Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 34
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 35 FJÓRÐU 15:15 tónleikarnir verða í dag kl. 15:15 á nýja sviði Borg- arleikhússins. Á tónleikunum mun Eþos- kvartettinn flytja Adagio- Allegretto fyrir strengjakvartett eftir Dimitri Schostakowitsch, strengjakvartett nr. 2 eftir Jón Ás- geirsson og strengjakvartett eftir Þórð Magnússon. Síðasttöldu verk- in tvö heyrast nú í fyrsta sinn hér í Reykjavík en Eþos frumflutti þau á sumarhátíðum síðastliðið sumar. Eþos-kvartettinn skipa: Auður Hafsteinsdóttir, Greta Guðnadóttir, Guðmundur Kristmundsson og Bryndís Halla Gylfadóttir. Þau hafa leikið saman frá 1998. Góðgerðarfélagið Stoð og styrkur hefur gefið út ritsafnið Á lífsins leið frá 1998 og nú er komið út 5. bindi rit- safnsins og verður útgáfu þess fagnað í Kringlunni, á 1. hæð, kl. 13–16. Þar koma fram nokkrir tónlistarmenn úr hópi höfunda og leika fyrir gesti. Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran leika þjóðlög og lag af nýjum geisladiski Guðnýjar. Magnús Kjart- ansson, Guðmundur Steingrímsson og Tómas R. Einarsson leika létt lög. Gísli Helgason leikur lög af nýjum geisladiski sínum, Flautað fyrir horn og Tómas R. Einarsson flytur lög af nýjum geisladiski sínum, Kúbanska. Penninn Eymundsson, Austur- stræti Kristín Helga Gunnarsdóttir les upp úr nýrri bók sinni Gallsteinar afa Gissa, í barnadeildinni kl. 14. Ritlistarhópur Kópavogs Á vegum hópsins verður upplestur í kaffistofu Gerðarsafns kl. 15. Lesarar verða: Birgir Svan Símonarson, Gímaldin, Hafliði Vilhelmsson, Unnur Sólrún Bragadóttir, Varði og Þór Stefáns- son. Aðgangur er ókeypis. Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18 Lesið verður úr nýj- um barna- og unglingabókum á klukkutímafresti og hefst lesturinn kl. 10 og lýkur kl. 17. Tilefnið er að formlega verður opnuð ný barna- og unglingabókadeild í kjallara búðar- innar. Meðal höfunda sem lesa eru Kristín Helga Gunnarsdóttir, Sigrún Eldjárn, Gunnhildur Hrólfsdóttir, Ólafur Gunnar Guðlaugsson og Sjón. Einnig mun Sesar A. rappa og kynna efni af nýútkominni plötu sinni. Norræna húsið Haustsýning á dúk- um frá Georg Jensen Damask verður kl. 13–17. Ennfremur verður sýning á Arne Jacobsen-dúknum, sem sýndur hefur verið á Kjarvalsstöðum. Sigrún Björgvinsdóttir opnar sýn- ingu á flókamyndum í kaffihúsinu Lóuhreiðri í Kjörgarði. Myndirnar eru unnar í litaða ullarkembu og rammarnir úr íslensku lerki. Sýningin stendur út nóvember. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is SÝNINGIN Veiðimenn í útnorðri verður opnuð í sýningarsölum Nor- ræna hússins í dag. Um er að ræða sýningu sem Vestnorræna ráðið átti frumkvæði að og Norðurlandahúsið í Færeyjum sá um sýningarstjórn á í samvinnu við NAPA, Norrænu stofn- unina á Grænlandi og Norræna húsið í Reykjavík. Í fréttatilkynningu frá Norræna húsinu í Reykjavík segir að Græn- land, Ísland og Færeyjar séu oft nefnd Vestur-Norðurlöndin og að þar séu enn að finna hefðbundnar veiði- aðferðir sem enn séu snar þáttur í daglegu lífi fólks. „Í löndunum þrem- ur hefur einnig mótast háþróaður fiskiðnaður sem selur hágæðavöru á heimsmarkaði og leggur þannig grunn að efnahagslífi ríkjanna. Þetta er fremur ný þróun í langri sögu byggðar, en hún byggist engu að síð- ur á hæfninni til að aðlaga þá þekk- ingu og kunnáttu sem kynslóðirnar tileinkuðu sér. Um aldir bjó fólk við erfið lífsskilyrði en tókst að viðhalda menningu og lífsháttum sem einkum tengjast hafinu og matarkistunni þar, ekki síst sjávarspendýrum og fuglum. Verkefni samtímans er að tryggja að náttúrulegar auðlindir svæðisins geti áfram staðið undir veiðum af ýmsu tagi á bæði fisk og öðrum veiði- dýrum til bæði eigin neyslu og sölu. Þessar auðlindir verða áfram um ókomin ár undirstaða lífshátta á Vest- ur-Norðurlöndum sem fæða bæði Færeyinga, Grænlendinga og Íslend- inga en líka sem matvæli á alþjóðleg- um markaði,“ segir í fréttatilkynning- unni. Fortíð og nútíð Færeyski myndlistarmaðurinn Edward Fuglö hannaði sýninguna Veiðimenn í útnorðri, en fyrir hönd Norræna hússins í Reykjavík hefur forstjóri hússins, Riitta Hainemaa, lagt hvað þyngsta hönd á plóginn og hefur sú vinna staðið síðustu tvö árin að hennar sögn. „Þessari sýningu er ekki hvað síst ætlað að sýna muninn á nútímanum og fortíðinni í veiðihefðum þjóðanna og um leið að vera framlag til að varð- veita minningu um lífshætti sem gætu liðið undir lok. Þarna má því sjá allt frá gömlum og hefðbundnum veiði- gripum á borð við körfu með „leysa- kast“-steinum til að reka grindhvali og upp í fullkomið fiskiborð frá Marel. Svona sýning hefur ekki verið sett upp áður, þetta er í fyrsta skipti sem þetta þema er tekið fyrir,“ segir Riitta. Farandsýning Myndlist skipar veglegan sess á sýningunni og segir Riitta að það sé ekki tilviljun. „Veiðiskapur er mjög fyrirferðarmikill í myndlist þessara þjóða,“ og það endurspeglast á sýn- ingunni,“ bætir Riitta við. Sýningin Veiðimenn í útnorðri er farandsýning sem fyrst var opnuð í Þórshöfn í Færeyjum í júní á þessu ári. Þaðan fór hún til Hjaltlands og þvínæst til Dyflinnar. Nú er hún í Reykjavík. „Móttökurnar hafa verið gríðarleg- ar,“ segir Riitta, „það komu 12.000 manns á sýninguna í Færeyjum, hugsiði ykkur. Hvað eru Færeyingar margir? Síðan skoðuðu 5.000 manns sýninguna á Hjaltlandi og í Dyflinni komu um 400 manns á dag þann eina mánuð sem sýningin stóð yfir. Þegar sýningunni lýkur í Norræna húsinu verður hún send til Akureyrar og mun að öllum líkindum verða opnuð þar 11. janúar. Síðan verður hún sett upp á Grænlandi og á Íslands- bryggju í Kaupmannahöfn. Hvað ger- ist þar eftir vitum við ekki. Þegar er farið að spyrja eftir sýningunni, menn vilja fá hana víðar, til Noregs, Sví- þjóðar, Finnlands og víðar. Við getum aðeins sagt fólki að við verðum að at- huga hvað sé hægt að gera. Við erum mjög háð söfnum og stofnunum með sýningarmuni og erum háð velvilja þeirra með framhaldið. En gaman væri vissulega að fara víðar með þessa merkilegu sýningu,“ sagði Ri- itta Hainemaa. Veiðihefðir for- tíðar og nútíðar leiddar saman Morgunblaðið/RAX Frá sýningunni Veiðimenn í útnorðri í Norræna húsinu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Strengjakvart- ettar á 15:15 tónleikum NÝ sýningaraðstaða fyrir lista- menn verður opnuð í gömlu Ála- fossverksmiðjunni í Mosfellsbæ í dag, laugardag, kl. 14 og hefur gall- eríið fengið nafnið Undirheimar. Galleríið er 120 fm salur og verður fyrsta sýningin opnuð í dag en það eru sjö listakonur sem sýna verk sín. Hildur Margrétardóttir mynd- listarkona ákvað að bjóða upp á sýningarrými þar sem hægt yrði að setja upp fagmannlegar sýningar án mikils tilkostnaðar fyrir lista- menn. „Þeir listamenn sem sýna greiða lága upphæð til að standa straum af opnun sýninga og fengn- ir til að gefa galleríinu eitt af verk- um sínum,“ segir Hildur. „Verkin sem safnast verða sett í safn sem tengist rekstri gallerísins. Þar með safnast upp sýnishorn af samtíma- list sem varðveitist og möguleiki á að halda yfirlitssýningar með jöfnu millibili.“ Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru Ásdís Arn- ardóttir, Hildur Margrétardóttir, Hjördís Birna, Hulda Vilhjálms- dóttir, Karla Dögg Karlsdóttir, Lóna Dögg Christensen og Sólrún Trausta Auðunsdóttir. Verk þeirra eru öll unnin með vatnsleysanleg- um litum. Þær fara ólíkar leiðir bæði í efnistökum og aðferðum. Við opnunina leikur Una Hild- ardóttir á gítar. Undirheimar eru opnir alla daga nema miðvikudaga frá kl. 12–17. Sýningin stendur til 24. nóvember. Nýtt gallerí í Mosfellsbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.