Morgunblaðið - 06.11.2002, Page 26
26 MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
AF SAMTÖLUM viðÖssur Skarphéðins-son, formann Sam-fylkingarinnar, og
nokkra flokksmenn má ráða að
átakalínur Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags séu enn til stað-
ar innan flokksins en flestir
segja þær vera hverfandi. Sam-
fylkingin sé enn í mótunarferli
og það taki sinn tíma að má allar
fyrri flokkslínur út, en sem
kunnugt er varð flokkurinn
formlega til á stofnfundi vorið
2000 með samruna Alþýðu-
flokksins, Alþýðubandalagsins,
Kvennalistans og óháðra.
Fleiri átakalínur eru sagðar
uppi, sem formaður fram-
kvæmdastjórnar flokksins, Stef-
án Jón Hafstein, segir að merkja
megi líka milli landshluta, ein-
stakra flokksmanna og um
ákveðin stefnumál. Það sé þó
ekki veikleikamerki heldur
merki um heilbrigða pólitík.
Annar flokksmaður, Páll Vil-
hjálmsson, fullyrðir að vegna af-
stöðunnar til Evrópusambands-
ins séu gamlir Alþýðu-
bandalagsmenn að yfirgefa
Samfylkinguna og ganga til liðs
við Vinstri græna. Guðmundur
Oddsson segir enn nokkur „lík í
lestinni“ en þau verði vonandi
horfin að loknum næstu kosn-
ingum.
Ummæli Gísla
Þessi átök gamalla flokkslína
mátti m.a. merkja í ummælum
Gísla S. Einarssonar, þing-
manns Samfylkingarinnar á
Vesturlandi, að loknu kjör-
dæmaþingi í nýju Norðvestur-
kjördæmi þar sem ákveðin var
uppstilling í stað prófkjörs.
Sagði Gísli við DV að sig grunaði
að „gamla klíkan úr Alþýðu-
bandalaginu“ hefði verið að
„verja sína pósta“. Sama dag dró
Gísli þessi ummæli sín reyndar
til baka.
Gísli segir við
Morgunblaðið að
ummælin hafi fallið í
hita leiksins og þeg-
ar hann hafi farið að
skoða málið betur hafi ummælin
ekki átt við rök að styðjast.
Vinnan í nýja kjördæminu gangi
ágætlega og góð samstaða sé
meðal þingmanna og annarra
flokksmanna.
„Það er ekkert skrítið þó að
menn takist á í prófkjörum og
mismunandi sjónarmið séu uppi.
Þetta fer ekki eftir flokkslínum
heldur miklu frekar eftir mönn-
um og hvernig þeir haga sér. Ég
tek sjálfan mig sem dæmi, sem
var ansi bráður í mínum svörum.
Það er ekkert launungarmál að
þeir sem voru í Alþýðuflokkn-
um, eins og ég, eru vanir opnum
prófkjörum. Líklega er eini mis-
munurinn fólginn í því að fólk
hefur unnið eftir mismunandi
línum, annaðhvort í prófkjörum
eða nokkurs konar uppstill-
ingu,“ segir Gísli.
„Fengu óbragð
í munninn“
Páll Vilhjálmsson, formaður
Samfylkingarfélagsins á Sel-
tjarnarnesi og stjórnarmaður í
kjördæmisráði flokksins í Suð-
vesturkjördæmi, segir nokkrar
átakalínur vera innan flokksins,
þ. á m. milli gamalla félaga Al-
þýðuflokksins og Alþýðubanda-
lagsins, sem birtist til dæmis í
umræðunni um Evrópu- og
byggðamál. Átakalínur séu einn-
ig milli eldri og yngri kynslóðar
flokksmanna. Hann segist hafa
ritað grein á sínum tíma um tvo
„kúltúra“ þessara flokka og að
langan tíma tæki að sameina
hefðir þeirra innan Samfylking-
arinnar. Alþýðuflokkurinn hafi
t.d. verið meiri prófkjörsflokkur
en Alþýðubandalagið þunglama-
legra með flokksstofnunum sem
tekið hafi sig alvarlega.
Páll telur að í dag vanti enn
töluvert upp á að þessir „kúlt-
úrar“ hafi náð að sameinast.
Hvernig staðið hafi verið að
kosningu um Evrópumálin hafi
ekki verið til að liðka þar fyrir.
Margir hafi fengið „óbragð í
munninn“ og segir
Páll að margir gaml-
ir Alþýðubandalags-
menn séu að segja
sig úr Samfylking-
unni vegna ESB-
áherslu flokksforystunnar og
ganga til liðs við Vinstri hreyf-
inguna – grænt framboð.
„Margir koma til mín og
segja: „Nú er þetta búið, ég
nenni þessu ekki lengur.“ Ég er
ekki í þeirri stöðu að segja fólki
að bíða því sjálfur er ég hund-
fúll,“ segir Páll.
Aðspurður setur Páll stórt
spurningarmerki við það hvern-
ig Samfylkingunni takist að
sætta ólík sjónarmið innan
flokksins, ekki síst í Evrópumál-
um. Ef flokkurinn muni t.d. setja
ESB-aðild á oddinn í sinni kosn-
ingabaráttu þá muni ekki gróa
um heilt um langa hríð. Annað
hvort myndist stór og óánægður
minnihluti eða að fólk yfirgefi
flokkinn, sem þegar sé farið að
gerast.
Össur Skarphéðinsson, for-
maður Samfylkingarinnar, segir
að áhrifa Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags innan flokksins
gæti lítið og í æ minna mæli.
Hann kannast heldur ekki við
það að fólk sé að yfirgefa Sam-
fylkinguna vegna Evrópuum-
ræðunnar og ganga til liðs við
Vinstri græna. Össur segir að í
dreifbýlinu, þar sem Samfylk-
ingin sé borin upp af nýstofnuð-
um félögum, gæti þessa í engum
mæli. Þar sé Samfylkingin orðin
ein heild. Hann segist m.a. hafa
orðið var við þetta í fundaferð
sinni um landið þar sem jafnvel
gamlir Alþýðubandalagsmenn
hafi sýnt Evrópumálum mikinn
áhuga. Össur segir mikinn og
vaxandi vilja vera til staðar inn-
an flokksins til þess að leggja af
gömul flokkslandamæri.
„Aðall góðra flokka er að
menn takist á með rökum en
ekki persónulega. Þess vegna er
Samfylkingin að styrkjast. Auð-
vitað er það þannig að þegar
prófkjör eru haldin taka sig upp
gömul tengsl og vináttubönd.
Menn hjálpa gömlum baráttu-
félögum og sökum uppruna
Samfylkingarinnar lágu þessi
vináttubönd oft saman í þessum
sérstöku flokkum. Ég held að
hvergi í dag sé hægt að finna
prófkjörsátök þar sem beinlínis
takast á Alþýðuflokkur og Al-
þýðubandalag. Hér í Reykjavík
nýt ég þess að sitja á friðarstóli
þar sem enginn keppir við mig
um fyrsta sætið. Bryndís Hlöð-
versdóttir og Jóhanna Sigurðar-
dóttir takast á um 2. sætið en
það eru ekki hefðbundin flokka-
átök sem eiga sér stað þar. Mér
sýnist til dæmis að margir sem
eiga uppruna sinn í Alþýðu-
bandalaginu styðji Jóhönnu og
hið sama er að segja um Bryn-
dísi. Það styðja hana margir Al-
Leifar Alþýðuflokks og Alþýðubandalags
Átakalínur en
ar en sagðar h
Nú þegar tími
prófkjara fer í hönd
hjá Samfylkingunni
hafa vísbendingar
komið fram um
átakalínur innan
flokksins milli gam-
alla Alþýðuflokks-
manna og Alþýðu-
bandalagsmanna.
Björn Jóhann
Björnsson kannaði
málið og komst að því
að þetta á við nokkur
rök að styðjast.
Samfylkingin varð til úr þremur flokkum. Hér eru fulltrúar þeirra í
Kvennalistans, Sighvatur Björgvinsson, formaður Alþýðuflokksins,
Gömul vina-
bönd koma upp
í prófkjörum
SKATTAR OG EINSTAKLINGAR
Það var mikið framfaraskref semstigið var á síðasta ári er tekju-skattur lögaðila var lækkaður úr
30% í 18%. Þessi breyting styrkti sam-
keppnisstöðu Íslands og íslenskra fyr-
irtækja verulega.
Þessi breyting hefur einnig haft ann-
ars konar áhrif. Nú er mun hagstæðara
en áður fyrir einstaklinga að stofna
einkahlutafélag utan um rekstur sinn í
stað þess að telja fram í eigin nafni. Þeir
sem eiga þess kost að nýta sér þetta
form eru einstaklingar sem ekki sinna
hefðbundinni launavinnu heldur hafa
tekjur sínar af sjálfstæðum atvinnu-
rekstri. Þetta á við um margar stéttir er
vinna sjálfstætt að miklu leyti og má
nefna lögmenn, lækna, iðnaðarmenn og
verktaka af ýmsu tagi sem dæmi. Einn-
ig bændur en það færist nú í vöxt að
þeir stundi búrekstur í formi einka-
hlutafélags.
Það sem af er þessu ári hafa um 2.750
ný einkahlutafélög verið skráð hjá Hag-
stofu Íslands. Á öllu árinu 2001 var hins
vegar skráð 1.871 nýtt einkahlutafélag.
Það virðist því greinilegt að þeim fjölg-
ar stöðugt sem nýta sér kosti þessa
rekstrarforms. Alls eru nú skráð um 18
þúsund einkahlutafélög á Íslandi.
Það er skiljanlegt að einstaklingar
jafnt sem fyrirtæki nýti sér þær leiðir
sem til staðar eru í skattkerfinu. Tekju-
skattsprósenta einstaklinga er nú á
bilinu 39–45% en sé stofnað hlutafélag í
kringum rekstur einstaklings er
skattprósentan 26,2%. Þá er átt við þau
18%, sem einkahlutafélagið greiðir og
10% skattgreiðslu af arði, sem eigandi
einkahlutafélagsins borgar hugsanlega
sjálfum sér. Það er því ekkert annað en
eðlileg sjálfsbjargarviðleitni að fara þá
leið. Ef menn eiga þess kost að lækka
skattgreiðslur sínar með löglegum
hætti er varla við öðru að búast en að
þeir velji þann kost. Þess ber þó að geta
að þeir sem hafa rekstur sinn í þessu
formi verða að greiða sjálfum sér laun,
samkvæmt reglum frá Ríkisskattstjóra,
er taka mið af því sem telst eðlilegt á
vinnumarkaðinum. Þessi laun falla und-
ir sömu skattareglur og önnur laun ein-
staklinga. Það er einungis ef tekjur
manna eru verulega umfram viðmið um
reiknað endurgjald og eru greidd út
sem hagnaður að verulegur mismunur
fer að koma í ljós. Það skiptir hins vegar
miklu að skattayfirvöld tryggi að regl-
urnar um reiknað endurgjald endur-
spegli raunveruleikann á vinnumark-
aðnum og að þeim sé framfylgt af festu.
Ef sú verður raunin má segja að það
geti beinlínis verið æskilegt að rekstur
einstaklinga flytjist yfir í hlutafélaga-
formið. Þetta er þróaðasta rekstrar-
form sem völ er á, með skýrum laga-
legum ramma, og með því næst
mikilvægur aðskilnaður á persónuleg-
um fjárhag og atvinnustarfsemi. Ein-
staklingar sem nýta sér þetta form í
tengslum við atvinnurekstur þurfa því
ekki lengur að leggja fjárhag fjölskyld-
unnar undir þegar ráðist er í fjárfest-
ingar í tengslum við reksturinn. Hluta-
félagaformið getur einnig liðkað fyrir
eigendaskiptum á rekstri og auðveldað
mönnum að taka nýja aðila inn í rekst-
urinn.
Hin aukna ásókn einstaklinga í einka-
hlutafélagsformið bitnar hins vegar illa
á sveitarfélögum. Þeirra helsti tekju-
stofn er útsvar einstaklinga. Þau eiga
ekki hlutdeild í gjöldum lögaðila. Tals-
menn sveitarfélaga hafa lýst því yfir að
líklegt sé að sveitarfélögin verði af rúm-
um milljarði króna í tekjum á þessu ári
vegna þess að einstaklingsrekstur flyst
yfir í einkahlutafélög. Hvað alvarlegast
er þetta fyrir sveitarfélög þar sem mik-
ið er um einyrkja, t.d. í smábátaútgerð.
Á sama tíma og sveitarfélög eru að
verða af verulegum tekjum með þessum
hætti hafa stór og kostnaðarsöm verk-
efni verið að færast yfir til þeirra. Má
nefna rekstur grunnskólanna í því sam-
bandi.
Ef niðurstaða þessara breytinga er
sú að sveitarfélög verða fyrir miklum
tekjumissi er líklegt að þau krefjist
þess að fá hlutdeild í sköttum lögaðila í
framtíðinni.
Því má svo ekki gleyma að flestir Ís-
lendingar hafa ekki tök á því að nýta sér
einkahlutafélagsformið. Þeir þiggja
hefðbundnar launagreiðslur frá fyrir-
tækjum eða stofnunum. Launþegar
eiga ekki annarra kosta völ en að greiða
fulla skatta af sínum tekjum í skatta án
þess að eiga nokkra frádráttarmögu-
leika. Á móti má segja að allir greiði
sambærilega skatta af launum þótt ein-
staklingar í rekstri njóti góðs af því er
reksturinn skilar arði. Rekstur getur
hins vegar einnig gengið illa líkt og
fjöldi gjaldþrota er til marks um.
Eftir stendur að á síðustu árum hefur
verið gengið langt í að draga úr skatt-
byrði lögaðila. Og ekki má gleyma því
að þeir, sem hafa tekjur af fjármagni
eða öðrum eignum borga einungis 10%
skatt. Það hlýtur því að vera eðlileg
krafa einstaklinga að næsta verkefni
stjórnvalda í skattamálum verði að taka
skref til að koma til móts við einstak-
linga sem greiða 38%–45% skatt af
tekjum sínum vegna þess, að um launa-
tekjur er að ræða.
Ástæður þess að skattar lögaðila
voru lækkaðir voru gildar og jafnvel
hafa verið færð rök fyrir því að þessi
skattalækkun muni þegar upp er staðið
ekki leiða til tekjumissis fyrir ríkissjóð.
Sömuleiðis voru ákveðin rök fyrir því í
upphafi að skattur af fjármagns- eða
öðrum eignatekjum yrði ekki hærri en
10%.
Það má hins vegar spyrja hvort ekki
sé að sama skapi þarft að lækka tekju-
skatta einstaklinga. Það myndi draga
úr því misræmi sem nú er til staðar er
særir réttlætiskennd margra skatt-
borgara. Lækkun tekjuskatts einstak-
linga myndi auka ráðstöfunartekjur al-
mennings. Slíkt ætti að öllu jöfnu að
auka sparnað í landinu, sem kemur at-
vinnulífi og einstaklingum til góða í
lækkun fjármagnskostnaðar. Auknar
ráðstöfunartekjur þýða jafnframt óhjá-
kvæmilega aukningu einkaneyslu. Það
ýtir undir hagvöxt og skilar ríkinu
tekjum í formi veltuskatta.
Ríkisfjármál eru viðkvæmur línu-
dans. Einstaklingar jafnt sem fyrirtæki
hljóta að eiga kröfu til þess að fá að
halda eftir sem mestum hluta af tekjum
sínum. Að sama skapi verða tekjur ríkis
og sveitarfélaga að standa undir þeim
mikilvægu málaflokkum, sem eru í
þeirra verkahring. Við viljum gott heil-
brigðiskerfi og menntakerfi. Við gerum
kröfu til þess að samgöngur séu greiðar
og öruggar.
Síðast en ekki síst verða skatt-
greiðslur að byggjast á samræmi og
sanngirni. Tekjuskattur fyrirtækja hef-
ur verið að lækka, fyrst úr 50% í 30% og
nú síðast í 18%. Tekjuskattur einstak-
linga hefur hins vegar hækkað töluvert
frá því að staðgreiðsla skatta var tekin
upp á sínum tíma. Síðan hefur að vísu
verið unnið markvisst að því að lækka
þennan skatt. Með hækkun skattapró-
sentunnar fyrir allmörgum árum og
upptöku hátekjuskatts annars vegar og
skattalækkunum á öðrum sviðum hins
vegar hefur skapast ákveðið misræmi í
skattlagningu. Það er tímabært að snúa
þeirri þróun við.