Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 58
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 59 ÁSTA Ragnheiður er stjórn- málamaður sem kosið hefur að beita áhrifum sínum og krafti fyrir þá sem af ýmsum orsökum eiga á brattann að sækja í samfélaginu, fatlaða, þroskahefta, geðsjúka, foreldra barna með langvinna sjúkdóma, forræð- islausa feður, aldr- aða og öryrkja svo nokkrir hópar séu nefndir. Ég hef fylgst með því um árabil hvernig hún berst fyrir og gætir hagsmuna þessa fólks á Alþingi, í fjölmiðlum, á þeirra eigin vettvangi og ekki síst baráttu þeirra sem ein- staklinga við oft á tíðum flókið og miður notendavænt velferðarkerfi. Ég hef fundið hversu annt henni er um þetta fólk og málefni þess og hversu ódrepandi hún er í baráttu þeirra sem einstaklinga eða á vett- vangi Alþingis. Alþingi þarf á þingmönnum eins og Ástu að halda, fólki sem hefur hugsjónir og hefur kraft, hug- kvæmni og hugekki til að fylgja þeim eftir. Fólki sem lætur um sig muna í samfélaginu. Nú þarf Ásta hins vegar á okkur að halda. Ég skora því á alla að vinna að því ötullega að koma henni í þriðja sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík. Kjósum baráttu- konuna Ástu Ragnheiði í 3. sætið Þórey V. Ólafsdóttir, sálfræðingur og fé- lagsráðgjafi, skrifar: ÓLÍKAR leiðir koma til álita þegar rætt er um að efla íslenskt atvinnulíf og styrkja stoðir samfélagsins. Til eru þeir sem sjá í hillingum álver við hvern íslenskan fjörð og telja framtíð Íslands fólgna í stóriðju. Aðrir finna slíkum áformum allt til foráttu og vilja leggja allt í sölurnar til að styðja við hátækniiðnað og menntun. Þótt ég sé síður en svo alfarið á móti virkj- unum eða stóriðju þá hallast ég frekar að síðara sjónarmiðinu. Þar bjóðast lausnir sem hæfa betur íslenskri menningu, hugviti og hugsun. Mér sýnist að Finnar hafi að nokkru leyti lagt okkur í hendur rök til að ræða um framtíðarmöguleikana eftir nýjum leiðum. Finnska leiðin er einfaldlega sú að veðja á skynsemina, veðja á menntun, veðja á hugvitið og mannauðinn. Finnar höfðu um langt árabil lagt rækt við þunglamalegan og gamal- dags iðnað og horft mest til austurs eftir mörkuðum. Við breytta stöðu heimsmála söðluðu þeir um á skömm- um tíma með undraverðum árangri. Öll áhersla var lögð á að efla rann- sóknarstarf og menntun. Fjármagni var beint inn á öll skólastig, allt frá leikskólum til sérhæfðrar vísinda- starfsemi. Núna, rétt rúmlega tíu ár- um síðar, standa Finnar fremstir í flokki tæknivæddra iðnþjóða með bestu starfsskilyrði til atvinnurekstr- ar, mikla útflutningsaukningu og hag- vöxt eins og hann gerist bestur. Þeir veðjuðu á réttan hest. Ungir Íslendingar búa yfir ótrúleg- um frumkrafti og sköpunargleði sem þarf að virkja samfélaginu til góða. Framtíðin krefst þess að við nýtum á öllum sviðum þá möguleika sem frjó hugsun og öflugt menntakerfi býður upp á. Við eigum að opna skólana fyr- ir foreldrum, fyrirtækjum og byggð- arlögunum sem hýsa þá. Við eigum að bjóða upp á sveigjanlegri áherslur milli skóla og stuðla að flæði á milli ólíkra skólastiga. Við verðum einfald- lega að opna allt skólakerfið upp á gátt og hleypa að nýjum straumum. Aukið fjármagn er eitt af lykilatrið- unum ef vel á til að takast. Kraftmikl- ir kennarar skipta höfuðmáli við ný- væðingu skólakerfisins. Við eigum því að hvetja þá til að taka frumkvæðið og fylgja eftir nýrri hugsun og hug- myndafræði á tuttugustu og fyrstu öld. Sóknarfærin eru í menntakerfinu og rétta leiðin er sú finnska. Mennt er allt sem þarf! Eftir Sigrúnu Grendal Höfundur tekur þátt í flokksvali Samfylkingar í Reykjavík. „Við verðum einfaldlega að opna allt skólakerfið upp á gátt.“ LAUGARDAGINN 9. nóv. nk. veljum við sjálfstæðismenn, í hinu nýja Norðvesturkjördæmi, þá sem leiða lista okkar fyrir næstu al- þingiskosningar. Það er okkur mik- ilvægt að horfa á þetta nýja kjör- dæmi sem eina heild og gleyma gömlu kjör- dæmamörkunum, þau heyra sögunni til. Ég kynntist Einari Kristni Guðfinnssyni fyrst er við sátum saman í stjórn Fiski- félags Íslands þar sem hann gegndi formennsku. Mér var strax ljóst að þar fór mikill dugnaðar- og forystumaður sem mikils mátti vænta af. Hann átti meðal annars stóran þátt í því að gera Fiskifélagið að þeim regnhlífarsamtökum hags- munaaðila í sjávarútvegi, sem það er í dag. Ég hef fylgst með störf- um og málflutningi Einars Krist- ins síðan og líkað vel hans áherslur og barátta fyrir hags- munum landsbyggðarinnar. Allur hans málflutningur ber vitni þeim metnaði sem hann hefur fyrir hin- ar dreifðu byggðir. Ég skora á því á okkur öll að tryggja, að Einar Kristinn sé í forystusveit Sjálf- stæðisflokkins í kosningunum vor. Hann er traustur og öflugur bar- áttumaður sem hefur hagsmuni byggðanna að leiðarljósi. Kjósum Einar Kristin í prófkjörinu hinn 9. nóv. nk. Einar Kristin í forystusveit Elínbjörg Magnúsdóttir, Akranesi, skrifar: Láttu drauma þína rætast Námskeið 8.-10. nóvember - 4 kvöld Er það draumur þinn að lifa innihalds- og tilgangs- ríku lífi og að vinna það starf sem þú ert fædd/ur til? Á þessu námskeiði muntu uppgötva lífsstarf þitt og læra lykilinn að velgengni. Gitte Larsen, sími 861 3174 ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ Í KUMITE Sunnudaginn 02. nóvember kl. 11:00 Fylkishöllinni við Fylkisveg 6 Úrslit hefjast kl. 15:00 Komdu og fylgstu með bestu karatemönnum landsins í frjálsum bardaga! KARATESAMBAND ÍSLANDS Laugar i . v r kl. :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.