Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 02.11.2002, Blaðsíða 68
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 69 Laugardaginn 2. nóvember með hljómsveitinni Þúsöld. Kiddi K., Pétur og Simmi. Vestfirðingadansleikur í Ásgarði, Glæsibæ Húsið opnað kl. 22 • Miðaverð kr. 1.000. Í kvöld 2. nóvember með hljómsveitinni Þúsöld. Kiddi K., Pétur og Simmi. EFTIR Herbergi 313 fóru hjólin að snúast á fullu hjá Landi og sonum, sem þá var eitt helsta ballband þjóð- arinnar. Platan sú var metnaðarfull – og um leið bara ári vel heppnuð – til- raun til að brjótast undan þeim söngvasmíðahlekkjum sem íslensk- um ballpoppsveitum er oft gjarnt að setja á sig. Í kjölfarið fóru erlendir aðilar að sýna sveitinni áhuga og svo fór að hún skrifaði undir samning við London-Sire fyrirtækið, sem er eitt undirfyrirtækja Warner. En ým- islegt aftraði útgáfu erlendis, m.a. var nefnt fyrirtæki lagt niður og samningurinn þar með í lausu lofti. En lögin sem til urðu á þessu tímabili eru þó blessunarlega komin út, en þau hefðu hæglega getað endað ofan í skúffu. Hvað um það, gefum strák- unum orðið. Ekki ofan í skúffu Birgir: „Loksins er þetta komið út. Þessi töf tengist auðvitað þessum málum erlendis, það er náttúrulega stór hluti af þessari bið. Verkefni okkar þar eru því í stoppi eins og stendur en það breytir því ekki að það er búið að eyða 25 milljónum í þessa plötu og við setjum hana ekki niður í skúffu. Hér eru allir textar á ensku en það var hluti af þessu starfi okkar í Bandaríkjunum. Það er ým- islegt að gerast núna úti en við gátum bara ekki beðið lengur.“ Hreimur: „Við hefðum helst ekki viljað láta vita af því að við hefðum gert samning af því að Íslendingum er gjarnt á að blása allt svona upp. Það er ekki eins og heimsfrægð sé á næsta leiti en þarna fengum við færi á því að vinna með frábæru fólki og það hefði verið synd að láta þetta enda ofan í skúffu. Við viljum leyfa fólki að heyra þetta. Svona hljómar þetta og þetta er helv... flott. Það eru samt litlar líkur á að þessi plata komi út erlendis í þessari mynd. Hún er náttúrulega unnin á ákveðnu tíma- skeiði sem markast af ákveðnum stefnum. Þá var Blink 182 og þetta háskólarokk í hávegum.“ B: „Jive Jones (upptökustjóri þeirra ytra) stýrði okkur í þessa átt. Og það var bara mjög gaman. Frá- bært að vinna með upptökustjóra en þetta var í fyrsta skipti sem við gerð- um það. Einnig var þetta í fyrsta skipti sem við vorum að vinna með öðrum lagahöfundi.“ – Var einhver að segja ykkur að láta upptökurnar niður í „skúffu“? H: „Nei. Málið er það að nú er plat- an tilbúin, við erum með samþykktan „master“. Þrátt fyrir að London Sire hafi verið lagt niður erum við enn þá innan Warner kerfisins á einhverju hringsóli. Ef eitthvað á að gerast þar þarf maður að vera mjög þolinmóður en við erum með fínan kall í vinnu hjá okkur þar. Við hefðum ekki þurft að gefa hana út núna en það var okkar val að gera það engu að síður. Það er líka orðið svo langt síðan síðasta plata kom út.“ – Hvernig var eiginlega að starfa þarna úti í Bandaríkjunum? B: „Það sem mér fannst athyglis- verðast er hvernig allt þarna úti ger- ist rosalega hægt. Hér á landi er bara hringt í Jóa frænda og hann kemur á sendibílnum með allt sem vantar. Hér hefur maður líka vanist því að haga seglum eftir vindi, ef maður á litla peninga þá reynir maður bara að gera eins vel og efni og aðstæður gefa tilefni til.“ H: „Þegar ég syng inn lag hér heima er ég aldrei lengur en tvo klukkutíma að því. Þegar ég var að syngja fyrir Jive tók það heilan dag og fullkomnunaráráttan kom okkur svolítið í opna skjöldu.“ Mikið kjaftæði í gangi – Finnst ykkur þið hafa náð fram því sem þið stefnduð að með þessari plötu? H: „Ja ... kannski fórum við jafnvel of langt á stöku stað. Það er mjög erf- itt að átta sig á því sem maður er með í höndunum þegar vinnslan stendur yfir. En eftir á heyrir maður kannski: „Ah, við fórum kannski aðeins of langt þarna...“ B: „Á plötunni eru fjögur lög sem við eigum alveg sjálfir („Smile“, „Blowing you up“, „If“ og „Happy“). Þar er hægt að heyra hvernig við hljómum. Eins og t.d. í „Smile“.“ H: „Það má eiginlega segja að við höfum fundið okkur svolítið í þessum lögum og þau marka svolítið framtíð- arstefnuna okkar. Hún verður ekki eins nýjabrumsvæn og heyra má á þessari plötu og við ætlum að reyna að fara að vera aðeins fullorðnari (hlær). Þessi plata er ákveðin byrjun á ákveðnum verkefnum hjá okkur.“ – Þannig að þið eruð ekki orðnir fráhverfir þessum útlenda bransa þrátt fyrir þessar tafir? B: „Alls ekki. Við gerum okkur líka grein fyrir því að við erum ekki leng- ur nýir á markaðnum. Við misstum t.d. alveg ábyggilega einhverja aðdá- endur með Herbergi 313, þar sem það er bara þannig plata. Núna erum við ábyggilega að missa einhverja á líkan hátt en við fáum líka nýja inn í staðinn.“ – Hvað með næsta ár? H: „Það liggja fyrir upptökur strax í nóvember. Ég get liggur við lofað því að það kemur plata á næsta ári. Við bara getum ekki beðið lengur. Ég er búinn að semja aragrúa af lög- um og það þarf að fara að losa þetta út. Ég vil undirstrika það að allt sem við gerum er ætlað númer 1, 2 og 3 fyrir Ísland. Þó svo að við höfum gert samning úti þá er það bara bónus.“ Hreimur segir það t.d. hafa verið mjög gaman að fá tækifæri til að vinna með þekktu fólki. „Þetta voru menn sem tóku eina og hálfa milljón á dag fyrir að hljóð- blanda eitt lag. Einn þeirra, Tom Lord-Alge, gaf sér ekki meira en sex tíma; að því loknu hætti hann.“ Þeir bera fólkinu sem þeir störf- uðu með vel söguna en höfðu þó var- ann á eins og sönnum Íslendingum sæmir. H: „Það er mikil hlýja í gangi og allir mjög kurteisir. En maður finnur líka að það er mikið kjaftæði í gangi. Þetta eru óskaplegir hákarlar; allt er voðalega frábært og æðislegt, burt- séð frá gæðunum. En það var hægt að sjá á þeim sem stóðu okkur næst hvað væri satt og hvað ekki.“ – En eruð þið tilbúnir ef kallið kemur; ef hlutirnir færu að ganga eins og í sögu allt í einu? B: „Ef það væri hringt í okkur í kvöld og við værum beðnir um að troða upp einhvers staðar í Banda- ríkjunum á morgun, þá erum við klárir. Við höfum mikla trú á þessari hljómsveit. Við erum með gríðarlega spilareynslu, okkur líður vel saman í bandinu og við gefum þessum bönd- um úti ekkert eftir.“ H: „Þetta er það sem við viljum gera númer 1, 2 og 3 og þetta er í raun það eina sem við höfum verið að gera undanfarin fjögur ár.“ Happy Endings er nú komin í búð- ir. Þess ber að geta að 30. október kom platan út í takmörkuðu upplagi í forláta pappírsumbúðum þar sem er að finna sjö aukalög. M.a. prufuupp- tökur af „If“ og „Blowing you up“ og tónleikaútgáfu af „Summer“. Land og synir hafa eytt miklum tíma í gerð nýju plötunnar. Gátum ekki beðið lengur Þriðja plata Lands og sona, Happy Endings, er loksins komin út. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þá Hreim Heimisson og Birgi Nielsen um erfiða en um leið ánægjulega vinnu við þennan grip. arnart@mbl.is Land og synir gefa út Happy Endings
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.