Morgunblaðið - 02.11.2002, Page 24

Morgunblaðið - 02.11.2002, Page 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ REFAVEIÐAR breskra að- alsmanna og óðalseigenda hófust í gær og notuðu þeir þá tækifærið til að hóta stjórnvöldum miklum mót- mælum og annarri borgaralegri óhlýðni ef þau reyndu að banna íþróttina. Líklega eru hundarnir sama sinnis en þeir „fjölmenntu“ í gær á æfingu í refaveiðum, sem haldin var í Milton Park í Cam- bridgeskíri. Reuters Refa- veiða- æfing GEORGE W. Bush, forseti Banda- ríkjanna, er um þessar mundir á ferðalagi um 16 ríki Bandaríkjanna til að styðja við bakið á frambjóð- endum Repúblikanaflokksins í kosn- ingunum á þriðjudag. Gera repúblik- anar sér vonir um, að þá takist þeim að rjúfa pattstöðuna á þingi en þeir hafa meirihluta í fulltrúadeildinni en demókratar í öldungadeildinni. Bush var í gær, á öðrum degi kosningaferðalagsins, í Harrisburg í Pennsylvaníu en þar er baráttan mjög tvísýn milli George W. Gekas, frambjóðanda repúblikana, og Tim Holdens, fulltrúadeildarþingmanns demókrata. „Ég þarf á þingmönnum að halda, sem skilja hlutverk ríkisstjórnarinn- ar,“ sagði Bush á fundi í gær þar sem hann útlistaði jafnframt þá stefnu sína að lækka skatta og afskipti rík- isins. Ætlaði hann síðan á fundi í New Hampshire og Kentucky en fimm daga yfirferðinni ætlaði hann að ljúka í sínu heimaríki, Texas. Vegna stöðunnar á þingi hefur hvorugum flokknum tekist að koma fram mörgum málum, sem hann tel- ur brýn, og má af þeim nefna nýtt ör- yggisráðuneyti, sem Bush ákvað að stofna til eftir hryðjuverkin vestra fyrir ári. Hefur frumvarp um það verið samþykkt í fulltrúadeild en stöðvast í öldungadeild. Vill fara að dæmi Clintons Ráðandi flokkur á oft undir högg að sækja í kosningum á miðju eig- inlegu kjörtímabili en Bush vonast til að snúa á þá venju að þessu sinni eins og Bill Clinton tókst 1998. Bush á ferð og flugi í kosningabaráttunni Harrisburg. AFP. HÓFSÖMUM íslömskum flokki, sem spáð er langmestu fylgi í þing- kosningunum sem fram fara í Tyrk- landi á morgun, var í gær veittur gálgafrestur er stjórnlagadómstóll landsins frestaði því fram yfir kosn- ingarnar að úrskurða hvort fallast skyldi á kröfu ríkissaksóknara um að framboð flokksins skyldi lýst ólög- legt. Hin veraldlega þenkjandi valda- stétt Tyrklands, sem forysta hersins fer fyrir, hefur miklar áhyggjur af því að íslamskur flokkur komist í lyk- ilaðstöðu á þingi, enda hefur tilraun- in til að fá framboð flokksins bannað verið túlkuð þannig bæði innan sem utan landsins að með henni sé valda- stéttin að reyna að beita dómskerf- inu í pólitískum tilgangi. Flokkurinn umdeildi, sem nefnist Réttlætis- og þróunarflokkurinn og lýtur forystu vinsælasta stjórnmála- manns Tyrklands um þessar mundir, Recep Tayyip Erdogans, mun eftir ákvörðun réttarins í gær geta óhindrað tekið fullan þátt í kosning- unum án þess að þurfa að óttast að kalla yfir sig einhvers konar refsing- ar fyrir vikið. Saksóknarar höfðu farið fram á það að stjórnlagadómstóllinn úr- skurðaði strax, fyrir kosningarnar, að Erdogan gæti lögum samkvæmt ekki gegnt formennsku í flokki sín- um, þótt bið yrði á því að dómstóllinn úrskurðaði um lögmæti framboðs flokksins sem slíks. En dómstóllinn ákvað í gær að fresta frekara réttarhaldi um lög- mæti þess að Erdogan gegni flokks- formannsembætti og veittu flokkn- um 15 daga frest til að skila inn gögnum til varnar sínum málstað. Yfirríkissaksóknari Tyrklands vill fá framboð flokksins lýst ólöglegt á þeim forsendum að hann ákvað að halda í Erdogan sem flokksformann, þrátt fyrir að hann hafi fyrir fjórum árum hlotið dóm fyrir að „espa til trúarbragðahaturs“. Vegna þessa dóms er Erdogan bannað að taka sæti á þingi og þar með einnig að eiga aðild að ríkisstjórn. Lögin kveða á um að menn sem sakfelldir hafa verið fyrir undirróður geti ekki orðið þingmenn. Erdogan, sem er 48 ára að aldri, er fyrrverandi borgarstjóri Istanbúl, en árið 1998 var hann dæmdur í Spenna í lofti er Tyrkir ganga að kjörborðinu á morgun Vinsælasti flokkur- inn fær gálgafrest Ankara. AFP, AP. AP Recep Tayyip Erdogan, leiðtogi hins íslamska Réttlætis- og þróunarflokks, á fundi, sem hann hélt með stuðningsfólki sínu í borginni Bursa í gær. fangelsi fyrir að fara opinberlega með tilvitnun í íslamskt trúarkvæði, þar sem segir meðal annars: „Mosk- ur eru herbúðir okkar, mínaretturn- ar byssustingirnir, þakhvelfingarnar hjálmar okkar og hinir trúuðu her- menn okkar.“ Úlfur í sauðargæru? Erdogan hefur í kosningabarátt- unni svarið af sér róttæklingafortíð sína og segist styðja veraldlegt stjórnkerfi Tyrklands og tilraunir landsins til að fá aðild að Evrópu- sambandinu. En margir áhrifamenn valdastéttarinnar vantreysta hinum heillandi Erdogan; hann sé slægur bókstafstrúarmaður í gervi hófsams stjórnmálamanns, sem sæti færis að grafa undan hinu veraldlega stjórn- kerfi um leið og flokkur hans kæmist til valda. „Sumir flokkar leyna sínum raunverulegu markmiðum,“ sagði Bulent Ecevit, núverandi forsætis- ráðherra, á fimmtudag. Réttlætis- og þróunarflokkurinn sé „efstur á lista í þessu sambandi“. Vinsældir flokksins má fyrst og fremst rekja til vonbrigða margra kjósenda með flokkana sem verið hafa við völd, en landið hefur gengið í gegnum gríðarlegar efnahagsþreng- ingar á síðustu misserum. Flokknum hefur verið spáð um 30% fylgi, sem er um 10% meira en næststærsti flokkurinn er talinn geta náð. TÉTSENSKI stríðsherrann Shamil Basajev lýsti sig í gær ábyrgan fyrir gíslatökunni í Moskvu í síðustu viku og sagði að Aslan Maskhadov, leiðtogi aðskilnaðarsinna í Tétsníu, hefði ekki átt aðild að aðgerðinni. Í yfirlýsingu á vefsíðu sinni bað Basajev Maskhadov „og vopnabræður mína fyrirgefning- ar á því að ég skuli ekki hafa greint þeim frá áætlunum mínum og fram- kvæmd þessarar aðgerðar“. Yfirlýsing Basajevs kemur eftir að Rússar sökuðu Maskhadov um að hafa átt þátt í skipulagningu gíslatök- unnar. Birtist hún á vefsíðu tétsensku skæruliðanna og þar sagði einnig, að Basajev hefði sagt sig úr stjórn Maskhadovs. Rússneska stjórnin fór í gær fram á það við Bandaríkjastjórn, að hún bætti hreyfingunni, sem Basajev stýrir, á lista yfir hryðjuverkasamtök en hún hefur áður krafist þess sama gagnvart öðrum skæruliðahreyfing- um í Tétsníu. Segjast Bandaríkja- menn vera að íhuga þessar óskir. Gíslatakan í Moskvu Basajev kveðst ábyrgur Moskvu. AFP. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.