Morgunblaðið - 02.11.2002, Page 22

Morgunblaðið - 02.11.2002, Page 22
BJÖRGUNARMENN héldu í gær áfram að grafa í rústum barnaskóla er hrundi í jarðskjálfta á Suður-Ítal- íu, en haft var eftir þeim að þeir teldu enga von um að finna fleiri á lífi í rústunum í bænum San Giuliano di Puglia. Síðdegis í gær hafði verið staðfest að a.m.k. 26 börn, þ.á m. heill bekkur sex ára barna, og tvær konur hefðu farist í skjálftanum. Margir þeirra er bjargað var úr rústunum eru alvarlega slasaðir á sjúkrahúsi. Mikil sorg ríkir í bænum, en spurningar hafa vaknað um hvers vegna kennsla hafi ekki verið felld niður í þessum skóla, líkt og öðrum barnaskólum í nágrenninu, þar sem óttast var að stór jarðskjálfti væri yfirvofandi vegna þess að fjölda smáskjálfta hafði orðið vart. Enn- fremur hefur verið spurt, hvers vegna skólahúsið, sem nýlega hafði verið gert við, hrundi, en önnur hús í nágrenninu ekki. Fréttaritari breska ríkisútvarps- ins, BBC, kvaðst hafa séð 26 litlar, hvítar kistur í íþróttahúsi bæjarins, sem breytt hefur verið í líkhús til bráðabirgða. Fjölskyldur barnanna sem fórust sátu hjá kistunum og héldu á leikföngum sem börnin höfðu átt, fötum af þeim og mynd- um. Í dögun í gær var átta ára gömlum dreng, Angelo, bjargað úr rústum skólans, 16 klukkustundum eftir að skjálftinn reið yfir. „Hann hrópaði í sífellu: Hjálpaðu mér, hjálpaðu mér. Það var hræðilegt,“ sagði björgunar- maðurinn Arturo Pierro. „En smám saman tókst okkur að losa hann. Að lokum glöddumst við mikið.“ Jarðskjálftinn mældist um 5,4 stig á Richter og fannst víða á svæðinu norðaustur af Napólí, en San Giu- liano di Puglia, þar sem um 2.000 manns búa, varð harðast úti. Skóla- húsið skemmdist mest. Það var byggt fyrir um 50 árum, og fyrir skömmu hafði steinsteyptri hæð ver- ið bætt ofan á það. Fjöldi bygginga í bænum er mörg hundruð ára gamall og þau hús stóðu skjálftann af sér. Reuters Skólahúsið sem hrundi í San Giuliano di Puglia var byggt 1953, en nýlega hafði verið bætt einni hæð ofan á það. Ný viðbygging stóð skjálftann af sér. Litlar vonir um að fleiri séu á lífi Nýlega hafði verið byggt ofan á skólann sem hrundi í jarðskjálftanum á Ítalíu Slökkviliðsmenn við björgunarstörf í rústunum í fyrrinótt. Slökkviliðsmenn hvíla sig við rústir skólans.                     ! "  # $ %  % & '       (    % )  * +  !  ,   * +  !  ,          - $!) !  .!  ! -     -  !!   /$$ 0       Ættingjar bíða við rústirnar. ERLENT 22 LAUGARDAGUR 2. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.