Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 35
NEYTENDUR 36 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Á MARKAÐI eru snuð úr nátt- úrulegu gúmmíi, latexi og plastefni og sílíkoni. Latex-snuðin eru gul- leit og verða brúnleit með tím- anum, en sílíkon-snuð eru gegnsæ og ljós. Sílíkon-snuð eru ekki eins teygjanleg og latex-snuðin, en þau fyrrnefndu endast betur. Evrópskar neytendavernd- arstofnanir hafa barist fyrir því að settur sé síðasti söludagur á snuð. Ástæðan er sú að þar sem ljós, hiti, súrefni og óson hafa áhrif á latex hefur það stuttan endingartíma, og getur jafnvel molnað í munni barns ef það er orðið gamalt. Þegar gúmmí eldist breytist liturinn úr gulum í brúnan og því er til- tölulega auðvelt að sjá hvort latex- snuð eru nýlega framleidd eða ekki. Reynslan hefur sýnt að notkun á vörum framleiddum úr latex getur valdið meiriháttar ofnæm- isviðbrögðum, en slíkum tilfellum hefur farið fjölgandi á und- anförnum árum. Því er talið að síl- íkon-snuðin hæfi best fyrirburum þar sem barnið á ekki hættu á að fá ofnæmi af þeim og einnig af því að auðvelt er að halda þeim hreinum. Áður en snuð er notað Til að minnka efnainnihald í snuðum er ráðlegt að sjóða ný snuð í miklu vatni í 10 mínútur áður en þau eru notuð í fyrsta skipti. Þann- ig er möguleiki að losna við eitt- hvað af efnasamböndum sem eru til staðar í nýjum snuðum. Mikilvægt er að fylgjast reglu- lega með barni sem er með snuð uppí sér, mörg slys hafa orðið þeg- ar snuð hafa hrokkið upp í munn barns og því þarf að vera vel á verði. Einnig er nauðsynlegt að sjóða snuð með reglulegu millibili til að tryggja hreinlæti. Heimild: Löggildingarstofa GREINT er frá því á heimasíðu Evrópsku staðlasamtakanna (CEN), cenorm.be, að búið sé að setja nýjan evrópskan staðal fyrir snuð. Eins og foreldrar vita eru snuð mikið notuð til þess róa börn og uppfylla sogþörf þeirra og eru um 100 milljón snuð seld í Evrópu á hverju ári, að því er segir í frétt frá CEN. Segja samtökin nauðsyn- legt að setja öryggis- og gæðakröf- ur ofar öllu, draga úr hættu á köfn- un sem mest megi og tryggja að engin skaðleg efni berist í líkamann vegna notkunar snuða. Staðallinn nefnist EN 1400, Snuð fyrir ungbörn, og er í þremur hlut- um. Í fyrsta hlutanum er fjallað al- mennt um öryggiskröfur fyrir snuð og merkingar og leiðbeiningar. Í öðrum hluta er fjallað um prófunar- aðferðir á snuðum, það er hvernig þeim reiðir af við alls kyns hnjask á borð við högg, göt og rifur, álag á skífu og hvernig þau standast bit. Í þriðja hluta er fjallað um viðmið- anir vegna tiltekinna efna í snuðum sem geta borist í líkamann, svo sem nitrosamíns, mercaptobensó- þíasóls og andoxunarefna. Fram kemur í frétt Evrópsku staðlasamtakanna að með staðlin- um EN 1400 sé ekki einvörðungu búið að setja reglur sem tryggja hámarksöryggi heldur koma þeim fyrir í einu og sama skjalinu öllum til hagsbóta. Miðar að aukinni neytendavernd Á heimasíðu Löggildingarstofu, ls.is, segir að staðlar og þá sér- staklega samhæfðir evrópskir staðlar gegni því mikilvæga hlut- verki að vera viðmið fyrir framleið- endur, hönnuði og þá aðila sem gæta eigi þess að vara á markaði sé örugg. „Í stöðlum er að finna ákveðnar leiðbeiningar, reglur og skilgreiningar sem miða að því að hluturinn passi, virkni hans sé rétt og að hann sé öruggur. Því má segja að samspilið milli staðla og opinberrar markaðsgæslu um ör- yggi vöru miði að aukinni neyt- endavernd út frá tæknilegum for- sendum. Tekið skal fram að snuð líkt og önnur barnavara á ekki að vera CE merkt. Hins vegar skal koma fram á umbúðum þeirra leið- beiningar um notkun og meðhöndl- un til þess að tryggja öryggi þeirra,“ segir Löggildingarstofa. Upplýsingar um ofnæmisviðbrögð Samkvæmt upplýsingum frá Staðlaráði Íslands hefur EN 1400 ekki enn verið staðfestur sem ís- lenskur staðall en svo nokkur dæmi séu nefnd segir meðal annars að merkingar og leiðbeiningar skuli vera á opinberu tungumáli þess lands þar sem varan er seld. Einn- ig segir að taka þurfi fram ef snuð séu framleidd úr latex gúmmíi og mælt með því að ítarlegri upplýs- ingar fylgi um hugsanleg ofnæm- isviðbrögð. Mælt er með notkunarleiðbein- ingum sem lýsi öruggri meðferð snuðsins, að minnsta kosti einni hreinsunaraðferð, algengum og óæskilegum geymslu- og hreinsun- araðferðum og notkun sem skemmt geti vöruna. Þá er mælt gegn því að snuð sé látið liggja í sól, nærri hitagjafa eða of lengi í sótthreinsunarupp- lausn sem veiki túttuna. Einnig er notendum ráðlagt að sjóða snuð í 5 mínútur fyrir notkun og skipta um snuð á 1–2 mánaða fresti. Festist snuð í munni er fólki ráðlagt að halda ró sinni og losa það varlega þar sem ógerningur sé að gleypa það í heilu lagi. Lögð er áhersla á að EN 1400 eigi að gilda um alla hluta snuðsins, ekki bara tiltekna parta. 100 milljón snuð seld í Evrópu á hverju ári Nýr evrópskur staðall settur fyrir snuð Morgunblaðið/Golli Mælt er að foreldrar skipti um snuð barna á 1–2 mánaða fresti. BÓNUSVERSLUN verður opnuð á Egilsstöðum, væntanlega um miðjan nóvember. Verður verslunin í hús- næði 10–11, sem hefur verið rekin í miðbæ Egilsstaða til skamms tíma. Samkeppni á matvörumarkaði eystra eykst með tilkomu Bónuss, en fyrir á Egilsstöðum er verslun Sam- kaupa, sem rekin er af Kaupfélagi Héraðsbúa. Verslun 10–11 á Egilsstöðum vík- ur brátt fyrir nýrri Bónusbúð. Allt er nú selt á 50% rýmingarafslætti og því mikill handagangur í öskjunni. Bónusverslun opnuð á Egilsstöðum Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Verslun 10–11 á Egilsstöðum víkur brátt fyrir nýrri Bónusbúð og vörur eru seldar á 50% rýmingarafslætti. Fyrir á Egilsstöðum er verslunin Samkaup. MAGNKAUP.NET hefur feng- ið andlitslyftingu og í tilefni af því býður fyrirtækið nú fartölv- ur frá Acer og Lexmark-prent- ara. Magnkaup reynir með áhrifamætti safnkaupa að bjóða lægra vöruverð á allskonar raf- tækjum og tölvuvörum, segir í fréttatilkynningu. Búið er að gerbreyta útlitinu á magnkaup- .net sem er fyrsta netverslunin á Íslandi sem leggur aðaláherslu á lágt vöruverð, segir ennfremur í tilkynningunni. Netverslun Magnkaupa breytt Ábending- ar um snuð og túttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.