Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 52
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 53 ÞAÐ var býsna merkileg niður- staðan í fregn einni í DV nýlega þar sem sagt var frá einhverri samkomu framhaldsskólanemenda að Skóg- um, samkomu sem greinilega var þeim til sóma sem þar voru. Fregn- in bar enda fyrirsögnina: Áfengis- laus vinnu- og gleðiferð. Í niðurlagi fregnarinnar stóð hins vegar orð- rétt: „Kvöldinu var síðan eytt í góðu yfirlæti á Skógum í gamla héraðs- skólanum án áfengis. Því það var ein meginreglan að helgin var með öllu áfengislaus. Þrátt fyrir það áttu allir hinar notalegustu stundir í Skógum. Síðasta setningin hefði nefnilega einmitt átt að hljóða svo: Einmitt þess vegna áttu allir hinar notaleg- ustu stundir í Skógum. Ekki ætla ég þeim sem skrifaði annað en athugunarleysi sakir ályktunar sinnar, en upp í hugann kemur þó hið dæmigerða viðhorf svo alltof margra að ekki sé unnt að eiga notalega skemmtistund nema hafa áfengið sem sjálfsagðan föru- naut. Hafi nemendurnir mikla þökk fyrir sína góðu forsendu gleðiferð- arinnar sem eðlilega afsannaði þessa villukenningu. Enn meiri athygli mína vakti þó afbragðsvel skrifað Lesbókarrabb þess ágæta manns Eysteins Björns- sonar fyrir nokkru er bar heitið: Menningar-nótt. Hann vekur verð- uga athygli á ölæðinu, misþyrming- unum og sóðaskapnum sem hafi verið í himinhrópandi andstöðu við það sem til var stofnað. Eysteinn ræðir svo um fylleríið á mannskapnum, feimnismál okkar og ræðir svo um eiturlyfjafárið svokall- aða og gerir að sjálfsögðu út af fyrir sig ekki lítið úr þeirri vá, en víkur svo að því viðhorfi sem búið sé að hamra inn í fólk að hinn löglegi vímugjafi alkóhól sé tiltölulega sak- laus miðað við hin skelfilegu eit- urlyf. Svo vitnað sé orðrétt til Ey- steins í þessu beinskeytta og raunsanna rabbi hans þá segir hann: „Því það vita náttúrulega allir sem nenna að hugsa heila hugsun til enda að alkóhólið er eitthvert sterk- asta fíkniefni sem til er og veldur að minnsta kosti 99% af öllum þeim hörmungum sem fíkniefni valda í heiminum. Eysteinn dregur ekkert úr ábyrgð okkar allra á málunum með sinnuleysi okkar og afneitun og kall- ar þó eðlilega til meiri ábyrgðar þeirra sem með völdin fara svo sem hér í Reykjavík. Eysteinn mælir hér sannkölluð skynsemisorð og hafi hann fyrir heila þökk. Alltof oft þegar þessi mál eru rædd tvímenna tvískinn- ungur og hræsni á sömu dróginni, að ekki sé nú talað um hinn lúmska áróður svo víða sem oft gengur svo yfirgengilega á móti allri heilbrigðri hugsun, Já, ólíkt var flest með vinnu- og gleðiferð framhaldsskóla- nemanna áður-nefndu og menning- arnóttinni miklu í Reykjavík og væri ekki ráð að bera saman fyrir þá sem ferð ráða. Og verum þess minnug varðandi upphaf þessa greinarkorns að í stað- inn fyrir „þrátt fyrir að áfengið var útlægt gjört átti aðeins að standa: Vegna þess að. Þar lá nefnilega öll skýringin, svo einfalt er nú það Til ærinnar umhugsunar Eftir Helga Seljan Höfundur er formaður fjölmiðlanefndar IOGT. „Alltof oft þegar þessi mál eru rædd tví- menna tví- skinnungur og hræsni á sömu dróginni.“ ÞEGAR ég segi orðið „ég“ er ég ekki bara að meina mig sjálfa heldur mjög marga sem ekki geta heyrt hið talaða hljóð i sjónvarpi. Þessir mörgu eru heyrnarlausir og heyrnarskertir og telja um 10% þjóðarinnar. Í sem stystu máli langar mig til að segja ykkur frá afhverju ég og þessi 10% þjóðarinnar viljum textun. – til að geta fylgst með þjóðmála- umræðunni i öllum aðal- og auka- fréttatímum sjónvarpstöðvanna, í Kastljósinu, i Silfri Egils, í Ísland í Bítið, í Ísland í dag sem og öðrum þáttum þar sem þjóðmálaumræða líð- andi stundar er til umræðu og sér- staklega það hverju þessar spennandi persónur hafi frá að segja á laugar- dagskvöldi með Gísla Marteini eða þá hvað allt þetta sjálfstæða fólk hefur að segja við Jón Ársæl í Sjálfstæðu fólki. – Vita hvað er svona spennandi í Panorama, hjá Andreu, í Fólki hjá Sirrý, í Innlit/Útlit, í Femin, í Djúpu lauginni eða þá hvað unga fólkið hefur að segja í Atinu og sér í lagi hvernig þjóðmálin verða fyndin í Spaugstof- unni. – Vitað hvað menningu landans líð- ur í Mosaik, jafnvel hverju vísindum miðar í Nýjasta tækni og vísindi. – Vil vita hvað sporin heita í Fínu formi og út á hvað þau snúast og hvernig ég ætti að elda veislumat á mettíma í Einn, tveir og elda. Jafnvel ég vil fá að vita út á hvað Þorsteinn Joð fær keppendur til að rembast eins og rjúpan við staurinn að svara spurningum og vinna sér inn dágóðan aur eða þá hvaða spurninga hann Haukur í horni er að spyrja og enginn fær aur fyrir svörin sín þar. – Til að geta vitað hvað ég að að gera þegar maður fær hjartaáfall fyr- ir framan mig, ég vil vita af hverju ég á að hnoða fyrst og hringja svo en ekki blása. Jafnvel það hvað er bak- flæði og af hverju ég ætti frekar að drekka Coca Cola heldur en Pepsi eða öfugt, jafnvel hvort ég ætti að nota Ajax eða Mr.Proper. Já, sem sagt auglýsingar og kynningarmyndbönd hverskonar þurfa að vera textuð, það myndi jafnvel víkka markhópinn. – Horfa á íþróttir með texta er hið besta mál. Allir íþróttaþættir hvers konar ættu að vera textaðir, beinar útsendingar er hægt að texta. – Jafnvel mig langar til að geta horft á barnaefni allra sjónvarps- stöðvanna og geta tekið þátt í þeim hugarheimi og boðskap sem sjón- varpið færir börnum okkar. Allt barnaefni á að vera textað. Svo einfalt er þetta, textun ætti að vera eitt af grunnskilyrðum í allri inn- lendri þáttagerð á sama hátt og hljóð- ið. Setjum textun til jafns við hið tal- aða orð. Mætum á Textaþing i dag kl. 13 á Grand hótel, fræðumst um málefnið og veitum því brautargengi. Af hverju vil ég textun? Eftir Sigurlínu Margréti Sigurðardóttur „Svo einfalt er þetta, textun ætti að vera eitt af grunnskil- yrðum í allri innlendri þáttagerð.“ Höfundur er táknmálskennari og í þrýstihópi fyrir textun á innlent sjónvarpsefni. Létt & laggott er viðbit með litlu fituinnihaldi og bragðast líkt og smjör. Nú á 20% afslætti í næstu verslun. N O N N I O G M A N N I • N M 0 7 7 1 8 / sia .is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.