Morgunblaðið - 06.11.2002, Side 6
FRÉTTIR
6 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Í samningnum við Vaðhorn er kveðið
á um að fyrirtækið tvöfaldi í með-
förum sínum þann byggðakvóta sem
það fær til ráðstöfunar. Meirihluti
sveitarstjórnarinnar telur nú að Vað-
horn hafi ekki uppfyllt þau skilyrði
sem kveðið var á um varðandi nýt-
ingu byggðakvótans, enda aðeins
unnið úr um 205 tonnum af fiski á síð-
asta ári. Því hefur sveitarstjórnin
farið fram á það við Byggðastofnun
að samningnum við Vaðhorn verði
sagt upp og að kvótinn verði auglýst-
ur til umsóknar á ný.
Klárlega uppfyllt skilyrði
Þóra Kristjánsdóttir, einn eigenda
Vaðhorns, segir að fyrirtækið hafi
klárlega uppfyllt þau skilyrði sem
gerð voru um meðferð byggðakvót-
ans. Fyrirtækið hafi tekið á móti
tæpum 238 tonnum af fiski á síðasta
fiskveiðiári en þar af hafi um 30 tonn
af undirmálsfiski og steinbít farið á
fiskmarkað, enda ráði fyrirtækið
ekki við að vinna smáfisk.
Jafnframt eigi eftir að vinna um 80
tonn af ufsa í skreið en tíðarfar og
aflabrögð hafi verið óhagstæð á liðnu
hausti til slíkrar verkunar. Búið sé að
undirrita samning við útgerð á Seyð-
isfirði um að leggja til það hráefni
sem þarf til verkunarinnar og muni
það berast vinnslunni á næstu vikum.
Það fari þó vitanlega eftir gæftum og
hagstæðu veðurfari til skreiðarverk-
unar. Þar með sé búið að uppfylla
þau skilyrði sem samningurinn kveði
á um. Hún segir að Byggðastofnun
hafi verið gerð grein fyrir þessu og
stofnunin hafi ekki gert athugasemd-
ir við þessa skipan mála.
Þóra segir að starfsemi félagsins
skapi 8 til 12 manns atvinnu á Fá-
skrúðsfirði. „Okkur er óskiljanlegt
hvers vegna forráðamenn sveitarfé-
lagsins gera þessi mál ítrekað að
þrætuepli. Við höfum klárlega staðið
við okkar hluta samningsins og mun-
um gera það áfram,“ segir Þóra.
Deilt um meðferð umsókna
Deilurnar um byggðakvótann á
Fáskrúðsfirði hófust strax við fyrstu
úthlutun kvótans vegna meðferðar á
þeim fjórum umsóknum sem bárust
innan tilskilins umsóknarfrests.
Fjórum dögum eftir að umsóknar-
fresti lauk tók sveitarstjóri Búða-
hrepps við fimmtu umsókninni og
meirihluti sveitarstjórnar, ásamt
sveitarstjóra, mat hana jafngilda
öðrum umsóknum. Þetta vakti hörð
viðbrögð annarra umsækjenda sem
kváðust hafa opinberað öll sín gögn í
trausti þess að umsóknarfrestur
væri liðinn. Sveitarstjórninni var
sent mótmælabréf, undirritað af
þeim fjórum aðilum sem skilað höfðu
inn umsóknum á réttum tíma. Meiri-
hluti sveitarstjórnar úthlutaði
Loðnuvinnslunni hf. og Skútuklöpp
ehf. kvótanum. Byggðastofnun gerði
athugasemd við þá úthlutun og í
framhaldi af því valdi meirihlutinn
sér óvilhallan ráðgjafa til að taka út
umsóknirnar. Í framhaldi af þeirri
ráðgjöf var Vaðhorni úthlutað kvót-
anum.
Ekki gert ráð fyrir
miklum breytingum
Stefán Þórarinsson, hjá ráðgjafa-
fyrirtækinu Nýsi, hefur veitt
Byggðastofnun ráðgjöf við úthlutun
byggðakvótans. Hann segir að enn sé
verið að vinna að úthlutun kvótans
fyrir yfirstandandi fiskveiðiár, enda
sé úthlutunin í stöðugri endurskoðun
og gögn um nýtingu kvótans liggi yf-
irleitt ekki fyrir fyrr en í nóvember.
Hann gerir þó ekki ráð fyrir að mikl-
ar breytingar verði á úthlutuninni frá
fyrra fiskveiðiári. „Það eru alltaf ein-
hverjar smávægilegar breytingar á
úthlutuninni. Í nokkrum tilvikum er
kvótanum úthlutað til fiskvinnslufyr-
irtækja sem aftur ráðstafa honum á
tiltekna báta.“
Þegar hefur verið gengið frá út-
hlutun byggðakvótans á Bíldudal,
Stöðvarfirði, að hluta til á Borgar-
firði eystra og á Seyðisfirði en Stefán
gerir ráð fyrir að búið verði að af-
greiða allar úthlutanir í næstu viku.
Þá sé væntanleg ítarleg skýrsla frá
Byggðastofnun um stöðu og meðferð
byggðakvótans í desember nk.
Deilt um byggðakvóta á Fáskrúðsfirði
Sveitarstjórn
vill rifta
samningi
!
!
"
!
#$ %
!
"!
& !
&
"
SVEITARSTJÓRN Búðahrepps samþykkti á aukafundi í fyrrakvöld að
fara þess á leit við Byggðastofnun að samningi við fiskvinnslufyrirtækið
Vaðhorn ehf. um nýtingu byggðakvóta Fáskrúðsfjarðar verði rift.
Byggðakvótanum var fyrst úthlutað fiskveiðiárið 1999/2000 og var úthlut-
unin til fimm ára. Gert var ráð fyrir árlegri endurskoðun til að tryggja að
farið yrði að settum reglum um meðferð kvótans. Búðahreppur fær ár-
lega úthlutað 113 tonna byggðakvóta sem hefur frá upphafi verið upp-
spretta töluverðra deilna á Fáskrúðsfirði. Fiskvinnslan Vaðhorn ehf. hef-
ur fengið byggðakvótanum úthlutað frá upphafi, þrátt fyrir að meirihluti
sveitarstjórnar Búðahrepps hafi lagst gegn því.
VERKFRÆÐISTOFA Sigurðar
Thoroddsen hefur að undanförnu
haft með höndum nokkuð óvenju-
legt verkefni sem er að teikna
sumarhús sem á ættir sínar að
rekja til Síberíu, nánar tiltekið
Jakútíu.
Einar B. Jónsson, verkfræð-
ingur hjá VST, hefur haft umsjón
með verkinu fyrir hönd verk-
fræðistofunnar en vinna við smíði
á bústaðnum er hafin á Neðrahálsi
í Kjós. Um arkitektúr hússins sá
Snorri Hauksson arkitekt og
studdist hann meðal annars við
teikningar og ljósmyndir af sams-
konar húsum í Jakútíu. Eigandi
þess er Kjuregej Alexandra Arg-
unova, myndlistarkona og leikari
frá Jakútíu, sem hefur verið bú-
sett hér á landi um nokkurra ára-
tuga skeið.
Sumarhúsið sem um ræðir er
nokkuð óvenjulegt í lögun, burð-
arvirki þess er allt úr timbri og
bjálkum sem eru sagaðir langsum
og síðan raðað upp þannig að þeir
hallast inn að ofan og snýr börk-
urinn sömuleiðis inn.
Að sögn Einars komu tveir
frændur myndlistarkonunnar
hingað til lands í haust frá Jakútíu
og kenndu íslensku smiðunum
undirstöðuatriðin við byggingu
slíkra húsa.
Húsið er einangrað með steinull
og múrað yfir og þakið einangrað
og tyrft yfir.
Vinnan við teikningu hússins er
nokkuð frábrugðin þeim verk-
efnum sem Einar hefur fengist við
hingað til „enda af allt annarri
stærðargráðu“, eins og hann segir
sjálfur.
Meðal verkefna sem hann hefur
komið að er hönnun Hraun-
eyjafossvirkjunar og Sult-
artangavirkjunar, auk þess sem
hann var viðloðamdi vinnu í
tengslum við Kvíslaveitur og
Fljótsdalsvirkjun og nú síðast
hönnun Kárahnjúkavirkjunar. Þá
kom Einar að uppbyggingu í Súða-
vík eftir snjóflóðin og hefur unnið
að tjónamati eftir stóru jarð-
skjálftana á Suðurlandi.
En hvernig skyldi það vera að
hanna virkjanir einn daginn og
sumarhús þann næsta?
„Ætli þetta sé ekki bara fyrst og
fremst skemmtileg tilbreyting,“
segir Einar.
Eiga að þola 60 gráða frost
Að sögn Kjuregej Alexöndru er
húsið eftirlíking af húsum eins og
byggð voru í Jakútíu til forna og
enn í dag eru dæmi þess að slík
hús séu byggð. Þau eiga að þola 60
gráða frost og 40 gráða hita.
Timbrið sem notað er í húsið var
flutt inn frá Jakútíu fyrir nokkr-
um árum, m.a. með stuðningi þar-
lendra stjórnvalda, en nokkrir
ættingjar Kjuregej sáu um að
höggva það niður. Þá hafa ýmsir
aðilar lagt hönd á plóginn og með-
al annars greiddi hún fyrir jörðina
og teikningar af sumarhúsinu með
listaverkum. Ætlunin er að húsið
verði menningarsumarhús og þar
fari fram menningartengd starf-
semi í tengslum við Ísjaka, vin-
áttufélag Íslendinga og Jakúta.
Að sögn Kjuregej Alexöndru er
ráðgert að taka húsið í notkun
næsta sumar.
Morgunblaðið/Þorkell
Einar B. Jónsson verkfræðingur og Kjuregej við nýja húsið í Kjósinni sem meðal annars á að nýtast undir menn-
ingarstarfsemi Ísjaka, vináttufélags Íslendinga og Jakúta.
Sumarhús samkvæmt fyrirmynd frá Jakútíu byggt í Kjós
Timbr-
ið flutt
inn frá
Síberíu
Morgunblaðið/RAX
Í Jakútíu eru húsin einangruð að utan með leir en til forna var notast við
mykju. Myndin var tekin árið 1993 í þorpinu Bjutejdjak þar sem Kjuregej
Alexandra Argunova ólst upp fram á unglingsár.
EKKERT aldurstakmark verður á
sýningu áhugamanna í hnefaleikum
frá Minnesota í Bandaríkjunum og
Reykjanesbæ í Laugardalshöll um
miðjan mánuðinn og áréttað er að
um sýningu er að ræða en ekki
keppni eða landskeppni.
Frá þessu var gengið á fundi for-
svarsmanna sýningarinnar og full-
trúa Íþrótta- og ólympíusambands
Íslands í gær. Í auglýsingum hafði
komið fram að um keppni eða lands-
keppni yrði að ræða en það er óheim-
ilt enn sem komið er, samkvæmt
reglum ÍSÍ. Eins hafði verið auglýst
18 ára aldurstakmark.
Hnefaleikafélag Reykjanesbæjar
stendur að sýningunni undir nafninu
BAG og hefur samið við sérstakt fyr-
irtæki, Sextándann, um kynningu og
markaðssetningu. Fimm kappar frá
Hnefaleikafélagi Reykjanesbæjar
etja kappi við jafnmarga bandaríska
áhugahnefaleikara.
Sýning og ekkert
aldurstakmark