Morgunblaðið - 06.11.2002, Qupperneq 14
FRÉTTIR
14 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
örugg stýring viðskiptakrafna
KLÚBBURINN Geysir flutti um
helgina í nýtt húsnæði í Skipholti
29 sem er um helmingi stærra, alls
um 400 fermetrar, en það sem
klúbburinn var í á Ægisgötunni.
„Þetta er algjör bylting fyrir
okkur. Húsnæðið á Ægisgötunni
var orðið of lítið miðað við umfang
og eins bauð það ekki upp á þá
möguleika sem við sjáum fram á
hér í Skipholtinu, þ.e. að geta sinnt
fleiri einstaklingum og verið með
fjölbreyttari verkefni,“ segir Anna
S. Valdemarsdóttir hjá Geysi.
„Klúbburinn er þriggja og hálfs árs
og félagafjöldinn hefur margfald-
ast sem sýnir þörfina á úrræði sem
þessu. Það eru bara þrír launaðir
starfsmenn sem vinna í klúbbnum, í
byrjun voru félagar tíu en nú eru
þeir 140 talsins.“ Geysir er úrræði
fyrir fólk sem er að ná sér eftir geð-
ræn veikindi og Anna segir að
klúbburinn sé eins konar brú út í
samfélagið fyrir þetta fólk. „Þegar
fólk hefur verið lengi í öruggu um-
hverfi eða inni á stofnun er ekki
nóg að fara einfaldlega heim með
lyf. Fólk þarf stuðning þegar út í
samfélagið er komið. Þetta er ein-
angraður hópur og það tekur oft
langan tíma að brjóta þessa ein-
angrun og við erum að hjálpa fólki
til þess.“
Anna segir að með nýju húsnæði
sjái menn fram á að geta sinnt bet-
ur og komið til móts við fleiri félaga
þar sem vinnan í klúbbnum verði
fjölbreyttari. „Með stærra húsnæði
getum við í framtíðinni boðið upp á
margs konar námskeið og nám, það
er mikil þörf fyrir það.“
Anna segir að í Geysi komi fólk
af eigin hvötum og vinni við það
sem það velur sér og hefur getu til.
„Þetta eru sjálfhjálparsamtök sem
hafa að markmiði að veita félögum
stuðning og hjálp við að ná mark-
miðum sínum.
„Fólk kemur á morgnana og vel-
ur sér starf, það er einhver í mót-
tökunni, það þarf að svara síman-
um, vinna á skrifstofunni, svara
bréfum, gefa út blað og kynning-
arefni, fara út og kynna starfsem-
ina, elda mat og sjá um viðhald.
Þetta eru sjálfshjálparsamtök
þannig að fólk kemur hingað til
þess að hjálpa bæði sjálfu sér og
öðrum.“
Klúbburinn Geysir flytur í nýtt húsnæði
„Erum brú út í samfélagið“
Morgunblaðið/Jim Smart
Það er nóg að gera hjá félögum í klúbbnum Geysi vegna flutninganna í nýja húsnæðið við Skipholt 29.
VIÐSKIPTI
EIMSKIP er með tvö skip í Am-
eríkuflutningum, annars vegar
Skógarfoss, og hins vegar leiguskip-
ið Hanseduo. Erlendur Hjaltason,
framkvæmdastjóri utanlandssviðs
Eimskips, segir að siglingar Han-
seduo fyrir Eimskip hafi hafist fyrir
rúmum mánuði, en þá hafi skip í
eigu félagsins, sem sigldi á þessari
leið, verið selt. Flestir í áhöfn
Hanseduo eru útlendingar.
Erlendur segir að breytingar á
þessu fyrirkomulagi séu ekki á döf-
inni. Áætlanir taki hins vegar mið
af flutningsmagni á hverjum tíma
en staðan nú sé þannig að þessi tvö
skip þurfi til að anna flutningum.
Hann segir að Eimskip hafi oft
verið með svipaða skiptingu og nú,
þ.e. eitt eigið skip og eitt leiguskip.
Þar sem magn sé breytilegt frá ein-
um tíma til annars þurfi félagið að
hafa sveigjanleika og geta stjórnað
flutningum eftir magni. Þessi skipt-
ing sé því heppileg.
Íslensk kjör
Jónas Garðarsson, formaður Sjó-
mannafélags Reykjavíkur, segir að
munur sé á þessu máli, annars veg-
ar, og tilfelli Atlantsskipa, hins veg-
ar, því 3-4 Íslendingar séu í áhöfn-
inni hjá Eimskipi en enginn hjá
Atlantsskipum. Félagið sé ekki
endilega að hamra á því að Íslend-
ingar séu í áhöfn heldur að kjör sjó-
mannanna taki mið af því. Svo sé
hjá Eimskip.
Ameríkusiglingar Eimskips
Eitt eigið skip
og eitt leiguskip
ÍSLAND hefur heimild til að veiða
30 tonn af túnfiski árið 2003 sam-
kvæmt þeim fjögurra ára stjórn-
unarráðstöfununum sem nú hafa
verið samþykktar innan Atlantshafs
túnfiskráðsins. Það er nokkuð meira
en íslenzk skip hafa mest veitt á
einu ári. Aflaheimildir Íslands
munu svo tvöfaldast á umræddum
fjórum árum. Árið 2004 verður hlut-
ur Íslands þannig 40 tonn, 50 tonn
árið 2005 og 60 tonn árið 2006. Tvö
íslenzk skip, Byr og Guðni Ólafsson
hafa stundað túnfiskveiðar með tak-
mörkuðum árangri.
Ísland gerðist nýlega aðildarríki
að Atlantshafstúnfiskveiðiráðinu
(International Commission for the
Conservation of Atlantic Tunas,
ICCAT). Ársfundi ICCAT lauk síð-
astliðinn mánudag í Bilbao á Spáni.
Ísland hefur sótt fundi ráðsins und-
anfarin ár sem áheyrnaraðili en tók
nú þátt í fyrsta sinn sem fullgilt að-
ildarríki.
Misjafn árangur
ICCAT stjórnar veiðum á ýmsum
tegundum túnfisks um allt Atlants-
haf. Einn túnfiskstofn (Austur-
Atlantshafstúnfiskur, e. East Atl-
antic Bluefin Tuna) gengur inn í ís-
lenzka lögsögu og á undanförnum
árum hafa verið gerðar tilraunir til
að þróa túnfiskveiðar við Ísland.
Um er að ræða einhverja verðmæt-
ustu sjávarafurð sem til er.
Japanir hafa stundað túnfisk-
veiðar innan íslenzku lögsögunnar
frá árinu 1996 með misjöfnum ár-
angri enda misjafnt í hve miklum
mæli fiskurinn gengur inn í lögsög-
una. Einnig hefur sóknin ekki verið
jöfn. Mestur varð afli þeirra 1997,
180 tonn, 9,5 fiskar að meðaltali á
dag, en í fyrra var hann aðeins 12,5
tonn, rúmlega fiskur á dag. Veið-
arnar í ár hafa gengið betur en í
fyrra en afli liggur ekki fyrir enn.
Íslenzku skipin voru í raun að
veiða í óþökk túnfiskveiðiráðsins, en
með þessari samþykkt geta þau
bæði stundað veiðarnar innan lög-
sögunnar og á alþjóðlegum haf-
svæðum utan hennar. Veiðarnar eru
stundaðar á sérhönnuðum frysti-
skipum sem veiða á um 100 kíló-
metra langa línu, sem lögð er og
dregin einu sinni á sólarhring.
Veiðitímabilið er stutt, eða frá því í
september og fram í nóvember.
Byr VE reyndi fyrir sér í hitti-
fyrra og hafði lítið upp úr krafsinu,
enda að reyna fyrir sér í fyrsta
sinn. Skipið stundaði engar veiðar í
fyrra og er nú á túnfiskveiðum við
Brasilíu. Guðni Ólafsson VE hóf
veiðar í haust og hefur veiðin verið
dræm. Það eru um 20 þjóðir sem
stunda veiðar á þessari tegund tún-
fisks á Atlantshafi og fer aflinn nán-
ast allur á markað í Japan. Fisk-
urinn er mjög dýr og geta fengizt
hundruð þúsunda króna fyrir hvern
fisk, enda getur hann orðið afar
stór.
Morgunblaðið/Golli
Túnfiski landað í Reykjavík. Fiskurinn er heilfrystur um borð og seldur til
Japans. Þar geta fengizt hundruð þúsunda króna fyrir hvern fisk.
30 tonna tún-
fiskkvóti kemur
í hlut Íslands
ÚT eru komnar þrjár bækur um lög-
fræði eftir dr. Gunnar G. Schram pró-
fessor emeritus við lagadeild Háskóla
Íslands.
Í fréttatilkynningu segir: „Fyrsta
ritið er Hafréttur, 318 bls. að stærð.
Bókin er sú fyrsta sinnar tegundar og
fjallar um það hvaða lög og reglur
gilda á hafinu. Nær helmingur heims-
hafanna er frjálst svæði þar sem öll-
um ríkjum eru heimilar fiskveiðar.
Um það er m.a. fjallað í ritinu, auk
þess sem rætt er hvaða réttinda Ís-
lendingar njóta til fiskveiða og ann-
arra þátta innan landhelgi Íslands og
efnahagslögsögu. Í bókinni eru birt
kort sem sýna landgrunnskröfur Ís-
lendinga sem ná suður fyrir Írland og
jafnframt kröfur Breta, Íra og Dana
til þessa sama svæðis.
Í öðru ritinu, Sustainable Utilizat-
ion of High Seas Fisheries in Inter-
national Law sem gefið er út á ensku,
er fjallað um sjálfbæra nýtingu fiski-
stofna úthafsins og reglur þjóðarétt-
arins um slíka nýtingu. Ritið er 429
bls. Þáttur Íslands kemur þar allvíða
fram en bókinni lýkur á annarri haf-
réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna
árið 1960.
Þriðja ritið er Dómar úr stjórnskip-
unarrétti 1991–2001. Þar er birt ágrip
allra dóma Hæstaréttar síðustu 10 ár-
in sem að einhverju leyti snerta
stjórnarskrána. Bókin veitir yfirlit yf-
ir sögu þessara mála og er því auðvelt
fyrir alla þá sem áhuga hafa á því
hvernig Hæstiréttur túlkar stjónar-
skrána að kynna sér það í þessari bók
án mikillar fyrirhafnar. Dómarnir eru
199 talsins og fylgir ítarleg dómaskrá
sem gerir leitina auðveldari.“
Bækur þessar eru gefnar út af Há-
skólaútgáfunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gunnar G. Schram afhendir Árna Mathiesen sjávarútvegsráðherra rit um
hafréttarmál en Háskólaútgáfan hefur gefið út þrjár bækur eftir Gunnar.
Þrjú ný lögfræði-
rit eftir Gunnar
Sigrún Gren-
dal tónlistar-
kennari og for-
maður Félags
tónlistarskóla-
kennara hefur
ákveðið að
gefa kost á sér
í 5.–6. sæti í
flokksvali Sam-
fylkingarinnar
í Reykjavík sem
fer fram laugardaginn 9. nóv-
ember. Sigrún starfar fyrir Félag
tónlistarskólakennara í Kenn-
arasambandi Íslands ásamt því að
sinna tónlistarkennslu við Tónlist-
arskóla Kópavogs og Nýja söng-
skólann Hjartansmál. Hægt er að
lesa um stefnumál, áherslur og
bakgrunn Sigrúnar á nýrri vefsíðu
sem hún opnaði í tilefni flokks-
valsins. Slóðin er www.sigr-
ungrendal.is.
Í DAG STJÓRNMÁL