Morgunblaðið - 06.11.2002, Side 33
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 33
JÓHANNA Sigurðardóttir er sá
stjórnmálamaður sem best veitir
framkvæmdavaldinu
aðhald. Hún hefur
sýnt það á þingi með
ótrúlegri seiglu og
málafylgju en er um
leið ábyrgur stjórn-
málamaður, – mál-
efnaleg, dugleg og
skilar raunverulegum árangri með
störfum sínum.
Meðal þeirra mála sem Jóhanna
hefur flutt á þessu þingi eru tillögur
um úttekt á skipulagi löggæslumála
og skilgreiningu á lágsmarksþjón-
ustu vegna löggæslu, um fjárreiður
stjórnmálaflokka, siðareglur þing-
manna og í stjórnsýslunni, um ráð-
herraábyrgð og um Landsdóm, um
Rannsóknarnefnd Alþingis, um
þjóðaratkvæðagreiðslu og eftirlit
með skipan opinberra framkvæmda.
Kjósum Jóhönnu í annað sæti í
prófkjöri Samfylkingarinnar, hún á
að leiða annað Reykjavíkurkjör-
dæmanna við hlið formannsins.
Jóhanna sinnir
lýðræðislegri
aðhaldsskyldu
Sigrún Steingrímsdóttir, starfsmaður í
mötuneyti MR, skrifar: Á SÍÐUSTU árum hefur vöxtur í
ferðaþjónustu verið mikill. Erlend-
um gestum til landsins hefur fjölgað
og við ferðast meira
um eigið land. Sturla
Böðvarsson hefur í
ráðherratíð sinni
stuðlað að vexti og
framgangi íslenskr-
ar ferðaþjónustu
með afgerandi hætti.
Áfall það sem ferðaþjónusta um all-
an heim varð fyrir eftir 11. sept. í
fyrra var gífurlegt. Viðbrögð stjórn-
valda í kjölfar þeirra skipti miklu
máli. Aukið fé til markaðssetningar
og ábyrgðir vegna trygginga flug-
flotans voru mikilvægar ákvarðanir.
Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2003 er
undir forystu Sturlu gert ráð fyrir
hækkuðum framlögum til markaðs-
setningar og er það sérstakt fagn-
aðarefni.
Sturla hefur stuðlað að framgangi
margra mála til að styrkja þær stoð-
ir sem íslensk ferðaþjónusta byggist
á. Margvísleg vinna á þessu sviði
hefur farið fram í ráðherratíð Sturlu
og skapaður grunnur stefnumótunar
fyrir ferðaþjónustuna til næstu ára.
Brýnt er að farsællar forystu Sturlu
njóti áfram í þessu mikilvægasta
verkefni.
Efling ferða-
þjónustu
Anna G. Sverrisdóttir, rekstrarstjóri Bláa
lónsins hf., skrifar:
KVENFRELSISKONUR og
annað gáfufólk! Á ögurstund snýr
fólk bökum saman. Nú er slík stund.
Strákar og karlar
eru í tangarsókn
gegn þeim örfáu
konum á Alþingi sem
vinna fyrir konur. Á
þingi er ekki karla
vant, þar er kvenna
vant; kvenna sem
vinna fyrir konur á eigin forsendum.
Guðrún Ögmundsdóttir er einlæg
kvenfrelsiskona komin af alþýðu-
fólki í Reykjavík og margfróð um
hagi þeirra sem eiga undir högg að
sækja í óvægnu samfélagi. Þar nýtur
hún eðlislægs innsæis, köllunar og
þekkingar fljölbreyttra starfa sem
yfirfélagsráðgjafi á Landspítala,
sem uppeldisfulltrúi í sérdeild og
handleiðari fatlaðra og aðstandenda
og sem borgarfulltrúi og þingkona.
Guðrún er mannasættir og þúsund-
þjalasmiður í samskiptum, staðföst
baráttukona í karlagerinu miðju. Við
konur höfum ekki ráð á að tapa Guð-
rúnu af þingi vegna þeirra sem eiga
undir högg að sækja og fá í staðinn
enn eitt sýnishornið af karlkyninu.
Nú er að duga eða drepast. Því
skora ég á fólk að tryggja Guðrúnu
Ögmundsdóttur sæti áfram á Al-
þingi.
Tryggjum
Guðrúnu sæti á
Alþingi
Elín G. Ólafsdóttir skrifar:
ÞAÐ er mikilvægt að stilla upp
sínu sterkasta liði hverju sinni. Í
Suðvesturkjördæmi efnir Samfylk-
ingin til flokksvals hinn 9. nóvember
næstkomandi. Þar
eru 11 einstaklingar
í framboði til þeirra
6 sæta sem kosið er
um. Guðmundur
Árni Stefánsson al-
þingismaður, fyrrum
ráðherra og bæj-
arstjóri, sækist eftir 1. sæti listans.
Ég styð hann heilshugar í þeim efn-
um. Hann er baráttumaður með
ótvíræða forystuhæfileika. Er fljót-
ur til ákvarðana, en jafnframt yf-
irvegaður; er með hjartað á réttum
stað og lætur sig varða heill og hag
fólks, ekki síst þess sem höllum fæti
stendur. Hann hefur skýra sýn á
meginatriði íslenskra stjórnmála.
Samfylkingin á góð færi í komandi
kosningum. Þau verðum við að nýta.
Það gerum við með góðum málstað
og öflugu fólki í forystusveit. Guð-
mundur Árni er góður valkostur til
að leiða öfluga sveit Samfylking-
armanna í Suðvesturkjördæminu í
kosningunum í vor. Kjósum Guð-
mund Árna í 1. sætið í flokksvalinu.
Guðmund Árna í
1. sætið
Árni Guðmundsson formaður STH skrifar:
MIG óraði ekki fyrir þeirri umræðu
sem tillaga mín um að kanna orsakir
háa matarverðsins hér ætti eftir að
vekja. Ég fagna henni mjög.
Þessi upplýsta þjóð hefur auðvitað
verið meðvituð um að hún er að borga
himinhátt verð fyrir nauðsynjavöru
samanborið við íbúa nágrannaland-
anna en það er eins og fólk hafi talið
að svona yrði þetta bara að vera. En
það er rangt. Samanburður innan
Norðurlandanna þar sem laun eru al-
mennt hærri en hér og matarverð
lægra nema í Noregi og samanburður
á matarverði á Norðurlöndum og
Þýskalandi við meðaltalsverð 15
ESB-landa staðfestir það líka.
Góðu tíðindin í þessari umræðu eru
að forsætisráðherrann, Davíð Odds-
son, hefur lýst því yfir að hann styðji
tillögu mína um að leita orsaka hins
háa matarverðs hérlendis.
Umræðan
Einhverjir töldu að svona tillaga
frá Samfylkingunni þýddi áróður um
ESB-aðild. Í Evrópusambandinu
hafa menn skapað það umhverfi að
matarverð hefur stórlækkað í Svíþjóð
og Finnlandi eftir inngöngu þeirra.
En við viljum vita hvar þarf að gera
breytingar svo við getum gert þær
sjálf verðum við utan ESB.
Samkeppnisstofnun var gerð að
blóraböggli sem er afar athyglisvert
miðað við að ríkisstjórnin hefur verið
treg til að veita Samkeppnisstofnun
það lagaumhverfi sem til þarf svo hún
geti sem best þjónað hlutverki sínu.
Nú hefur samkeppnisráð sent frá sér
álit um verðlagningu mjólkurvöru þar
sem ráðið kemst að þeirri niðurstöðu
að verðlagning verðlagsnefndar bú-
vara á mjólk og mjólkurvörum fari
gegn markmiðum samkeppnislaga.
Enn eitt innlegg í umræðuna.
Í Bændablaðinu var því haldið fram
að matarverðsmunurinn væri ekki
svona mikill og að við gætum aldrei
borið okkur saman við verðlag í Suð-
ur-Evrópu. Rétt en við erum að tala
um Norðurlönd.
Er orsökin samþjöppun á matvæla-
markaði? Umhugsunarefni að 70%
landsmanna verslar við eina verslana-
keðju. Hvernig hefur slík fákeppni
orðið til og hvernig á að bregðast við
henni. Nýtt í umræðunni er að GJ-
fjármálaráðgjöf hefur unnið skýrslu
fyrir Baug og niðurstaða samkvæmt
fréttum að engar vísbendingar séu
um að samruni hafi valdið háu mat-
arverði.
Þetta stóra mál hefur margar hlið-
ar og trúlega hafa allir þessir fram-
angreindu þættir áhrif en mun fleira
kemur til. Nefna má tilhögun inn-
kaupa erlendis, einokun í flutningum,
lagaumhverfi innflutnings og verslun-
ar, skilyrði innlendrar framleiðslu og
gjaldtöku og skattheimtu ríkisins á
ólíkum sviðum matvælaframleiðslu
og innflutnings. Allt þetta þarf að
skoða.
Matarverðið
Eftir Rannveigu
Guðmundsdóttur
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
„Davíð
Oddsson
hefur lýst
því yfir að
hann styðji
tillögu mína um að leita
orsaka hins háa mat-
arverðs.“
Í utandagskrárumræðu á Al-
þingi nú í vikunni vildi fjármála-
ráðherra ekki ræða það hvort
hann myndi beita sér fyrir því að
lækka tekjuskatta á launafólk og
afnema skatta á tekjur og lífeyri
undir lágmarkslaunum. Hann hirti
heldur ekki um að svara því hvort
eðlilegt væri að lífeyrir úr lífeyr-
issjóðum bæri 10% skatt eins og
aðrar fjármagnstekjur, en ekki
38% eins og nú er.
Misréttið í skattlagningunni
Í hnotskurn sýnir skattastefna
ríkisstjórnarinnar skattpíningu á
launafólki með meðaltekjurnar og
þeim sem minnsta hafa og síðan
andstæðuna, skattparadís efna-
manna og stórfyrirtækjanna. Fólk
með lágar og meðaltekjur hefur
greitt fyrir skattalækkanir efna-
manna með minni persónuafslætti,
skerðingu á skattleysismörkum,
lækkun barnabóta og aukinni
kostnaðarþátttöku í heilbrigðis-
kerfinu. Lítil og meðalstór fyrir-
tæki hafa líka staðið undir tekju-
skattslækkun stóru fyrirtækjanna
úr 30% í 18%, með mikilli hækkun
á tryggingagjöldum eða um 2,4
milljarða króna. Neysluskattar eru
næsthæstir hér á landi af öllum
OECD-löndunum og tekjuskattar
einstaklinga eru yfir meðaltal
OECD-ríkjanna Á sama tíma eru
tekjuskattar á fyrirtæki og fjár-
magnstekjuskattur hvergi lægri en
á Íslandi. Staðgreiðsluskattar hafa
hækkað í tíð ríkisstjórnarinnar um
107% að meðalatali á hvern skatt-
greiðanda en launin um 63%, eða
langt umfram það sem launabreyt-
ingar gefa tilefni til.
Skattbyrði aukist
mest á lágtekjufólki
Skattbyrði fólks með 400.000 kr.
mánaðartekjur og hærri hafa auk-
ist miklu minna en skattbyrði
þeirra sem eru með tekjur undir
400 þúsund krónum. Sláandi dæmi
er að skattbyrði verkamannsins
hefur í tíð þessarar ríkisstjórnar
aukist um 109 þúsund krónur en
skattbyrði þeirra sem eru með 350
þúsund krónur einungis aukist um
29 þúsund.
Lækkun á tekjuskattshlutfalli
einstaklinga úr 42% í um 38% hef-
ur fyrst og fremst skilað sér til
þeirra efnameiri, vegna þess hve
persónuafslátturinn hefur verið
skertur, en hann er nú 26 þúsund í
stað 40 þúsunda ef hann hefði
haldið í við vísitöluþróun. Þessi
aukning á skattbyrði hefur ekki
síst bitnað harkalega á lágtekju-
fólki, lífeyrisþegum og atvinnu-
lausum, sem greiddu um 1 milljarð
í skatt á sl. ári, en greiddu engan
tekjuskatt á árinu 1995. Skatta-
stefna stjórnarflokkanna er stefna
sérhagsmuna gegn almannahags-
munum. Ég býð mig fram til að
leiða annað Reykjavíkurkjördæm-
anna fyrir Samfylkinguna – m.a.
til að koma á sanngjarnri og rétt-
látri skattastefnu.
Hverjir borga
brúsann?
Eftir Jóhönnu
Sigurðardóttur
„Skatta-
stefna
stjórnar-
flokkanna er
stefna sér-
hagsmuna gegn al-
mannahagsmunum.“
Höfundur er alþingismaður.