- ir viðskiptavini Bónuss. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Viðskiptavinir úr Krónurútunni komnir inn í verslunina. Fremst er Guðrún Júlía Elíasdóttir frá Stokkseyri. Fimmtán manns nýttu sér tilboðin Selfoss HRAFNHILDUR Óskarsdóttir, sex ára fimleikastúlka, varð, ásamt nokkrum öðrum stúlkum, fyrir þeirri reynslu á fimleikaæfingu 8. október í Íþróttahúsinu á Selfossi að handboltamark féll ofan á hóp- inn. Stúlkurnar höfðu verið að klifra í neti marksins. Önnur hönd Hrafn- hildar lenti undir annarri marksúl- unni og hún handarbrotnaði. Fór þar betur en á horfðist. Hrafnhildur, sem var með gifs á hendinni í þrjár vikur, heimsótti íþróttahúsið í fyrradag og hitti þar forstöðumann hússins, Gunnar Guð- mundsson. Hann sagði að í kjölfar þessa óhapps hefði verið farið yfir búnaðinn sem heldur markinu og öll öryggisatriði hússins. Það sem fór úrskeiðis hefði verið lagað og síðan skerpt á öllum verklagsreglum við frágang tækja. Hann sagði að það þyrfti að hafa góða aðgát varðandi búnað íþrótta- húsa. Í fyrra hefði allur öryggisbún- aður verið yfirfarinn og menn talið að allt væri í lagi en svo hefði þetta gerst. Þórunn Jóna Hauksdóttir, móðir Hrafnhildar, sagði að þeim hjónum hefði auðvitað brugðið en verið feg- in að ekki fór verr því markið hefði fallið á hóp stúlkna. „Við tilkynntum bæjaryfirvöldum óhappið og lögðum áherslu á að öryggi í íþróttahúsinu yrði bætt til að svona lagað end- urtæki sig ekki,“ sagði Þórunn Jóna. Morgunblaðið/Sig. Jóns. Hrafnhildur Hallgrímsdóttir fim- leikastúlka og Gunnar Guðmunds- son, forstöðumaður Íþróttahússins, í markinu sem féll á stúlknahópinn. Íþróttahúsið á Selfossi Öryggis- atriði lag- færð í kjöl- far slyss Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.