Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 36
HEILSA MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 37 Íslenskt náttúruafl - fy ri r ve tu ri nn www.sagamedica.com Spurning: Mig langar að fá út- skýringar á því hvers vegna ég vakna milli sex og sjö á morgnana með dúndrandi hausverk og get varla opnað augun. Sef þó alltaf með galopinn glugga og með slökkt á ofnum þannig að þetta er ekki vegna loftleysis eða hita. Fer seint að sofa, aldrei fyrr en eitt, en á auðvelt með að sofna. Ef ég tek inn panodil eða paracetamól getur það skemmt innyfli? Svar: Höfuðverkur er eitt algeng- asta sjúkdómseinkenni sem við þekkjum og getur átt sér fjöl- margar orsakir. Orsakirnar er oftast að finna í vöðvum eða bein- um á hálsi og höfði, æðum í höfði, tönnum, kinnbeinaholum, kjálka- liðum, augum eða eyrum. Algeng- ar tegundir slæmra höfuðverkja eru spennuhöfuðverkur, mígreni og klasahöfuðverkur. Spennuhöf- uðverkur orsakast af vöðvaspennu í hálsi og hnakka, hjá mörgum kemur hann daglega en lagast oft við afslöppun. Verkurinn er ýmist um allt höfuðið, í hnakka, í enni eða eins og band eða þrýstingur umhverfis höfuðið. Mígreni er skilgreint sem verkjaköst er standa venjulega yfir í 4–72 klst. og þeim fylgir oft ljósfælni og auk þess fá flestir ógleði og uppköst. Á undan verkjakastinu fá sumir foreinkenni, stundum nefnd „ára“, sem oftast eru í formi sjóntrufl- ana. Þessi foreinkenni standa venjulega yfir í 5–30 mínútur. Verkurinn getur verið um allt höfuðið eða bara öðrum megin og hjá sama einstaklingi getur hann færst til. Verkurinn er yfirleitt sár, stöðugur eða með æðaslætti. Mígreni er 2–3 sinnum algengara hjá konum en körlum. Klasahöf- uðverkur er sár verkur í auga eða gagnauga sem stendur í 15–180 mín. og getur komið allt að 8 sinnum á dag. Klasahöfuðverkur er algengari hjá körlum en kon- um. Allar þessar tegundir höf- uðverkja geta komið að nóttu til og vakið sjúklinginn (venjulega ekki fyrr en eftir kl. 4) eða verið til staðar þegar hann vaknar. Spennuhöfuðverkur er einna lík- legastur til að vera til staðar þeg- ar sjúklingurinn vaknar. Morg- unhöfuðverkur er stundum fylgifiskur þunglyndis en getur einnig verið hluti fráhvarfs- einkenna koffíns, verkjalyfja eða ergotamíns (lyf við mígreni) sem neytt var kvöldið áður. Verkjalyf- ið paracetamól sem bréfritari nefnir getur valdið höfuðverk en það er sjaldgæft. Langvarandi notkun paracetamóls getur hugs- anlega valdið skemmdum á lifur og nýrum. Í einstaka tilvikum geta alvarlegir sjúkdómar verið orsök morgunhöfuðverkja og má þar nefna háan blóðþrýsting, heilaæxli og kæfisvefn. Þeir sem gnísta tönnum í svefni geta líka vaknað með höfuðverk sem orsak- ast af spennu í vöðvum og eymslum í kjálkaliðum. Þeir sem þjást af langvarandi höfuðverk ættu að leita læknis. Hvað orsakar morgunhöfuðverk? MAGNÚS JÓHANNSSON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM LESENDA Mígreni skilgreint sem verkjaköst  Lesendur Morgunblaðsins geta spurt lækn- inn um það sem þeim liggur á hjarta. Tekið er á móti spurningum á virkum dögum milli klukkan 10 og 17 í síma 5691100 og bréfum eða símbréfum merkt: Vikulok. Fax 5691222. Einnig geta lesendur sent fyrir- spurnir sínar með tölvupósti á netfang Magnúsar Jóhannssonar: elmag@hot- mail.com. Hreyfing og almenn líkamsrækt er líklega einfaldasta og ódýrasta leið til bættrar heilsu sem völ er á. Áhugi á hreyfingu er vaxandi og er það vel, enda veitir ekki af, m.a. í ljósi þess hve offita er vaxandi meðal landsmanna. Með þessu hefur réttilega verið mjög haldið á lofti nauðsyn hófsemi í mataræði. Því miður virðast margir halda að leiðin að sannleikanum í þessu efni sé í gegn- um fæðubótarefni hvers konar. Þar eru ekki einungis kölluð til sögunnar vítamín og steinefni, sem hafa verið notuð áratugum saman, heldur einnig ýmiss konar prótín og jafnvel amínósýrusamsetningar. Merkilegt er til þess að vita að margir hillumetrar í apótekum eru lagðir undir vörur þessar, þær eru til sölu í versl- unum sem kenna sig við heilsu og í sumum heilsuræktarstöðvum. Mikil auglýs- ingastarfsemi er þessu tengd og óstaðfestar fregnir hafa borist af því að þeim sé ýtt að ungu fólki sem nauðsynlegum til árangurs í almennri líkamsrækt svo ekki sé talað um í keppnisíþróttir. Engar vísindalegar upplýsingar liggja fyrir um að efni af þessu tagi bæti heilsu hjá hraustu fólki. Fæðubótarefni geta verið til gagns hjá fólki með alvar- lega sjúkdóma á borð við alnæmi og krabbamein og ýmsa þarmasjúkdóma og hugsanlega hjá fólki sem leggur stund á mjög miklar og erfiðar keppn- isíþróttir. Fullyrða má að gildi fæðubótarefna fyrir alla aðra er ekkert. Í venju- legri fæðu, hvort sem hún er unnin úr íslenskum landbúnaðarafurðum, sjáv- arfangi eða ekki, eru öll þau fæðuefni sem við þurfum. Fæðubótarefni eru yfirleitt mjög dýr. Í flestum tilvikum er fólk að borga fyrir vörur sem í besta falli gagnast þeim ekki og í versta falli skiljast óbreyttar út um ýmis líkamsop. Fæðubótarefni sem eru hér á markaði eru ekki skaðleg. Hins vegar hefur borið á smyglvarningi með ýmiss konar örvandi efnum á borð við efedrín. Þau eru ólögleg hér og geta verið mjög skaðleg. Gildi þeirra til hreysti, árangurs og betra lífs er jafnlítið og hinna. Sigurður Guðmundsson landlæknir.  Frá landlæknisembættinu. Heilsan í brennidepli Fæðubótarefni ekki rétta leiðin Áhugi á hreyfingu er vaxandi FÁTÆKT fólk er líklegra til þess að vera flogaveikt, samkvæmt nýjum rannsóknum breskra vísindamanna. Þeir sem tilheyra hinum verst settu í samfélaginu eru tvisvar sinnum lík- legri til þess að vera flogaveikir en þeir sem eru meðal hinna best settu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Skýringarnar kunna að vera ýms- ar, að mati vísindamanna frá Bresku taugafræðistofnuninni. Það var til að mynda vitað að flogaveikt fólk er lík- legra til að vera fátækt vegna þess að það getur ekki sinnt vinnu. Þetta er hins vegar fyrsta rannsóknin sem sýnir fram á að fátækt getur beinlín- is verið orsök flogaveiki. Áhættu- þættir flogaveiki, eins og fæðinga- gallar og næringarskortur, eru t.d. algengari meðal fátækra. Gen sem bera flogaveiki gætu einnig ákvarð- að námsgetu og aðra þætti heilbrigð- is, segja vísindamennirnir. Prófessor Ley Sander, sem stýrði rannsókninni, sagði að skýringarnar á þessum tengslum fátæktar og flogaveiki væru sennilega fleiri en ein og væntanlega samtengdar. „Ef þú ert fátækur muntu leita þér lækn- inga seinna en ella,“ bætti hann við- .Talsmenn flogaveikra í Bretlandi sögðust vilja sjá niðurstöður frekari rannsókna áður en þeir drægju ein- hverjar ályktanir af þessu. Flogaveiki tengd fátækt TEPPI Á STIGAHÚS - got t verð - komum og gerum verðtilboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.