Morgunblaðið - 06.11.2002, Síða 23
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 23
sparaðu fé og fyrirhöfn
HREGGVIÐUR Hermannsson,
læknir á eftirlaunum, varð undr-
andi þegar hann kom á lækn-
ingastofuna sína í Keflavík í gær.
Þar var þá biðröð fram á stiga-
gang og sjúklingar streymdu enn
að. Honum varð ljóst að hann yrði
að vinna lengur en venjulega
þann daginn.
Hreggviður var lengi á heilsu-
gæslustöðinni í Keflavík en lét af
störfum vegna aldurs fyrir hálfu
öðru ári. Þá opnaði hann eigin
stofu og hefur verið þar um þrjá
tíma á dag þrjá til fjóra daga vik-
unnar.
Eftir að uppsagnir heilsugæslu-
lækna við Heilbrigðisstofnun Suð-
urnesja tóku gildi í síðustu viku
er Hreggviður eini starfandi
heimilislæknirinn á Suðurnesjum.
Hafa hjúkrunarfræðingar á Heil-
brigðisstofnuninni vísað sjúkling-
um á hann, Læknavaktina í Kópa-
vogi og á sérfræðilækna og
sjúkrahús í Reykjavík.
Eins og á
skömmtunartímanum
Biðröð hafði myndast utan við
húsið sem læknastofa Hreggviðs
er í stundarfjórðungi áður en von
var á lækninum. „Ég veit ekki á
hvaða öld maður er, maður þarf
að taka númer eins og á skömmt-
unartímanum,“ sagði kona í hópn-
um, ekki ánægð með ástandið í
heilsugæslumálum svæðisins.
Klukkan ellefu, þegar Hreggviður
mætti, voru 22 á biðstofunni og
stigaganginum og stöðugt að bæt-
ast í hópinn. Hreggviður tók und-
ir það að líklega yrði hann að
vinna eftirvinnu í dag, varla réði
hann við að sinna öllum á þremur
klukkutímum.
Á biðstofunni spunnust umræð-
ur um stöðu mála. Flestir þeirra
sem höfðu sig í frammi höfðu
samúð með læknunum sem sögðu
upp, þótt það bitnaði á þeim. Ein
konan sagðist ekki sjá neitt því til
fyrirstöðu að heilsugæslulæknar
gætu opnað eigin læknastofur,
eins og sérfræðingar. Það væri
réttlætismál. Önnur sagði að fólk
borgaði í sjúkratryggingarnar og
hlyti að eiga rétt á að velja sér
lækni og fá þjónustuna nið-
urgreidda. Ein var mjög á annarri
skoðun. Taldi að læknarnir væru
samviskulausir að segja upp störf-
um og skilja sjúklingana eftir á
köldum klaka. Þeir hefðu alveg
nógu há laun.
Getur ekki gengið svona
Hreggviður sagðist ekki vita
hvað hrjáði fólk. Þetta væri svo
nýbyrjað. Á föstudaginn hefðu
ekki margir komið, smotterí eins
og venjulega, og hann hefði verið
með lokað á mánudag.
Fólkið sem beið virtist vera
með mismunandi vandamál, allt
frá því að þurfa að endurnýja lyf-
seðil til þess að þurfa nauðsyn-
lega að leita til læknis, án þess að
mikið væri farið út í það þarna á
biðstofunni. Fólkinu fannst ótækt
að fólki væri vísað í Kópavog eða
til Reykjavíkur. Það kostaði ekk-
ert lítið í ferðakostnaði og vinnu-
tapi og ekki víst að allir ættu kost
á því vegna peningaleysis. Þá
ættu ekki allir bíla. „Ég veit ekki
hvað sumt fólk gerði ef Hregg-
viður væri ekki með þessa stofu,“
sagði einn.
Einn sjúklingurinn sagði að
ástandið gæti ekki gengið svona
lengi og skoraði á heilbrigð-
isráðherra að leysa málið. Ekki
væri hægt að bjóða 16 þúsund
manna samfélagi upp á að vera án
þjónustu heilsugæslulækna. Þá
bætti annar við að ráðherrann
svæfi væntanlega ekki vel í Kína
fyrst hann hefði farið frá þessu
máli óleystu.
Fólkið á biðstofunni taldi að
óöryggið sem læknaleysið skapaði
bitnaði mest á eldra fólki. Það
væri hrætt. Vissi ekki hvað það
ætti að gera eða hvert það ætti að
fara.
„Hef þetta einfalt“
Hreggviður hefur ekki samning
við Tryggingastofnun um greiðslu
hluta lækniskostnaður sjúkling-
anna og þarf hann því að rukka
þá um kostnaðinn. Gjaldið er þó
ekki hátt. „Ég hef þetta einfalt,
læt alla borga þúsund krónur,“
segir Hreggviður.
Læknir á eftirlaunum eini starfandi heilsugæslulæknirinn
22 manna biðröð þegar
læknirinn kom á stofuna
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Mikið var skrafað í þétt setinni biðstofu eina heilsugæslulæknisins á Suðurnesjum.
Keflavík
BETRI menntun, aðbúnaður og ör-
yggi heimilanna verður forgangs-
verkefni bæjarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjanesbæ á
kjörtímabilinu. Bæjarstjórn sam-
þykkti á fundi sínum í gærkvöldi til-
lögu sjálfstæðismanna um framtíðar-
sýn, stefnu og meginverkefni á
árunum 2002 til 2006. Fulltrúar
minnihlutans sögðust geta tekið und-
ir margt í stefnunni en sátu hjá við af-
greiðslu hennar.
Sú framtíðarsýn sem fram kemur í
tillögu Sjálfstæðisflokksins byggist á
stefnumörkun fyrri bæjarstjórnar.
Stefna og helstu verkefni næstu ára
grundvallast hins vegar á stefnuskrá
Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu
bæjarstjórnarkosningar. Hún var
sett fram undir kjörorðinu „Við fær-
um orð í efndir“ eins og Árni Sigfús-
son bæjarstjóri vakti athygli á þegar
hann mælti fyrir tillögunni í gær.
Nefna má að fram koma áætlanir um
framkvæmd hugmyndarinnar um
orkugarð, markaðssetningu atvinnu-
svæðisins við Helguvík, uppbyggingu
skólastarfs í grunnskólum, undirbún-
ingur að listamiðstöð, aðstöðu fyrir
víkingaskipið Íslending, byggingu
innisundlaugar og uppbyggingu
nýrra byggingarsvæða.
Árni segist ekki vita til þess að svo
ítarleg stefna og verkefnaáætlun hafi
verið lögð fyrir í nokkru sveitarfélagi
við upphaf kjörtímabils. „Það er ætl-
un okkar að vera í forystu nútíma-
legra starfshátta í íslenskum sveitar-
félögum og ég tel að hér sé vissulega
sterkt merki þess,“ sagði Árni.
Bent á fjármögnunarleiðir en
kostnaður ekki tilgreindur
Í stefnuplagginu er farið yfir helstu
málaflokka, verkefnum raðað í verk-
þætti, settar tímaáætlanir fyrir þá og
tilgreint hver ber ábyrgð á að fram-
kvæma þá. Í sumum tilvikum er kveð-
ið á um að kallaður verði til sérstakur
verkefnisstjóri sem annist það verk.
Þá er getið fjármögnunarleiða en
kostnaður ekki áætlaður. Segir Árni
að með því færist áherslan á að mörg
verkefni geti orðið samstarfsverkefni
við aðra, ekki þurfi að draga allt fjár-
magn af skattfé almennings. Við gerð
fjárhagsáætlunar og endurskoðun
þriggja ára áætlunar verður kostn-
aður tilgreindur. Segir hann þetta
gert til að leggja áherslu á að Reykja-
nesbær muni ávallt sníða sér stakk
eftir vexti en um leið leita tækifæra í
samstarfi um fjármögnun.
Árni segir að stefnan sé metnaðar-
full og sérstök því hún fjalli að stærst-
um hluta um virkjun mannauðsins í
Reykjanesbæ. Aðeins um 15% þeirra
meginþátta sem fjallað er um tengist
verklegum framkvæmdum. Hins veg-
ar séu 85% þeirra verkefna sem
nefnd eru í stefnunni tengd skilgrein-
ingu verkþátta sem miða að bættu
forvarnarstarfi, fræðslu, íþróttaiðk-
un, félagslegri þjónustu, umhverfis-
vernd og forsendum til öflugrar at-
vinnuuppbyggingar.
Árni rakti nokkur dæmi um þetta
og sagði meðal annars: „Betri mennt-
un, aðbúnaður og öryggi heimilanna
verður því forgangsverkefni okkar
sjálfstæðismanna, og ég vona for-
gangsverkefni okkar bæjarfulltrúa
allra á þessu kjörtímabili,“ sagði
Árni.
Minnihlutinn situr hjá
Fulltrúar Samfylkingarinnar og
Framsóknarflokksins sem skipa
minnihluta bæjarstjórnar sátu hjá við
afgreiðslu málsins. Þeir sögðust þó
geta getið undir margt af því sem þar
kæmi fram enda hefðu mörg málin
verið á stefnuskrám tveggja eða allra
flokkanna fyrir síðustu bæjarstjórn-
arkosningar. Þá hrósuðu þeir meiri-
hlutanum fyrir að leggja þetta plagg
fyrir, það yrði ágætt tæki fyrir þá í
aðhaldshlutverki minnihlutans.
Stefna Sjálfstæðisflokksins um helstu
verkefni kjörtímabilsins samþykkt
Betri menntun
og aðbúnaður
heimila í forgang
Reykjanesbær